Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 Minning: Bjarni Olafur Helgason skipherra Fæddur 7. maí 1930 Dáinn 9. febrúar 1983 Á vegamótum lífs og dauða fer ekki hjá því að við spyrjum hver sé tilgangur þessa lífs. En ef stórt er spurt verður oft fátt um svör. Þessar hugleiðingar komu upp í huga mér við fráfall frænda míns Bjarna Helgasonar. Ég var svo lánsöm að fá að njóta náinna samvista við frænda minn allt frá barnæsku, þar sem með móður minni og honum ríktu miklir kærleikar. Fjölskyldutengsl og samgangur þeirra á milli var alla tíð meiri en ég trúi að tíðkist meðal systkina. Ég minnist Bjarna sem hins sterka aðila í stórri fjölskyldu sem ævinlega var kallaður til ef eitthvað bjátaði á. Alltaf brást hann við af einurð og skynsemi og leysti hin flóknustu vandamál á þann veg sem honum einum var lagið. Á erfiðum ungl- ingsárum okkar systkinanna reyndist Bjarni móður minni ómetanlegur vinur og ráðgjafi þar sem hlýja, viska og kærleikur sátu ávallt í fyrirrúmi. Með því ávann hann sér traust okkar og virðingu. Með auknum þroska átti þessi virðing eftir að breytast í stolt á fræknum skipherra og hetju er hann stóð í eldlínunni ásamt fé- lögum sínum í baráttu lítillar þjóðar fyrir rétti sínum og sjálf- stæði á miðunum. Móðurbróðir minn var sérstæð- ur persónuleiki og bjó yfir ein- stökum mannkostum sem ég hygg að fáum sé gefið í jafn ríkum mæli. Hann hafði til að bera afar sérstæða og ríka kímnigáfu. Bjarni var eftirsóknarverður fé- lagi og vinur vina sinna. Hvar sem hann fór var hann hrókur alls fagnaðar. í huga mér rís frændi minn hæst af þeim sem ég tel mig vera ríkari af kynnum við. Milli okkar ríkti einlæg vinátta og væntumþykja sem lýsir sér kannski einna best í því að Bjarna kaus ég manna helst til þess að leiða mig upp að altarinu á brúð- kaupsdegi mínum. Hann var sannkallaður fagurkeri og hafði viðað að sér safni merkra mynd- og ritverka sem hann naut að hafa í kring um sig. Ekki aðeins til skrauts heldur fyrst og fremst til ánægju. Fyrir skömmu gengum við saman í stofunni hans þar sem hann skýrði fyrir mér það sem hann sá út úr hverri mynd og benti mér á hvað máli skipti í upp- byggingu þeirra. Hann var einnig víðlesinn og þekking hans á hinum ýmsu bókmenntaverkum í bundnu og óbundnu máli var með ólíkind- um. Fyrir tæpu ári kenndi Bjarni fyrst þess meins sem nú hefur lagt hann að velli. Það var erfiður tími sem þá fór í hönd en hann lét þó hvergi deigan síga og frá fyrstu stundu og allt til hinnar síðustu stóð hann teinréttur og ákveðinn í þeirri vissu að honum tækist að sigrast á hinum illa meinvætti. Með Bjarna er genginn góður drengur í blóma lífsins. Það er ósk mín að við sem eftir lifum berum gæfu til þess að tileinka okkur þó ekki væri nema brot af mannkost- um þessa sómadrengs. Ég kveð frænda minn hinstu kveðju með ljóðlínum Jóns Helgasonar úr kvæði hans „Úr Eyrarsundi". Blessuð sé minning hans og megi hann hvíla í friði. ,,(.uslar um þiljur, oj» sa-rinn á súdunum nirtar. SíAuslu dofnancii kvoldncislar Ividina vísa: llvorfandi frelsi! (> sól |>ú er .sijjur (il vióar. Sí* ój» þij» aflur úr djúpunum Ijómandi rísa.