Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1983 35 Um 40% aukning út- lána Iðnlánasjóðs ÁRIÐ 1982 bárust Iðnlánasjóði alls 384 lánsbeiðnir í stað 343 árið á und- an. Fjöldi afgreiddra lána varð 345 í stað 338 á árinu á undan. Voru af- greidd lán árið 1982 að upphæð um 130.000 þúsund krónur á móti 92.800 þúsund krónur á árinu 1981. Aukningin milli ára er því um 40%. Eftirspurn eftir fjárhæðum jókst á árinu 1982 um 72%, en heildarráðstöfunarfé sjóðsins um 50%, þannig að ekki reyndist unnt að sinna jafn stórum hluta eftir- spurnar og undanfarin ár. Innheimt iðnlánasjóðsgjald á árinu 1982 var 21.300 þúsund krónur, en 12.500 þúsund krónur árið 1981. Hækkunin milli ára er því 70%. Svíþjóðarfréttir: Framfærslukostnaður fer verulega lækkandi Um 16% söluaukning hjá SAAB- Scania, um 6% söluaukning hjá SKF FRAMFÆRSLUKOSTNAÐUR jókst um 2,7% í Svíþjóð á tímabil- inu 1. janúar til 15. febrúar sl., en til samanburðar var hækkunin á þessu sama timabili í fyrra um 2,4%, samkvæmt upplýsingum sænsku hagstofunnar. Ef hækkun- in er skoðuð á ársgrundvelli 15. febrúar 1982 til 15. febrúar 1983 kemur í ljós um 9,2% hækkun. SAAB-Scania Heildarsala SAAB-Scania sam- steypunnar sænsku jókst um 16% á síðasta ári, þegar hún var að upphæð um 18.726 milljónir sænskra króna. Hagnaður á hvern hlut í samsteypunni jókst úr 26,35 sænskum krónum í 34,60 sænskar krónur. SKF Heildarsala sænska stórfyrir- tækisins SKF jókst um 6% á síð- asta ári, þegar hún var samtals að upphæð um 14.358 milljónir sænskra króna. Þá var hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir á síð- asta ári um 657 milljónir sænskra króna, borið saman við 805 millj- ónir sænskra króna á árinu 1981. Mikil hækkun er- lendra gjaldmiðla í síðustu viku DOLLARAVERÐ hækkaði um 1,12% í síðustu viku, en í upphafi hennar var sölugengi Bandaríkjadollars skráð 20,610 krónur, en sl. föstudag hins vegar 20,840 krónur. Frá áramótum hefur verð á Bandaríkjadollar því hækkað um 25,17%, en í upphafi ársins var sölugengi hans skráð 16,650 krónur. BREZKA PUNDIÐ Brezka pundið hækkaði um 0,98% í síðustu viku, en við upphaf hennar var sölugengi pundsins skráð 30,977 krónur, en sl. föstu- dag hins vegar 31,280 krónur. Frá áramótum hefur brezka pundið hækkað um 16,58%, en í upphafi ársins var sölugengi þess skráð 26,831 króna. DANSKA KRÓNAN Danska krónan hækkaði veru- lega í síðustu viku, eða um 1,70%. VIÐ upphaf vikunnar var sölu- gengi dönsku krónunnar skráð 2,3783 krónur, en sl. föstudag hins vegar 2,4187 krónur. F’rá áramót- um hefur danska króna því hækk- að um 21,84% í verði, en í ársbyrj- un var sölugengi hennar skráð 1,9851 króna. ÞÝZKA MARKIÐ Vestur-þýzka markið hækkaði ennfremur mikið i síðustu viku, eða um 1,82%. Við upphaf vikunn- ar var sölugengi þess skráð 8,5732 krónur, en sl. föstudag hins vegar 8,7288 krónur. Frá áramótum hef- ur vestur-þýzka markið því hækk- að um 24,62%, en í upphafi ársins var sölugengi þess skráð 7,0046 krónur. Vestur-þýzka markið fylg- ir dollaranum því mjög fast á eft- ir, en aðeins munar um hálfu pró- sentustigi á gjaldmiðlunum. Hvað er svona merkílegt víð það að mála stofuna fyrír páska? Ekkert mál - með kópal. Þegar upp er staðið eru það gæðin sem eru aðalatriðið HÍSGAENAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.