Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1983 Minning: Guðrún Kolbrún Sigurðardóttir Fædd 15. júní 1943 Dáin 8. mars 1983 Orð eru fánýt og áhrifalaus þeg- ar staðið er frammi fyrir óhagg- anlegum staðreyndum eins og dauðanum, honum er gagnslaust að mótmæla. Þó brjótast orðin fram eins og öskur úr sálardjúp- inu — „nei, það má ekki vera satt.“ Vinkona mín Guðrún er horfin "ð líkja má við álög sem enginn fær skilið. Eftir sitja vinir og ástvinir einnig sem í álögum og mega helst ekki mæla. Kveðjuorðin mín verða því ekki mörg, en fallegar myndir af sam- skiptum við fágæta vinkonu eru áleitnar. Guðrín var óvenjuleg kona um margt. Hún var mjög góðum gáf- um gædd, vel menntuð, listræn með afbrigðum, næm og fínleg eins og blóm. Þessir hæfileikar leyndu sér ekki þar sem hún lagði hönd að eða lagði til málanna. Þessara hæfileika nutum við samferða- fólkið, fjölskyldan hennar og nem- endurnir sem hún hafði undir höndum sem kennari. Myndirnar eru margar og allar fallegar. Ófáar eru þær stundir sem við eyddum saman, gleymdum stund og stað í listrænu umhverfi heim- ilis þeirra Þorsteins, við ljúfa tónlist og orðræðu sem aldrei þraut um allt milli himins og jarð- ar, en ekki síst um betri skóla og fagrar listir. Sjálf var hún skap- andi listakona, og í hópi þeirra kennara sem einlæglega stuðluðu að því með öllum ráðum og ærinni fyrirhöfn að skólinn væri sá þroskavænlegi staður sem til er ætlast. Nú er hún horfin okkur, við skiljum ekki tilganginn. Hún átti svo margt ógert. Stundum er lífið óbærilegt. Á þessari kveðjustund þakka ég forsjóninni fyrir að hafa leitt vegi okkar Guðrúnar saman. Ég bið svo allar góðar vættir að lina þjáningar þeirra sem mest hafa misst. Elín G. Ólafsdóttir Við, bekkjarsystkini Guðrúnar Sigurðardóttur úr Kennaraskóla íslands, drúptum máttvana höfði, er við fréttum, að hún hefði verið hrifin frá okkur svona snemma. Þegar við hugsum til Guðrúnar, o kemur fyrst í hugann hennar létta lund og smitandi hlátur. Hún kom inn í bekkinn okkar, er við vorum að hefja nám 3. vet- urinn í Kennaraskólanum. Strax samlagaðist Guðrún hópnum. Við fundum fljótt, að hjá henni var engin meðalmennska á ferðinni, því að hún var afburða greind og vel verki farin. Þegar við vorum að kikna undan mörgum og erfiðum verkefnum, hló Guðrún bara. Varð það oft til þess, að bjartsýnin náði yfirhöndinni. Það skapaðist mikil samheldni innan bekkjarins. Eftir að skóla lauk og við dreifðumst í ýmsar áttir, höfum við hitzt reglulega nokkrum sinnum á ári. Er óhætt að segja, að Guðrún átti hvað stærsta þáttinn í því, hve þessir samfundir voru ætíð tilhlökkunar- efni. Alltaf mætti hún hress og kát og frásagnargáfa hennar var einstök. Hún átti líka mörg skemmtileg innskot í samræður okkar, þar sem málin voru séð frá spaugilegum hliðum. Er við kynntumst Guðrúnu, hafði hún stofnað heimili með manni sínum, Þorsteini Geirssyni, lögfræðingi, og eignuðust þau 3 börn. Guðrún unni mjög fjölskyldu sinni og var það gagnkvæmt. Heimili hennar bar allri fjölskyld- unni fagurt vitni og þangað var gott að koma. Nú, er leiðir skiljast um stund- arsakir, biðjum við Guð að gefa öllum hennar nánustu styrk á þessari erfiðu stundu. Itekkjarsystkini úr Kennaraskóla íslands. Guðrún K. Sigurðardóttir, kennari er látin. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskapellu kl. 13.00 í dag. Guðrún kom til starfa í Mela- skóla sl. haust og tók að sér kennslu 6 ára barna. Hún hafði áður kennt um eins árs skeið við skólann, nánar tiltekið skólaárið 1974—1975 og kenndi þá einnig 6 ára börnum. Guðrún var björt yfirlitum, prúð og hæglát í allri framgöngu, og af þessum eiginleikum ein- kenndist kennsla hennar. Hún lagði sig sérstaklega eftir kennslu yngstu nemandanna og skildi vel hversu mikilvæg fyrstu sporin á skólagöngunni eru og hvað þá er nauðsyniegt að vel tak- ist til. Kennslustarfið leysti hún líka af hendi með ágætum. Það fannst fljótt þegar komið var inn í bekkinn til hennar. Þar ríkti andrúmsloft virðingar og vinnu. Við sem störfuðum með Guð- rúnu hér í Melaskóla kveðjum hana með söknuði og þökkum henni samstarfið. Ástvinum hennar öllum sendum við innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau á sorg- arstundu. Ingi Kristinsson Við óvænt andlát hjartkærrar vinkonu minnar, Guðrúnar, lang- ar mig að þakka henni órofa tryggð og gjöfula vináttu