Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl „Útlitið er allt annað en bjart“ — sagöi Gunnar Snorrason, fráfarandi formaöur Kaup- mannasamtaka íslands, á aöalfundi samtakanna á dögunum „ÞEGAR LITIÐ er á stödu þjóðmála í dag og þá óheillaþróun, sem skapazt hefur sfðustu misserin, er útlitið allt annað en bjart," sagði Gunnar Snorra- son, fyrrverandi formaður Kaup- mannasamtaka Islands, á aðalfundi samtakanna á dögunum. Gunnar lét af formennsku í samtökunum að eigin ósk eftir tíu ár og við tók Sigurður E. Haraldsson. Varaformaður samtak- anna Þorvaldur Guðmundsson lét af starfi varaformanns að eigin ósk eftir 29 ára setu og við tók Jón Júlíusson. „Skuldasöfnun íslendinga gagn- vart umheiminum er ógnvaenleg, verðbólgan æðir fram og stefnir í 70— 80% ef ekkert verður að gert og atvinnuleysi er farið að gera vart við sig. Þetta er ástand sem menn á miðjum aldri þekkja ekki og hafa ekki kynnst á þessu landi fyrr enn nú. Allt þetta ógnar efnahagslegu ör- yggi landsmanna og stefnir sjálf- stæði okkar í hættu. Það þykir ékki Iðnaðarframleiðsla jókst um 0,2% á Italíu í janúar VÍSITALA iðnaðarframleiðslu féll um 0,2% á Ítalíu í janúarmánuði sl. og var um 4,9% lægri, en hún var fyrir ári, samkvæmt upplýsingum ít- ölsku hagstofunnar. Vísitalan var 127,2 stig í janúar, borið saman við 127,5 stig í des- ember og 133,7 stig í janúar árið 1982. Miðað er við vísitöluna 100 á árinu 1970. Gunnar Snorrason heillavænlegur rekstur, hvorki á heimili né hjá atvinnufyrirtækjum ef útgjöld eru hærri en aflað er og því ber að hafa í huga að hvorki þjóðarheimilið né fjölskyldur þjóð- félagsins geta treyst afkomu sína eða efnahagslegt sjálfstæði með skuldasöfnun einni saman,“ sagði Gunnar Snorrason. Þá sagði Gunnar að frumskilyrði væri að eyða viðskiptahallanum við útlönd. „Því samfara er nauðsynlegt að efla og styrkja til muna þjóðar- framleiðsluna og treysta stoðir at- vinnuveganna. Það þarf einnig að nýta framtak einstaklingsins svo hann fái notið sín í þjóðarbúskapn- um. Þetta allt eru stjórnvaldsað- gerðir og við verðum að ætlast til af þeim mönnum, sem kjörnir eru til stjórnunar, að þeir leysi slík verk- efni.“ Um 29% tekjurýrnun hjá Swissair 1982 NETTÓTEKJUR svissneska Hugfé- lagsins Swissair dróust saman um 29% á síðasta ári, þegar þær voru samtals um 38,5 milljónir svissn- eskra franka. Heildarvelta fyrirtæk- isins jókst hins vegar á síðasta ári um 4,4%. Heildarvelta fyrirtækisins var samtals um 3,54 milljarðar svissn- eskra franka og sagði talsmaður þess á blaðamannafundi á dögun- um, að stjórnendur fyrirtækisins væru sarnmála um, að útkoman væri í lagi, sérstaklega væri miðað við hið erfiða ástand, sem ríkt hef- ur undanfarin misseri. Iðnþróunarsjóður: Um 36% aukning á lánveitingum 1982 Hins vegar var um 47,3% samdrátt að ræöa árið 1981 SAMÞYKKT lán Iðnþróunarsjóðs á síðasta ári námu samtals 81,9 milljónum króna, borið saman við 31,2 milljónir króna á árinu 1981. Séu þessar lánveitingar bornar saman á Tóstu verðlagi var hér um 36% aukningu að ræða á árinu 1982, miðað við 47,3% samdrátt á árinu 1981. Fjöldi fyrirtækja, sem fengu lánafyrirgreiðslu var 42, en þau voru 40 á árinu 1981. Hin sterka staða Bandaríkja- dollars á árinu hafði í för með sér að greiðslubyrði vegna afborgana og vaxta af lánum varð mjög þung. Til þess að létta greiðslu- byrði var mörgum lántakendum veittur frestur á greiðslu afborg- ana og lán lengd tilsvarandi. Þannig var veittur frestur á gjald- föllnum