Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1983 25 Bátasjómenn: Hóta að taka netin ekki upp um páskana — verði togurum hleypt inn á Tómasarhaga og Frímerkið MIKIL óánægja er nú meðal sjó- manna á bátaflotanum vegna hug- mvnda um opnun svokallaðs Tómas- arhaga í Grindavíkurdjúpi fyrir togur- um um páskana og ennfremur hug- mvnda um að togurum verði hleypt inn á hluta svokallaðs Frímerkis eða Fæðingarheimils austan Selvogs- banka. Hafa bátasjómenn mótmælt þessu við sjávarútvegsráðuneytið, en ákvörðun þar að lútandi hefur ekki verið tekin enn. Vilja sumir bátasjó- manna ganga svo langt að neita að taka upp net sín um páskana, verði þessi svæði opnuð togurum. Togskipa- menn telja á hinn bóginn sjálfsagt, að þeim verði hlevpt inn á Tómasar- hagann, þar sem lokun hans sé aðeins til verndunar netaveiðum á þeim tíma, sem þær eru stundaðar, en svo verður ekki um páskana. Hafa þeir sent ráðuneytinu áskorun þess efnis, undirritaða af áhöfnum 60 skipa. Frímerkið hefur verið lokað lengi og hugsað sem friðað hrygningar- svæði fram í maí, en Tómasarhag- inn var upphaflega lokaður togur- um af fyrrgreindum ástæðum. sagði Einar Sigurðsson, skipstjóri á Arnari ÁR 55, í samtali við Morg- unblaðið. Skeyti togara- og togbátaskip- stjóra til sjávarútvegsráðherra er svohljóðandi: „Þar sem opið er fyrir togveiðum allt árið samkvæmt landhelgislögum utan línu, sem hugsast dregin milli punkta í 5 sjó- mílna fjarlægð undan Geirfugla- drangi og 4 sjómilna fjarlægð und- an Surtsey, skorum við undirritaðir togara- og togbátaskipstjórar á ráðherra að opna svokallaðan Tóm- asarhaga, það er að segja þríhyrn- ing í Grindavíkurdýpi fyrir togveið- um, en það svæði hefur verið lokað ákveðinn tima á ári til að vernda net gegn ágangi togveiðiskipa, en ekki til fiskverndunar. Förum við því fram á, að svæði þetta verði opið í framtíðinni. Staðreyndin er sú, að þetta svæði er lítið notað af netabátum því þeir kjósa frekar að halda sig á hinum hefðbundnu tog- araslóðum. Þess vegna ættu neta- bátar og togveiðiskip að geta unnið saman inni í þessum þríhyrningi eins og annars staðar." Svæðin, sem deilt er um. Lengst til hægri er Frímerkið, en þar eru allar veiðar bannaðar frá 20. marz til 15. maí. Næst er svo Tómasarhagi en þar eru veiðar í vörpu bannaðar á sama tíma en það svæði var opnað fyrir togskipum um síðustu páska. Vestar eru svo tvö svæði, þar sem veiðar í vörpu eru bannaðar hluta árs. Bátasjómenn á svæðinu frá Snæ- fellsnesi og austur til Hornafjarðar taka þátt í þessum mótmælum. „Við erum mjög óánægðir með þessar hugmyndir. Tómasarhaginn var opnaður í fyrra, þegar við tók- um upp netin, en ég veit ekki hvort það verður nú. Togaramenn vilja auðvitað komast þar sem fiskur er og það viljum við auðvitað líka. Það hefur aldrei verið opnað þarna í utanverðu Frímerkinu eins og nú er til athugunar og við mótmælum hvorutveggja. Við förum alltaf eftir settum reglum og þvi tel ég ólíklegt annað en við tökum netin upp um páskana eins og lög gera ráð fyrir. Helztu rök okkar gegn því að togur- um verði hleypt þarna inn eru þau, að kæmi einhver fiskur inn á þenn- an skika meðan við erum i páska- stoppinu, væri hugsanlegt að hann kæmi inn á grunnslóð þar sem við getum verið. Ef mjög stórum flota verður hins vegar hleypt inn, sem verður vegna ördeyðu víðast hvar, gæti þetta orðið uppétið og ekki neitt neitt þegar að okkur kemur," „Samkvæmt áðurnefndum lögum er okkur heimilt að veiða utan þess- arar línu, en einhverjir hagsmuna- hópar þarna í Grindavík höfðu þetta fram á sínum tíma og földu sig þá bak við það, að þessu yrði að loka ákveðinn tíma til að vernda net gegn togveiðiskipum. Þrjú síð- ustu ár eru þessar forsendur al- gjörlega brostnar og þá snúa þeir þessu upp í það, að hér se um fisk- verndun í Tómasarhaga að ræða, en það er algjör misskilningur, þar sem net veiða fisk eins og togveiðar. Hvað varðar Frímerkið eða Fæðingarheimilið eins