fjölda ára. Oft rifjuðum við upp barna- skólaárin, þegar við vorum saman í bekk hjá Erni Snorrasyni og það veganesti, sem hann veitti okkur í því starfi, sem við síðar völdum okkur, en það var barnakennsla. Okkur fannst Örn listamaður við kennsluna. Leikir okkar í skóla og utan endurspegluðust af ótæm- andi hugmyndaauðgi Guðrúnar, áræðni og gáska. Hún skrifaði sögur og myndskreytti. Þegar við tókum upp á að skrifa hvor ann- arri sögur, vílaði hún ekki fyrir sér að skella sér í kápuna utan yfir náttfötin seint um kvöld og fá mér bréf sitt, þar sem við vorum vanar að hittast. Við bjuggum til nýtt tungumál í stað ljótra orða, sem skömm var að viðhafa. Þegar við fundum að foreldrum okkar fór að blöskra óhóflear símhringingar, datt Guðrúnu í hug að hnýta framan við ávarpið „Er ungfrú Margrét heima?" með virðuleika í röddinni. Samúð Guðrúnar með þeim sem minna máttu sín kom fljótt í ljós í leikjum. Hún sýndi óvenju ung næman skilning á ýmsum þáttum mannlegs eðlis. Einu sinni sögðum við, að við skyldum aldrei hætta að leika okkur saman og reyndar voru böndin svo sterk að við hættum því aldrei. Breytingar eru óhjá- kvæmilegar og sjálfsagðar. Guð- rún giftist ung Þorsteini Geirs- syni, skólabróður okkar úr M.A. Eignuðust þau fljótt tvö elskuleg og dugleg börn, Sigurð nú 19 ára og Þóru Björgu 17 ára. Vala Rebekka, 9 ára kom seinna, sól- argeisli þeirra allra. Strax tókst góður vinskapur með eiginmönnum okkar og sam- verustundum fjölgaði. Allt ánægjustundir. Guðrún dreif sig í Myndlista- og Handíðaskólann og t HJartkaer maöurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, VIGFÚS ÁRNASON, hárskeri, Álfhólsvegi 109, lést í Borgarspítalanum þriöjudaginn 22. mars. Inga Jenný Guöjónsdóttir, börn, tengdasynir og barnabörn. Systir okkar. t HEIÐVEIG GUDJÓNSDOTTIR, Garöastræti 13, andaðist 22. mars. Fyrir hönd systkinanna, Guömundur Guójónsson. t ÞORKELL GUNNARSSON, bryti er látinn. Aóstandendur. t Útför eiginkonu minnar, SVEINGERDAR EGILSDÓTTUR, Reykjamörk 8, Hverageröi, er lést föstudaginn 18. mars, fer fram frá Kotstrandarkirkju, Ölfusi, laugardaginn 26. mars kl. 14. Magnús Hannesson. t Móöir okkar og tengdamóðir. VILHELMÍNA ÓLAFSDÓTTIR, Hraunhólum 4, Garöabæ, verður jarðsungin frá Þjóökirkjunni mars kl. 2 e.h. í Hafnarfirði, föstudaginn 25. Sigurlinni Sigurlinnason, Ingibjörg Einarsdóttir, Ingibjörg Sigurlinnadóttir, Ólafur Sigurlinnason, Steingrímur Kristjánsson, Svanhvít Sigurlinnadóttir, Bergur Jónsson, Gylfi Sigurlinnason, Þórunn Ólafsdóttir, Vilhjálmur Sigurlinnason, Arnbjörg Siguröardóttír og fjölskyldur. t Minningarathöfn um móður okkar, HÓLMFRÍÐI SÓLEY HJARTARDÓTTUR, frá Hlíö, Langanesi, sem andaðist 20. þessa mánaöar, verður í Fossvogskapellu, föstu- daginn 25. mars kl. 3 eftir hádegi. Jaröarförin fer fram frá Sauöaneskirkju, þriðjudaginn 29. mars kl. 2 eftir hádegi. Börn hinnar látnu. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, LÚDVÍK JÓNSSON, bakarameistari, Ártúni 3, Selfossi, sem andaðist aö morgni 21. þessa mánaöar, veröur jarösunginn frá Selfosskirkju, laugardaginn 26. mars kl. 2 e.h. Lovísa Þóröardóttir og dœtur. t Eiginkona mín, móöir okkar, amma 09 langamma, GUOBJÖRG KRISTÍN BARÐARDÓTTIR, kennari, Austurvegi 13, fsatiröi, verður jarðsett frá ísafjaröarkirkju, laugardaginn 26. mars kl. 14. Halldór Gunnarsson, Sigrún Halldórsdóttir, Guöfinna Halldórsdóttir, Ragna Halldórsdóttir, Bárður Halldórsson, Guðrún Halldórsdóttir, Ásgeröur Halldórsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Hringur Hjörleifsson, Árni Ragnarsson, Elvar Ingason, Álfhildur Pálsdóttir, Árni Sigurösson, Jóhann Alexandersson, Pátur Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúö og hlýhu^, viö andlát og útför, SNORRA PÁLSSONAR, múrarameistara, Tjarnarlundi 90, Akureyri. Guö blessi ykkur öll. Hólmfríóur Ásbjarnardóttir, Dóra Snorradóttir, Hans Christiansen, Bryndís Pape, Þóra H. Christiansen, Gréta Pape, Jóhann Haraldsson, Daníel Grétar Jóhannsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, STEINS INGVARSSONAR, Múla. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Vestmanna- eyja. Þorgeröur Vilhjálmsdóttlr, Sigríður Steinsdóttir, Sveinn Magnússon, Jóna Steinsdóttir, Hilmar Guölaugsson, Þóra Steinsdóttir, Finnbogi Árnason, Guörún Steínsdóttír, Jóhann Ólatsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.