Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1983 19 ljósmyndatækninni. Vísast eru þessar myndir ólafs það at- hyglisverðasta er hann hefur átt á sýningu hér heima og mér þykir hún spegla skapgerð hans betur en annað er ég hef séð eftir hann. Hann sýnir enn- fremur nokkrar teikningar, sem stinga í stúf við annað á sýningunni — eru meira í ætt við nýja málverkið og öll sýn- ingin ber vott um að margt sé að gerjast innra með lista- manninum um þessar mundir. Myndir eftir ólaf hafa víða farið ekki síður en Kristjáns og hann á m.a. myndir á hinni margfrægu sýningu Scandin- avia Today. í ljósi þess að hér á að vera um alþjóðleg nöfn er halda sýningu og að sýningin er haldin í þessum virðulegu húsakynnum furðar mig á að gestum skuli boðin tvö vélrituð blöð í formi sýningarskrár. Öðru er maður vanur á þessum stað. Er leiðinlegt að halda á braut með ekki betri heimild um þetta framtak. Þessi sýning gefur þeim gott tækifæri er kynnast vilja vinnubrögðum þeirra íslenzkra listamanna er helst þykja hlutgengir á al- þjóðavettvangi um þessar mundir, — eða var það í gær? Bolungarvík: Góð kjörsókn í prestskosningum Holungarvflt, 22. mars. SÍÐASTLIÐINN sunnudag fóru fram prestskosningar hér í Bolungarvík. Einn unisa kjandi var um prcstakalliA, séra Jón Ragnarsson. Á kjörskrá voru 785 manns, alls kusu 506 eða 64,5% sem er mjög gott miðað við það að vitað er, að a.m.k. 150 manns áttu ekki kost á að kjósa, þ.e.a.s. skólafólk sem fjarri er heimabyggð, sjómenn og aðrir sem af einni eða annarri ástæðu voru fjarverandi á kjördag. Prestskosn- ingar gera ekki ráð fyrir utankjör- staðaatkvæðagreiðslu. Það má því ætla að kjörsókn hafi verið um 80%, ef miðað er við þá sem möguleika áttu á að kjósa. Veður var allgott á kjördag, en gekk í hvassa norðanátt með snjó- komu um kvöldið. Mjög gestkvæmt var á kosningaskrifstofu stuðn- ingsmanna séra Jóns og virðist vera mikill einhugur Bolvíkinga um að fá hann sem sóknarprest. Talning at- kvæða fer fram á Biskupsstofu nk. fimmtudag. Gunnar. Mallorka 12. ægl fyrrr bömin i i Til að gefa fólki kost á að komast til Mallorka, munum við bjóða 3. vikna ferð 12 apríl, þar sem börn innan 12 ára aldurs fá frítt með foreldrum sínum. Þetta er einstakt tækifæri, nánari upplýsingar á skrifstofunni. <VTCO<VTH< FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1, símar: 28388 og 28580. Bikarúrslit í Höllinni í kvöld kl. 20.30 Valur IR Síðasti stórleikur keppnistímabilsins. Fjölmennið og hvetjið ykkar menn. 35 HAFSKIP HF Heiðursgestur er Ragnar Halldórsson, forstjóri ÍSALS # HITACHI H0LUW00D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.