Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 35 Þetta sumar tók Sigurður að huga að öskulögum frá eldstöðv- um í íslenskum mómýrum, í upp- hafi vegna þess að fyrir áeggjan von Posts ætlaði hann að rann- saka gróðurfarssögu Islands með frjógreiningu. í grein í Náttúru- fræðingnum 1934, sem nefnist Mýrarnar tala, getur hann einmitt um hugsanlegt notagildi öskulag- anna við jarðfræðilegar rannsókn- ir. í sama árgangi þessa rits var einnig grein eftir Hákon Bjarna- son, síðar skógræktarstjóra, um öskulög í íslenskum jarðvegssnið- um. Nokkur næstu sumur unnu þeir Hákon og Sigurður sameig- inlega að öskulagarannsóknum og birtu grein saman um árangur rannsóknanna í Geografisk Tids- skrift 1940. Hákon helgaði sig síð- an skógræktinni með svo góðum árangri að lengi mun til sjást, en Sigurður hélt öskulagarann- sóknunum áfram. Sumrin 1936—1938 tók Sigurður þátt í sænsk-íslensku Vatna- jökulsrannsóknunum undir stjórn þeirra Hans W:son Ahlmanns og Jóns Eyþórssonar. Hann ritaði með þeim um niðurstöður rann- sóknanna sem líklega eru enn ít- arlegustu samfelldu jöklarann- sóknirnar, sem gerðar hafa verið hérlendis, þótt þær fjölluðu aðeins um suðausturjökla Vatnajökuls. Urðu niðurstöður rannsókna þeirra mjög kunnar meðal jökla- fræðinga. Sumarið 1939 tók Sigurður þátt í samnorrænu fornleifarannsókn- unum í Þjórsárdal. Beitti hann þar öskulagafræði sinni og var það í fyrsta skipti sem öskulög voru notuð sem hjálpartæki við slíkar rannsóknir. Hann tók einnig sýni til frjórannsókna og notaði síðan niðurstöður þeirra með öðru til aldurssetningar öskulaga. Þar fann hann t.d. öskulag Vlla og b, sem talið hafði verið fallið rétt áð- ur en gróðurfarsbreytingarinnar við landnám tók að gæta í Þjórs- árdal. Þetta er hið þekkta „land- námslag" og nú talið fallið á land- námsöld, líklega um 900. Byggð í Þjórsárdal hefur því hafist aðeins síðar en í lágsveitum. Efniviðurinn sem hann safnaði varð síðar meginundirstaðan í doktorsritgerð hans, sem hann varði við Stokkhólmsháskóla 1944. í ritgerðinni innleiddi hann al- þjóðaorðið tefra (tephra) sem samheiti á loftbornum föstum gosefnum, en orðið er komið úr bók Aristotelesar „Meteorologica". Þegar ösku- eða gjóskulög eru not- uð í jarðfræðilegu timatali nefndi hann fræðigreinina tefrokrono- logíu. Þessi bók Sigurðar er nú klassískt rit um öskulagafræði. Síðla vetrar 1945 komst Sigurð- ur flugleiðis til Bretlands og það- an með skipi heim, enda mun hon- um hafa þótt þessi samfellda dvöl í Svíþjóð nógu löng. Þegar heim kom fékk hann starf sem sérfræð- ingur í Iðnaðardeild Atvinnudeild- ar háskólans og hjá Rannsóknar- ráði ríkisins, en framkvæmda- stjóri þess var þá Steinþór Sig- urðsson og störfuðu þeir saman að ýmsum rannsóknum þar til Stein- þór beið bana við rannsóknir á Heklugosinu 1947. Árið 1947 var Sigurður ráðinn forstöðumaður land- og jarðfræði- deildar Náttúrugripasafnsins, sem síðar var nefnt Náttúrufræði- stofnun Íslands, og gegndi hann því starfi til haustsins 1968 er hann var settur prófessor í land- og jarðfræði við Háskóla íslands. Sigurður gerðist stundakennari í náttúrufræði við Menntaskólann í Reykjavík 1945 og kenndi þar í tvo áratugi. Einnig kenndi hann land- mótunarfræði og jarðfræði ís- lands til BA-prófs í landafræði við heimspekideild Háskólans sem stundakennari frá 1952 til 1968. Hann var settur prófessor í landafræði við háskólann í Stokkhólmi 1950—1951 og jafn- framt