Tíminn - 07.08.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.08.1965, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 7. ágúst 1965 TIMINN að við Jane höfum mjög hugmyndaríkan umboðsmann hérna í búðunum! Þið sjáið auðvitað nú þegar, að við erum ekki neinar dansmeyjar — og okkur þykir báðum mjög fyrir því, að valda ykkur þessum vonbrigðum. Samt sem áður er- um við hingað komnar til þess að skemmta ykkur og fyrst af öllu þætti okkur gaman að hitta herramanninn, sem gaf ykkur svona rangar upplýsingar. Hún þagnaði og mennirnir kölluðu upp fagnandi: Jones liðþjálfi — þetta er hann þarna yfir frá — stattu upp, liðþjálfi, svona nú, stattu upp. Liðþjálfinn, stuttur og kubbslegur maður stendur á fætur og brosti út undir eyru. — Komdu hingað upp Jones liðþjálfi, okkur langar til þess að hitta þig. — Gakktu fram á vígstöðvarnar liðþjálfi, taka mennirinir undir. Það er greinilegt að mönnunum fellur vel við þennan undirfor- ingja með glampann í augunum. — Liðþjálfi, þú ert áreiðan- lega maður, sem býr yfir góðri kímnigáfu og ótrúlegu ímynd unarafli. Við erum þeirrar skoðunar, að þú kunnir að búa yfir mörgum ágætum hæfileikum! — Látið hann synja . . . hann getur sungið. Svona nú, liðþjálfi, þú veizt, að þú getur það! Mennirnir blístruðu og stöppuðu niður fótunum. Jones gekk fram, og við vissum, að þessi maður gat áreiðanlega sungið, það mátti heyra á sussinu í mönnunum. Þar að auki söng hann söngva, sem hermönnum líkar að heyra aðra her- menn syngja: tilfinninganæmar ballöður. Þegar lófaklappið þagnaði kom Jones með fjörlegt aukalag, sem hljóðaði eitt- hvað á þessa leið: Hún sagðist ekki vera svöng, en það sem hún borðaði var þetta, og nú var hann kominn með gítar, og einhver lék undir á munnhörpu. Og þegar lagið var búið lék þessi tveggja manna hljómsveit, og Jones liðþjálfi hvisl- aði.gð okkur: — Fáið Smith liðsforingja til þess að leika á fiðluna sína, mönnunum þykir gaman að heyra hann sþila. Mennirnir urðu glaðir að sjá liðsforingjann koma með fiðl- una til þess að leika fyrir þá. Það vakti undrun mína að sjá, hve mikla ánægju menn hafa af því að sjá liðsforingj- ana rísa á fætur og gera eitthvað til skemmtunar. „Það skipti engu máli, hve vel eða illa þeim fór það úr hendi, mennirnir virtust meta tilraunina mjög mikils. Áður en þessari dagskrá lauk höfðu allir tekið þátt í henni á einn eða annan hátt. Annað hvort með því að segja einn eða tvo brandara eða þá með því einu að taka undir í fjöldasöngnum. Kvöldið hafði heppnazt stórkostlega, sérstak lega þó, þegar tekið var tillit til þess, að mennirnir höfðu búizt við allt annarri tegund skemmtunar. Dansmeyjum! Hvað rnyndi koma næst? Margir spyrja: — Hvað þarf maður að gera eða hafa til að bera til þess að stunda þessa atvinnu? Ja, til að byrja með er sannur áhugi á „bara fólki“ aðal atriðið, en þar við bætast aðrir óskyldir eiginleikar — gott skap, hæfileikar, ímyndunarafl, þjálfun og reynsla. Öll þessi atriði hafa mikið að segja fyrir þann, sem ætlar að hafa ofan af fyrir öðrmn með skemmtun og leik. Engar tvær manneskjur vinna ná- kvæmlega á sama hátt eins og auðvitað engar tvær mann- eskjur hafa hlotið sömu þjálfun eða skaplyndi. Því var það, að við óttuðumst ekki eftirhermur eða endurtekningar, þótt við fylgdumst með aðferðum samstarfsmanna okkar og fengj um að láni hugmyndir og bætum þæri inn í okkar eigin störf. Á fundum okkar komu fram hvatningar um að skipzt yrði á hugmyndum og uppástungum, og við tókum vel gagnrýni, sem átti við rök að styðjast, ef það gat orðið til þess