Morgunblaðið - 15.02.1983, Síða 37

Morgunblaðið - 15.02.1983, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 45 Ógnvekjandi stjórnleysi Magnús Guðmundsson, Pat- reksfirði, skrifar: „Velvakandi. Aldrei í sögu íslendinga hefur verið við eins mikinn og ógnvekj- andi efnahagsvanda að glíma og núna undir forystu núverandi ríkisstjórnar. í stað þess að vinna að þýð- ingarmestu málefnum þjóðar- innar til efnahagslegra úrbóta, svo landið verði ekki boðið upp, berjast nú forráðamenn okkar og þingmenn við það að auka við efnahagsvandann með því að fjölga þingmönnum. Það væri betra fyrir okkur ís- lendinga að hafa 30 þingmenn, sem hefðu vit og stjórnunarhæfi- leika, heldur en 90 þingmenn sem hefðu hvorugt til að bera. Ég sé ekki betur en ef þessu stjórnleysi linnir ekki, muni þjóðin innan skamms glata sjálfstæði sínu. Hún getur ekki endalaust látið draga sig á asna- eyrunum. Til rökstuðnings ógnvekjandi stjórnleysi forráðamanna okkar vil ég benda á eftirfarandi: Er nokkurt vit í því að íslendingar láti olíufursta blómgast hér á landi á kostnað aðalatvinnuvegs landsmanna, sjávarútvegsins? t Morgunblaðinu 20. janúar sl. lýsir Ragnar Júlíusson, formaður útgerðarráðs BÚR, því yfir að halli á BÚR verði 100 milljónir króna árin 1982 og 1983. Væri ekki vitlegra að LIÚ flytti inn sína eigin olíu fyrir fiskiskipa- flotann, í stað þess að þjóðin komi hér upp olíufurstum sem hafa og eru að sliga sjávarútveg- inn. Á sama tíma og olía lækkar stöðugt í verði á heimsmarkaðin- um, þá hækkar hún hjá íslensk- um olíufurstum. Ég skora á LÍÚ og alla sjómenn að leggja flotan- um ef oíian verður ekki lækkuð strax, eða útgerðarmenn panti strax olíufarm frá Rotterdam, enda afla sjómenn gjaldeyrisins. Sú olía myndi ekki hækka sjálfkrafa í tönkunum eftir að hún er komin hingað, eins og ger- ist hjá olíufurstum íslendinga. I öðru lagi: Er nokkurt vit í því eins og er í flestum sjávarþorp- um, að þrír olíubílar dundi við það að dæla olíu í fiskiskipin í stað þess að þau leggist við olíu- leiðslu frá olíutanki LÍÚ. Allir hugsandi menn hljóta að sjá hvers konar brjálæði hér er á ferðinni og tími til kominn að linni. Margt fleira er ógnvekj- andi í stjórnleysinu ef að er gáð, en ég læt hér staðar numið að sinni." Sveinn Einarsson veiðistjóri hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Vegna fyrirspurnar sem kom í Velvakanda laugardaginn 5. febrúar sl. vil ég taka fram eftir- farandi: L.S. segist vita til þess að tófur hafi verið eltar uppi á snjósleðum og skotnar, og spyr, hvort þetta sé leyfilegt. Rétt er, að refir hafa verið eltir uppi á snjósleðum á nokkrum stöðum á landinu, en er þó algeng- ast á Norðausturlandi. Suma vet- ur eru slíkar veiðar ekki fram- Fækkun þing- manna krafa almennings D.K. skrifar: „Velvakandi. Fækkun þingmanna er ósk og krafa almennings í umræðum um kjördæmamálið. Það eru bara þingmenn, sem vilja fjölga í stétt- inni; þeir reikna og reikna, hvern- ig hægt sé að breyta kosningalög- um til að þeirra flokkur vinni þingsæti miðað við síðustu kosn- ingar. Þeir hafa ekki hugmynd um, hvað næstu kosningar með klofningsframboðum í flestum flokkum bera í skauti sér. Fækkun þingmanna um einn í hverju kjör- dæmi og fjölgun uppbótarþing- manna um þrjá er líka leið til að jafna atkvæðisrétt manna. Einnig má minna á kröfuna um valfrelsi á frambjóðendum á kjör- stað. Burtu með prófkjör og leið- indin, sem þeim fylgja. Sjálfstæðismenn þurfa að standa saman í næstu kosningum. Það hlýtur að koma í þeirra hlut sem stærsta stjórnmálaaflsins að eiga þátt í næstu ríkisstjórn. Hættum sundrungsstarfsemi og horfum fram á við. Morgunblaðið, aðalmálgagn okkar sjálfstæð- ismanna, þarf að ganga á undan og láta af skrifum eins og þeim, að Friðjón Þórðarson hafi aðeins fengið 54% greiddra atkv. í 1. sæti í prófkjöri á Vesturlandi. Hvað fékk Eggert Haukdal mörg at- kvæði í 1. sæti og hljóp hann þó úr röðum stuðningsmanna núv. stjórnar? Hvað fékk formaður flokksins mikinn stuðning? Frið- jón hefur ekki unnið þjóðinni minna gagn en þeir, sem nú eru í andstöðu við stjórn Gunnars Thoroddsens. Gæti Morgunblaðið ekki birt í heild tiliögur að breytingum á stjórnarskránni, lesendum til glöggvunar? Þættir dr. Gunnars G. Schram eru ágætir, en ekki tæmandi." kvæmanlegar vegna snjóleysis, og reyndar aldrei í fjalllendi og á sumum hraunasvæðum. Verðlaun fyrir unnin dýr greiðir viðkomandi bæjar- og sveitarfé- lag. Hafa verðlaun fyrir dýr unnin frá snjósleðum aldrei mér vitan- lega verið hærri en dýra unninna við æti. Mjög eru skiptar skoðanir manna á þessum snjósleðaveiðum, en enginn dómur verður lagður á það hér frá minni hendi. GÆTUM TUNGUNNAR Einhver sagði: Þetta eru atriði, sem mönnum hljóta að hafa yfirsést. Rétt vaeri: Þetta eru atriði, sem mönnum hlýtur að hafa yfir sést (eða sést yfir). Skiptar skodanir á snjósleðaveidum Prófkjör Sjálfstæöisflokksins í Reykjaneskjördæmi 26.—27. febrúar 1983 Stuðningsmenn Ólafs G. Einarssonar hafa opnað skrifstofu aö Skeiðarási 3, Garðabæ (húsi Rafboða hf.). Skrifstofan veröur opin kl. 17—22 virka daga og kl. 13—19 um helgar. Sími54555 Viltu auka afl þitt! í Jakabóli viö gömlu Þvottalaugarnar hefst byrjendanámskeið fyrir þá sem vilja leggja fyrir sig hinar ýmsu greinar kraftíþrótta og hefst það í kvöld kl. 20.00. Færustu kraftamenn okkar annast leiöbeiningar. Staöurinn tryggir aö menn veröi aönjót- andi bestu leiöbeininga til aö auka afl. Uppl. í síma 81286. Gjald kr. 400.- EINSTÖK GÆÐI * Stór hitaplata meö teflonhúö (ekki dúkur). * Hitastillir. * Hitahnífur (ekki vír). HAGSTÆTT VERÐ NmliM lif i BÍLDSHÖFÐA 10 SÍMI 82655 Gódan dagitm!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.