Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1983 17 Norðmenn sjá fram á skreiðarsölu til Nígeríu: Segjast fá allt að 75% af 600 milljóna skreiðarsamningi Osló, 21. marz, frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Mbl. NÍGERÍUMENN ætla að kaupa skreið frá Noregi og íslandi fyrir 200 milljónir norskra króna (um 600 milljónir íslenzkra króna). I»essi gleðilega frétt barst á laugardag frá fóstum fulltrúa norskra skreiðarseljenda í Lagos. Að minnsta kosti helmingurinn af skreið- inni verður norskur og svo gæti farið að % hlutar þessa magns milljónir n.kr. í lán og fyrir nokkru var ákveðið að auka aðstoðina um aðrar 100 millj- ónir króna. verði frá Noregi, sagði Otto skreiðarútflytjenda, í samtali við „Skreið hefur vantað í lang- an tíma í Nígeríu og innflytj- endur hafa unnið mikið starf við að afla innflutningsleyfa," sagði James-Olsen. Hann var spurður um stöðu Norðmanna gagnvart íslendingum þegar innflutningsleyfum yrði deilt út. „Okkar staða er mjög góð, þori ég að segja. Án þess að gera lítið úr íslenzku skreið- inni, þá er það almennt viður- kennt í þessari grein, að norsk skreið er betri. Hjá okkur er loftslagið kjörið fyrir skreiðarvinnslu, en á ís- landi er rakinn meiri. Við vit- um að flestir innflytjendur í Nígeríu vilja frekar norska skreið. í augnablikinu vitum við ekki hvaða fyrirtæki hafa fengið innflutningsleyfi, hvorki í Noregi eða á Islandi. Þess vegna vitum við ekki skiptinguna á milli landanna, James-Olsen, framkvæmdastjóri Aftenposten. en Noregur fær að minnsta kosti helminginn af magn- inu,“ sagði James-Olsen. Verðið fyrir þessa skreið er það sama og á síðasta ári og hafa þjóðirnar því ekki þurft að lækka verð til að selja skreiðina að þessu sinni. I Noregi eru nú 17—18.000 tonn af skreið að verðmæti um 500 milljónir norskra króna (um 15 milljarðar ísl. kr.) Þessi sala til Nígeríu minnkar birgðirnar því verulega, en eigi að síður verða áfram erf- iðleikar í skreiðarvinnslunni. „Eftir þennan samning er bjartara en áður,“ sagði Thor Listau, sjávarútvegsráðherra í viðtali. Hann varaði fram- leiðendur við því að hengja meiri fisk upp nema algjöra nauðsyn bæri til. Fyrir jól ákváðu stjórnvöld að veita skreiðarframleiðendum 100 Norðmenn gleðjast yfir gamalli frétt „ÞESSI frétt er alls ekki ný,“ sagði Bragi Eiríksson, framkvæmdastjóri Samlags skreiðarframleióenda, er Morgunblaðið bar undir hann frétt- ina frá Noregi um skreiðarsölu til Nígeríu. „í janúar fengum við að vita, að Nígeríumenn hugðust kaupa skreið fyrir 20 milljónir naira í ár og að auki fyrir 8 milljónir naira, sem eru leyfi frá síðasta ári. í íslenzkum krónum er um að ræða samtals rösk- lega 800 milljónir króna. Við höfum alltaf reiknað með að ábyrgðir færu að berast um þetta leyti eða í lok marz og satt að segja á ég von á einhverjum ábyrgðum í þessari viku. Hvað fréttina frá Noregi áhrærir þá tel ég, að Norðmenn gleðjist nú yfir gamalli frétt,“ sagði Bragi Eiríks- Hannes Hall, framkvæmda- stjóri Skreiðarsamlagsins, sagðist ætla að nú væru hér á landi um 250 þúsund pakkar af skreið eða yfir 11 þúsund tonn í birgðum. Hann sagði að reikna mætti með, að