Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 Stöndum vörð um Salmóme — eftir Guðrúnu J. Halldórsdóttur skólastjóra Á Alþingi íslendinga hafa til þessa setið 12 konur kjördæma- kosnar eða landskjörnar. Auk þeirra hafa allmargar konur fengið að verma þingbekki sem varamenn, þegar þingmenn hafa þurft að bregða sér bæjarleið eða verið haldnir krankleika. Sex þessara þingkvenna hafa komið úr röðum sjálfstæð- ismanna auk fyrstu íslensku þingkonunnar, sem var ksoin utan flokka af kvennalista en gekk í flokk íhaldsmanna árið 1923 og í Sjálfstæðisflokkinn við stofnun hans 25. maí 1929. Sjálfstæðismenn geta glaðst yfir því, að hlutur íslenskra sjálfstæðiskvenna hefur verið heldur betri en kvenna annarra flokka hvað þingmannafjölda varðar og í 15 ár, þ.e. frá 1923 til 1938, var Sjálfstæðisflokkurinn eini flokkurinn á Alþingi sem hafði kvenþingmann í röðum sínum. Sjálfstæðismönnum hlýtur því að vera það metnaðarmál að halda forystu í því réttlætismáli, sem þátttaka kvenna í þingstörf- um er. Allar þessar tólf þingkonur hafa verið hinir mætustu þing- menn. Þó þær hafi haft ólíkar stjórnmálaskoðanir, hafa þær samt borið sömu málaflokka fyrst og fremst fyrir brjósti, málaflokka sem miðuðu að vernd lands og lýðs, enda hefur það verið hlutverk kvenna frá örófi alda að fæða Iíf, vernda það og viðhalda, mennta og efla. Það er ómetanlegt hverri þjóð að eiga slíka talsmenn sem öfl- ugasta og flesta á þingi. Tals- menn sem þora að standa sjálf- stæðir við skoðun sína og falla eða standa með henni. Einn þessara þingmanna og glæsilegur fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins er Salome Þorkelsdótt- ir þingmaður Reykjaneskjör- dæmis. Hún hefur að vísu aðeins setið eitt kjörtímabil en á þess- um árum hefur hún áunnið sér traust og vinsældir samflokks- manna sinna á Alþingi og virð- ingu annarra þingmanna. Hún hefur borið fram mörg þjóðþrifamál og þrátt fyrir það, að hún hefur verið í stjórnar- andstöðu, hafa ýmis þeirra náð fram að ganga, vegna þess að þau hafa verið réttlætismál. Salome hefur haft kjark og þor til þess að berjast fyrir hugðarefnum sínum og hugsjón- um og verið samvisku sinni sam- kvæm í störfum sínum á Al- þingi. Því búi hefur löngum þótt best borgið, þar sem í forsvari hafa verið bæði bóndi og húsfreyja. Skyldi ekki þjóðarbúinu einnig vera best borgið á þann hátt, að um æðstu stjórn þess annist karlar og konur jafnt! Salome Þorkelsdóttir er ein þeirra kvenna, sem hafa sýnt að til þess starfa er hún vel hæf. Minnist þess í prófkjörinu 26. og 27. febrúar. Reykjavík, 23. febrúar 1982. Vörumarkaðs^ verðs og Vörumarkaðs- úrval ORA VORUR Leyft V.M. verð verð Grænar baunir 1/i dós 24,75 22,25 Grænar baunir V4 dós 15,20 13,70 Grænar baunir 1/« dós 11,75 10,65 Gulrætur og baunir Vi dós 31,20 28.10 Gulrætur og baunir Vi dós 17,25 15,50 Gulrætur og baunir V« dós 15,00 13,50 Blandað grænmeti 1/i dós 31,35 28,20 Blandað grænmeti V2 dós 17,35 15,95 Blandað grænmeti 1/« dós 13,15 12,10 Amerísk blanda 1/i dós 30,65 27,60 Amerísk blanda V2 dós 20,15 18,10 Amerísk blanda 1/« dós 13,10 12,05 Maískorn 1/i dós 45,65 42,00 Maískorn V2 dós 34,50 31.10 Maískorn 1/« dós 25,20 22,70 Rauðkál 1/i dós 36,70 33,00 Rauðkál V2 dós 20,20 18,60 Rauðkál 1/« dós 14,65 13,50 Bakaðar baunir V2 dós 28,40 26,00 Bakaðar baunir 1/« dós 18,40 16,50 Snyttubaunir V2 dós 19,45 17,50 Fiskbollur V1 dós 29,60 26,65 Fiskbollur V2 dós 18,85 16,95 Fiskbúðingur 1/i dós 41,35 37,20 Fiskbúðingur V2 dós 23,50 21,15 