Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1983 7 Hjartanlega þakka ég bömum mínum, tengdabömum, bamabörnum og bamabamabömum öllum, eins góöum vinum sem gerðu mér 75 ára afmœlisdaginn minn, 19. marz, ógleymanlegan með heimsóknum, skeytum, kveðjum, blómum og fallegum gjöfum. Lifið heil Hanna Jóhannesson frá Vatneyrí. Gombi Camp 3 útgáfur '83 CC150 Háfættur fjallavagn, sem kemst um allt há- lendiö. Svefnpláss fyrir 4. Verö kr. 29.775.- CC 200 Sá reyndasti í fjöl- skyldunni. Svefnpláss fyrir 5—8 Gott farangursrými. Verð kr. 41.600.- CC 202 Lúxusútgáfan sem tek- ur viö af hinum vinsæla Easy. Svefnpláss fyrir 5—8. Gott farangursrými. (Fæst einnig meö 2 öxlum til fjallaferöa.) Verö kr. 53.435- BoMtil, símí 91-21945/84077. Baráttan fyrir Marx, Engels og Lenin Vinstrisinnar eru teknir til viö aö metast um hollustu sína við hugmyndafræði heimskommúnismans eins og viö mátti búast eftir útkomu Lögbirtingablaðsins í síöustu viku. Albaníuvinafélagiö hefur sent ' skiptaráöanda kröfu. Búlgaríuvinir bíöa átekta en Kúbuvinir þykjast vera í góöri aöstöðu þar sem sjálfur forseti heimspeki- deildar Háskóla íslands, Gunnar Karlsson, heldur nú merki þeirra hátt á loft. Deilurnar um Marx-arfinn Á laugardaginn mátti lesa vangaveltur í Þjóðvilj- anum um þau vandrsði sem skiptaráðandinn í Reykjavík stæði frammi fyrir þegar hann þarf að ákvarða á hausti komanda hver er hinn rétti erfingi að húsparti á Bollagötu 12 en sá á kröfu til arfsins sem er sannanlega kyndilberi kenninga Marx, Engels og Lenins hér á landi. Leiki vafí á því hvort sá er heimt- ar arfinn sé hans verður er ncyðarúrra'ði skiptaráð- anda að láta formenn Reykjavíkurdeilda vináttu- félaga kommúnistaland- anna velja þriggja manna stjórn yfir Marx, Engels og Lenin-stofnuninni sem á að starfrækja á Bollagötu 12. f Þjóðviljanum á laug- ardag voru formenn þess- ara félaga nefndir: ívar Jónsson er formaður í Sov- étvinafélaginu, Haukur Helgason í Póllandsfélag- inu, Jón Hannesson í Tékkóslóvakíufélaginu, Ingibjörg Haraldsdóttir í Kúbuvinafélaginu, Örn Erlendsson í austur-þýska félaginu, Þorvaldur Þor- valdsson í Albaníufélaginu og Arnþór Helgason í Kínavinafélaginu. Þá bætti Þjóðviljinn framsóknar- mönnum við án frekari skýringar og tók fram aö þetta væri viðkvæmt póli- tískt mál fyrir þá. Oddur Ólafsson, rit- stjórnarfulltrúi á Tíman- um, tekur upp hanskann fyrir framsóknarmenn í þessu erfðamáli á þriðju- daginn og segir í tilefni af orðum Þjóðviljans um við- kvæmni framsóknar- manna: „Gjarnan mætti upplýsa betur hvers vegna þetta ætti að vera fram- sóknarmönnum viðkvæmt mál. Ekki gerir hann neina kröfu til marx-leníniskrar upphefðar á neinn hátt og hefur aldrei státað sig af að hafa starfað í anda jjeirra heiðursmanna, jafnvel ekki þeir sem komið hafa sér upp kunningjatengslum við bændafiokksmenn í Búlg- aríu.“ Ingvar og Búlgaría Oddur Olafsson drepur einmitt á það atriði sem vefst mest fyrir Þjóðviljan- um þegar honum verður með kvíða hugsað til þess hvort framsóknarmaður kunni í raun að verða í stjórn stofnunar um heims- kommúnismann á íslandi. Þjóðviljamenn vita sem er að framsóknarmenn hafa einokað samband íslands og Búlgaríu. Mesta upp- hefð Ingvars Gíslasonar, menntamálaráðherra, á þriggja ára ráðherraferli er að hafa verið skipaður formaður 1300-ára-afmæl- isnefndar Búlgaríu. Varla fellur slík formennska undir