forstöðumaður landfræði- deildarinnar þar. Þessi staða stóð honum opin til frambúðar, en hann þáði ekki boðið, enda taldi hann að meira gagn yrði að sér sem jarðvísindamanni i fámenn- inu á íslandi en við ríkulegri út- búnað að tækjum og fé í Svíþjóð, þótt vafalaust hafi þetta tilboð freistað hans. Á fyrstu árum hans hér heima vann hann allmikið að rannsókn- um á virkjunarstöðum fyrir Raf- orkumálaskrifstofuna svo sem vegna virkjunar Neðri-Fossa í Laxá í Þingeyjarsýslu. Það varð m.a. til þess að hann tók að rann- saka eldstöðvar og hraun við Mý- vatn, sem hann ritaði síðan um fjölda ritgerða, sem orðið hafa undirstaða síðari rannsókna á svæðinu. Vegna hugmynda um virkjun Jökulsár á Fjöllum rann- sakaði hann einnig jarðfræði Jök- ulsárgljúfurs rækilega og þá um leið breytingar á farvegum árinn- ar og rofsögu gljúfursins með til- styrk öskulagafræðinnar. Eldgos voru Sigurði mjög hug- leikin og þó einkum eftir Heklu- gosið 1947—1948, en þetta gos var það fyrsta sem þaulrannsakað var hér á landi. Um Heklugosið 1947—1948 birtist heil ritröð hjá Vísindafélagi íslendinga, en að henni áttu auk Sigurðar einkum hlut þeir Guðmundur Kjartansson og Trausti Einarsson. Sigurður ritaði lýsingu á upphafi gossins og annál þess og um öskufallið. Sigurður fylgdist siðan með öll- um gosum sem orðið hafa á ís- landi. Má þar nefna Öskjugosið 1961, Surtseyjargosið 1963—1967, Heklugosið 1970 og Heimaeyjar- gosið 1973. Hann fylgdist og náið með Kröflueldum frá upphafi í desember 1975 og var á eldstöðv- unum í öll þau skipti sem þar gaus. Með Heklugosinu 1980 fylgd- ist hann einng vel og svo heppinn var hann, að hann sá fyrstur jarðfræðinga síðari hrinu þessa goss vorið 1981. Um öll þessi gos hefur Sigurður skrifað ótal greinar í innlend og erlend tímarit og um nokkur þeirra heilar bækur og hafa sumar þeirra verið gefnar út á mörgum tungumálum. Eftir Heklugosið 1947—1948 tók Sigurður til við ösku- eða gjósku- lagarannsóknir af enn meiri krafti en áður og voru öskulagarann- sóknir síðan burðarásinn í vís- indastörfum hans. Hann rakti t.d. gossögu -Heklu síðustu 6600 árin, og þó einkum á sögulegum tíma. Auk þess að mæla upp og athuga hundruð jarðvegssniða kafaði hann í ritaðar heimildir og sótti meira þangað en nokkur annar. Um þessar rannsóknir ritaði hann 1968 stórfróðlega bók, Hekluelda, en hún kom fyrst út hjá Vísindafé- laginu á ensku 1967. Nú hin síðari árin einbeitti hann sér að rann- sóknum á gossögu Kötlu, en þar skortir ritaðar heimildir mjög fram að gosinu 1580. Margt mjög nýstárlegt kom í Ijós um gossögu Kötlu sem áður var óljóst eða ekki vitað. Þess var áður getið, að Sigurður hefði tekið þátt í sænsk-íslensku Vatnajökulsrannsóknunum 1936—1938 með þeim H. W:son Ahlmann og Jóni Eyþórssyni. Þeg- ar hann kom heim í stríðslokin tók hann á ný upp rannsóknir á Vatnajökli með þeim Steinþóri Sigurðssyni og Jóni Eyþórssyni. Beindist athygli þeirra að Gríms- vötnum og einnig að almennum jöklarannsóknum, m.a. athugun- um á ákomu og breytingum á jök- uljöðrum. Árið 1950 stofnaði Jón Eyþórsson Jöklarannsóknafélagið, ásamt mörgum knáum jökla- og ferðagörpum. Sigurður var í stjórn félagsins frá 1952 sem rit- ari og varaformaður, en við andlát Jóns Eyþórssonar varó hann formaður þess 1969. Hann var í ritstjórn tímarits félagsins Jökuls frá 1957. Sigurður stjórnaði á ann- an tug rannsóknaferða á Vatna- jökul á vegum félagsins og ritaði rúmlega 50 greinar