Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Ferjurnar leggja upp frá Gullna horninu (Istanbul. Þar er þröng á þingi Kenan Erren jafnan og þar voru oft gerðar skotárásir á gesti og gangandi. Tyrkland: „Stundum blöskrar okkur dómgreindar- og þekkingar- leysi erlendra biaðamanna... „Stundum getur mér blöskrað, þegar ég les, hvað erlendir blaðamenn — og þá ekki sízt frá Norðurlöndum — skrifa um ástandið hér í Tyrk- landi. Sumir hafa þó komið hingað og „kynnt“ sér málin. Síðan fara þeir heim til sín og hafa mörg og Ijót orð um einræði og pyndingar og almennt ófrelsi, sem hinn tyrkneski borgari á að búa við. Mér er hulin ráðgata, hvers vegna þeir skrifa svo þvert um hug sér og alveg á skjön við það sem þeir myndu komast að ef þeir legðu sig niður við að tala við venjulegt fólk.“ Þetta sagði ung háskólastúlka í Istanbul Sehnaz Gúhner við mig á dögunum, þegar ég ræddi við hana þar. Við höfðum hitzt af tilviljun á einum bátnum sem fer í siglingu um Bosphorus, og í einu smáþorpanna fórum við inn á veitingahús og borðuðum jógúrt, ég drakk bjór með og hún te, eins og siðsamri tyrkneskri stúlku sæmir. Sehnaz er að læra ensku, enskar bókmenntir og heimspeki í háskólanum og hef- ur lokið tveimur árum af fjórum. Hún var þarna með unnustanum sínum, Turgut, sem er karate- þjálfari og hann tók mjög í sama streng. í för með okkur slógust fleiri, þar á meðal Suru Atez, sem rekur litla verzlun á bazarn- um í Istanbul og þau voru öll áfjáð í að tala um pólitík og ástandið í landinu. „Kenan Evr- en er vinsælasti maður þjóðar- innar," sagði Ates. „Það hefur fylgt stjórn hans stöðugleiki og vaxandi bjartsýni. Það sem meira er, hryðjuverkunum hefur linnt. Ég get fullyrt, að innan háskólans í Istanbul styðja 90 prósent nema stjórnina," sagði Sehnaz. „Þar með er ekki sagt að herforingjastjórn sem slík sé af hinu góða. En Tyrkir höfðu ekki í sér til að búa við það svokailaða lýðræði sem ríkti fyrir valdatöku hennar. Það verður að viður- kennast að við erum um margt Asíuþjóð með þeim einkennum sem því fylgir, jafnvel þótt við teljum okkur í aðra röndina Evr- ópubúa. Við erum ekki fær um að búa við lýðræði ... þetta eru stór orð og þau eru ekki vinsæl I hinum frjálslyndu löndum Skandinavíu, en reynslan virðist hafa sýnt, að takmarkað lýðræði — þar á ég eiginlega við lýðræði með sterku aðhaldi virðist henta okkur bezt. Vonandi erum við á réttri leið, en menn skyldu ekki draga ályktanir og þaðan af síð- ur reyna að sverta ímynd Tyrk- lands án þess að vita hvað menn eru að tala um,“ sagði Sehnaz ennfremur. Það er óhætt að fullyrða, að meirihluti hins óbreytta tyrk- neska borgara tekur undir orð Sehnaz. Það er vitað mál, að menntamenn margir og rithöf- undar svo og fjölmiðla fólk er langt frá sátt við herforingja- stjórnina. Og það þarf ekki að fjölyrða um þá spekinga erlenda, sem hafa séð ástæðu til að for- dæma hana og hefur á taktein- um hinar ferlegustu lýsingar á fangelsunum og pyndingum. Menn skyldu þó hafa það bak við eyrað, að 20 milljónir Tyrkja og vel það studdu nýju stjórnar- skrána þegar atkvæði voru greidd um hana í nóvember og kusu þar með einni Evren, for- seta sinn. Menn skyldu ekki gleyma því að efnahagssérfræð- ingur herforingjastjórnarinnar, Turgut Ozal — sem hvarf úr landi um hríð en er nú kominn aftur — hefur unnið þrekvirki I að reisa úr rústum efnahag Tyrkja. Verðbólga hafði verið hundrað prósent, framleiðsla hafði dregizt saman, hagvöxtur staðnaður, atvinnuleysi var magnað þrátt fyrir verðbólgu. Ýmsar bráðabirgðaefnahagsráð- stafanir sem þeir Ecevit og Demirel, sem skiptust á að vera forsætisráðherrar vanmáttugra stjórna, gerðu öðru hverju, reyndust haldlitlar. Þeir sem harðast gagnrýna herforingjastjórnina ættu að kynna sér í fullri alvöru, hvernig ástandið var í Tyrklandi nokkur síðustu árin fyrir valdatöku hennar; þegar hryðjuverkahópar til hægri og vinstri skiptust á að drepa fólk, sem oft og einatt virtist ekki hafa annað til saka unnið en vera á öndverðum meiði í stjórnmálum. Tugir manna voru drepnir á degi hverjum og það gat enginn verið óhultur, stundum birtust hryðjuverkamennirnir við fjöl- farnar götur og skutu á allt sem fyrir var — það var nokkuð sama hvort skotin hæfðu hægri eða vinstri menn eða bara frið- sama borgara á leið til vinnu sinnar. Við þetta öryggisleysi er sárt að búa, en það er fjarska einfalt fyrir „víðsýn", friðelsk- andi velferðarríki Skandinavíu að gagnrýna valdatöku hersins, hvað þá heldur fangelsun hryðjuverkamanna — sem eru náttúrlega að berjast á þennan sérstæða hátt, þ.e. að murka lífið úr óbreyttum borgurum — fyrir frelsi og framförum. í fyrsta skiptið sem ég kom til Tyrklands árið 1979 var ákaflega mikil ókyrrð í landinu og kvíði meðal fólks. Að vísu ræddi ég ekki við neina „ráðamenn" sem gátu hrakið þessar fullyrðingar. Síðan hef ég komið til TVrklands þrívegis rneðan herforingja- stjórnin hefur setið að völdum. Og hef heldur ekki rætt við neina fulltrúa stjórnarinnar né málpípur hennar. Ég hef hins vegar leitað eftir því að fá venju- legt fólk til að segja skoðun sína. Það hefur allt verið á eina lund. Og það liggur við borð að sumir kvíði almennu þingkosningunum sem eiga að vera í landinu 16. október nk. „Ætli hefjist þá ekki aftur flokkatogstreita og órói,“ sagði Sures Ates við mig á dög- unum. „En sem betur fer höfum við Evren áfram í forsetastóli. Tyrkir hafa alltaf haft þörf fyrir sterkan leiðtoga, eins konar At- atúrk. Það býr í hinu tyrkneska eðli að stunda dálitla persónu- dýrkun á foringja okkar. En skyldum við vera verri fyrir það.“ * Sendum um land allt. Útsölustaðir á Akureyri, Akurvík Glerárgötu 20. örumarkaðurinn hf. wHs núla 1A ni 86112.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.