og það er líka nefnt, og að við fáum 10 mílna hólf sunnan á því, mundi það opnast þannig, að hægt væri að veiða í suðurhornum hólfsins. Það þarf enginn að ætla það, að allir þorskar Norður-Atlantshafsins komi til með að hrygna á þeim litlu svæðum. Það er því sjálfsögð krafa að þetta verði opið, sérstaklega þar sem þetta er karfasvæði," sagði Eyjólfur Pétursson, skipstjóri á togaranum Vestmannaey. Leifur Sveinsson: Opid bréf til póst- og símamálastjóra Hr. póst- og símamálastjóri, Jón Skúlason, Reykjavík. Málefni: 85% afsláttur stjórn- málaflokka af skrefagjaldi v. simagjalda. Þann 22. maí 1982 fóru fram borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Skömmu áður hafði Steingrímur Hermannsson ráð- herra veitt stjórnmálaflokkunum 85% afslátt af skrefagjaldi. Arinbjörn Kolbeinsson læknir vítti þessa ákvörðun í grein sinni í DV þann 10. mai 1982 og ég undir- ritaður svo í Mbl. 14. maí 1982. Nú fer ég þess á leit við yður, að þér upplýsið mig um, hve há upphæð það var, sem stjórnmálaflokkarnir fengu í afslátt. Enn fremur leikur mér forvitni á að vita, hvort stjórnmálaflokk- arnir hafa sótt um sams konar af- slátt í alþingiskosningunum, sem nú eiga að fara fram 23. april 1983. Með fyrirfram þakklæti, Lcifur Sveinsson. I A Geir Hallgrímsson á fundi með ungum framsóknarmönnum: Heimamenn í héraði eiga að ákveða lista flokksins — ekki flokksforystan í Reykjavík MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins er sammála um að dreifa valdinu innan flokksins. Að lista Sjálfstæöis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi var fyllilega staðið á lýðræðislegan hátt og samkvæmt reglum og lögum flokksins. Við höfum ákveðnar leik- reglur í þessu sambandi, sem Sigur- laug Bjarnadóttir átti þátt í að semja í miðstjórn flokksins og eftir þeim er farið, svaraði Geir Hallgrimsson formaður Sjálfstæðisflokksins m.a. spurningum ungra framsóknar- manna á hádegisverðarfundi þeirra í gær, en hann var ítrekað spurður álits á þeirri ákvörðun að sérfram- boð sjálfstæðismanna í Vestfjarða- kjördæmi fékk ekki að nota lista- bókstafina DD og bjóða fram í nafni Sjálfstæðisflokksins. Ungir framsóknarmenn nefndu til samanburðar að framkvæmda- stjórn Framsóknarflokksins hefði samþykkt að veita sérframboði Framsóknar í Norðurlandi vestra listabókstafina BB, og kom fram í ummælum þeirra, að þeir teldu rétt að líta á sérframboðsmenn sem flokksmenn og afgreiða um- leitanir þeirra með það i huga. Geir benti á afstöðu framámanna Framsóknarflokksins í kjördæm- inu sjálfu, en þeir eru andvigir því að sérframboðið fái bókstafina BB. Hann sagði álit sjálfstæð- ismanna, að heimamenn í héraði ættu sjálfir að ákveða lista flokks- ins en ekki flokksforystan i Reykjavík. í umræðunni var m.a. komið að afgreiðslu Framsóknar- flokksins á svonefndri Möðru- vallahreyfingu og spurði Geir fundarmenn i því sambandi, hvort þeir hefðu fremur kosið að hafa ólaf Ragnar Grímsson enn innan sinna vébanda, en að þeim hefði verið vísað úr flokknum. Kváðu fundarmenn „nei“ við, og spurðu Geir á móti hvort hann æskti þess að hafa Ólaf Ragnar í Sjálfstæðis- flokknum. „Ég vona að Alþýðu- bandalaginu haldist sem lengst á honum," var svar flokksformanns- ins. Margar fyrirspurnir komu um kosningayfirlýsingu Sjálfstæðis- flokksins sem Geir svaraði. Þá lék fundarmönnum forvitni á að vita hvort leitað yrði stuðningsyfirlýs- ingar Gunnars Thoroddsen við lista Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík. Geir svaraði því til að leitað yrði stuðningsyfirlýsinga allra sjálfstæðismanna og þar á meðal Gunnars Thoroddsen. Þá var Geir spurður, hvort möguleiki væri á að sjálfstæðismenn færu í ríkisstjórn með Alþýðubandalag- inu eins og sjálfstæðismenn hefðu deilt á Gunnar Thoroddsen fyrir að hafa leitt þá til valda. Geir sagðist ekki gefa neinar yfirlýs- ingar þar að lútandi. Hann sagði þó að ef Sjálfstæðisflokkurinn færi í ríkisstjórn með Alþýðu- bandalagi