Alþýðublaðið - 26.08.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.08.1931, Blaðsíða 4
4 alþýðublaðið Lög frá alþingi. Síðustu dagana, sem alþingi s:at a8 störfum, afgreiddi pað þessi lög, auk þeirra, er skýrt hiefir verið frá hér í blaðinu: Um ríkisveðbanka Islands, sem á að verða eins bonar söludeild fyrir veðdeildarbréf Landsbank- ans og Búnaðarbankans og fyrir veðbréf byggingarsjóðs verka- mannabústaða, þegar samsvar- andi lagaákvæði verða sett, þar um. Um utsvör. Bæjarstjórn sé heimilt með samþykki ráðherra og hreppsnefnd með samþykki sýslunefndar að ákveða aðra 'gjalddaga á útsvörum en nú eru og fjölga þeim, svo að lægri upphæðar verði krafið i senn. — Dráttarvextir af útsvörum, sem ekki eru greidd áður en tveir mánuðir eru liðnir frá gjalddaga, eru hækkaðir. Sé 1 % fyrir tvo fyrstu mánuðina til samans og síðan 1 % fyrir hvern mánuÖ eða mánaðarhluta, sem líður þar til gjaldið er greitt. — Þetta var eina lagafrumvarpið á þessu þingi, sem fór í sameinað þing vegna dálítils ágreinings milli deildanna. iUm Br/ggingar- og landnáms- sjód. Nokkrar breytingar á þeim lögum. Lánin samræmd. Ódýr- ustu lánin til að reisa nýbýli á óræktuðu landi eðia landi, sem lántakandi hefir ræktað sjálfur á síðustu 5 árunum áður, skulu á- vaxtast og endurigreiðast með jiöfnuim greiðslum,, 3V2°/o af hinni upphaflegu lánsfjárhæð, í 50 ár, en vera vaxta- og afborgunar- laus fyrstu 5 árin. Öll önnur lán úr sjóðnum greiðist með 5% ársgjaldi af allri upphæðinnii í 42 ár. Jafnframt er svo ákveðið, iað heimilt skuli, að lán til að xieisa 5 nýbýli á óræktuðu landi séu jafnan veitt ár hvert, þótt annars séu nógar uimisóknir um önnur lán úr sjóðnum, svo að slík nýbýli verði þó ekki að fullu og öllu útundan. — Hámark láns til sama manns til endurbygg'- inga er ákveðið 10 þús. kr. — Enn er stjörn sjóðsins heimilað að lána til bygginga á fjórum fyrirmyndarbúum, sínu í hverj- um landsfjórðungi, með sömu lánskjörum og tii nýbýla, gegn afgjaldskvöð, að því tilskyldu, að stjórn Búnaðarfélags ísiands mæli með stofnun þeirra og hafi sjálf yfirumsjön með rekstri þeirra. Til hvers þessara búa má lána hæst 20 þús. kr. Um ríkisbókhald og endurskod- un. Bókhald ríkisins fært í nú- timastíl. Skýringarákvæði við Lands- bankalögin, _að því er snertir gulltryggingu bankans, en um eiginlega iagabreytingu er þar ekki að ræða. Foroagœzlulögin hert — skyld- an til þess að setja ekki á „guð og gaddinn“. l Um fiskimat. Eru þar m. a. ákvæði um, að ríkið greiði kostn- að vegna tilrauna, er yfirfiski- matsmenn gera um nýjar eða bættar fiskverkunaraðferðir, rannsókn á salti, geymsluþoli fiskjar o. fl. Nánari lagafyrir- mæli um störf og ábyrgð fiski- matsmanna en áður eru í lögum. Um hýsingu prestssetra. í fjár- lögurn sé jafnan framvegis veitt- ur styrkur til að reisia árlega minst tvö íbúðarhús á prestssetr- um, og nemi stýrkurinn 12 þús. kr. til hvers húss. Einnig séu veitt lán úr Kirkjujarðasjóði til bygginganna, þó ekki yfir 8 þús. kr. á hús. Af þeim lánum greiði prestur 3V2 %' í vexti og VsO/0 í afborgun á ári. Einmig greiði prestur 1/2 °/o a'f styrknum í fyrn- ingarsjóð árlega. Ábúendum prestsisetra sé heimilt að greiöa eftirgjald og tkvaðir á ábýlisjörð- um þeirra með hlöðubyggingum og peningshúsa, er vandað sé til. Einnig má veita embættis- lán til slíkra bygginga úr Kirkju- jarðasjóði með l°/o afborgun á ári og söimu vöxtum og greiddir skulu af íbúðarhúsalánunum. Einnig má veiita íbúðarhúsaemd- urbótastyrk úr Kirkjujarðasjóði að 2/3 og lán að 1/3, er sé með sömu kjörurn og peningshúsalán- in. Löggilding verzlimarstadar að Rauðuvík við Eyjafjörð. Fjáraufcalög fyrir 1929 og 1930 O’g landsreiknings'samþykt, eiins og þau frv. voru lögð fyrir þing- ið. — Ályktun alþingis gerð: Um flokkun skuida rikisins, og sé hagstofunni falið að gera siíka flokkun áriega, svo að skýrt komi fram, hverjar s'kuldir eru stofn- aðar vegna ríkisrekstursins, og hverjar vegna sérstakra stofnana og þá hvort ríkissjóður þarf að annast .greiðslur af þeim eða stofnanirnar