Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1983 27 Athugasemd frá flugmálastjóra Frá fundi frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík. Frambjóðendur D-listans funda í Vestfjarðakjördæmi: Ljósm. Mbl. Gunnar. Vel heppnaður fund- ur á Bolungarvík Bolungarvík, 23. marz. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins í V’estfjarðakjördæmi efndu í gærkvöldi til almenns stjórnmála- fundar hér í Bolungarvík. A milli 50 og 60 manns sátu fundinn, sem var mjög vel heppnaður og málefna- legur. Framsögu á fundinum höfðu fjórir efstu menn D-listans í Vest- fjarðakjördæmi, þeir Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingismenn, Einar K. Guðfinnsson stjórnmálafræð- ingur, Bolungarvík, og Hilmar Jónsson, sparisjóðsstjóri, Patreks- firði. Frambjóðendur komu inn á mörg atriði í sínum framsöguræð- um, svo sem almenn stjórnmál, efnahagsmál, auk þess sem kynnt var stefna sjálfstæðismanna, sem samþykkt var á fjölmennum fundi í Borgarnesi helgina 12. til 13. marz sl. Auk þess var mikið rætt um héraðsmál á fundinum, eink- um þau er snerta kjördæmið og byggðarlagið. Þá voru orkumál og orkukostn- aður alveg sérstaklega á dagskrá og þær miklu klyfjar, sem Vest- firðingar hafa að bera í þeim efn- um. Má ætla að þessi mál verði allofarlega í hugum manna við þessar kosningar, þar sem ekki hefur verið staðið við þau fyrir- heit, sem gefin hafa verið af stjórnvöldum í þessum efnum. Þessi fundur hér í gærkvöldi er annar fundurinn í skipulögðum fundahöldum sem kjördæmisráð Vestfjarða stendur fyrir um þess- ar mundir. Fyrsti fundurinn var á ísafirði síðastliðinn sunnudag, og var hann mjög vel sóttur. Næstu fundir verða í kvöld á Flateyri, fimmtudag á Þingeyri, föstudag á Suðureyri og næstu helgi verða fundir á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði. Af hálfu D-listans taka þátt i þessum fundum fimm efstu menn listans, en auk þeirra, sem tóku þátt í fundinum á Bolungarvík, tekur Engilbert Ingvason, formað- ur kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum, þátt í fundunum. — Gunnar. Einar K. Guðfinnsson í ræðustól og við borðið sitja Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Matthías Bjarnason og Ölafur Kristjánsson. Hr. ritstjóri. Vegna leiðara í blaði yðar í dag 23. mars, sem nefndur er „Rann- sóknar kraftist" óska ég eftir því að eftirfarandi verði birt í blaði yðar: Þann 15. mars síðastliðinn kl. 13.19 gerðist það atvik á geisla 140 frá fjölstefnuvitanum í Keflavík, að við lá árekstri milli Boeing 737 þotu frá Arnarflugi hf. og P-3 Orion flugvélar frá bandaríska hernum. Þegar eftir atvik þetta hófst rannsókn i samræmi við þær reglur, sem í gildi eru. Þriggja manna rannsóknar- nefnd, sem valin er eftir ákveðn- um reglum, skipa: Skúli Jón Sig- urðarson, loftferðaeftirliti, Sigur- jón Einarsson, flugmaður og Bogi Þorsteinsson, yfirflugumferðar- stjóri. Þessi nefnd vinnur eftir ákveðnum mótuðum starfsaðferð- um, sem flugmálastjóri hefur eng- in áhrif á. Þessi rannsókn fer ennfremur fram undir eftirliti óháðrar og sjálfstæðrar rannsókn- arnefndar flugslysa, sbr. nýsam- þykkt lög frá Alþingi um það efni. Niðurstaða rannsóknar liggur ekki fyrir, en undirritaður óskaði strax eftir því að rannsókn yrði hraðað eftir föngum. Þegar niður- staða liggur fyrir, þá mun hún kynnt fjölmiðlum. Flugumferðar- stjóri sá, sem var að vinna við rad- arskjáinn á þessum tíma, hefur farið í hæfnispróf og læknisskoð- un og staðist hvorutveggja einsog bezt varð á kosið. Hann hefur einnig að baki góðan starfsferil. Vegna þess og hins að ekkert ligg- ur fyrir um ótvíræðar orsakir þessa atviks, þá þótti ekki ástæða til harkalegra aðgerða gagnvart flugumferðastjóranum s.s. svipt- ing skírteinis eða lausn úr starfi, á þessu stigi málsins. Leiðrétting í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær af vaxtarræktarkeppni á Akureyri um helgina var rangt farið með föðurnafn stúlku sem þátt tók í keppninni. Hún heitir Rósa Óskarsdóttir. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. Frá því þetta atvik gerðist hefur verið í gangi umfangsmikil og nákvæm rannsókn á atviki og orsökum í samræmi við reglur, að því loknu verða niðurstöður send- ar saksóknara ríkisins til umfjöll- unar. Af framansögðu má vera ljóst að ekki er reynt að draga fjöður yfir nokkurn þátt þessa atviks heldur er gerð tilraun til þess að rannsóknin verði óaðfinnanleg. Pétur Einarsson, flugmálastjóri. Aths. ritstj.: Morgunblaðið mun að sjálf- sögðu fylgjast rækilega með rann- sókn þessa máls. Biðstaða þangað til eftir páska „Við óskuðum eftir samstjórnarvið- ræðum allra fylkinganna í Stúdenta- ráði, á þeim forsendum að það væri ekki svo mikill ágreiningur í hags- munamálunum, en nú liggur fyrir að báðar fylkingarnar, Vaka og Félag vinstrimanna hafa hafnað þeirri hugmynd að mæta á slíkan viöræðu- fund,“ sagði Aðalsteinn Steinþórs- son formaður Félags umbótasinna í Háskólanum í gær, þegar Morgun- blaðið leitaði fregna hjá honum um gang viðræðna um meirihlutasam- starf í Stúdentaráði. „Mér finnst koma fram í þessu lítill samningsvilji og allt að því ósvífni að kanna ekki þennan möguleika, en þarna setja þessar fylkingar flokkapólitík ofar sam- stöðu stúdenta enn einu sinni. Við höfum ítrekað þessa hugmynd við báðar fylkingarnar, en þær hafa báðar óskað eftir tvíhliða viðræð- um við okkur eina sér. Nú er kom- inn miðvikudagur og fólk er að fara í páskafrí, þannig að ég reikna með því að það sé komin biðstaða í málið þangað til eftir frí. Ég reikna ekki með að við náum saman okkar fólki fyrr en þá,“ sagði Aðalsteinn Steinþórs- son ennfremur. Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Tilvalin tœkifœris gjöf Soda Stream tækiö er tilvalin gjöf viö öll tækifæri Geriö sjálf gosdrykkina og sparið meira en helming. Sól hf. Þverholti 19, sími 91-26300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.