Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 Matreiðslukver Magnúsar Stephensen rétt feðrað — eftir Þorstein Halldórsson Af einhverjum furðulegum ást*ð- um, sem eru mér allsendis óskiljan- legar þá hefur sá leiði misskilningur skotið upp kollinum, hér á síðum Morgunblaðsins, að matreiðslubók langa-, langa-, langa-, langafa míns Dr. Magnúsar Stephensen, sem ýmist er kallaður dómstjóri eða konferenzráð, var eignuð frænda mfnum Magnúsi Stephensen lands- höfðingja, sem var reyndar bróður- sonarsonur Dr. Magnúsar. Villan verður því furðulegri er litið er á árafjöldann sem er milli starfsæva þeirra. þó svo að saga þeirra sé flest- um kunn, skulu nú reifuð stutt ævi- ágrip þeirra beggja í þeirri von að það geti komið í veg fyrir frekari misskilning en þegar er orðinn. Magnús Stephensen dómstjóri (justitiarius), konferenzráð, etaz- ráð og jústizráð var fæddur 27. des. 1762 að Leirá í Leirársveit, sonur hjónanna Ólafs stiftamt- manns Stephánssonar prests á Höskuldsstöðum ólafssonar pró- fasts að Hrafnagili Guðmundsson- ar o.s.frv. og konu hans Sigríðar Magnúsdóttur amtmanns á Bessa- stöðum Gíslasonar í Mávahlíð Vigfússonar sýslumanns á Stór- ólfshvoli Gíslasonar lögmanns í Bræðratungu Hákonarsonar. Eig- inkona Magnúsar var Guðrún (f. 7.2.1762 d. 12.7.1832) Vigfússonar sýslumanns á Víðivöllum í Blönduhlíð Scheving. Úr Skálholtsskóla útskrifaði Bjarni Jónsson rektor hann 1779 Magnús Stephensen konferenzráð. Skýringarrygdlr nfr/grelninni : ðlafur Stepháneson etiptamti»aður( 1731-1812) Sigríður Magndeaddttir /-------------------- Dr.Magntia Stephensen dómatj. Stephán Stephensen amtoaður (1767-1820) Marta María Didriksd. Hölter Magnds Stephensen sýslua (1797-1866) Margrdt Þdröarddttir Magnds Stephensen landshöföingi Hér má sjá hvernig skyldleika Magnúsar konferenzráðs og Magnúsar land.s- höfðingja var háttað. Innra-Hólmi en síðast á óðalinu Viðey. í Viðey andast hann 17. mars 1833. Landshöfðingi fæðist Þrem árum eftir að Dr. Magnús Stephensen dómstjóri og konfer- enzráð deyr, fæðist Magnús Stephensen síðar landshöfðing.i nánar tiltekið 18. okt. 1836 að Höfðabrekku í Mýrdal, sonur hjónanna Magnúsar sýslumanns Stephensen og Margrétar Þórð- ardóttur Stephensen. Magnús útskrifaðist stúdent frá Latínuskólanum í Reykjavík 1855 og lauk laganámi frá Khafnarhá- skóla 1862. 1863 varð hann starfs- maður i dómsmálastjórninni i Magnús konferenzráð er flestum kunnur af gamla 25 kr. seðlinum. og við tók tveggja ára nám hjá Hannesi byskupi Finnssyni. Eftir það hóf hann nám við Kaup- mannahafnarháskóla og lauk laganámi með svokölluðu „teore- tísku" og „praktísku" prófi. Strax að því loknu hóf hann fjölbreyti- leg störf á vegum konungs. 