Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1983 33 meðalmarkaðshlutdeild núverandi framleiðslu í 70—80%, slíka hlutdeild þekkjum við frá okkar nágrannalöndum. Slík aukning markaðshlutdeildar á heimamark- aði yrði svipuð að vöxtum í þjóðar- framleiðslunni og álverið í Straumsvík er í dag. 2. Jafnframt aukinni markaðs- hlutdeild í núverandi framleiðslu með bættum starfsskilyrðum eru starfandi fyrirtæki líkieg til að hefja framleiðslu á nýjum vörum, sem ekki eru framleiddar hér á landi í dag. Það er tímabært fyrir stjórnvöld að átta sig á því að álit- lega og raunhæfa iðnþróunarkosti er að finna í starfandi iðn- fyrirtækjum, vöxtur þeirra er óhjákvæmileg afleiðing bættra starfsskilyrða og raunhæfrar efnahagsstjórnar. Iðnþróunarjöfr- um kerfisins er nær að gæla svo- lítið við þessa hlið mála, í stað þess að elta draumsýnir og tálvon- ir. Við skulum láta iðnaðinn um að finna nýju arðsömu framleiðslu- tækifærin. Fjárhagslega ábyrgum stjórnendum iðnfyrirtækja er best treystandi til að meta þau raun- hæft. í starfandi fyrirtækjum er jafnframt að finna þá reynslu og þekkingu sem til þarf. Ef for- svarsmenn þessara fyrirtækja finna ekki arðsemi í tilteknum framleiðslumöguleikum er lítil von til að iðnþróunarjöfrar kerfis- ins finni hana. Bætt starfsskilyrði munu skapa margfalt fleiri arðsöm fram- leiðslutækifæri en þær sértæku iðnþróunaraðgerðir sem nú eru vinsælastar hjá ráðherrum og þingmönnum. Það verður með öll- um ráðum að koma í veg fyrir að vitleysunni í togarakaupum okkar síðustu árin verði nú framhaldið með samskonar vitleysu í upp- byggingu gælufyrirtækja í iðnaði. F.Í.I. er nú að leggja lokahönd á gerð vöruskrár yfir innlenda framleiðslu. Þessa skrá verður unnt að bera saman við innflutn- ingsskýrslur svo hægt sé að fá yfirsýn yfir innlendu framleiðsl- una og innflutninginn. Þannig verður unnt að met.a markaðshlut- deild innlendra greina jafnframt því sem hægt verður að flokka innflutninginn betur í vöruteg- undir en nú er. Slík skipting inn- flutningsins er mikilvægt hjálp- artæki fyrir iðnfyrirtækin í fram- tíðinni við mat á nýjum fram- leiðslutækifærum. Það er ekki auðvelt að meta hversu fyrirferðarmikil nýfram- leiðsla fyrir heimamarkaðinn gæti orðið í vinsamlegu efnahagsum- hverfi. Það er þó víst að þeir möguleikar eru miklir. 3. Það þarf að koma til verulega aukinn útflutningur iðnaðarvöru. Á árinu 1982 voru útflytjendur iðnaðarvöru án áls og járnblendis 58 að tölu. Heildarverðmæti út- flutnings þessara fyrirtækja nam samtals 800 millj. króna eða um 9,5% af heildarútflutningnum. Þetta er ekki hátt hlutfall. En ver- um þess minnug að þessi útflutn- ingur er staðreynd þrátt fyrir óvinsamlegt efnahagsumhverfi. Nú í ársbyrjun 1983 eru 25 fyrirtæki í iðnaði sem ekki hafa fengist við útflutning áður að reyna fyrir sér á erlendum mörk- uðum. Það er fyrirsjáanlegt að mikill hluti þessara fyrirtækja mun hefja útflutning á þessu ári. Nú þegar hafa 10 þeirra orðið út- flytjendur í fyrsta sinn. í stórauk- inni útflutningsstarfsemi er að finna stærstu vaxtarmöguleika iðnaðarins í dag. I raun takmark- ast vöxturinn í útflutningsstarf- seminni fyrst og fremst af þeirri efnahagsstefnu sem iðnaðurinn þarf að búa við. Hér gildir það sama og á heimamarkaði, bætt starfsskilyrði munu margfalda söluna. Það er nú brýnt að íslenskir iðnrekendur sinni útflutnings- starfsemi mun meir en hingað til. Okkar litli