Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1983 Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, á ársfundi f gærdag: Raunhæft markmið að tvöfalda iðn- aðarframleiðslu á næstu 10—12 árum — meö þyf að auka markaöshlutdeild á innlendum markaði um allt að 50% — med því að hefja — með því að þre- framleiðslu á falda núverandi nýjum vörum fyrir útflutning heimamarkað iðnaðarvöru — með því að þre- falda stóriðjufram- leiðsluna á þessum sama tíma HÉR FER á eftir ræða Víg- lundar Þorsteinssonar, for- manns Félags íslenskra iðn- rekenda á ársfundi félagsins, sem haldinn var í gærdag: Fundarstjóri, iðnaðarráðherra, virðulegu gestir, góðir félagar. Á þessu ári mun enn verða sam- dráttur í okkar þjóðarbúskap og það ofan í samdrátt þjóðarfram- leiðslu á síðasta ári. Hinar sýni- legu ástæður þessa samdráttar og þær sem ríkisstjórnin hampar voru aflaminnkun og slæmt efna- hagsástand í heiminum. Þrátt fyrir minni þjóðartekjur á síðasta ári drógust útgjöld okkar hins vegar ekki saman. Við héldum áfram eyðslustefn- unni sem ráðið hefur ríkjum und- anfarin 12 ár eins og ekkert hefði í skorist og létum það ekki á okkur fá þótt sjávarafli minnkaði um 16%. Það stóð ekki í okkur að fram- halda veislunni með því að veð- setja aflafé barna okkar og barna- barna fyrir nýjum erlendum lán- um að fjárhæð 180 milljónir doll- ara. Það er nú ljóst að samdráttur- inn í þjóðarframleiðslunni árið 1982 verður ekki einangraður við það ár eitt. Vegna þess að engir tilburðir voru til að draga úr þjóðarútgjöld- unum á síðasta ári varð halli á utanríkisviðskiptum okkar sem nam meira en 10% af þjóðar- framleiðslunni. Það er nú óhjákvæmilegt að laga þjóðarútgjöldin að minnk- andi útflutningstekjum svo unnt reynist að ná jafnvægi í utanrík- isviðskiptunum. Hve mikill og langvarandi þessi samdráttur verður fer eftir ýmsu. Annars vegar þáttum sem við ým- ist höfum litla eða enga stjórn á, eins og sjávarafla okkar á kom- andi misserum og árum og al- mennri þróun efnahagsmála í heiminum og hins vegar atriðum sem við getum haft fulla stjórn á, svo sem aðgerðum í efnahagsmál- um sem hefðu það að markmiði að auka neyslu innlendrar fram- leiðslu jafnframt því sem slíkar aðgerðir gætu örvað verulega út- fiutning. Sá samdráttur sem orðið gæti á þessu og næsta ári, er hugsanlega á miili 6—8% af þjóðarframleiðsl- unni samanlagt. Ef það gengi eftir yrði þjóðarframleiðslan orðin 12—14% minni á mann á næsta ári en hún var árið 1981. Slíkur samdráttur jafngildir því að V6 hluti tekna hvers vinnandi manns í landinu, ég sagði V6 hluti þ.e. tvenn mánaðarlaun hvers einasta vinnandi manns á íslandi á fyrir sér að þurrkast út. Þjóðarframieiðsla og þjóðar- tekjur á mann árið 1984 yrðu því svipaðar og árið 1976. Með öðrum orðum það jafngild- ir því að við glötum öllum ávinn- ingnum af útfærslunni í 200 mílur. Á okkur brennur nú að svara þeirri spurningu hvað við ætlum að gera til að koma í veg fyrir slíka þróun. Ég sagði í upphafi að hinar sýnilegu ástæður vandans í dag væru aflasamdráttur á síðasta ári og efnahagskreppan í heiminum. Það er hins vegar skoðun mín að hinar raunverulegu ástæður sé ekki síður að finna í því stjórn- leysi og öngþveiti sem hér hefur ríkt sl. 12 ár. Allar götur frá árinu 