“ Bergljót Davíðsdóttir I dag er til moldar borinn Bjarni Helgason, skipherra, mág- ur minn. Maður í blóma lífsins lýt- ur í lægra haldi fyrir hinni miklu vá, krabbameininu. Hann lætur eftir sig konu og fríðan barnahóp. Þungur harmur er að þeim kveð- inn. Söknuðurinn er einnig sár hjá móður, systrum og öðrum að- standendum, en allir sem kynnt- ust Bjarna heitnum sjá á bak góð- um dreng. Sá sem þetta skrifar kynntist Bjarna nokkuð síðasta áratug hans í þessu lífi. Bjarni var með myndarlegri mönnum er ég hefi kynnst; mikill maður á velli og karlmannlegur, einstaklega kurt- eis og ljúfmannlegur í framkomu en þó einbeittur. Var hann vissu- lega vel til foringja fallinn, enda gegndi hann ábyrgðarstöðu fyrir þjóð sína, og reyndi þar á hann sem og aðra skipherra Landhelg- isgæslunnar í þorskastríðunum. Það sem mér er minnisstæðast í fari Bjarna heitins, er víðfeðmur áhugi hans á mönnum og málefn- um ásamt óvenjulega skörpu minni og listrænu næmi. Þegar Bjarni sagði frá var sem skáld lýsti reynslu sinni. Allt lifnaði við í frásögninni, og „húmorinn" var svo fínn, að engum var niðrað. Einnig minnist ég þess, hvernig Bjarni fór oft með texta, bundið og óbundið mál, sem orðið höfðu honum hugstæðir úr verkum góðskálda. Hann var opinn og næmur fyrir mannlífi og náttúru og ósínkur á að miðla öðrum af því sem hreif hann. Þannig virtist mér eins og Bjarni Helgason væri alltaf í nálægð við ævintýri eða töfraheim sem hann sæi inn í og væri á leiðinni til. Kona mín og ég viljum þakka og kveðja látinn vin og bróður, og biðjum Drottin að hugga syrgj- endurna og taka hinn látna í sína náðarríku umsjá. Bjarni Bjarnason í dag er Bjarni Ólafur Helgason tengdafaðir minn borinn til graf- ar. Skarð það sem hann skilur eft- ir sig í tilveru minni er vandfyllt. Bjarni var ekki aðeins góður tengdafaðir heldur líka einlægur og traustur vinur. Þessi kveðja á ekki að vera nein upptalning á æviágripi hans enda bý ég ekki yf- ir þeirri ritleikni sem til þess þarf, heldur nokkur kveðju- og þakkar- orð til hans. Aftur á móti bjó Bjarni yfir mikilli ritleikni og naut ég góðs af þessum hæfileika hans þegar ég þurfti þess með. Ég átti margar ljúfar og gefandi samverustundir með honum og lifa þær áfram í endurminningun- um þó svo hann sé farinn á nýjan stað. Ég mun sakna þeirra stunda er við ræddum atburði líðandi stundar, innlenda sem erlenda, því á þeim vettvangi var Bjarni vel að sér og var hann ófeiminn við að halda fram skoðunum sínum á þeim. Þó svo við værum ekki alltaf sammála þá fékk hann mig til að skoða málin frá fleiri hliðum en minni. Hann var vel að sér á fleiri svið- um, bókmenntir og myndlist voru hans uppáhaldslistgreinar og bar heimili hans glögg merki þess. Oft undraðist ég minni hans á þau bókmenntaverk sem voru í uppá- haldi hjá honum. Hann átti það til að fara hárétt með heilu og hálfu blaðsíðurnar úr ritverkum Lax- ness og Hemmingways. Síðastliðið vor komu þau Bjarni og Hrönn eiginkona hans til Nor- egs í heimsókn til mín og dóttur sinnar. Þau komu til að heilsa upp á litla nafna Bjarna sem þá var nýfæddur. Þar kynntist ég Bjarna ennþá betur og áttum við ljúfar stundir saman yfir glasi af öli og