afborgunum á árinu að upphæð um 751 þúsund dollara, eða sem nam 9.439 þúsund krónum miðað við meðalgengi ársins. Veitt lán til vöruþróunar á ár- inu 1982 námu 2,210 þúsund krón- um. Styrkveitingar námu 1.592 þúsund krónum, en meðal sam- þykktra styrkja má nefna styrk til markaðsrannsókna fyrir ullarvör- ur í Bandaríkjunum að upphæð 357 þúsund krónur, til Undirbún- ingsfélags rafiðnaðarins að upp- hæð 200 þúsund krónur, til verk- efnis um stofnun og þróun iðnfyr- irtækja á vegum iðnaðarráðuneyt- isins 275 þúsund krónur og styrk til athugunar á þörfum iðnfyrir- tækja fyrir tölvubúnað á vegum Félags íslenzkra iðnrekenda 312 þúsund krónur. Iðnaðarvöniútflutningur jókst mun meira en heild- arútflutningur á sl. ári Iðnaðarvörur um 22,4% af heildinni HEILDARÚTFLUTNINGUR iðnaðarvara nam 1.898 milljónum króna á síðasta ári, eða um 22,4% af heildarútflutningi, sem var að upphæð um 8.479 milljónir króna. Þessar upplýsingar koma fram í ársskýrslu Félags íslenzkra iðnrekenda, sem lögð var fram á ársfundi félagsins í gærdag. Þar segir ennfremur að til sam- anburðar við framangreindar töl- ur, hafði útflutningur iðnaðarvara á árinu 1981 verið um 1.269 millj- ónir króna, sem var um 19,4% af heildarútflutningi það árið, en hann var að upphæð um 6.536 milljónir króna. Aukning iðnaðarvöruútflutn- ingsins í krónum talið var um 50%, sem þýðir að minni sam- dráttur er en í heildarútflutningi, þar sem aukningin í krónum talið var um 36%. Eigi að síður hefði hækkunin þurft að vera á bilinu 55—60% til þess að standa í stað milli ára í erlendum gjaldeyri. Útflutningur áls og álmelmis dróst saman að magni til um 3% og nam samtals um 852 milljónum króna, en hafði numið um 634 milljónum króna á árinu 1981. Annar stærsti útflutningsflokk- ur iðnaðarvara eru ullarvörur og nam útflutningur þeirra 388 millj- ónum króna, en hafði numið 246 milljónum króna árið áður. Aukn- ingin milli ára nemur því 58%. Að magni til nemur þessi útflutning- ur um 1.487 tonnum og hefur magnið dregizt saman um 87 tonn frá árinu á undan, eða um 5%. Þriðji stærsti flokkur iðnaðar- vara er kísiljárn og nam útflutn- ingur þess 243 milljónum króna, en hafði numið 123 milljónum króna á árinu 1981. Aukningin milli ára er því um 97%. Gjaldþrotum 6,5% í Japan GJALDÞROTUM fjölgaði um 6,5% í Japan í febrúarmánuði sl. þegar þau voru samtals 1.334, borið saman við 1.253 í janúarmánuði, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar, sem unnin var af sjálfstæðu ráðgjafarfyrirtæki. Ef hins vegar fjölgun gjald- þrotatilfella milli ára er skoðuð Fjórði stærsti vöruflokkurinn er útflutningur á niðursuðu og niður- lagðar sjávarafurðir, sem jókst úr 64 milljónum króna 1981 í 157 milljónir króna á árinu 1982. Þessi aukning nemur um 147% og er mesta aukning eins vöruflokks á skrá yfir útflutning iðnaðarvara. Þessari verðmætaaukningu fylgdi að sjálfsögðu magnaukning, sem var um 40% og jókst magnið úr 1.738 tonnum í 2.428 tonn. Fimmti stærsti vöruflokkurinn er skinnavara og nam útflutning- ur um 101 milljón króna og hafði einungis aukizt um 9% milli ára. Annar útflutningur er minni að vöxtum og nær ekki 100 milljónum króna, einstakir vöruflokkar. fjölgaði um í febrúar kemur í ljós aukning upp á um 4,7%, en í febrúarmánuði á árinu 1982 voru þau 1.274 talsins. Gjaldþrot hafa ekki verið jafn- mörg á einum mánuði í Japan frá árinu 1977, í febrúarmánuði, þegar þau voru 1.364 talsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.