heimamarkaður gerir það að verkum að útflutnings- starfsemi er mikilvægur þáttur í því að bæta samkeppnisstöðu iðn- aðarins. Með fríverslunarsamningnum var opnaður tollfrjáls aðgangur að stórum mörkuðum. Þá markaði þurfum við að hagnýta okkur í stórauknum mæli. Með nýrri efnahagsstefnu er hægt að stórauka iðnaðarvöruút- flutninginn án stóriðju á næstu 10 árum. Þreföldun á einum áratug getur verið raunsætt markmið. Vaxtarhraðinn ræðst af stjórn- valdsaðgerðum og áherslu fyrir- tækjanna á útflutningsstarfsem- ina. 4. I fjórða lagi ætla ég að nefna hér stóriðjumálin. Ef við ætlum okkur það mark sem ég setti fram hér fyrr í ræð- unni að tvöfalda hlut iðnaðar- framleiðslunnar á næstu 10—12 árum, þarf hlutur stóriðju að koma til í ríkum mæli. Til að ná þessu markmiði þarf að þrefalda stóriðju frá því sem nú er. Ástandið í virkjunarmálum okkar er nú þannig að ef ekki kem- ur til aukin stóriðja munu þegar fullgerðar virkjanir og vatnsmiðl- unarframkvæmdir sem eru á loka- stigi fullnægja allri raforkuþörf okkar fram til loka þessa áratugar og jafnvel lengur ef gert er ráð fyrir því að raforkusala til húshit- unar verði minni en núverandi orkuspá gerir ráð fyrir. Ef ekki kemur til ný stóriðja þarf Blöndu- virkjun ekki að vera tilbúin fyrr en árið 1988, þannig að fyllsta ör- yggis sé gætt. Öll þjóðin hefur á undanförnum misserum fylgst með deilum þeim sem uppi hafa verið milli iðnað- arráðherra og Alusuisse um mál- efni íslenska Álfélagsins hf. Að mati iðnaðarráðherra er það ágreiningur um grundvallaratriði sem hindrar að samningaviðræður eigi sér stað. En hver er sá grundvallar- ágreiningur í raun? Alusuisse hefur boðið upphafs- hækkun á orkuverði gegn fyrir- heiti um stækkun álversins í Straumsvík jafnframt heimild til- að selja hluta álversins til nýrra eignaraðila.-r í framhaldi af því hafa þeir lýst sig reiðubúna til samninga um framtíðarorkuverð. Það virðist deginum ljósara að stefna iðnaðarráðherra og þar með núverandi ríkisstjórnar sé að koma í veg fyrir stækkun álvers- ins. Öðruvísi verður það þrátefli sem nú er stundað ekki skýrt. Nú þegar cr til í landinu van- nýtt raforka til að auka afköst stóriðjuveranna í Straumsvík og á Grundartanga um allt að 30%. Línukerfi Landsvirkjunar til þessara stóriðjuvera getur sömu- leiðis flutt tvöfalt meiri orku án verulegrar viðbótarfjárfestingar. Stækkun núverandi stóriðju- vera er fljótvirkasti og arðsamasti stóriðjukosturinn ídag. Að þeim stækkunum þarf að hefja undir- búning sem fyrst. Sérstaklega með tilliti til þess að nú virðast allar horfur á því að sú kreppa sem ráð- ið hefur ríkjum í heiminum á und- anförnum misserum sé á undan- haldi. Jafnframt stækkun stóriðjuver- anna þarf að hefja undirbúning að orkusölu til nýrrar stóriðju sem næmi allt að tvöföldun núverandi orkusölu okkar til ÍSAL. í ljósi samskipta okkar við Alu- suisse á undanförnum árum er lík- legt að nú þegar hafi myndast vantrú og tortryggni hjá erlendum fyrirtækjum á gildi samninga við okkur Islendinga. Sé svo þá þarf að vinna bug að því að skapa þar trú og gagnkvæmt traust sem lagt getur grunn að áframhaldandi stóriðjuuppbyggingu. Við íslendingar verðum að átta okkur á því að stefna núverandi ríkisstjórnar er í raun stefna um stöðvun stóriðjuuppbyggingar. Sú stefna hefur það eitt á dag- skrá á þessum áratug að reisa lítla kísilmálmverksmiðju á Reyðar- firði. Verksmiðju sem að umfangi er liðlega