að skemmtidagskrár okkar gætu orðið betri og fjölbrevttari. Ekki var alltaf jafn auðvelt og hagstætt að fá fyrirfram upp lýsingar um áheyrendurna eins og í „dansmeyjatilfellinu." Því miður var lítill eða enginn tími til þess að kynnast her- mönnunum vel, sem einstaklingum. Ein bezta leiðin til þess að kynnast mönnunum og koma þeim af stað var að byrja með fjöldasöng, og þannig byrjuðu allar okkar skemmtidag skrár. Á meðan sungið var gafst okkur gott næði til þess að athuga, hvort hægt var að halda áfram með tónlist, og gát- um fundið, hverjir voru beztu hæfileikum búnir, sem songvar ar. En þegar nótunum var dreift var það nokkurn veginn öruggt að nítíu prósent mannanna sögðu: — Oh — ég get ekki sungið eftir nótum. Látið manninn hafa nóturnar hvað svo sem hann Segir, og það er áreiðanlegt, að áður en kvöldið er liðið, er hann farinn að syngja vel, þegar tillit er tekið til þess, að hann kunni ekki nótur! Hann á það meira að segja til að hnupla nótnablaðinu og læra alla söngvana, sem á því eru utanað. Þeir, sem tóku nótnablöðin okkar, gátu aldrei skilið það fyllilega, að þeir voru sama sem að ræna hjartanu úr brjósti okkar, eða réttara sagt dagskránni okkar. Hins vegar gátum við aldrei verið nógu ákveðnar í því að innheimta þau, því við vissum, að hin stolnu nótnablöð myndu ganga mann frá manni um allar búðirnar — og þegar við kæmum næst, ÁST OG STÆRILÆTI MAYSIE GREIG 22 hana í raun og veru, þó Ray tæki sárt að gera ráð fyrir þeim mögu- Ieika. Og ég get ekki spurt hann sjálf- an, hugsaði Ray með sér. Hana hitaði í andlitið við tilhugsunina um það. Hann mundi geta svarað á þrennan hátt. Hann gat sagt að hann elskaði stúlkuna. Hann gat spurt hvað þetta kæmi Ray við. Og hann gat látizt vera hissa — hvort hún væri afbrýðisöm? Ray vissi ekki. hvert svarið sér mundi íalla þyngst. Og hún fann að vegna sjálfrar sín var hún hrædd við að spyrja Monty sjálfan. Og hún skammað- ist sín fyrir það. — því að það var hagur Maföldu, sem hún átti að bera fyrir brjósti, en ekki hag- ur sjálfrar sín. Nei, það var skylda hennar, sem vinar og trúnaðarmanns Ma- földu, að tala við Monty. Vand- nn var sá að finna hentugt tæki- færi. Druce var fjarverandi þennan dag, og ætlaði ekki að koma heim fyrr en seint um kvöldið. Ray borðaði hádegisverðinn úti á svöl- unum, sem vissu út að sjónum. Þjónninn var að Ijúka við að bera henni kaffið, þegar hún heyrði rödd bak við sig. — Fæ ég að hugga þig 1 ein- verunni, Ray? Ray hrökk við, en sat svo graf- kyrr. Það var líkast og hún vildi njóta þessarar yndislegu raddar sem kveikti ólgu í blóði hennar. — Já, með ánægju, sagði hún. Það er langt síðan. En hvað hefurðu gert við Maföldu? — Foreldrar hennar fóru með hana í eitthvert búðarland að henni þvernauðugri. Þau vildu ná í mig líka. — Hvers vegna fórstu ekki með þeim? — Ég hef aldrei haft neitt sér- stakt dálæti á foreldrum. Þau eru það eina. sem mér líkar ekki við Maföidu. Einn góðan veðuudag kemur eflaust faðir hennar og spyr, hvenær brúðkaupið eigi að verða. — Mér finnst það mjög eðlileg spurning, sagði Ray nokkuð hvasst. — Ég . . . ég þarf í raun- inni að tala dálítið við þig um Maföldu. Hann laut fram, og brosið hvarf af honum, eins og hann svipti af sér grímu. — Og ég hef ósköpin öll að tala við þig um, Ray, sagði hann alvarlegur. Ray vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið við þessa óvæntu yfirlýs- ingu. Breytingin hafði komið svo snöggt. Eins og töfrasprota hefði verið lostið var hinn gamli Monty — hennar Monty — kominn þarna aftur ljóslifandi. — Eigum