myndi hann ekki veita því eins mikil völd og þeir hefðu í núverandi ríkisstjórn. Þeir væru nú með mörg valdamestu ráðu- neytin og hefðu misnotað þá að- stöðu til að koma sínum mönnum að. Þá hefði skattheimta í landinu aldrei verið eins mikil og nú í stjórnartíð Alþýðubandalagsins. Nánar aðspurður kvaðst hann ekki hlakka til stjórnarsamstarfs með Alþýðubandalagi, né heldur Framsóknarflokki, þó hann hefði oft átt gott samstarf með þeim. í umræðunum var spáð í niður- stöður Alþingiskosninganna og höfðu ungir framsóknarmenn á orði að þeir reiknuðu með að Bandalag jafnaðarmanna kæmi aðeins að einum manni í Reykja- vik, en Kvennalistarnir engum. Geir sagði aðspurður að hans álit á Bandalagi jafnaðarmanna væri, að það væri ekkert annað en ný stjórnmálasamtök sem lytu sjálfskipuðu formannsveldi. Nýr formaður Kvenstúd entafélags íslands AÐALFUNDUR Kvenstúdentafé- lags íslands og Félags íslenzkra há- skólakvenna var haldinn 19. febrú- ar 1983 í veitingahúsinu Arnarhóli. Fráfarandi formaður, Hildur Bjarnadóttir fréttamaður, gerði grein fyrir störfum félagsins, en starfsemin miðar að því að efla sam- vinnu íslenzkra kvenstúdenta, vinna að hagsmunum þeirra og auka sam- band þeirra við umheiminn. Má þar nefna þátttöku í alþjóðastarfi há- skólakvenna, en kvenstúdentum gefst kostur á að sækja ýmsar ráð- stefnur og fundi erlendis sem háskólakonur í hinum ýmsu löndum gangast fyrir. Þrír hádegisverðarfundir voru haldnir. Á fyrsta fundinum ræddi Guðni Guðmundsson, rektor MR, um grunnskólanám sem undir- búning að námi í menntaskóla. Spunnust miklar og gagnlegar umræður af ræðu hans. Næsti fundur var helgaður þeim hug- myndum, sem auglýsingar gefa af konum og þeim mun, sem þar kemur fram á hlutverkum kynj- anna. Kristín Þorkelsdóttir flutti erindi og sýndi litskyggnur. Gest- ur aðalfundarins, sem jafnframt var hádegisverðarfundur, var Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri, og ræddi hún um Laxdælu og sviðsetningu þessa merka bók- menntaverks, einkum með tilliti til kvenpersóna verksins. Að venju var efnt til árshátíðar í maí og jólafundar í desember og tókust báðar þær hátíðir með ágætum. Árshátíðin verður að þessu sinni haldin í Lækjar- hvammi, Hótel Sögu, hinn 5. maí 1983. Þar munu 25 ára stúdínur sjá um skemmtiatriði og margt annað verður til hátíðabrigða. Á aðalfundinum fór fram kjör for- manns og varaformanns og er nú- verandi stjórn þannig skipuð: Formaður Arndís Björnsdóttir, kaupmaður. Varaformaður Hild- ur Bjarnadóttir, fréttamaður. Aðrir í stjórn Inga Dóra Gústafs- dóttir, gjaldkeri, Bergljót Ingólfs- dóttir ritari, Þórey Guðmunds- dóttir lektor, Sigríður Guðmunds- dóttir kennari, Magdalena Schram blaðamaður og Aðalheið- ur Eleníusardóttir. Varastjórn Guðlaug Konráðsdóttir meina- tæknir og Kristín Guðmundsdótt- ir. í stjórn Félags íslenzkra há- skólakvenna voru kosnar Arndís Björnsdóttir formaður, Hildur Bjarnadóttir og Þórey Guð- mundsdóttir. Til vara Björg Gunnlaugsdóttir. Endurskoðend- ur Brynhildur Kjartansdóttir og Erna Erlendsdóttir. Á aðalfundinum, sem og raunar öðrum fundum félagsins, urðu miklar umræður um stöðu kven- Arndís Björnsdóttir stúdenta og háskólakvenna í þjóð- félaginu, enda er umræða um stöðu kvenna almennt mjög á döf- inni nú um stundir. Brýn nauðsyn er til þess, að kvenstúdentar standi vörð um félag sitt og efli starfsemi þess, því að Kvenstúd- entafélag íslands er kjörinn vettvangur fyrir félagskonur að láta til sín taka og notfæra sér þá möguleika, er félagsstarfið hefur upp á að bjóða. í því tilliti gildir sú algilda staðreynd, að ekkert fé- lagsstarf blómstrar, ef félagar þess eru óvirkir. Á komandi starfsári félagsins verður stefnt að því að halda há- degisverðarfundi oftar en verið hefur og eru ábendingar um fund- arefni frá félagskonum vel þegn- ar. Skrifstofa félagsins er að Hallveigarstöðum. (Fréttat ilky nning.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.