Alþýðublaðið - 22.08.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.08.1931, Blaðsíða 3
ALÞSÐUBIsAÐIÐ 3 Barðinn sokkinn við Akratses. Sá leiðinlegi viðburður varð um miðjan dag í gær, að togar- inn Barðinn rakst á blindskerið Þjót, sem er rétt fram af Akra- nessvitanum. FLaut Barðinn yfir það aftur fyrir miðskip, en stóð á pví að aftanverðu. Kyrt var í sjó og skipshöfn engin hætta bú- in, en þó kom leki að skipinu eft- ir tvo tírna, og reyndist ógern- ingur að ná honum út aftur, en dráttarbátur hafnarinnar, Magni, og togarinn Gyllir fóru tii Akra- ness til þess að reyna að hjáipa Barðanum. Stendur afturendi Barðans enn á skerinu, en framendi hans er sokkinn niður með skerinu, og telur skrifstofustjóri Sjóvátrygg- ingarféiagsins ólíklegt að hægt verði að ná skipinu á flot. Barðinn var bygður árið 1913 í Middelborough á Englandi, en var keyptur hingað eitthvað 9 árum síðar. Proppébræður áttu skipið fyrst, og nefndist það þá Clementina. Var það þá skrásett á Þingeyri við Dýrafjörð. Barð- inn var einn stærsti iogarinn, 416 brúttótonn að stærð. Hann var vátrygður fyrir alls 270 þús- undir króna í Sjóvátryggingar- félagi íslands. Eigendur skipsiins eru Þórður Ólafsson & Co. Barðinn var talinn eitt bezta sjóskipið í togaraflotanum ís- lenzka. Raddir utan af landi. Félögin á Þingeijn skrifa einn- ig mjög rækilega. Tillögur þeirra eru sem hér segir: Briktrgero. Undanfarin 30 ár hefir verið samkvæmit bókum hreppsins hér hreyft á sveitair- fundumi að reyna að brúa Sandá. Á þessi liggur þannig í sveit, að hún s,kilur kauptúnið frá megin- hluta hreppsins og er í mörgum tilfellum lítt fær og stundum ó- fær yfirferðar. Veldur hún því yfrið miklum tálmunum í sam- göngumálum hreppsins, enda er lí.ka ó'mögulegt að berjast fyrir bættri vegargerð sinn hvoru meg- in árinnar fyr en brúarstæðið er ákveðið. Á síðasta sveitafundi er hreppsnefnd falið að .kioma þessu væntanlega brúarsmíði undir brú- armálalöggjöfina og útvega frá vegamál astj óra ,ko stnaðaráætlun. Ókunnugt hvað hneppsnefnd hef- ir starfað. Félagið óskar eftir að sambandið reyni að ýta undir þetta mál hjá vegamálastjóra, sérstaklega á þeim grundvelli, að fagmaður verði sendiur hingað að kynnast aðstöðu og gera kostn- aðaráætlun. Rafveita. Á sýslufundi Vestur- ísafjarðarsýslu í vetur er sam- þykt heimild fyrir Þingeyrar- hrepp til að taka falt að /kr. 80 000,00 að láni til byggingar á rafstöð fyrir Þingeyri. Samkvæmt þessu biðjurn við þingmenn Al- þýðuflokksins að styðja að þessu ef fram kemur á þinginu. RœMunarmál. Á prestssetrinu Sandar er alt í niðurníðslu, bæði tún og byggingar, svo að það er greiddu atkvæði með frumvarp- fcru í efri deild til þess að sam- 'þykkja það og í neðri deild jafn- margir þeirra meÖ því og móti. Alþýðuflokksþingmennirnlr í báðum deildum greiddu atkvæði gegn niðurskurðarfjárlögunum. ---- Nl. ekki búandi á jörðinni. Sóknar- presturinn, Sig. Z. Gíslason, mun vera að vinna að því (í Fram- sókn), að bygt verði yfir sig. Þinjgeyringar eiga mikið af sauð- fé og kúm, en ekkert land til heyöflunar. Sandar liggja hér allra jarða bezt við til eignar og ræktunar fyrir kauptúnið. Ann- ars fellur þessi aðstaða vel undir löggjöf ef sett yrði um forkaups- rétt kaupstaða og kauptúna á landssjóðsjörðum. Sóknarprestur- inn reynir nú sem stendur að vinna að því, að menn hér ú.r kauptúninu taki hluta úr Söndum — einn og einn hektara eða jafn- vel minna — til eiginræktunar og erfðafestu til svo skiftir hund- ruðum ára. Er með því bersýni- legt að hann ætlar sér að reyna að skifta jörðinni þannig upp til að losa sig við hana og fá frekar bygt á Þingeyri. Ef lög verja slíkan verknað, þá finst okkur rétt að þau verði athuguð eða þá að reynt verði með nýrri löggjöf að sporna við þessari aðferð prestsins. Ver:kainannabústadir. Hrepps- nefnd hér er þannig skipuð, að hún er verkamönnum lítið í vil, sem sé 3 íhald og 2 Framsókn. Fyrir nokkru skrifuðum við þó til hennar og vöktum athygli hennar á lögum nr. 45 frá 14. júní 1929 og óskuðum jafnframt að stofnaður yrði byggingarsjóð- ur fyrir kauptúnið Þingeyri fyrir árið 1930 og áfram og að ríkis- sjóðsframlags yrði krafist fyrir árið 1930 að jöfnu við skyldugt framlag Þingeyrarhrepps samkv. íbúatölu kauptúnsins. Til