sveiflujassi, en hann naut þess að hlusta á góðan jass. Á þessum tíma á meðan hann naut lífsins í norskri vorblíðu var sjúkdómur- inn farinn að gera vart við sig, en ekki datt okkur í hug að vágestur væri kominn í líkama hans, sjúk- dómur sem átti eftir að draga hann til dauða þrátt fyrir baráttu hans við þennan vágest og sterka löngun til að lifa. Bjarni bjó yfir kímnigáfu sem okkur lifandi er alltof fáum gefin. Hann gat gert hluti sem við fyrstu sýn vöktu enga sérstaka kátínu að svo miklu hlátursefni að allir sem á hann hlustuðu hrifust með. Bjarni hafði mikið dálæti á Flosa ólafssyni leikara og rithöfundi og fannst mér kímnigáfa Bjarna líkj- ast húmori Flosa. Bjarni var mikill bjartsýnis- maður. í stóru og smáu sá hann alltaf björtu hliðarnar og munu fjölskylda hans og nánustu ætt- ingjar hafa notið þessa mannkost- ar. Á tæpu ári eignaðist hann þrjú barnabörn og var mikið rætt um að öll fjölskyldan færi saman næstkomandi sumar í sumarhúsið sem stendur á bernskuslóðum hans í Haukadal í Dýrafirði. Það hryggir mig að sonur minn og nafni hans fái ekki notið samveru- stunda með Bjarna í sumarsólinni í Haukadal næsta sumar. Ég vil að lokum þakka honum samverustundirnar, söknuðurinn er mikill og sár missirinn. Eiríkur Ellertsson Vinur okkar Bjarni Helgason kvaddi þennan heim þann 9. febrúar síðastliðinn eftir langa baráttu við erfiðan sjúkdóm. Við tregum hann sárt, en erum þess fullviss að við eigum eftir að mætast að nýju og eiga þá ljúfar stundir, þar sem tónar munu hljóma og ljóð vera flutt og hverj- um mun þá láta það betur en hon- um að flytja okkur fagurt ljóð eða valdar perlur úr uppáhalds verk- um meistara okkar. Þessi fregn kom okkur ótrúlega í opna skjöldu miðað við þá löngu baráttu sem hann var búinn að heyja. En æðruleysi hans, kjarkur og sigurvissa smitaði okkur og við vonuðum að saman ættum við mörg ár með yndislegum ævintýr- um eins og sumarið 1972 og Við- eyjarferð í skini kvöldsólar. Slíkar stundir munum við eiga á öðrum tíma á annarri strönd. Bjarni var mikill aðdáandi ljóð- ræns skáldskapar ef saman fór mikil lífsspeki og góð framsetning í litríku máli. Skáldskap, sem sagði mikið þó mörg orð væru ekki notuð, og hugmyndir fléttaðar, sem snertu viðkvæma strengi sál- arlífsins. Eitt var það skáld sem Bjarna var kærast, sem sagði frá og orti að hans skapi, og það svo að hann gat endursagt orðrétt heila bókarkafia og engan hef ég heyrt flytja ljóð Halldórs Laxness betur en Bjarni gerði á góðum degi í vinahópi. Sjálfur var Bjarni hagmæltur vel, en því miður hafa ekki aðrir fengið að teiga af þeim bikar hans, en nánustu vinir. Vann Bjarni að sinni fyrstu skáldsögu, en svo fast var að hon- um sótt, að honum gafst ekki tóm til að Ijúka henni. Við biðjum honum góðrar heim- komu, en hér heldur lífið áfram. Því bera best vott litlu barnabörn- in þrjú, sem öll hafa fæðst nú á skömmum tíma. Það hryggir okkur að þeim skyldi ekki auðnast að kynnast afa og vaxa upp í skjóli hans. Við erum lánsöm að hafa átt þess kost að þekkja Bjarna, eiga hann að vini. Slíkur maður jafn barnslega einlægur og sannur get- ur ekki haft nema bætandi áhrif á umhverfi sitt. Hjartkæra vinkona