1788 gerðist hann varalögmaður í norð- ur- og vesturamtinu og lögmaður þar 1789. Hinn 6. júní 1800 var Magnús skipaður háyfirdómari Landsyfirréttarins, sem var stofn- aður um leið og Alþingi var lagt niður. Því embætti gegndi hann til æfiloka ásamt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum á vegum kon- ungs. Magnús Stephensen var einn af aðalstofnendum Hins konunglega íslenska landsuppfræðingarfélags 1794 og forstöðumaður félagsins þar til starfseminni var hætt 1827. Það hefur verið sagt að frá félag- inu hafi komið yfir 100 ritlingar og bækur auk ýmislegs smáprents, í umsjón Magnúsar. Útgáfan náði frá æfiminningum og eftirmælum til rita um lögfræðileg málefni svo ekki sé nú minnst á „Einfalt mat- reiðslu vasa-qver fyrir heldri manna húss-freyjur“. Auk þessa samdi Magnús fjöldann allan af sálmum og kvæðum svo sem kunnugt er. Dr. Magnús Stephensen dóm- stjóri bjó í fyrstu að Leirá þá á Kaupmannahöfn. Árið 1870 var hann settur 2. yfirdómari í Lands- yfirréttinum og sjö árum síðar skipaður yfirdómari. Auk þess var hann amtmaður i suður- og vest- uramtinu 1883—1886. Landshöfð- ingi var hann skipaður 1889 og fékk hann lausn frá því embætti 1904. Auk þessa starfaði hann við alls kyns trúnaðarstörf á vegum konungs og almennings. Á Alþingi sat hann sem aðstoðarm. konungs- fulltrúa 1871 og 1873, konungs- kjörinn 1877—’86. Alþingismaður Rang. 1903—’08. Ýmislegt ritaði Magnús, s.s. lögfræðilega formálabók 1886 ás. öðrum. Margskonar skýrslur um Þorsteinn Halldórsson dómgæslu, landshagi o.fl., Laga- safn handa alþýðu I—IV 1887—’90 (ás. Jóni Jenssyni) og Alþingistíð. 1875—’81. Magnus Stephensen landshöfð- ingi, heiðursmerkisberi Danne- brogsorðunnar, kommandörkross hennar af 2. og 1. stigi, riddari hennar og stórkrossberi svo og riddari frönsku heiðursfylkingar- innar, andaðist í Reykjavík 3. apr. 1917. Eiginkona hans var Elín (f. 13. ág. 1856, d. 15. júlí 1933) Jón- asdóttir sýslumanns Thorstensen og konu hans Þórdísar Pálsdóttur amtmanns Melsteð. Þó svo að hér hafi aðeins verið stiklað á stóru og því fátt eitt nefnt af æfi og störfum þessarra heiðursmanna, þá er það von mín að alls misskilnings á sögu þeirra, sem fléttast svo mjög við sögu lands og þjóðar, hafi verið útrýmt, í bili a.m.k. 2. apríl. Þorsteinn Halldórsson er formaður Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kóparogi. Magnús Stephensen landshöfðingi. Afmæliskveðja: Bjarni Th. Guðmunds- son fv. sjúkrahúsráðsmaður Þann 22. mars sl. varð Bjarni Theódór Guðmundsson, Álftahól- um 4, Reykjavík, áður sjúkrahús- ráðsmaður og bæjarfulltrúi á Akranesi, áttræður. Hann er fæddur á Skagaströnd 22. mars 1903. Foreldrar hans voru hjónin María Eiríksdóttir og Guðmundur Kristjánsson. Var Bjarni Th. fimmta barn foreldra sinna, sem eignuðust alls tíu börn, en eitt þeirra lést í æsku. Foreldr- ar hans fluttu síðar að Hvamm- koti á Skagaströnd og þar ólst Bjarni Th. upp til 15 ára aldurs í glöðum og stórum hópi systkina. Fljótlega eftir fermingu tekur hin harða lífsbarátta við, svo sem algengast var hjá ungum mönnum á þeirri tið, en um möguleika til menntunar var tæpast að ræða. Á sumrin vann hann löngum á Siglufirði, en á vetrarvertíðum í Keflavík, og vann þess utan hvað sem að höndum bar. Árið 1926 kvæntist Bjarni Th. fyrri konu sinni, Ingibjörgu Sig- urðardóttur frá Kálfshamarsvík, og hóf þar búskap. Eftir 7 ára hjónaband eða 1933 andaðist Ingi- björg af barnsfararsótt, er hún fæddi þriðja son þeirra. Það er