Kjúklingar 5 stk. í poka kr. 96.00 kg. Dilkakjöt í heilum skrokkum. LÍTIÐ VIÐ í NÝJU KAFFITERÍUNNI OKKAR, — þaö gleöur munn og maga Opið til kl. 8 í kvöld og til hádegis á morgun. m l/öruiiiarkaðurinn hf. Ármúla 1A. Sími 86111. Askriftarsíminn er 83033 , wL Hún er falleg Amtsbókasafnsbyggingin — en langt er tyrit Glerárhyerfisbúa að sækja þangað. Morgimbisðið/ g.b. Útibú frá Amtsbókasafninu á Akureyri f Glerárhverfi: Húsnæði býðst í nýju verslunarmiðstöðinni Akureyri, 22. febrúar. „ÍJTIBÚ frá Amtsbókasafninu í Gler- árhverfi er eitt brýnasta framtíöar- verkefni safnsins." Svo segir í nýút- kominni ársskýrslu Amtsbókasafnsins á Akureyri. Þar segir ennfremur: „Fyrir tveim árum var gerð könn- un á notkun bókasafnsins árin 1978—1980, meðal annars á skipt- ingu safngesta eftir búsetu í bæn- um. Leiddi sú könnun það í ljós, sem í raun var vitað áður, að notendur safnsins voru tiltölulega fæstir úr Glerárhverfi. Þó að ástæðurnar fyrir því geti verið fleiri en ein, er augljóst að íbúar Glerárhverfis, ein- kum nýrri byggðarinnar, eiga til muna lengri leið að sækja en all- flestir aðrir bæjarbúar og síðan könnunin var gerð hafa byggst upp ný hverfi, enn lengra frá. Fáskrúðsfjörður: Fyrsta sýning leikhópsins Veru LEIKHÓPURINN Vera á Fáskrúðs- firði frumsýndi á fostudaginn var gleði og söngleikinn „Allra meina bót“ eftir Patrek og Pál í félagsheimilinu Skrúð. Leikstjóri var Magnús Guðmundsson, söngstjóri og píanóleikari Haraldur Bragason. Leikendur eru 5, Magnús Stef- ánsson, Steinunn Björg Elísdóttir, Hallgrímur Bergsson, Hjörtur Kristmundsson og Agnar Jónsson. Lögin, sem sungin eru í leikritinu, eru eftir Jón Múla Árnason og upp- hafleg útsetning eftir Magnús Ingi- marsson og er stuðst við hana á þessari sýningu. Leikhópurinn Vera var stofnaður á síðastliðnu ári og er þetta fyrsta sýning hans. Á frumsýningunni á föstudaginn var húsfyllir og leikn- um vel tekið. Fyrirhugað er að vera með sýn- Formaður leikhópsins er Valdís ingar í nágrannabyggðunum um Þórarinsdóttir. næstu helgi. _ Albert. Fyrir rúmu ári lét bæjarstjórn Akureyrar frá sér fara yfirlýsingu, sem túlka má á þann veg að heimilt sé að hefjast handa við að kanna möguleika á húsnæði og athuga kostnað o.fl. í húsnæðismálunum er um fleiri en einn valkost að ræða þessa stundina og nauðsynlegt er að taka einhverjar ákvarðanir í þeim efnum áður en langur tími líður.“ Lárus Zophoníasson, safnvörður, taldi að um þrjár leiðir væri nú að ræða í sambandi við húsnæðismál safnsins í Glerárhverfi, þegar Mbl. ræddi við hann í dag. „I fyrsta lagi er ljóst, að okkur býðst nú húsnæði ( nýju verslunarmiðstöðinni Sunnu- hlíð. Er þar um að ræða jarðhæð og kjaliara í vesturálmu byggingarinn- ar, samtals liðlega 300 fermetrar. Þetta húsnæði getum við fengið keypt og það má heita tilbúið til notkunar. í öðru lagi er um það að ræða að taka á leigu húsnæði í sömu byggingu, en það er ekki nema um 60—70 fermetrar og því alls ekki til frambúðar. í þriðja lagi hefur svo verið um það rætt að bókasafnið fengi inni í kjallara nýrrar kirkju- byggingar í Glerárhverfi, en ekki liggja enn fyrir teikningar af þeirri byggingu og vafalítið líða mörg ár áður en sú aðstaða yrði fyrir hendi." Bókasafnsnefnd ályktaði á fundi sínum í síðustu viku að lýsa því yfir við bæjarstjórn að húsnæði það sem býðst til kaups í Sunnuhlíð væri álitlegasti kosturinn — og skoraði á bæjarstjórn að kanna þetta mál rækilega sem fyrst. G. Berg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.