helmingur af járn- blendiverksmiðjunni á Grundar- tanga og rúmast í orkukerfinu án frekari ákvarðana um virkjanir. Grundvöllur þessarar stefnu er að Islendingar skuli eiga meiri- hluta í eða helst öll stóriðjufyrir- tækin sjálfir. Slík stefna þýðir í raun lítinn vöxt stóriðju á íslandi. Við íslendingar höfum nú tak- markaða lánamöguleika á erlend- um mörkuðum. Ef við ætlum að nýta þessa möguleika til þess að fjármagna hvort tveggja, virkjun- arframkvæmdir og byggingu stór- iðjuvera fyrir eigin reikning verð- um við einfaldlega að hægja ferð- ina og sætta okkur við óverulegan vöxt. I þessu ljósi verður að skoða stefnu núverandi ríkisstjórnar í orku- og stóriðjumálum. Stefna sem mun þýða örfá hundruð ný störf á næstu árum og hættulega lítið framlag til hagvaxtar. Ef við viljum ná því markmiði sem ég setti fram um tvöföldun iðnaðarframleiðslu sem þýðir í raun tæplega þreföldun núverandi stóriðju á 10—12 árum verðum við að sætta okkur við meirihluta eign og jafnvel fulla eign erlendra aðil- ja á stóriðjuverum. Slík stefna er skynsamleg og áhættulítil fyrir okkur jafnframt því sem hún skapar okkur mögu- leika á verulegri fjölgun atvinnu- tækifæra á næstu árum og leggur til myndarlegan skerf í hagvexti. Meirihluta eign okkar íslend- inga er í raun ekki æskilegt markmið við núverandi aðstæður. Jafnframt því sem hún hægir mjög á stóriðjuuppbyggingu eykur hún þá fjárhagslegu áhættu sem við yrðum að bera. Það er full ástæða til að íhuga hvernig farið hefði fyrir okkur á síðustu krepputímum ef álverið í Straumsvík hefði verið í meiri- hluta eign okkar og það lent á okkur að fjármagna rekstrarerfið- leikana þar samhliða vandamál- unum á Grundartanga. Þreföldun núverandi stóriðju- framleiðslu á 10—12 árum þýðir 1.200—1.500 ný störf við stóriðju á þeim tíma og nokkur þúsund af- leidd störf. Okkur dugar ekkert minna en slíka stefnu til að tryggja hagvöxt og þar með atvinnu hér á landi á næstu árum. Allar tafir á mótun slíkrar stefnu eru í raun ávísun á atvinnuleysi á íslandi á komandi árum. I ljósi núverandi ástands fisk- stofna er djörf iðnaðar- og stór- iðjustefna einfaldlega eini kostur- inn sem getur staðið undir hag- vexti hér á næstunni. Nú dugir ekki lengur að ástunda það aðgerðar- og stefnuleysi sem ríkt hefur hér á landi mest allan tímann frá 1971. Þegar í stað verður að móta þá efnahagsstefnu sem talin var nauðsynleg í kjölfar fríverslunar- þátttöku okkar í upphafi áttunda áratugarins en hefur enn ekki séð dagsins ljós. Því miður eru aðstæðurnar í dag erfiðari til að framkvæma nýja efnahagsstefnu en þær voru árið 1971. Kemur þar fyrst og fremst til sú óðaverðbólga sem nú tröllríður íslensku þjóðfélagi. Á sl. vikum og mánuðum hafa verðbólgumálin enn einu sinni verið í brennidepli vegna umræð- unnar um nýtt vísitölukerfi. Ég verð að láta í ljós þá skoðun að þessi umræða um gamalt eða nýtt kerfi sé deila um keisarans skegg. Þessari umræðu má helst líkja við það að eiturlyfjasjúklingar sætu á rökstólum um, hvort væri heilsusamlegra fyrir þá kókaín eða heróín. Við íslendingar verðum að horf- ast í augu við þá staðreynd að það tekst ekki að vinna bug á verð- bólgunni meðan haldið er lífinu í þeim víxlverkunarkerfum launa og verðlags sem ríkt hafa hér á landi. Hinn 1. september nk. renna flestir kjarasamningar út. I þeim samningum verða aðiiar vinnumarkaðarins að ná saman um leiðir til að yfirvinna vísitölu- bindingu