1971 höf- um við verið að éta upp þá vara- sjóði sem við áttum í auðlindum okkar í sjónum og eytt af þeim peningalega sparnaði sem við höf- um sett til hliðar. Þetta tvennt hefur þó ekki dugað. Því jafn- framt þessu höfum við þrefaldað að raungildi löng erlend lán þjóð- arbúsins. Árið 1971 námu löng erlend lán 6.900 millj. kr. miðað við verðlag um síðustu áramót en í árslok 1982 námu þessi lán 19.600 millj. króna. Árið 1971 var greiðslubyrði langra erlendra lána 10% af út- flutningstekjunum og þau voru 27% af þjóðarframleiðslu. 1982 var greiðslubyrðin orðin fjórðungur af útflutningstekjun- um og skuldirnar námu samtals 47% af þjóðarframleiðslunni. Ég ætla að reyna að rifja upp hér hvernig ástatt var í íslenskum þjóðarbúskap í upphafi áttunda áratugarins. Ég held að okkur sé nauðsynlegt í núverandi efna- hagsvanda að líta til þess tíma og átta okkur á hverjar eru hinar raunverulegu ástæður fyrir þeim vanda sem við nú erum í. Gengisfellingin 1968 var sárs- aukafull en raunsæ viðurkenning á þeim geigvænlega aflabresti sem gekk yfir okkur árin 1967 og 1968. Jafnframt var horfst í augu við þá nauðsyn að auka fjölbreytnina í íslenskri framleiðslustarfsemi með því að taka tillit til iðnaðar- ins við gengisákvörðunina. Samhliða efnahagsráðstöfunum var hafinn undirbúningur að frí- verslunarþátttöku okkar til þess að treysta markaðsstöðu útflutn- ingsatvinnuveganna og fylgja eft- ir þeirri stefnu að auka fjölbreytni atvinnulífsins. Þá gerðu menn sér einnig ljósa grein fyrir nauðsyn verðjöfnunarsjóða til að jafna út sveiflurnar sem íslenskur sjávar- útvegur hefur valdið í efnahags- kerfinu. Vissulega fylgdi atvinnu- leysi í kjölfar þess að tæpur helm- ingur útflutningstekna okkar hvarf nánast í einni svipan. Ekk- ert efnahagskerfi getur tekið slíku áfalli án þess að til atvinnuleysis komi. Hitt skipir mestu, að vegna raunsærrar efnahagsstefnu tókst að yfirvinna áföllin á miklu skemmri tíma en nokkurn hafði órað fyrir. Framleiðslan tók að vaxa strax í kjölfar ráðstafana 1968 og árið 1970 hafði tekist að yfirvinna áföllin. Atvinnuástandið var orðið gott á nýjan leik. Verðjöfnunarsjóðir voru nýttir á virkan hátt. Verð- bólgan var á undanhaldi og veru- leg nýmyndun sparifjár. I íslenskum iðnaði ríkti mikil eftirvænting og bjartsýni, fjár- festing var mikil og vöxtur í iðnaði að sama skapi. Þannig óx iðnaðar- framleiðsla að meðaltali um 8,5% á ári á árunum 1970—1974. Á þessum tíma voru ytri aðstæður þjóðarbúinu hagstæðar og góður hagvöxtur. Við inngönguna í EFTA var samið um að Islendingar lækkuðu verndartolla sína á iðnaðarvörum um 30% við gildistöku samnings- ins og að þeir héldust síðan óbreyttir næstu fjögur árin. Frá og með 1. janúar 1974 lækkuðu verndartollarnir síðan með jöfn- um árlegum skrefum um 10% uns þeir voru að fullu felldir niður 1. janúar 1980. Samtímis lækkun verndartolla voru tollar af hráefnum til iðnað- ar lækkaðir um tæplega helming og tollar af flestum iðnaðarvélum voru lækkaðir í 7%, söluskattur var hins vegar áfram innheimtur af iðnaðarvélum og hann átti eftir að hækka verulega í kjölfar tolla- lækkana þegar ríkissjóður hóf að bæta sér upp tekjutapið. í stað þess að samkeppnisstaða iðnaðar væri bætt í upphafi EFTA-inngöngu var hún í raun og