verðmæti birgðanna væri um einn milljarður króna. Auk þess er talsvert af hertum þorskhausum í birgðum frá síðasta ári. Verðmæti skreiðarbirgða í Noregi og á ís- landi er áætlað 2,5 milljarðar ís- lenzkra króna, en eins og áður seg- ir hyggjast Nígeríumenn kaupa skreið fyrir 8—900 milljónir króna í ár samkvæmt upplýsingum Skreiðarframlagsins, en sam- kvæmt upplýsingum Norðmanna nemur sú upphæð um 600 milljón- um íslenzkra króna. Sama er við hvora töluna er miðað, kaup Níg- eríumanna nema aðeins litlum hluta birgða. Bragi Eiríksson var spurður um fullyrðingar Norðmanna um meiri gæði norsku skreiðarinnar og svarði hann því til, að um norskan áróður væri að ræða, ekkert ann- að. „Ég er nýkominn frá Nígeríu og í þeirri ferð minni, sem og endranær, heyrði ég allt annað. Okkar skreið er betur metin en sú norska og okkar kaupendur vilja íslenzku skreiðina miklu frekar," sagði Bragi Eiríksson. Aðspurður ságðist hann ekki vita hvernig skiptingin yrði milli landanna eða einstakra fyrirtækja. Þrjár hæðir og rokk Philips F1728 er þriggja hæða alvöru sterlósamstæða með plötuspilara, steríóútvarpi, fullkomnu kassettutæki og 2*12 watta magnara. Glæsileg gjöf á góðu VðfÖÍ Verð kr. 19.862.- Ferm ingaigjöf in fiæst íHeimilistækjum -JB-, Philips quartz klukkur Tfminn er dýrmætur og þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast vel með honum. Það kunna þeir hjá Philips. Verð frá kr. 862.- Rafmagnsrakvélar frá Phllips Rafmagnsrakvélarnar eru tvfmælalaust klassiskar fermingargjafir. Þar er Philips alltaf (fyrsta sæti Verö frá kr. 1.187.- G-7000 sjónvarpsleiktækið Skemmtilegt leiktæki sem gefur fjölskyldunni óteljandi möguleika til dægrastyttingar. Golf, kappakstur og margt fleira. Verð kr. 8.458.- Utvarpsklukkur frá Philips Morgunhanann frá Philips þekkja flestir. Hann er baaði útvarp og vekjaraklukka. Hann getur vakið þig á morgnana með léttri hringingu og tónlist og svæft þig síðan með útvarpinu á kvöldin Verð frá kr. 1.790.- Heyrnartólin frá Philips Heymartólin ern snjðll gjðl handa unga fðlkinu, þvl þau stýra tðnlistinni á réttan staðl Verð frá kr. 538.- Hárblásarasett frá Philips Fullkomið háfblásarasett með fjórum fylgihlutum. Fáanlegt I þremur gerðum. Verð frá kr. 1.026.- 4 m Hárblásarar frá Philips Nauðsynlegt hársnyrtitœki jafnt fyrir stúlkur og pilta Verð Irá kr. 865.- Hljóðmeistarinn frá Philips Geysilega kraftmikið ferðatæki með útvarpi, kasettutæki 2x20 W magnara. tveimur 7 tommu hátölurum og tveeterum. Sannkallað tryliitæki! Verö kr. 12.479.- L Philips sambyggt útvarps- og kassettutæki Sambyggðu tækin eru alltaf jafn vinsæl hjá unglingunum. Þau fást i mörgum stærðum og gerðum Verð kr. 7.644.- Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- 15655 Utvarpstæki frá Philips fyrir rafhlöður, 220 volt eða hvort tveggja. Urvalið er mikið, allt frá einföldum va8ataakjum til fullkomnustu stofutækja. Verð frá kr. 570.- Vasadiskó frá Philips Þeir hjá Philips eru sértræðingar I framleiðslu hljðmtækja sem ganga fyrir rafhlöðum. Vasadiskóið er eitt þeirra. Fæst með eða án útvarps Verð frá kr. 3.436.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.