Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 36
i 44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 tlKonan þín sagbi me-rofo þú hafir Se.lt heimiUskrókódMinn-1' (So ... að standa við hlið eiginmannsins. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rigtits reserved C^9Q3 Lœ Angetes Timee Syndicate Ja hvað heldurðu að konan mín segi við þessu, það verður spenn- andi að heyra það! Með morgunkaffinu þinn byrjar klukkan hálf ellefu! HÖGNI HREKKVÍSI Biðjum ökumenn að taka til- lit til gangandi vegfarenda „Kæri Velvakandi. Við erum nokkrar stúlkur úr Reykjavík (11 ára gamlar) og það sem okkur liggur á hjarta er þetta: Við vorum að labba yfir Stiga- hlíðina, þegar bíll kom á fullri ferð frá Hamrahlíðinni inn á Stigahlíðina og stefndi á okkur. Ég varð fyrri til að átta mig á hættunni og flýtti mér yfir. Vin- kona mín var ekki eins fljót að átta sig og ég, og munaði u.þ.b. einum metra að hann keyrði á hana. Önnur okkar sá framan í ökumanninn og sást það greini- lega að hann var sofandi. Við biðjum þess vegna um gangbraut þarna. Líka viljum við fá gangbraut hjá Eskitorgi í Litlu- hlíð því að gangbrautin þar er öll farin að eyðast. Við þurfum oft að fara yfir þessar götur þegar við erum að fara í skólann og þurfum oft að bíða í a.m.k. 5 mínútur. Við biðjum ökumenn að taka tillit til gangandi vegfarenda. Við óskum eftir svari. Guðmunda Gunnarsd. Hlíðarbyggð 42. Helga P. Finnsd. Eskihlíð Gb. Kagnhildur Geirsd. Hörgshlíð 28. Karólína Einarsd. Fjölnisv. 6. Guðrún Asgeirsd. Bogahlíð 12.“ Eykur áhrif sálmanna Jón Bjarnason skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að spyrja þig, nú þegar lesnir eru Passíusálmarnir af slíkri snilld, hvers vegna áhrif þeirra skuli vera skemmd með pípu- eða lúðrablæstri í stað þess að spila plötur þær sem Sólveig Hjaltested og Guðmundur Jóns- son sungu inn á fyrir nokkrum ár- um. Söngur þeirra á undan og eft- ir lestri eykur áhrif sálmanna meira en nokkurn grunar, enda hafa sálmarnir í gegnum aldir verið sungnir og lesnir, en ekki blásnir í lúðra líkt og nú ætti að hefja miðaldaburtreiðar. Eg veit ekki hver fann upp þennan pípublástur i sambandi við lestur sálmanna, en að mínu áliti og sennilega meirihluta hlustenda rýrir þessi blástur áhrif sálmanna. Þá væri betra að nota orgel. Ég skora á útvarpsráð að sýna Passíusálmunum meiri virðingu en með þessu er gert. Leyfið okkur heldur að heyra lög þeirra Sól- veigar og Guðmundar. Vinsamlegast." Þessir hringdu . . . Hafa nærri ein- göngu sinnt hagsmunamál- um sínum Ingibjörg Jónsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég þakka Margréti Matthí- asdóttur fyrir frábæra grein í Mbl. fimmtudaginn 10. þ.m. í greininni gerir hún góð skil því óforskammaða misrétti, sem hér ríkir annars vegar að því er varðar fæðingarorlof kvenna, eftir því hvort þær eru heimavinnandi eða útivinnandi, og hins vegar að því er varðar skattamál heimila þar sem konan er heimavinnandi og reiknuð á 0 eins og hún kemst að orði. Ég vil bæta við: lítils metin, nema þegar börn þeirra duglegu útivinnandi eru veik og geta ekki verið á dagvistarstofnunum. Eða þegar foreldrar þessara barna þurfa að skreppa í ferðalag, þá koma þær heimavinnandi oft að góðu gagni, þó að lítið komi í vas- ann fyrir þann smágreiða. Þessar konur virðast aldrei þurfa á pen- ingum að halda. Ég skora á kandídata í næstu alþingiskosningum að láta í ljós álit sitt á þessum málum, áður en við kjósendur gerum upp hug