um ferðir þessar og niðurstöður rannsókn- anna. Árið 1976 gaf hann út bók um Grímsvötn og Skeiðarárhlaup — Vötnin stríð — og er þetta hið merkasta heimildarrit. Er þar saman dreginn mjög mikill fróð- leikur um eldsumbrot í Vatnajökli og hlaup undan jöklinum. Sigurður rannsakaði Öræfajök- ul og jökla frá honum rækilega og þar notaðist honum vel þekking sín í cldfjalla-, jökla- og öskulaga- fræði eins og sjá má í ágætri bók um Öræfajökul frá 1958, en þessi bók fjallar þó einkum um Öræfa- jökulsgosið 1362. Sigurður tók einnig oft þátt í uppgreftri fornleifa síðan í Þjórs- árdal 1939 og notaði þar öskulaga- fræði sína og kenndi öðrum að- ferðina. Ómetanlegar eru einnig rann- sóknir hans á gróður- og jarðvegs- eyðingu með hjálp öskulaga. Hann sýndi fram á hversu feiknarlega mikið hefur eyðst af grónu landi á íslandi frá því að land byggðist. Rannsóknir Sigurðar hafa stuðlað mjög að því að nú er unnið mark- visst að uppgræðslu og stöðvun uppblásturs. Sigurður rannsakaði ýmiss kon- ar frostfyrirbæri víða um land, svo sem flár og fleygsprungunet; einnig berghlaup og skriðuföll sem hann aldursetti með öskulögum. Loks ber að nefna, að hann mun hafa orðið einna fyrstur til að átta sig á stöðu íslands á heims- sprungukerfinu (1965), og þar með mikilvægi landsins í hinni nýju heimsmynd jarðfræðinnar. Sigurður Þórarinsson var mjög glöggur athugandi og rýninn og fundvís fræðimaður jafnt úti í náttúrunnar ríki sem á ritaðar heimildir. Hann var mikill elju- maður og einstakur vinnuhestur jafnt við rannsóknir sem við rit- störf. Rit hans og ritgerðir vís- indalegs eðlis urðu nokkuð á þriðja hundrað talsins. Auk þess skrifaði hann fjölda tímarits- og blaðagreina um ýmisleg efni, svo sem bókmenntir, skáldskap og dægurmál. Hann ritaði einkar léttan og skýran stíl, jafnt á ís- lensku sem og á ýmsum erlendum málum. Sigurður var afburða fyrirlesari og setti efnið fram einkar ljóst og lipurt og naut kímni hans sín þar oft vel. Hann kunni vel tökin á notkun mynda og korta til skýr- ingar máli sínu, enda var hann góður ljósmyndari og laginn við að gera kortaefni læsilegt. Sigurður var mjög eftirsóttur sem fyrirles- ari jafnt hér heima sem erlendis og kom þar til að þekking hans á jarðfræði, landafræði og sögu ís- lands var mjög víðfeðm og svo einnig að orð fór af honum sem góðum fyrirlesara. Vísindaleg er- indi, sem hann flutti erlendis, voru um tvö hundruð og hélt hann fyrirlestra erlendis við um 80 há- skóla og vísindastofnanir í öllum heimsálfum. Sigurður var sem sagt í fremstu röð eldfjallafræð- inga og einn frumkvöðla í jökla- rannsóknum og var hann heims- þekktur á þessum sviðum auk öskulagafræðinnar. Fyrir vísinda- störf hlaut Sigurður margvíslegan heiður heima og erlendis. Þegar kennsía í land- og jarð- fræði við Verkfræði- og raunvís- indadeild Háskóla íslands hófst haustið 1968 var Sigurður að sjálfsögðu settur prófessor í þess- um greinum og skipaður í embætt- ið 1969. Kennsla hefur að mestu farið fram í hinu gamla, og nú orðið allt of þrönga húsi Atvinnu- deildar háskólans sem byggt var 1937. Þar var fyrir nokkur útbún- aður til jarðfræðikennslu, rann- sóknaaðstaða sem byggð hafði verið upp þar allt frá 1946 af Tóm- asi Tryggvasyni og frá 1960 einnig af Guðmundi E. Sigvaldasyni og undirrituðum. Jarðfræðirann- sóknir Atvinnudeildar (frá 1965 Rannsóknarstofnunar iðnaðarins) voru um áramót 1968—1969 flutt- ar á Raunvísindastofnun háskól- ans