Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 48
____kuglýsinga- síminn er 2 24 80 ^skriftar- síminn er 830 33 FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1983 556 frambjóð- endur eru í kjöri Saudárkróki 23. marz. AÐFARANÓTT mánudagsins ól Sigríður Björnsdóttir frá Bústöóum son í sjúkrabfl, sem var í vonzkuveðri og ófærð á leið með hana í sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Móður og barni heilsast vel og þessa mynd tók Stefán Pedersen af þeim mæðginum í sjúkrahúsinu og með þeim er Guðrún Guðmundsdóttir, Ijósmóðir, sem tók á móti drengnum í sjúkrabflnum. — Kári. Framsóknarmenn í Norðurlandi vestra og flokksforystan í hár saman: Kæra heimild framkvæmda- stjórnar til landskjörstjórnar Viljum ekki vera undir einhverja toppa í Reykjavík komnir, segir Páll Pétursson þingflokksformaður „FYRIR MÉR er þetta „prinsipp- mál“ um það hvort hin einstöku kjördæmissambönd eigi að fá að ákveða sína hluti sjálf eða hvort þau eiga að vera upp á einhverja toppa í Reykjavík komin. Framsóknarmenn óttuðust við kjördæmabreytinguna 1959, þegar kjördæmin urðu víð- lendari, að flokksstjórnar- og mið- stjórnarvaldið færi að seilast til óeðlilegra áhrifa og þvi er í lögum Framsóknarflokksins beinlínis girt fyrir að þetta geti skeð,“ sagði Páll Pétursson formaður þingflokks Framsóknarflokksins og efsti maður lista hans í Norðurlandskjördæmi vestra í tilefni þess að yflrkjörstjórn kjördæmisins gaf klofningslista Framsóknar í kjördæminu heimild í gær til að nota listabókstafina BB, eftir að hafa, þrátt fyrir mótmæli stjórnar kjördæmissambandsins, borist skeyti frá Steingrími Her- mannssyni formanni flokksins þess efnis að framkvæmdastjórn hans hefði ákveðið að heimila göngu- mönnum notkun listabókstafanna. Páll lét, sem fulltrúi flokksins, bóka SAMTALS verða 556 fram- bjóðendur í kjöri til Alþingis í kosningunum 23. aprfl næst- komandi, en framboðsfrestur rann út nú mánuði fyrir kjör- Benzínlítr- inn í 16,20 VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gærdag að heimila 1,89% hækkun á benzíni frá og með degin- um í dag. Hækkar því hver lítri úr 15,90 krónum í 16,20 krónur. Þá samþykkti Verðlagsráð að heimila 3,55% hækkun á gasolíu, þannig að hver lítri hækkar frá og með deginum í dag að telja úr 7,05 í 7,30 krónur. Beitingamenn í verkfall á miönætti náist ekki samkomulag Beitingamenn úr Sandgerði og fulltrúar Útvegsmannafélags Suðumesja voru á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í gær og lauk fundinum um kvöldmatarleytið án þess að samkomulag næðist í vinnudeilunni, samkvæmt upp- lýsingum sem Mbl. fékk hjá Guðlaugi Þorvaldssyni ríkis- sáttasemjara í gærkveldi. Sagði Guðlaugur að málinu hefði verið vísað til ríkissátta- semjara í gærmorgun og því hefur aðeins verið haldinn einn fundur í deilunni. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan 14.00 í dag, fimmtu- dag, en verkfall hefst á mið- nætti í kvöld, náist ekki sam- komulag. Guðlaugur sagði að hér væri ekki um fjölmennan hóp að ræða, því ekki væru margir bátar á línuveiðum um þessar mundir. „Einhverjum kann að þykja hátt reitt til höggs með slíku markmiði en ef við lítum á að- stæður í dag þarf svo ekki að vera. Ef við athugum fyrst hin fjöl- mörgu starfandi iðnfyrirtæki í landinu og vaxtarmöguleika þeirra sjáum við að þar er að finna tækifæri til verulegrar auk- innar iðnaðarframleiðslu," sagði Vígiundur ennfremur. dag. Eru þetta frambjóðendur 5 stjórnmálaflokka, Kvenna- framboðsins í þremur kjör- dæmum og frambjóðendur tveggja sérframboða, sjálf- stæðismanna á Vestfjörðum og framsóknarmanna í Norður- landi vestra. Frambjóðendur hvers stjórnmálaflokks fyrir sig eru 98 í öllum kjördæmum landsins, Kvennaframboðið með 46 frambjóðendur í Reykjavík, Reykjanesi og í Norðurlandi eystra. Þá eru 10 frambjóðendur í sérfram- boði sjálfstæðismanna á Vestfjörðum og 10 frambjóð- endur framsóknarmanna í Norðurlandi vestra. Samtals eru þetta eins og áður sagði 556 frambjóðendur, en eins og kunnugt er eru alþingis- menn 60 að tölu. Víglundur Þorsteinsson sagði, að auka mætti iðnaðarframleiðsl- una eins og að framan er getið með því að auka markaðshlutdeild á innlendum markaði