Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 41 fclk í fréttum Sylvia Kristel: Væn kona en ekki mikil móðir + Sylvia Kristel, sem mörgum er betur kunn sem Emmanuelle eða Lafði Chatterley, er nú búin að ná þrítugsaldrinum. í fyrra gekk hún í það heilaga með Ameríkana nokkrum en gerði stuttan stans í hjónabandinu. Hún segist raunar vera bú- in að gleyma hvað hann hét, en þau hitt- ust kvöld eitt í Las Vegas, voru búin að láta splæsa sig saman um miðnættið og hún hafði ekki lokið við kornfleksið sitt morg- uninn eftir, þegar hún vissi að þetta var allt tóm vitleysa. Sylvia býr nú í Kali- forníu, sem hún segir að hafi ekki annan galla en þann, að þar búi Ameríkanar með sólþurrkað heilabú. Hún á einn son, sjö ára gamlan, en hann býr hjá móður Sylviu í Hollandi. „Sjálf er ég ekki góð móðir," segir hún. „En ég er góð kona svo lengi sem ég þoli karlinn. Því miður endist það sjaldan lengur en nóttina út.“ + Erhard Dabringhaus, aðstoð- arprófessor við ríkisháskólann í Wayne, sýnir hér rýting, sem hann náði af nasistaforingja í stríðinu. Dabringhaus, sem áður var í bandarísku leyniþjónust- unni, var skipað að fylgjast með Klaus Barbie, „Slátraranum í Lyon“, og segist auk þess hafa greitt honum 1.700 dollara til að fylgjast með umsvifum Rússa í Evrópu eftir stríð. + Fyrir nokkru var sagt frá því hér í blaðinu, að prestur nokkur vestur í Bandaríkjunum, sem lést úr krabbameini, hefði flutt líkræðuna yfir sjálfum sér. Það gerði hann með því að lesa hana áður inn á mynd- band, sem síðan var sýnt við jarðarförina. Þessi mynd var tekin við þetta tækifæri og má sjá prestinn á skjánum til vinstri. COSPER — Þú lofaðir mér kossi, ef ég tæki meðalið mitt — og nú er ég búinn úr flöskunni. + Mick Jagger er nú aftur tekinn saman við Jerry Hall og til að halda upp á það brugðu þau skötu- hjúin sér í siglingu til Barbados- eyjar í Vestur-Indíum. Þau létu þó lítið fara fyrir sér um borð, voru jafnan með dökk sólgleraugu og til að tryggja að enginn tæki eftir þeim voru þau skráð sem hr. og frú Vincent í farþegaskrána. Wallas 1200 Eldavél m/miðstöö. Verð til báta kr. 9.420. Eyðsla aðeins 0.15 I per klst. CTX1200 VHF bátastöð. Verð til báta kr. 4.814. 25 wött, 12 rásir. Sílva Áttavitar í úrvali fyrir báta og til fjallgöngu. Verð frá kr. 747. Polaris 7100 Tölvuleitarinn með stefnuvitanum. Verð til skipa kr. 18.800. BENCO Bolholti 4. S. 91-21945 og 84077. S Hamar og sðg er ekki nóg NEMA ÞÚ VEUIR RÉTTA EFNIÐ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.