Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1983 3 Lögreglumenn knýja á um lágmarkshvfld samkvæmt lögum: Fámennara en venju- lega á varðstofunum FAMENNARA var á varðstofum lög- reglunnar í Reykjavík í fyrrinótt en venjulega. Ástæða þess var sú, að i aðalfundi Lögreglufélags Reykjavfkur í fyrradag var samþykkt að veita ríkinu ekki lengri frest til að aðlaga vinnu- tíma og vaktafyrirkomulag lögreglu- þjóna að lögum þeim um 10 tima lág- markshvfld, sem sett voru árið 1980. Þar sem viðræður Lögreglufélagsins og dómsmálaráðuneytisins um þetta mál hafa ekki borið árangur fóru þeir lög- reglumenn heim klukkan 2.30 i fyrri- nótt, sem áttu að mæta til vinnu sam- kvæmt varðskrá klukkan 12.30 í gær. Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn, sagði í gær, að þó dregið yrði úr lög- gæzlu í miðri viku, meðan þessi deila stæði yfir, yrði öryggi ekki stefnt í hættu. Einar Bjarnason, formaður Lög- reglufélags Reykjavíkur, sagði að á aðalfundi félagsins í fyrradag hefði verið tekin fyrir beiðni frá dómsmálaráðuneytinu þess efnis, að lögreglumenn frestuðu aðgerðum til að knýja á um framkvæmd 10 tíma hvíldarreglunnar til 1. maí meðan reynt yrði til þrautar að ná samn- ingum. Samninganefnd Lögreglufé- lagsins hefði hins veear lagt til, að frestur yrði veittur til 3. apríl þann- ig að föst dagsetning yrði ákveðin, en nokkurt svigrúm veitt. Aðalfund- urinn hefði fellt þá tillögu á jöfnu eða með 13 atkvæðum gegn 13. Upp- haflega veitti félagið frest i máli þessu á aðalfundi 26. janúar 1982 til næsta aðalfundar, sem eins og áður sagði var haldinn á þriðjudag. „Það sem við förum fram á er sæmilega manneskjulegt vaktakerfi þar sem tillit er tekið til samninga og lagaákvæða," sagði Einar Bjarna- son. „Það er bersýnilegt að við að breyta vaktakerfum þannig að hvíld- arreglan verði virt, lækka launin vegna minnkandi aukavinnu, svo ekki er verið að ræða um launa- hækkun. Aðeins framtíðarskipulag og vinnutilhögun, sem allir gætu verið sæmilega ánægðir með, en nú- verandi vinnutilhögun er alltof hringlandaleg að okkar mati. Við- semjendur okkar telja hins vegar að þar sem 10 tíma reglan er komin á hafi ýmsir hlutir orðið stirðari við löggæzlu. Við vonumst samt ennþá eftir farsælli lausn á þessu þrætu- máli,“ sagði Einar Bjarnason. Bjarki Elíasson, yfirlögreglu- þjónn, sagði að framkvæmd fyrr- nefndra laga um hvíldartíma væri mjög erfið. Svo virtist, sem málið hefði ekki verið hugsað til enda við lagasetninguna, til dæmis hvað varðaði lögreglumenn, sem stæðu vaktir allan ársins hring. Hann sagði að í fyrrinótt hefðu lögreglumenn, sem verið hefðu á aukavakt, farið heim klukkan 3 í staðinn fyrir klukkan 6 um morgun- inn. Þetta hefði verið gert svo þeir næðu lágmarkshvíld fyrir vakt eftir hádegi í gær samkvæmt varðskrá. Aðspurður sagði Bjarki, að á lög- reglustöðinni í Árbæ hefðu frá klukkan 3 til 6 verið tveir lögreglu- þjónar á vakt í stað þriggja, á Mið- bæjarstöð hefðu verið 2-3 á þessum tíma í stað fimm venjulega, og mun færra hefði verið á Lögreglustöðinni við Hverfisgötu en þegar allt er eðli- legt. „Það skapast ákveðin vandamál sjötta hvern dag þegar menn skipta af næturvakt yfir á dagvakt," sagði Bjarki Elíasson. „Þá eiga menn að hætta klukkan 6 að morgni, en mæta síðan að nýju klukkan 14, en sá tími nægir ekki til að uppfylla lög um lágmarkshvíld. Við metum því hvern dag fyrir sig og styðjumst við skrár um útköll og fjarskipti og yfirleitt er lítið um að vera í miðri viku. Komi , hins vegar upp atvik, sem kalla á j meiri mannskap verður að kalla ; menn út. Um helgar verður ekkert j dregið úr löggæzlu og til þess að ör- , yggi verði ekki stefnt í voða metum við stöðuna í hverju einstöku tilviki meðan á þessu stendur," sagði Bjarki Eliasson. VETUR SUMAR VOR^ OGHAUST Hann er framhjóladrifinn meö framúrskarandi aksturseiginleika -á öllum árstíðum SAAB-SÁ ER BÍLLINN TÖGGURHF. SAAB UMBOÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.