og urðu þær að sérstakri jarð- vísindastofu sem síðan hefur eflst mjög að tækjum og mannafla. Sig- urður var þar kjörinn stofustjóri og var það síðan og þá um leið i stjórn Raunvísindastofnunar. Sigurður var góður kennari og rómaður af nemendum fyrir víð- feðma fyrirlestra og einkar fræð- andi, sem ekki voru -bundnir þröngri námsskrá. Hann hafði af miklu að miðla enda fróður vel og hafði víða farið og margt séð. Þeg- ar Norræna eldfjallastöðin var stofnuð sat Sigurður í stjórn hennar frá upphafi og var honum mjög annt um velgengni hennar. Sigurður var einn brautryðjandi í náttúruverndarmálum hérlendis og tók upp áhrifamikla og sigur- sæla baráttu á því sviði er hann flutti erindi á fundi í Hinu ís- lenska náttúrufræðifélagi haustið 1949, og rakti hve aumleg staða okkar í þessum málum væri, en stórkostleg spjöll á verðmætum náttúruminjum blöstu þá þegar víða við. Erindið var síðan flutt í útvarpi og birtist í Náttúrufræð- ingnum 1950. Varð þetta til þess, m.a. fyrir tilstuðlan annars ágæts áhugamanns um íslenska náttúru- vernd, Eysteins Jónssonar ráð- herra, að sett var nefnd til að semja lög um náttúruvernd og var Sigurður einmitt einn nefndar- manna og samdi ásamt Ármanni Snævarr fyrstu náttúruverndar- lögin sem síðan voru samþykkt á Alþingi 1956, en þau voru síðan endurbætt 1971. Sigurður sat frá upphafi (1956) í Náttúruverndar- ráði og var þar ötull og ráðagóður og átti drjúgan þátt í að koma mörgum þörfum málum í gegn. Sigurður var mjög félagslyndur og voru honum því falin margvís- leg störf í ýmsum félögum og var áður getið starfa hans í Jökla- rannsóknafélaginu, en hann var formaður þess frá 1969. Hann var fyrsti formaður Jarðfræðafélags íslands 1966—1968, formaður raunvísindadeildar Vísindasjóðs 1958—1978, formaður Hins ís- lenska náttúrufræðisfélags 1950—1951 og ritstjóri Náttúru- fræðingsins 1950 og aftur 1952—1955. í stjórn Ferðafélags íslands var hann 1957—1977, þar af varaforseti 1958—1977 og síðast forseti þess. Norræn samvinna var honum hugðarefni um langan ald- ur og var hann formaður Félags íslenskra stúdenta í Stokkhólmi 1937—1944. í stjórn Norræna hússins var hann frá 1970 og í Norrænu ráðgjafarnefndinni um vísindi frá 1972. Þá sat hann einn- ig í stjórnum Norræna félagsins, Sænsk-íslenska félagsins, Rithöf- undafélags íslands og Stúdentafé- lags Reykjavíkur. Sigurður var skáldmæltur vel og oft fljótur að setja saman gam- ansama bragi við ýmis tækifæri. Eftir hann liggja ótal ljóð og vísur sem hann orti við þekkt lög. Sigurður unni mjög íslenskri tungu og menningu og hélt hnyttnar ræður og ritaði þarfar ádrepur þegar honum þótti lág- kúran keyra um þverbak. Hann var dagfarsprúður maður, hæglátur og glettinn og sást sjald- an skipta skapi. Hann var mjög glöggur og fljótur að átta sig og fundvís á áhugaverð rannsóknar- efni. í góðum félagsskap var hann oft hrókur alls fagnaðar, enda söngvinn og hnyttinn í tilsvörum. Árið 1939 gekk Sigurður að eiga sænska konu, Ingu, dóttur Svens Backlunds, fil. kand. í stærðfræði og eðlisfræði og síðar blaðamanns, og konu hans, Hertu f. Bergström. Inga reyndist Sigurði traustur lífsförunautur. Þau áttu tvö börn, Snjólaugu (f. 1943), B.A., fulltrúa hjá Landsvirkjun, gifta Friðleifi Jóhannssyni viðskiptafræðingi, og Sven (f. 1945), doktor í reiknifræði og dósent við Háskóla íslands, kvæntan skosk-enskri konu, Mary, f. Bache, menntaskólakennara. Kynni okkar Sigurðar voru