greiða þær sjálfar. Frv. um breytingu á lögum um varnir gegn kynsjúkdómum var með dagskrártillögu vísað til stjórniarinnar til nánari athugunar til næsta þings. Frv. um, að stjórnin léti reisa kartöflukjallara og markadsskála, var felt í efri deild. Þá báru flutningsmiemn þesis friam þings- ályktunartillögu í neðri deild um að skora á sitjórnina að leggja sams konar frv. fyrir næsta þing. Samþykti n. d. þá ályktun,. Þingsályktunartillöiguna um hú- skólanám dagaði uppi í efri deild, en n. d. hafði samþykt hana fyrir sitt leyti. Tryggvi ráð- herra félst á að taka tillöguna til greina, þótt hún hefði ekki fengið fullnaðiarafgreiðslu á þinginu, og láta rannsaka, hvern- ig og að hve rniiklu leyti unt sé að koma á kenslu í fleiri náms- greinum við háskólann en nú eru kendar þar o. s. frv. Fisktökuskip kom hingað í gærkveldi til Kveldúlfs. Om «I»f§issKS ©$ vegimia.. Konunglegur „sjálstæðismaður." Þegar Tryggvi ráðherra lét hrópa húrra við þingslitin fyrir * æittjörðinni og kónginum, sat Ól. Tliors fyrst, en stóð siðan upp fyrir seinni partinum,. Hann sat sem sé á meðan ættjarðarinnar var minst, en stóð upp fyrir kónginum. Vidstaddur. Skildinganes-málið og Öl. Thors. Ól. Thors lét mikið yfir því, þegar lokaumræÖan fór fram á alþingi um Skildinganessmálið, að hann hefði ætlað að haida rnikla ræðu og rekja sögu þess máls alt aftur í fornaldarsögu Niortejgsj!). Varð þó minna úr. Hannes á Hvammstanga, skoð- anabróðir hans í Skildinganess- málinu, sfcoraði þá á hann að birta þessa sögulegu ræðu, sem laldrei ikom frarn, á prenti, svo að þjóðin færi ekki á mis við vísdóminn. Ekki vildi Ól. Th. verða við því. Þótti Hannesi sem von var Ólafur hafa mjög lin- ast í vörninni gegn sameiniiingu Skildinganess við Reýkjavík. Séra Ingimar Jónsson sikólastjóri er kominn aftur úr för sinni á fund norrænma skóla- fmannia í Khöfn. Farsótt og manndauði i Reykjavik Samkvæmt skýrslum til liand- læknisskTifstofunnar hefir heilsu- farið í Reykjavik verið sem hér segir vikuna 9.—15. ágúst: Háls- bólga 46 tilfelli, kvefsótt 37, ikveflungnabólga 4, gigtsótt 1, iðrakvef 52, taksótt 7. Dáið hafa 5 menn þessa viku. Sfldveiðafréttir af Akureyri. Akureyri, FB. 25. ágúst. Nær því öll síldveiðaskipin eru nú búin með veiðileyfi sín. Þó eiga rieknetabátar lítið eitt eftir. Hefir útflutningsniefndin ákveðið að bæta 10 000 tunnum við veiði- leyfin og fellur það aðallega í hfut þeirra skipa, sem ekki hafa fengið uppbót á þeim áðlur. Nokkuð hefir orðið vart við sól- suðu í síldinni eftir hitaina um daginn. Hefir útflutningsnefindin ákveðið að tegunda tuttugu þús- und af fyrst veiddu saltsíldinni. Búið er að verfca hér við Eyja- fjörð meira en nokkru sinni fyrr. Hvað er að frétta? Nœturlœknir er í nótt Ólafur Helgason, Ingólfsistræti 6, sími 2128. 1 Otvarpid í dag: Kl. 19,30: Veð- urfregnir. Kl. 20,25: Söngvélar- hljómlei'kar. KI. 20,45: Þingfréttir. Kl. 21: Veðurspá og fréttir. Kl. 21,25: Hljómleikar (Þ. Á., E. Th.). Ijarta«ás smjarlíkið er bezt. Ásgarðnr. Morgnnkjólar í miklu úrvali. Samark|óIaeVní miög ódýr. Verzlun Matthildar Bjömsdóttur, Laugavegi34. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN,, Hverflsgötu 8, sími 1294, tekur að ser alls kon ar tækifærisprentun svo sem erffljáó, að- göngumiða, kvittanir, reikninga, bréf o. s, frv., og afgreiðii vinnuna fljótt og vlö réttu verði. Veggmyndir, sporöskjurammar, íslenzk málverk í fjölbreyttu úr- vali í Mynda- & ramma-verzliua- inni, Freyjugötu 11. Sparið peninga. Foiðistópæg- indi. Munið pvi eftir að vanti ykknr rúður i glugga, hringið sima 1738, og verða pær strax látnar í. Sanngjarnt verð. Svensk rikisskuldabrél (præm- ieobligationer), Kaupi en nokkur bréf. Magnús Stefánsson, Spítala- stíg 1. Heima kl. 12—1 og 7—9 siðd. Tapast hefir brjóstnál frá Berg- stöðum við Kaplaskjól að Hvg. 76. Skilist að Bergstöðum, Stúlka óskast í vist nú þegar. Upplýslngar á Vitastíg 8 a uppi. Ritstjóri og ábyrgðarmiaðuri Clafur Friðriksson. Aiþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.