viðbótar við þau svör, er áður voru komin, hefir komið frá Akranesi svohljöðandi: „Á Akranesi er fyrst og fremst þörf, að hafnargerðin, sem þegar er búið að leggja í um 100 000,00 kr., en er ekki nein veruleg hafn- Beztu egipzkn cigarrettunar í 20 sftk. pökb um, sem kostar kr. 1,20 pakkinn, eu 6 Cigarettur O frá Nieolas Soassa fréres, CairO O Einkasalar á íslandi: X Tébaksverziun fsBands h. f. XX>DOOO<>DOC<X>OOOOOOOOOCW arbót eins og hún nú er, verði áframhaldandi aukin svo að hún verði hin nauðsynlegasta hafn- arbót á Akranesi, sem svo rnyndi þýða auknar atvinniubætur fyrir utan þær atvinnubætur, siem bygging hafnarmannvirki'sins er meðan það stendur yfir. Hafnar- gerðin er áætluð 12 hundruð þús. kr. Einnig er talað um bæði sem nauðsynlegt verk og sem at- vinnubætur vegagerð framan Hafnarfjalls og brúargerð á Andakílsá. Félagid í Ólafsvík óskar eftir að í fjárlögum 1932 sé ákveðinn 25 þús. kr. styrkur til hafnar- bóta í Ólafsvík, enn fremur láni ríkið Ólafsvíkurhreppi '50 þús. krónur, sem hreppurinn síðan verji til hafnarbóta. Lánið sé af- borgunarlaust fyrstu 5 árin. Einnig óskar félagið að í fjár- lögurn 1932 veröi ákveðið fram- lag til byggingar brúar á Fossá, sem sýslan hefir samþykt fram- lag til að sínum hluta. Sömuieiðis óskar félagið að 'þingið hlutist til um að sett verði á stofn öflug láns'stofnun til styrktar smábátaútveginum. Félagid á Stokkseyri lýsir mjög slæmum atvinnuhorfum þar um slóðir, svo að fjöldi ungra og hraustra manna gengur þar nú atvinnulaus og ekki sjáanlegt að úr muni rakna fyrir þeim í ná- inni framtíð. Orsakir atvinnuleys- isins mest þær, að mjög mikið hefir dregið úr opinberum fram- kvæmdum að þessu sinni, en slíkt hefir verið aðalatvinna allra þeirra manna, sem að heiman fara. Síðast liðið sumar voru um 60 menn af Stokkseyri í vega- vinnu, en nú 15—20. Félagið ósk- ar því að Alþýðusambandið beiti öllu sínu afli til þess að opin- beriar framkvæmdir haldist áfram eitthvað svipaðar og undanfarin ár. Annars aðalatvinnuvegur þorpsbúa sjósókn að vetrinum, sem hefir gengið mjög erfiðlega síðastl. vetur vegna lágs verðs á fiski, en þorpið legst í auðn ef ekki reynist kleift að ha)da út- gerð áfram og fnekar auka hana en minka. Félagið óskar því að Alþýðusambandið og þingmenm flokksins geri alt sem það getur sjávarútveginum til aÖstoðar. Lendingarbætur hafa verið gerð- ar þar nokkrar, en þó ekki full- nægjandi, þingmönnum kjördam- isins verið falið að leita frekari styrks því máli til hjálpar, æski- legt að þingmenn Alþýðuflokks- ins hefðu gætur á, hvort eða hvernig þeir flyttu það Anál. Segja þeir álit manna eystra, að eins trygt væri að leggja nokk- urt fé til hafnarbóta á Stokks- eyri og Eyrarbakka. Tíllðlsseml við ihaldið. Þegar rætt var síðast um fjár- lögin í neðri deild alþingis beindi Haraldur Guðmundsson þeirri fyrirspurn til stjórnarinnar, hvort „Framsókn'* sé búin að ákveða að salta frumvarp Jónasar Þor- bergssonar og Steingríms, um tekju- og eigna-skatt til atvinnu- bóta, sem „Tíminn“ hefir látið mikið yfir að flokkurinn ætli að samþykkja til bjargráða fyrir at- vinnuiaust fólk. Spurði Haraldur, hvort það væri. rétt, $em sér væri sagt, að „Framsóknar“-þing- mennirnir hefðu fyrst samþykt á flokksfundi að láta frumvarpið ganga f'ram, en síðan samþykt á öðrunr fiokksfundi eftir tvo daga, að það skuli ekki ganga fram. — Tryggvi ráðherra varð fyrir svörum, en svaraði spurn- ingunum ekki beinlínis. Var þó ljóst af orðum hans, að frum- varpinu er ætíað að daga uppi. Kvað liann ekki muni vinnast tíma til að koma því gegn urn þingið. Að vísu hefir verið samþykt heimildi'n í fjárlögum til að verja 300 þús. kr. úr ríkissjóði til at- vinnubóta, en bæði er það nærri hálfu lægri upphæð en gert var ráð fyrir í breytingartillögunum við frv. þeirra J. Þorb., og féð (vorður þá annaðhvort tekið að láni ellegar fengið með tollum, sem hvíla langmest á alþýðunni, svo sem verðtolli og vörutolli. Stóneignamenn og hátekjumenn losna alveg við skattgreiðslunai til atvinnubóta. — Magnús fyrr- um dósent sagðist lífca vera á- nægðari með þau úrslit, að féð yrði tekið að láni, heldur en að tekju- og eigna-skattsviðaukinn hefði verið samþyktur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.