Hrönn, hann, sem sefar sorgir og gefur nýja von, vaki yfir þér, börnum þínum og ástvinum. Eygló og Karl Nú er Bjarni fallinn frá. Þessi fleygu orð eru mögnuð ógnarstyrk og jafnframt beiskum ótta. En þau eru raunsönn eins og ávallt þegar við sjáum á bak góð- um vin. Þó nú sé opið sár sem aldrei virðist gróa, þá vitum við að sorgin gæðir lífi þá von sem býr í innstu vitund okkar allra. Handan við dyr þess ókunna leitar sál hins liðna og bíður þess að við mæt- umst á ný á efsta degi. Yfir hyldýpishaf sendi ég Bjarna kveðju með þakklæti fyrir alúð í minn garð. Ég vil votta eiginkonu, móður, systrum og niðjum dýpstu samúð. Jón Örn Guðbjartsson f dag verður til moldar borinn frá Dómkirkjunni Bjarni Ólafur Helgason, skipherra hjá Land- helgisgæzlunni. Hann lézt eftir langvarandi veikindi. Bjarni var fæddur í Haukadal í Dýrafirði, sonur hjónanna Helga Pálssonar kennara og konu hans, Bergljótar Bjarnadóttur. Bjarni ól aldur sinn á heimaslóð til 18 ára aldurs. Hann lauk Iandsprófi frá Héraðs- skólanum á Núpi með miklum ágætum og sýndi þá þegar lofs- verða hæfileika til náms. Eins og títt er um unga menn, sem alast upp í nábýli við hafið, var far- mennskan honum í blóð borin. Haukadalur í Dýrafirði hefur frá fyrstu tíð verið vagga margra þekktustu skipstjórnarmanna þessa lands. Að loknu skólanámi að Núpi, sótti Bjarni á ný mið til frekara náms og frama. Frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík lauk hann fiskimannaprófi árið 1952, farmannaprófi 1956 og að lokum skipstjóraprófi á varðskipum ríkisins 1962. Öllum þessum námsstigum lauk Bjarni með há- um einkunnum og góðum vitnis- burði. Bjarni var stýrimaður á ýmsum togurum frá 1952 til 1954 og stýrimaður og skipherra hjá Landhelgisgæzlunni frá 1957 til dauðadags. Hann stundaði nám við National Search and Rescue School, USCG. Training Center, Governors Island, N.Y. 1974. Eftir að Bjarni gerðist stýri- maður hjá Landhelgisgæzlunni, var hann fljótur að finna þann farveg, sem gæzlumenn sigldu í. Hann samlagaðist nýjum félögum á auðveldan hátt í drengskap og einlægni. Bjarni valdist fljótlega til mannaforráða og mörg trúnað- arstörf voru honum falin. Hann var mikill ákafamaður og allt, sem hann tók sér fyrir hendur, varð fram að ganga af miklum krafti. Meðfædda hæfileika fyrir ís- lenzku máli hlaut Bjarni í vöggu- gjöf. Alla tíð þroskaði hann með sér vandað málfar og hafði næma tilfinningu fyrir mál- og setn- ingaskipan. Hann var vel ritfær og hafði frábært stílbragð. 17. júní 1976 var Bjarni sæmdur heiðurs- merki Hinnar íslenzku fálkaorðu fyrir vel unnin störf sem skip- herra. Eftirlifandi eiginkona Bjarna er Hrönn Sveinsdóttir, dóttir hjón- anna Helgu Jóhannsdóttur og Sveins Frímannssonar, skipstjóra. Börn Bjarna og Hrannar eru: Helga hjúkrunarfræðingur, gift Eiríki Ellertssyni kennara, ogeiga þau einn son; Sveinn Frímann iðnnemi, giftur Sigrúnu Krist- jánsdóttur og eiga þau eina dótt- ur; Berglind nemi, sambýlismaður Sigurður Sigurðsson og eiga þau eina dóttur; Svava er nemi og býr í heimahúsum. Þrátt fyrir annasöm störf á haf- inu áttu fjölskyldan og heimilið hug hans allan. Eiginkonu og börnum unni Bjarni