veru skert. Það er ljóst að þátttaka í frí- Víglundur Þorsteinsson verslun krafðist gjörbreyttrar efnahagsstefnu hér á landi og um þá nauðsyn var mikið rætt í öllum umræðum við EFTA-inngönguna. Menn gerðu sér grein fyrir því að með afnámi tollverndar var verið að fækka hagstjórnartækj- um og að helstu hagstjórnartækin í fríverslun yrðu gengisskráning og önnur peningastýritæki eins og vextir. Sú leið að stýra eftirspurn með innflutningstakmörkunum og tollum var úr sögunni. Þessi atriði komu glöggt fram í skýrslu Guðmundar Magnússonar, prófessors, sem hann samdi fyrir ríkisstjórnina árið 1969 og sömu- leiðis komu þau glöggt fram í um- ræðum um EFTA-inngönguna á Alþingi. Ánnar þáttur efnahagsmála sem nauðsynlega þarfnaðist breytinga við EFTA-inngönguna var skattheimta hins opinbera. Það lá í augum uppi að ríkissjóður myndi verða af verulegum toll- tekjum við þátttöku okkar í frí- verslun og því yrði nauðsynlegt að endurskoða skattheimtu hins opinbera í heild, jafnframt var það eitt af meginloforðum stjórn- valda, iðnaðinum til handa að hann myndi sæta a.m.k. jafngóð- um skattkjörum og erlendir keppi- nautar sem seldu iðnaðarvöru til landsins. í þessum loforðum fólust fyrir- heit um endurskoðun á lögum um tekju- og eignarskatt og fyrirheit um upptöku virðisaukaskatts. Nýtt frumvarp um tekju- og eignarskatt var samið að tilhlutan ríkisstjórnarinnar á árunum 1969—1970 og var samþykkt á Al- þingi vorið 1971. Þá um sumarið urðu stjórnarskipti og eitt fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að afnema þýðingarmikil ákvæði nýju skattalaganna um afskriftir og um meðferð arðs af hlutafé og hafa sambærilegar reglur ekki enn náð inn í skattalög hér á landi. Síðar á áttunda áratugnum gáfust stjórnvöld upp á því að inn- leiða virðisaukaskatt en upptaka hans var og er óhjákvæmileg for- senda fyrir þátttöku okkar í frí- verslun. Skattaleg mismunun milli at- vinnuvega átti sér einnig stað á þessum tíma. Er saga aðstöðu- gjalda, launaskatts og sjómanna- frádráttar væntanlega öllum hér svo kunn að ekki er ástæða til að rekja hana. Eins og sjá má af þessu fór að bera á vanefndum á EFTA loforð- unum strax í byrjun aðlögunar- innar. Vanefndir í skatta- og tolla- málum reyndust iðnaðinum af- drifaríkar. Afdrifaríkust reyndist þó sú breyting í stjórn efnahagsmála sem fylgdi í kjölfarið. Haustið 1971 voru verðjöfnun- arsjóðir sjávarútvegsins gerðir óvirkir og þar með efnt til þeirrar óðaverðbólgu sem við höfum búið við allar götur til dagsins í dag. Árið 1973 var gripið til gengis- hækkunar og um leið horfið endanlega aftur í það far að miða gengi krónunnar við afkomu sjáv- arútvegsins eins, án tillits til ann- arra atvinnugreina. Þar með var umræðan um nýja efnahagsstefnu í kjölfar frí- verslunar í raun jarðsett. Allar götur frá gengishækkun- inni 1973 hefur gengisskráning krónunnar ráðist af ástandi í sjáv- arútvegi og raungengi hennar lot- ið öllum þeim sveiflum til hækk- unar og lækkunar sem sjávarafli og markaðsverð sjávarafurða hef- ur gefið tilefni til. Verðjöfnunarsjóðir mikilvægra fiskvinnslugreina hafa nánast verið óvirkir allan þennan tíma og jafnvel hefur brunnið við að ríkis- sjóður hafi ábyrgst greiðslur úr tómum sjóðum til tímabundinna gengisfalsana. Þegar