okkar. Ég beini máli mínu ekki síður til karlframbjóðenda, því að þeir hafa að vanda komið ár sinni vel fyrir borð á framboðslistum víðast hvar um landið. Ég sný mér með mál þetta til væntanlegs meirihluta á Alþingi, þ.e.a.s. karlkynsins, því að sú hef- ur raun orðið á, að konur á þingi og í borgarstjórn hafa nærri ein- göngu sinnt hagsmunamálum sín- um, þ.e. útivinnandi kvenna. Mál- efnaflokkar þeirra hafa verið dagvistarmál barna útivinnandi kvenna, sem kalla á fleiri barna- heimili. En við sem passað höfum okkar börn sjálfar og heimili okkar verið skattpínd þess vegna, höfum ekki áhuga á, að skattar okkar renni í byggingar og rekstur barnaheimila. Oskandi væri, að konur eins og Margrét Matthías- dóttir ættu sæti á Alþingi íslend- inga. Fyrirspurnir til Pósts og síma Gísli Jónsson prófessor hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér finnst einkennilegt, að enginn skuli hafa séð neitt at- hugavert við það furðulega ástand sem er að skapast hjá Pósti og síma. Engin fyrirstaða virðist ætla að verða á að fá bílasíma, en annað er upp á teningnum með almennan síma. Þegar rætt er um almennu símana, kvartar Póstur og sími undan peningaleysi, en virðist hafa nóga peninga til að leggja í kostnað vegna bílasíma. Ekki fæ ég þó séð, að öryggis- ástæður liggi þar á bak við, því að símaþjónusta riðlast t.d. yfirleitt alltaf, þegar náttúruhamfarir verða, eða verður jafnvél óstarf- hæf, og þá verður að grípa til tal- stöðva. Ér ekki bara verið að nota skort á almennum símum til að þrýsta á um meiri hækkanir? Ég skal ekki þræta fyrir, að hægt verði að finna einhverjar fígúrur, sem finnst flott að eyða 50—70 þúsund krónum í bílasíma, eins og heyrst hefur að hann muni kosta, en ég dreg jafnframt í efa réttmæti slíkrar óhófseyðslu. Ég held einfaldlega, að þjóðin hafi ekki efni á því nú að leika sér þannig með fjármuni. Mig langar því í framhaldi af þessum bollaleggingum að spyrja Póst og síma beint: a) Hvað kostar slíkur bílasími (áætlað)? b) Hver er áætlaður kostnaður Pósts og síma við að koma á þessari þjón- ustu? c) Hver hefur veitt stofnun- inni heimild til að hefjast handa við að koma henni á fót)? d) Var leitað tilboða í tækin sem til þurfti? e) Hversu langt hefði það fé, sem lagt hefur verið (eða leggja á) í undirbúning og framkvæmd bílasímaþjónustu, dugað til að leysa þann skort sem er á almenn- um símum? Er það annars ekki furðulegt að hjá þjóð, sem er að spila rassinn úr buxunum í fjármálum og stríð- ir auk þess við alvarlegustu um- ferðarvandamál, skuli það helst vera til umræðu að bæta því ofan á alla vitleysuna, að menn séu hringjandi í bifreiðum sínum í miðju öngþveitinu? Óréttlæti á Safari Snædís Þorleifsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að kvarta und- an því óréttlæti sem við ungl- ingarnir erum beittir vegna inn- göngu á skemmtistaðinn Safari. Ef við erum á sextánda ári, þá erum við skilin frá skólasystkin- um okkar og vinum, sem fædd eru fyrr í árinu en við, með því að okkur er meinaður inngangur þar. Forráðamenn staðarins verða að skilja, að í þessu efni er ekki hægt að rígbinda sig við afmælisdaga, hvort þeir eru seint eða snemma á árinu. Fyrst og síðast verður að hugsa um að aðskilja ekki fólk sem á samleið, er í sama árgangi í skóla o.s.frv. Það þýðir ekki að setja einhverjar blindar reglur út í bláinn og fylgja þeim svo eftir af óbilgirni. Únglingar eru líka menn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.