orð- in löng, meira en þrír áratugir frá því ég fyrst leitaði ráða hjá hon- um um nám í jarðfræði og síðar í námi og starfi. Hann miðlaði mér og öðrum óspart um jarðfræði og landfræði, um tengsl náttúruvið- burða og sögu lands og þjóðar. Margar ferðir fórum við saman og naut ég glöggskyggni og eftirtekt- argáfu hans. Einkum minnist ég þriggja vikna ferðar um Norðaust- urland og á heimaslóðir hans 1956 með honum og hans yndislegu konu, Ingu, en það er ein fróðleg- asta og skemmtilegasta ferð sem ég hef farið. í fámennum hópi íslenskra jarð- og landfræðinga er skarð fyrir skildi þegar genginn er hinn mæt- asti og þekktasti þeirra. Við samstarfsmenn hans og makar við jarðfræðiskor Háskóla íslands og jarðfræðistofu Raun- vísindastofnunar háskólans vott- um konu hans Ingu, börnum þeirra og fjölskyldu innilega sam- úð okkar. Slíkra manna er gott að minnast. Þorleifur Einarsson Fyrir tæpum mánuði var hald- inn fundur í stjórn Raunvísinda- stofnunar Háskólans. Þar gerðu menn sér nokkurn dagamun, enda átti nú að þakka prófessor Sigurði Þórarinssyni langt og ánægjulegt samstarf í stjórn stofnunarinnar. Þar hafði Sigurður setið sem for- stöðumaður Jarðfræðistofu frá upphafi hennar. Menn voru hress- ir, Sigurður kom hlaupandi að vanda og með einkennissnúruna um hálsinn. Formlega séð var hann að láta af störfum vegna ald- urs. í raun var aðeins verið að marka, að einn þáttur í starfi hans, stjórn á Jarðfræðistofu, yrði af. Löngu áður var ákveðið að hann héldi aðstöðu til að sinna rannsóknarstörfum og ritsmíðum. Það var heldur engan bilbug á Sig- urði að finna, hann fór á kostum og ræddi ýmis verkefni sem nú gæfist betri tími til að sinna. Þeg- ar þessi gállinn var á honum var hann yngstur okkar allra, starfs- þróttur og áhugi neistaði af hon- um. Það þarf því ekki að undra, að viðbrögð okkar við hið snögga fráfall Sigurðar eru líkt og starfs- félagi í blóma lífsins hafi horfið á braut. Lífsstarf hans rúmaði mikla víðáttu og er öll þjóðin til vitnis hér um. Það kann því að hljóma mótsagnakennt að segja að hann hafi átt mikið ógert. En svo frjór var hugur hans að hann átti enn eftir að vinna úr mörgum hugmyndum sínum og setti á blað mikinn fróðleik. Voru þó ritstörf hans þegar orðin mikil að vöxtum og gæðum. Þau munu lengi standa sem minnisvarði um visinda- manninn og skáldið Sigurð Þórar- insson. Hjá okkur sem urðum samstarfsmenn hans mun einnig geymast minningin um góðan og fjörmikinn starfsfélaga. Maður sem í senn var hrókur alls fagnað- ar og andlegur höfðingi. Gilti hér einu hvort fengist var við vísinda- legt viðfangsefni eða menn gerðu sér dagamun. Þær eru ófáar stundirnar sem hann gladdi okkur með vísum sínum og söng. Alls þessa minnumst við í dag með þakklæti og söknuði. Með þessum orðum vil ég fyrir hönd stjórnar og starfsmanna á Raunvísinda- stofnun Háskóla íslands færa Ingu, börnum þeirra Sigurðar og öðrum ástvinum hugheilar samúð- arkveðjur á þessari stundu. Örn Helgason + Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN MAGNÚSSON, Tunguvegi 100, lést þ. 13. febrúar. Guörún Mariasdóttir og börn. t ÞÓRDÍS EINARSDÓTTIR STEPHENSEN, lést að Reykjalundi þann 9. febrúar. Jarðarförin fer fram fimmtu- daginn 17. febrúar kl. 15. frá Laugarneskirkju. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Reykja- Guðbjartur Stephensen, Þórdis G. Stephensen, Ólafur M. Jóhannesson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.