við að nota þessa síðdegisstund til viturlegrar sam- ræðu? spurði hann og brosti. — Við getum skroppið í bíl til San Sebastian og drukkið te þar. Alveg eins og í gamla daga. Þú hefur ekki fengið að prófa nýja bíiinn minn. Ray vissi, að hún mundi segja já. Hana langaði til að halda dá- litla stund í þennan Monty, sem var líkast og upprisinn frá dauð- um. En samt færðist hún undan. — Ég veit ekki, — Druce ... — En hann kemur ekki aftur fyrr en seint í kvöld, sagði Monty brosandi. — Ég veit allt, eins og þú sérð. Hún gat ekki reiðzt honum. Ekki þegar hann var í þessu skapi. Og hún varð að nota betta tæki- færi til að tala við hann um Ma- földu. Það var í rauninni þess vegna sem hún varð að fara með honum, sagði hún, sem afsökun við sjálfan sig, meðan hún var að hafa kjólaskipti og fara i falleg- asta kjólinn sinn. Hana hitaði í kinnarnar af eftirvæntingu, þeg- ar hún hljóp út að bílnum — og til Monty. Langur og rennilegur sportbíll- inn brunaði eftir silfurgráum þjóð veginum. Vindurinn lék um heitan vangann á Ray. Ray hló upphátt og grein ann- li Rest best koddar Endurnýjum gömlu sængurnar. Eigum dún og fiðurheld ver, æðardúns og gæsadúnssængur og kodda af ýmsum stærðum. - PÓSTSENDUM - Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig 3 — Simi 18740 (Örfá skref frá Laugavegi) arri hendi um sætisbríkina. Gieð- in yfir hraðanum tók hug hennar allan og svimandi sælukennd gagn tók hana. Monty og hún voru stödd í ofurlitlum heimi út af fyrir sig, heimi, þar sem hún átti heima og leið vel i. Hún leit á hann við og við. Renndi augunum frá grönnum, næmum höndunum á stýnnu og á andlitið. Munnurinn var eins og mjótt, beint strik, augun skutu neistum. Hann leit út eins og fjár hættuspilari, sem leggur al-lt und ir. Þegar þau nálguðust Henday, franska landamærabæinn, urðu gráu randirnar meðfram vegar- brúnunum að trjám og mislitu blettirnir að húsum. Hún fór að geta greint auglýsingar, umferðar merki, og jafnvel fólk. Bíllinn stanzaði. Hún andvarpaði. Nú var umheimurinn — stóra veröldin — að gera aðsúg að þeim aftur. Monty sýndi vegabréfin þeiria. Hann hló eins og krakki, þegar ! hann kom aftur. — Við verðum að aka yfir landamærin upp á eigin ábyrgð í dag, sagði hann hlæjandi. — Það er einhver ólga á Spáni. Bylting eða eitthvað í þá átt í Burgos. Og þeir eru hræddir um, að hún grípi um sig. Það verður sannarlega spennandi — hvað heldur þú? Þegar hún svaraði ekki varð brosið ertandi. — Þú ert vonandi ekki hrædd, Ray? — Hrædd! Hún hvessti augun, eins og hann hefði móðgað hana. — Hefurðu nokkurn tíma séð mig hrædda, Monty Jarmaine? — Hvað var þetta, sem þeir töl- uðu svo óðamála um, tollverðirn- ir? spurði hún, þegar eftirlitinu var lokið og þau voru komin á spánskt land. — En hvað þeir voru skrýtnir með þessa þríhyrndu hatta. Monty hallaði sér nær henni. — Skilurðu ekki spönsku? Hún hristi höfuðið. — Ekki stakt orð. Monty sagði ekki meira en það kom kynlegur glampi í augu hass. Ray hafði aldrei komið til Spán ar fyrr. Þarna var svo margt nýtt að sjá, að hún gleymdi aWg Ma- földu og öllu því, sem hún háiði ætlað að tala um við Monty. Heit og björt sólin gerði Ray væru- kæra. Og við hlið hennar sat Mon- ty, góði gamli Monty hennar Hvers vegna ætti hún að fara að spilla öllu með því að minnast á Maföldu. Nógur tími yrði til þess, þegar hún vaknaði íftur af þessum heita. guljna saeldraumi, eftir að sólin vaeri geijgin til við ar og þau væru á heinvJÍMð. 1 — Hvers vegna hafði ég akki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.