um allt að 50%. Hefja þyrfti framleiðslu á nýjum vörum fyrir heimamarkað. Þá þyrfti að þrefalda núverandi útflutning iðnaðarvöru án stór- iðjuframleiðslu á þessu tímabili og loks þyrfti að þrefalda stóriðju- framleiðsluna á þessum sama tíma. „Þetta gæti aukið þjóðarfram- leiðsluna um allt að fimmtung á þessu tímabili. Slíkum vexti iðn- aðarframleiðslunnar fylgja aukin umsvif í öðrum greinum. Þar með yrði náð þeim hagvexti, sem nauð- synlegur er. íslenskur iðnaður getur vaxið mjög verulega. Það er augljóst að hann mun vaxa á næstu árum. Það hversu hratt hann vex ræðst af stefnumótun stjórnmálamanna, framtaki fyrirtækjanna sjálfra og af góðu samstarfi iðnaðarins og þjóðarinnar allrar," sagði Víg- lundur Þorsteinsson ennfremur. Sjá ennfremur ræðu Víglund- ar Þorsteinssonar bls. 32-33. á fundi yfirkjörstjórnar í gær að hann áskildi kjördæmissambands- stjórn rétt til þess að áfrýja úrskurði yfirkjörstjórnar til landskjörstjórn- ar. í viðtali við Guttorm óskarsson formann stjórnar kjördæmissam- bandsins í gærkvöldi sagði hann að stjórnin kæmi saman árdegis og reiknaði hann með að þar yrði gengið frá áfrýjum til landskjör- stjórnar. Framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins í Reykjavík úrskurðaði í fyrradag að heimila „göngumönnum" að nota lista- bókstafina BB, en um svipað leyti sat stjórn kjördæmissambandsins fund þar sem ákveðið var með sex atkvæðum gegn þremur að heim- ila það ekki. Páll Pétursson sat fund yfir- kjörstjórnar í gær sem sérstakur fulltrúi Framsóknarflokksins. Hann sagði að yfirkjörstjórn hefði ákveðið að úthluta klofningslist- anum BB eftir langt fundarhald og því hefði hann lagt fram sér- staka bókun. í bókuninni mótmæl- ir Páll úrskurðinum með vísan til kosningalaga, þar sem segir að ef sá aðili sem samkvæmt reglum flokks er ætlað að ákveða fram- boðslista eða staðfesta, beri fram mótmæli gegn því að listi sé í framboði fyrir flokkinn, skuli úr- skurða slíkan lista utan flokka. Þá vitnar hann í 18. gr. laga Fram- sóknarflokksins þar sem segir að kjördæmissambandsstjórn á hverjum stað skuli ákveða lista flokksins. Þá áskilur hann kjör- dæmissambandsstjórninni rétt til að áfrýja úrskurði yfirkjörstjórn- ar til landskjörstjórnar. Páll sagði þetta mál algjört „prinsippmál" fyrir sér um það hvort stjórn þessara mála væri í höndum heimamanna, eins og hann sagði lög flokksins gera ráð fyrir, eða í höndum einhverra toppa í Reykjavík. „Eins og við lesum lögin hér fyrir norðan þá er kjördæmissamböndunum fengið æðsta vald um framboðin og það er hvergi í lögunum minnst á að skjóta megi framboðsmálum til framkvæmdastjórnar eða annarra stofnana flokksins, svo framar- lega sem löglega er að þeim staðið. Það er enginn ágreiningur um það að það cr löglega staðið að fram- boðslista okkar við þessa uppstill- ingu. Kosningakvöldið: Söngvakeppni Evrópustöðva í beinni útsendingu Sjónvarpið hefur ákveðið að sýna söngvakeppni sambands evrópskra sjónvarpsstöðva í beinni útsend- ingu á kosningadaginn, 23. aprfl næstkomandi, samkvæmt upplýs- ingum Tage Ammendrup hjá Lista- og skemmtideild sjónvarpsins. Kcppnin fer fram í Miinchcn í V-Þýzkalandi. Tage bjóst við að útsendingin hæfist upp úr kvöldmat og yrðu fréttir fluttar fram af þeim sök- um. Að sendingu lokinni hefst svo kosningasjónvarp, að sögn Tage. Þetta er í fyrsta sinn sem sjónvarpið sýnir söngvakeppnina í beinni útsendingu. Hingað til hefur keppnin verið sýnd í sjón- varpi um það bil viku eftir að hún fór fram. Víglundur Þorsteinsson, formaður FÍI á ársþingi félagsins: Markmiðið að tvöfalda iðnaðarframleiðsluna — á næstu 10—20 árum „ÞAÐ Á að vera hverjum manni augsýnilegt að hagvöxtur á komandi árum byggist á því, að nú verði mótuð stórhuga iðnaðar- og stóriðjustefna, sem leggi grunn að nýrri sókn í íslensku efnahagslífl. Við þurfum nú þegar að setja okkur það mark að stórauka hlut iðnaðar í þjóðarframleiðslunni. Að minni hyggju er það raunhæft markmið að tvöfalda iðnaðarframleiðsluna á næstu 10—12 árum,“ sagði Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags ís- lenskra iðnrekenda, m.a. í ræðu sinni á ársþingi félagsins í gærdag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.