litið er á þessar stað- reyndir þarf engum að koma á óvart að hinn öri vöxtur í iðnaði tæki enda. Sú varð líka raunin á. Hið hraða flug áranna 1970—1974 endaði nánast í brotlendingu árið 1975 þegar áhrifa þessara aðgerða gætti að fullu samhliða olíu- verðshækkunum. Síðan hefur iðnaðarframleiðsl- an hérlendis risið og hnigið með lækkandi eða hækkandi raun- gengi. Slæmt árferði í sjávarútvegi hefur leitt af sér lágt raungengi og örvað iðnaðarframleiðslu, á hinn bóginn hefur gott árferði í sjávar- útvegi kallað fram raungengis- hækkanir og hert að iðnaðinum. Árið 1981 hækkaði raungengi krónunnar verulega vegna geng- isstefnu stjórnvalda. í kjölfarið fylgdi síðan sú brotlending iðnað- arins seinni hluta ársins 1981 og 1982 sem lýsti sér í framleiðslu- samdrætti og miklum halla- rekstri. Ef við lítum á ástandið í dag er ljóst að samkeppnisstaða iðnaðar hefur batnað á ný vegna þeirra erfiðleika sem sjávarútvegurinn er nú í eftir samdráttinn á sl. ári en hann hefur leitt til nýrrar raungengislækkunar. Vandi iðnaðar í dag er fyrst og fremst fólginn í því, að vegna taprekstrar á árunum 1981 og 1982 hefur hann safnað miklum skuldum. Og á hann því erfiðara um vik en oft áður að hagnýta sér bætta samkeppnisaðstöðu. f könnun sem F.Í.I. lét gera fyrir skömmu kom í ljós að veltu- fjárhlutfall fyrirtækjanna hefur rýrnað verulega á sl. tveimur ár- um og sömuleiðis hefur iðnaður- inn tapað hluta af eigin fé sínu á þessum sama tíma. Ég hef eytt hér nokkrum tíma í að fjalla um stjórnleysið í efna- hagsmálum á sl. 12 árum. Margt fleira væri ástæða til að fjalla um frá þessum dæmalausa áratug. Tímans vegna læt ég þó staðar numið í þeirri umfjöllun hér. Okkur er hins vegar nauðsyn- legt nú að horfast í augu við mis- tökin á sl. árum og reyna að koma í veg fyrir að þau verði endurtek- in. Ástand fiskstofna er nú með þeim hætti að ekki er að vænta lífskjarabata vegna aukins sjávar- afla á næstu árum; þvert á móti er hætta á að sjávaraflinn muni halda áfram að dragast saman með enn alvarlegri áhrifum á þjóðarframleiðsluna en ég gat um í upphafi máls míns. Það á að vera hverjum manni augsýnilegt að hagvöxtur á kom- andi árum byggist á því; að nú verði mótuð stórhuga iðnaðar- og stóriðjustefna sem leggi grunn að nýrri sókn í íslensku efnahagslífi. Við þurfum nú þegar að setja okkur það mark að stórauka hlut iðnaðar í þjóðarframleiðslunni. Að minni hyggju er það raunhæft markmið að tvöfalda iðnaðar- framleiðsluna á næstu 10—12 ár- um. Einhverjum kann að þykja hátt reitt til höggs með slíku markmiði en ef við lítum á aðstæður í dag þarf svo ekki að vera. Ef við athugum fyrst hin fjöl- mörgu starfandi iðnfyrirtæki í landinu og vaxtarmöguleika þeirra sjáum við að þar er að finna tækifæri til verulegrar auk- innar iðnaðarframleiðslu. 1. Þessi fyrirtæki eiga mögu- leika á að stórauka innlenda markaðshlutdeild sína með betri starfsskilyrðum. Markaðshlutdeild hinna ýmsu iðngreina er nú mjög mismunandi allt frá örfáum prósentustigum að því að vera fast að 100%. Án þess að fyrir liggi um það nákvæmar tölur er það mat F.Í.I. að meðal- markaðshlutdeild innlends iðnað- ar sé um það bil 50%. Við skulum setja okkur það mark, að auka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.