Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 39 Aðalheiði, fædd 1926. Harmur er nú kveðinn að ömmu minni, sem nú hefur séð á bak báðum sonum sínum í blóma lífsins en yngri bróðir Bjarna fórst á sviplegan hátt í umferðarslysi árið 1975. Bjarni var lánsamur maður í sínu einkalífi. 31. maí 1957 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína Hrönn Sveinsdóttur. Foreldrar Hrannar voru hjónin Sveinn Frí- mannsson og Helga Jóhannsdóttir frá Akureyri. Þeim Hrönn og Bjarna varð 4 barna auðið. Þau eru Helga, hjúkrunarfræðingur, fædd 1956, gift Eiríki Ellertssyni kennara, og eiga þau einn son, Bjarna Ólaf, fæddur 1982. Berg- lind, stundar nám, fædd 1964, trú- lofuð Sigurði Sigurðssyni og eiga þau eina dóttur, fædd 1983. Sveinn Frímann, fæddur 1960, stundar nám, kvæntur Sigrúnu Krist- jánsdóttur og eiga þau eina dótt- ur, fædd 1982, Ingu Hrönn. Yngst barna þeirra er Svava, fædd 1966, sem er einnig skólanemi. Það væri vægt til orða tekið að segja að Bjarni hafi verið mikill fjölskyldumaður. Umhyggja hans fyrir fjölskyldu sinni og foreldrum var slík að þar gat engum skugga brugðið á. Þar var hann meira en góður eiginmaður, faðir og sonur, hann var einnig sannur vinur og félagi. Við systkinabörnin fórum ekki varhluta af þessum mann- kostum hans. I huga hans vorum við ávallt eins og hans eigin börn og reyndist hann okkur sannur vinur og velgjörðamaður á erfið- um stundum, sem seint mun gleymast. Á síðasta ári varð frændi minn þeirrar miklu gæfu aðnjótandi að eignast sín fyrstu barnabörn. Ég vona að ég halli ekki á neinn þó ég segi að nafni hans, Bjarni Ólafur, hafi þó verið hans augasteinn. Barnabörnin veittu honum mikla gleði á erfið- um stundum, þar naut hann sín í hlutverki afans. En skjótt skipast veður í lofti. Skömmu síðar knýr á dyr sá vágestur sem nú hefur tekið frænda minn með sér yfir móðuna miklu. Hann æðraðist þó hvergi og reyndi eftir megni að lifa ham- ingjusömu og eðlilegu lífi í faðmi fjölskyldunnar, þótt á móti blési. Bjarni var alla tíð tryggur sín- um æskustöðvum, Haukadal í Dýrafirði. Til marks um það má geta þess að árið 1976 festi hann kaup á gamla skólahúsinu í Haukadal og innréttaði það sem sumarbústað fyrir sig og fjöl- skyldu sína. Á hverju ári fór hann vestur, þar voru hans bestu stund- ir og leyfi ég mér að efa að annars staðar hafi honum liðið betur. Síð- ustu mánuðina í lífi Bjarna varð honum oft hugsað vestur og aðeins örfáum dögum fyrir andlát sitt talaði hann um að nú yrði hann að fara vestur við hækkandi sól, margt væri þar enn ógert. Bjarni lauk landsprófi frá Núpi í Dýrafirði árið 1948. Hann lauk farmannaprófi 1956 og varð- skipsprófi árið 1962. Hann var stýrimaður, og lengst af skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Islend- ingar minnast Bjarna frá ötulli og hetjulegri framgöngu hans á mið- unum, oft við erfiðar og hættu- legar aðstæður. Með Bjarna er fallinn góður drengur og félagi sem sárt mun saknað. Kveðjuna hinstu sendi ég frænda mínum með ljóðlínum skáldsins og veit að þær verða syrgjendum huggun því hér eiga þær við: „l»að cr bjargíost vissa vor vina þinna á sjó og landi ad þú skiljir auðnuspor eftir þig á tímans sandi." (B.J.) Ragnheiður Davíðsdóttir Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. MEST SELDI JEPPINN Á ÍSLANDI Á SÍÐASTA ÁRI Suzuki Fox er lipur og sparneytinn jeppi, sem hægt er aö treysta á í íslenzkri veöráttu. VerÖ kr. IdSaOOOi"1 (Gengi 4.02. '83.) Á SUZUKI FERÐ ÞÚ LENGRA Á LÍTRANUM! Sveinn Egilsson hf. Skeifan17. Sími 85100 SUZUKI ARHAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verö. Steinull — glerull — hólkar. Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Megrunarnámskeið Nýtt námskeiö hefst í næstu viku. Námskeiöiö veitir alhliöa fræöslu um hollar lífsvenjur og vel samsett mataræöi, sem getur samrýmst vel skipulögöu, venjulegu heimilismataræði. NÁMSKEIÐIÐ ER FYRIR ÞA: • Sem vilja grennast og koma í veg fyrir aö vandamálið endur- taki sig. • Sem vilja foröast offitu og þaö sem henni fylgir. • Sem vilja fræöast um hollar lífsvenjur og vel samsett matar- æöi. NÁMSKEIÐID FJALLAR MEDAL ANNARS UM EFTIRFARANDI ATRIÐI: • Grundvallaratriði næringarfræði. • Fæöuval, gerö matseöla, uppskriftir. • Þætti sem hafa áhrif á fæðuval, matarvenjur og matarlyst. • Leiöir til að meta eigið mataræöi og lífsvenjur. Upplýsingar og innritun í síma 74204 í dag og næstu daga. Kristrún Jóhannsdóttir, manneldisfræöingur. hljómburöinn í tækinu ...? Viö aðstoöum þig viö að velja nákvæmlega réttu hljóödósina fyrir plötuspilarann þinn. Pickering hljóödósirnar eru meö „Dustmatic" bursta sem hindrar aö óhreinindi setjist á nálina. Burstinn dempar jafnframt bjögun. Pickering „Dustamatic“ burstinn er einkaleyfisverndaöur. Yfir 20 mismunandi geröir hljóödósa og nála. Sendum gegn póstkröfu. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaöastræti 10 A Sími 16995 MERKJASALA Á ÖSKUDAG Reykjavíkurdeild KRÍ afhendir raerki á neðantöldum stöö- um frá kl. 10 á öskudag 16. febr. Skrifstofu Reykjavíkurdeildar RKÍ, Öldugötu 4, Mela- skólanum v/Furumel, Skrifstofu RKÍ Nóatúni 21, Hlíð- arskóla v/Hamrahlíð, Álftamyrarskóla, Hvassa- leitisskóla, Fossvogsskóla, Laugarnesskóla, Lang- holtsskóla, Vogaskóla, Árbæjarskóla, Breiðholtsskóla, Fellaskóla, Hólabrekkuskóla, Ölduselsskóla. Góð sölulaun. Þrjú söluhæstu börnin fá sérstök árituð bókaverðlaun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.