og vildi veg og viðgang þeirra sem mestan. Bjarni átti 4 systkini, þar af eina hálfsystur. Bróðir Bjarna er látinn fyrir nokkrum árum en systurnar lifa allar. Faðir Bjarna er látinn en móðir hans lifir son sinn. Eftirlifandi eiginkonu, börnum og mökum þeirra, barnabörnum, systrum og aldraðri móður vottum við dýpstu samúð. Kveðja frá starfsmönnum Landhelgisgæzlunnar. Garðar Pálsson, Fornhaga 15. Hinn 9. þ.m. andaðist í Reykja- vík Bjarni Ólafur Helgason skip- herra, tæplega 53 ára að aldri. Féll þar langt um aldur fram einn af traustustu starfsmönnum Land- helgisgæzlunnar, sem var hvers manns hugljúfi og hvergi mátti vamm sitt vita. Bjarni var vestfirðingur að ætt og varð sjómennskan snemma ævistarf hans. Var hann fyrst við fiskveiðar, en síðan á farskipum og Lauk í því sambandi fiskiskipa- prófi 1952 og farmannaprófi 1956. Á þessum árum var útfærsla fiskveiðimarkanna að hefjast og mikil gróska í starfsemi Land- helgisgæzlunnar, sem orsakaði að þar bættust við margir ungir yfir- menn, er síðar áttu eftir að gera garðinn frægan. Einn þeirra var Bjarni, er réðst þangað sem stýri- maður árið 1957, lauk varðskipa- prófi 1962 og starfaði síðan sem skipherra á varðskipum og gæslu- flugvélum, þar á meðal þyrlum, allt til yfir lauk, eða í rúm 25 ár. Á þeim tíma sótti hann einnig árið 1974 ískönnunar- og björgunar- skóla strandgæslunnar í New York, og fór að lokinni þeirri skólavist til Alaska til frekari þjálfunar hjá gæsludeild strand- gæslunnar þar. Sem kunnugt er voru þeir ára- tugir, sem Bjarni starfaði hjá Landhelgisgæzlunni mjög við- burðaríkir, og gamanið oft grátt, svo ekki sé meira sagt, en í öllum störfum sínum var hann mjög far- sæll og naut óskoraðs trausts allra. Hann var óvenju gjörvilegur maður og fór þar saman góðar gáfur, karlmennska og góðvild til allra. Óbilandi bjartsýni hans og kímnigáfu var við brugðið. Allt voru þetta eiginleikar sem gera Bjarna Helgason ógleyman- legan þeim sem með honum störf- uðu og munu þeir sakna hans sárt, en sárastur harmur er þó kveðinn eiginkonu hans og börnum þeirra, sem ég votta mína dýpstu hlut- tekningu. Pétur Sigurðsson. Það hefur verið sagt að líf okkar allra sé undarlegt ferðalag sem við vitum öll að einhvern tímann tekur enda, því ákvörðunarstaður- inn er ávallt hinn sami. Samferða- mennirnir eru margir, en flestir líða hjá án þess að eftir þeim sé tekið. Sá harmur sem kemur yfir okkur við fráfall vinar og frænda mildast er leitað er í sjóð minn- inganna. Hér kvaddi dugandi maður á besta aldri starfs og at- hafna, eljumaður sem nú hefur fellt verk á hálfnuðum degi. Móðurbróðir minn og vinur, Bjarni Ólafur Helgason, lést í Landspítalanum í Reykjavík 9. febrúar sl. á 53. aldursári. Bjarni var fæddur í Haukadal í Dýrafirði 7. maí 1930. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Pálsson, fyrrverandi barnakennari í Haukadal og síðar verkstjóri, og Bergljót Bjarna- dóttir. Afi minn, Helgi, lést árið 1981 á 81. aldursári. Börn þeirra hjóna urðu fjögur. Andrea fædd 1927, Bjarni fæddur 1930, Svavar fæddur 1931 og Guðmunda fædd 1933. Helgi átti eina dóttur fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.