launa, þannig að unnt sé að ná verðbólgunni hérlendis verulega niður. Við núverandi að- stæður er það ekki raunhæfur möguleiki að framlengja samn- inga sem fela í sér áframhaldandi vísitölubindingu. Því verða samningsaðilar að nýta vel þann tíma sem til stefnu er fram til haustsins svo unnt reynist að finna leið til samninga þannig að komast megi hjá alvar- legum átökum atvinnumark- aðnum. Samningar vinnuveitenda og launþega um þessi mál eru eini raunhæfi kosturinn. Hlutverk ríkisstjórna á síðan að vera það eitt að treysta slíka samninga með aðgerðum í efna- hagsmálum og ríkisfjármálum. Áhrif óðaverðbólgunnar á ís- lenskt efnahags- og atvinnulíf eru nú orðin slík að ekki er lengur spurning hvort, heldur aðeins hvenær óðaverðbólgan kafsiglir atvinnufyrirtækin. Peningakerfið getur ekki lengur fjármagnað verðbólguna og at- vinnufyrirtækin hafa að verulegu leyti eytt sínu eigin fé til að mæta taprekstri. Atvinnuöryggi Islend- inga byggist nú á því að aðilar vinnumarkaðarins leggi sig fram um að stuðla að hjöðnun verðbólg- unnar þannig að unnt sé að ryðja brautina fyrir þá nýju efnahags- stefnu sem er óhjákvæmileg ef við ætlum okkur að halda uppi fullri atvinnu hér á landi. Meðan ekki tekst að hemja óða- verðbólguna eru aðrar aðgerðir í efnahagsmálum lítils virði. Hér er ekki staður né stund til að fjalla um meginþætti nýrrar stefnu í gengis- og peningamálum, skatta- og ríkisfjármálum. Um nokkra þessara þátta verður fjall- að um hér á fundinum í dag. Um aðra mun F.Í.I. senda frá sér til- lögur á næstunni. Það sem mestu máli skiptir er að leysa sambýlisvandamál sjáv- arútvegs og iðnaðar á raunhæfan hátt. Jafnframt þarf að breyta efna- hagskerfinu á þann veg að íslensk atvinnufyrirtæki verði samkeppn- ishæfari en nú er gagnvart erlend- um keppinautum á erlendum mörkuðum jafnt sem á heima- markaði. Til þess að svo megi verða þarf mörgu að breyta og ýmis hafta- og einangrunarsjón- armið sem hér ráða ferðinni verða að víkja. Góðir ársþingsgestir. Þrátt fyrir þungar horfur í sjáv- arútvegi eru allgóðir möguleikar til hagvaxtar hér á landi á kom- andi árum. Ég setti hér áðan fram það markmið að tvöfalda iðnaðar- framleiðsluna á næstu 10—12 ár- um, með því að: Auka markaðshlutdeild á inn- lendum markaði um allt að 50%. Hefja framleiðslu á nýjum vör- um fyrir heimamarkað. Með því að þrefalda núverandi útflutning iðnaðarvöru án stór- iðjuframleiðslu á þessu tímabili. Og loks með því að þrefalda stóriðjuframleiðsluna á þessum sama tíma. Þetta gæti aukið þjóðarfram- leiðsluna um allt að fimmtung á þessu tímabili. Slíkum vexti iðnaðarframleiðsl- unnar fylgdu aukin umsvif í öðr- um greinum. Þar með yrði náð þeim hagvexti sem nauðsynlegur er. íslenskur iðnaður getur vaxið mjög verulega. Það er augljóst að hann mun vaxa á næstu árum. Það hversu hratt hann vex ræðst af stefnumótun stjórnmálamanna, framtaki fyrirtækjanna sjálfra og af góðu samstarfi iðnaðarins og þjóðarinnar allrar. Islensk iðnfyrirtæki leita nú þessa samstarfs við allan almenn- ing í landinu. Sameinuð til átaka getum við lagt grunn að hagvexti og áfram- haldandi velsæld okkar allra. 2.500- kónurút! Philipseldavélar Við erum svetgjanlegir i samningum heimilistæki hf. I HAFNARSTRÆTI3 - 20455 - SÆTÚNI8 -15655 Fenner Reimar og reimskífur Fenner Ástengi Vald Poulsen Sudurlandsbraut 10, sími 80499. »$8, ►. 9 jpF Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.