Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1983 Jakob í Leiklist ÓlafurM. Jóhannesson Leikklúbbur Fjölbrautaskólans í Breiðholti: Aristofanes. Verk: Jakob og Hlýðnin. Höfundur: Eugene Ionesco. Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson. Lýsing: Einar Bergmann. Svið: Snorri Freyr Hilmarsson. Þá er hún risin Félags- og menningarmiðstöðin í Breiðholti. Engin smá bygging en það sem meira er notaleg með afbrigðum og gædd heimilisanda sem er sjaldgæfur í opinberum bygging- um. I það minnsta fannst mér af- skaplega notalegt að reika þarna um stofur og ganga áður en sýn- ing leiklistarklúbbs Fjölbrauta- skólans á Jakobi og hlýðninni hófst síðastliðið mánudagskvöld. Ég renndi augunum eftir við- arklæddum veggjum og skoðaði myndir málaðar af Breiðhylting- um og ekki spillir að húsgögn ættuð frá Finnlandi hvíla sitj- andann þegar fætur gerast lúnir af labbi. Þegar svo er komið gefst færi á að teyga kaffi eða kók, líta á blað eða bara skoða náungann. Þá eru þarna afdrep fyrir hvers kyns félagsstarfsemi en ég er ein- mitt hingað kominn að sjá fyrstu leiksýningu sem er færð upp í Menningarmiöstöðinni Hinn hressi leikhópur Menningarmiðstöðinni og á slag- inu fimm mínútur í níu opnast dyr inn í miðlungsstóran sal er hýsir áhorfendur og leikmynd er Snorri Freyr Hilmarsson hefir hannað. Brátt falla ljós úr köst- urum er Einar Bergmann stýrir á furðupersónurnar í leikverki Eugene Ionesco. Jakob og hlýðnin Ungverski leikritahöfundurinn Eugene Ionesco ritaði verkið Jakob og hlýðnin að sumarlagi ár- ið 1950 og fimm árum síðar sá hann það uppfært. Ég held að telja megi þetta verk Ionesco nokkuð dæmigert fyrir „fáran- leika“-leikhús. Sérstaklega á þetta við um notkun ýmissa furðuorða og undarlega skeyttra setninga er brjóta nokkuð í bág við venjulega málnotkun. Markmiðið er að sjálfsögðu að vekja áhorfandann af „hvers- dagsblundinum" og fá honum nýja sýn. Sannarlega tókst þeim í leiklistarklúbbi Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti að leysa áhorf- endur úr viðjum vanans síðastlið- ið mánudagskvöld. Þeir fluttu Jakob og hlýðnina „af fjölunum" ef svo má segja. En nú má ég ekki segja meira því þá verður ekkert gaman hjá þeim sem eiga eftir að sjá verkið. Mig langar aðeins að bæta við að smæð salarins og djörf túlkun leikhópsins á þessu verki Ionesco átti stóran þátt í „vakningunni". Vil ég bara þakka krökkunum fyrir hressilega leiksýningu og leikstjóranum Rúnari Guð- brandssyni fyrir að hrista uppí værukærum kritíker sem bjóst við enn einni „skólasýningunni" en varð svo vitni að „intim“- leikhúsi. Ég veit ekki hvort ég á svona í lokin að minnast hér sér- staklega á einstaska leikendur en óneitanlega hefði mátt aga suma þeirra frekar — sérstaklega hvað varðar hreyfingar. Þó vil ég minnast á Bjarndísi Arnardóttur sem magnaði móðurina Róbertu upp í áður óþekkta stærð og Ellen Freydís Martin hafði til að bera nægan þokka til að fleyta Ró- bertu I/II „af sviðinu". Annars skiptir mestu máli í sambandi við svona sýningar að menn hafi gaman af að taka þátt i öllu sam- an. Tækjagjöf til sjúkra- hússins í Neskaupstað NeskaupMUð í mars. MÁNUDAGINN 7. mars sl. afhenti Lionsklúbbur Norðfjarðar Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað fullkomin augnlækningatæki að verðmæti u.þ.b. kr. 200 þúsund, sem er gjöf klúbbsins til sjúkrahússins. Fjáröflun til tækjakaupanna, sem hefur verið aðalverkefni klnhhsins sl. 3 ár, hefur klúbbur- inn aflað með ýmsu móti, t.d. með uppsetningu á Revíu, sölu á ljósa- perum og saelgæti o.fl. Meðfylgjandi mynd tók Sigurður Arnfinnsson við afhendingu tækj- anna. T.v. Garðar Lárusson, gjald- keri, Einar H. Björnsson, ritari, Einar Steingrímsson, formaður og Friðbert Jónasson, augnlæknir. Ásgeir. VOLVO BM ámokstursvélar gröfur og lyftarar VELTIR HF ? Suóurlandsbraut 16 • Simi 35200 . Miðað er við gengi 14 2 83 BM 622 Loader án skóflu BM 642 Loader án skóflu BM 4200 Loader án skóflu BM 4300 Loader án skóflu BM 4400 Loader án skóflu BM 4500 Loader án skóflu BM 4600 Loader án skóflu BM grafa 616 B BM grafa 646 Hafið samband við sölumanninn Sigurstein Jósefsson, sem veitir allar upplýsingar. kr. 1.300.000- kr. 1.400.000- kr. 1.500.000- kr. 1.900.000- kr. 2.000.000 - kr. 2.400.000 - kr. 3.600.000 - kr. 1 850.000,- kr. 2.000.000,- 31 NORD 15 ÞURR- BJÖRGUNAR- BÚNINGAR OG VINNUBÚN- INGAR BJÖRGUNAR- HRINGIR BJÖRGUNAR- BELTI BJÖRGUNAR- VESTI ÁLPOKAR ÖRYGGISSKÓR • KULDAFATNAÐUR KULDAÚLPUR ULLARPEYSUR STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA ULLARLEISTAR • KLOSSAR SVARTIR OG BRÚNIR MEÐ OG ÁN HÆLKAPPA GÚMMÍSTÍGVÉL • GÚMMÍSLÖNGUR ALLAR STÆRÐIR PLASTSLÖNGUR GLÆRAR MEÐ OG ÁN INNLEGGS SLÖNGUKLEMMUR NOTA HlNlR VANDLÁTU STÆROIR FRA ’/4“—12“ EINNIG UR RYDFRiU STAU STORZ- SLÖNGUTENGI STORZ-SLÖNGUSTUTAR BRUNASLÖNGUR KOPAR SKRÁR KRÓKAR DRAGLOKUR HANDFÖNG HURÐARHÚNAR SKIPALÆSINGAR EIRSAUMUR TJÖRUHAMPUR BIKTJARA PLÖTUBLÝ 1 — V/i—2 M/M HESSIANSTRIGI • VÉLATVISTUR í 25 KG BÖLLUM HViTUR OG MISL. VÆNGJADÆLUR NO. 0,1,2 SlMI28855 OPID LAUGARDAG 9—12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.