skilgreiningu á „kunningjatengslum við bændaflokksmenn í Búlg- aríu“ — eða hvað? Æski- legt væri aö framsóknar- blaðið upplýsti hver er formaður í vináttufélaginu við Búlgaríu. Örlög bænda- flokksmanna í Búlgaríu urðu þau eftir að þeir tóku höndum saman við komm- únista, að leiðtogar þeirra voru flestir drepnir en nafni fiokksins haldið við lýði af hagkvæmnisástæö- um. Þannig kynni að fara fyrir Framsóknarfiokkn- um, þó án manndrápa, í stjóm stofnunarinnar um heimskommúnismann á fs- landi. Albanía fyrst Þjóðviljinn skýrir frá því á forsíðu í gær, að fylgis- menn Enver Hoxa, einræð- isherra í Albaníu, hafi kraf- ist eignarhalds yfir hús- partinum á Bollagötu 12. „Við teljum okkur í stakk búna til að fylgja þeim kvöðum sem er að finna í erföaskránni og höfum því lýst kröfu í dánarbúið," hefur Þjóðviljinn eftir formanni Albaníuvinafé- lagsins. Ætli krafa númer 2 verði frá Ingvari Gisla- syni eða öðrum framsókn- arvinum Búlgaríu? Kúba lifi! — eða kannski Albanía? Gunnar Karlsson, pró- fessor og forseti heim- spekideildar Háskóla ís- lands, hefur ritað tvær greinar í Þjóðviljann um skólamál og lýöræðislega (!) stjórnarhætti á Kúbu. Þessar greinar bera þess merki að forseti heim- spekideildar er að kvitta fyrir farseðil enda kynnir Þjóðviljinn Gunnar sem „þátttakanda í síðustu vinnuferð" til Kúbu. í greinum prófessorsins er að finna gullkorn eins og þetta: „Listsköpun er til dæmis að meginreglu frjáls, nema hvað þaö er bannaö að vinna gegn bylt- ingunni með list sinni.“ Og af framhaldinu má skilja að af undantekningunni frá „meginreglunni" leiði að á Kúbu eru 2—3.000 pólitískir fangar, „það er fólk sem hefur orðið upp- víst að andbyltingarstarf- semi,“ segir sagnfræðipró- fessorinn og bætir við að í „þessari reglu“ felist „miklir kúgunarmöguleik- ar“ (!) en erfitt sé að fá Kúbubúa til að koma auga á þá. Prófessornum finnst „frióun byltingarinnar" sem sé frekar meinlaus undantekning. f lok greinaflokksins lætur Gunnar Karlsson svo í Ijós það álit að kannski sé Kúba undantekningin sem sanni meginregluna um ómannúölega grimmd kommúnismans. Síðasta setning Gunnars er þessi: „Sé svo, kann Kúba aö eiga eftir að verða mikil- vægt forysturíki í þróun sósíalisma í heiminum." Gunnar Karlsson er nokkrum árum á eftir tím- anum í mati sínu á fram- vindu heimskommúnism- ans og greinaflokkur hans er tímaskekkja. Það er öll- um nema bláeygum Kúbu- vinum í áhyggjuleysi vel- ferðarinnar Ijóst að stjórn- arfar Castros er hið sama og í öðrum kommúnista- löndum. Paul Johnson, fyrrum ritstjóri New Stat- esman, sagði í grein sem hann nefndi: Beðið eftir nýjum Messíasi — Hvar finna róttæklingar na'st sitt fyrirheitna land? og birtist hér í blaðinu 5. sept- ember sl.: „Þegar nú Stalfn er fallinn, Maó fallinn, Hó fallinn og Castró á niður- leið — hann játar að hann geymi kynvillinga á bak við lás og slá — hvert skulu pólitísku pflagrím- arnir halda með sína bráð- látu tvöfeldni í viðhorf- um?“ Svar Johnsons var á þann veg, að líklegast leit- uðu menn eins og Gunnar Karlsson næst aö fyrir- heitna landinu í Albaníu. Fyrir námsfólk jafnt og aöra sem við vinnu sína sitja er mikilvæg undirstaða árangurs að sitja rétt og þægilega. Stóll frá Stáliðjunni er því góð gjöf handa fermingarbarninu, * góður stuðningur áður en lengra er haldið. STALIÐJAN hf SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.