átakanlegri atburður en orð fá lýst, þegar móðir deyr frá mörgum ungum börnum á jafn sviplegan hátt. Jafnframt geisaði taugaveiki í sveitinni, svo hún var sett í sóttkví um alllangan tíma. Þetta voru því erfiðir dagar í lífi Bjarna Th., sem aldrei gleymast, en þoka smátt og smátt fyrir betri og bjartari tíð. Eftir lát konu sinnar bregður Bjarni Th. búi. Drengirnir þrír voru teknir í fóstur af skyldmenn- um þeirra hjóna, en sjálfur flutti hann á Akranes. Þar réðst hann fljótlega til starfa hjá Haraldi Böðvarssyni útgerðarmanni m.a. við afgreiðslu- og innheimtustörf. Þeim gegndi hann til 1949 er hon- um var falið að hafa umsjón með byggingaframkvæmdum sjúkra- hússins, en smíði þess var þá á lokastigi. Þegar rekstur þess hófst 1952 var Bjarni Th. ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri sjúkrahússins eða sjúkrahúsráðsmaður, eins og starfið var þá nefnt. Því gegndi hann svo fram á mitt ár 1965, er hann flutti til Reykjavíkur. Þar réðist hann sem gjaldkeri hjá versluninni Víði. Þar starfaði Bjarni Th. fram undir 70 ára aldur en hætti þá af heilsufarsástæðum. Bjarni Th. kvæntist öðru sinni 1937 — Þuríði Guðnadóttur Ijós- móður á Akranesi. Var það mikið heillaspor í lífi hans. Þuríður var í rúm 30 ár ljósmóðir á Akranesi við mikinn og góðan orðstír, enda frábær ágætiskona að allri gerð. Sonur þeirra er Páll, cand. mag., menntaskólakennari í Reykjavík, kvæntur Álfheiði Sigurgeirsdótt- ur frá Granastöðum í Köldukinn, S.Þing. Af drengjunum þremur, sem Bjarni Th. átti með fyrri konu sinni, létust tveir á æskuskeiði, en sá þriðji er Ingibergur, bifvéla- virki og bóndi að Rauðanesi í Mýrasýslu. Hann er kvæntur Sig- urbjörgu Viggósdóttur, bónda í Rauðanesi. Haraldur Böðvarsson útgerðar- maður var á sinni tíð aðalfor- göngumaðurinn að byggingu Sjúkrahúss Akraness og formaður byggingarnefndarinnar. Honum var kunnugt um einstaka trú- mennsku, nákvæmni og reglusemi Bjarna Th. í störfum hans hjá fyrirtækinu og hlutaðist því til um það að hann tæki að sér eftirlit með byggingarframkvæmdum síð- ustu árin og framkvæmdastjórn sjúkrahússins um leið og rekstur þess hófst, og þá jafnframt fjár- mál þess og bókhald. Þetta var mikil viðurkenning fyrir Bjarna Th. og það var fjarri honum að bregðast því trausti, sem til hans var borið. Starf sitt við sjúkra- húsið rækti hann með miklum ágætum, við erfiðar aðstæður. Naut hann álits og tiltrúar allra, sem til starfa hans þekktu, og vin- áttu samstarfsmanna sinna við sjúkrahúsið — lækna og hjúkrun- arliðs. Bjarni Th. á því veigamik- inn þátt í sögu sjúkrahússins á Akranesi öll frumbýlingsár þess. Félagsmálamaður er Bjarni Th. ágætur, enda fórnfús og sam- vinnuþýður. Hann var i 8 ár bæjarfulltrúi fyrir Framsóknar- flokkinn á Akranesi eða 1954—1962. Allan þann tíma var hann jafnframt ritari bæjar- stjórnarinnar. Lagði hann mikla vinnu í það starf og leysti það frábærlega vel af hendi, eins og öll önnur störf, sem hann tók að sér. Eru fundargerðir frá þeim árum glöggar og traustar heimildir um málefni bæjarins á umræddu tímabili. Bjarni Th. átti löngum sæti í bæjarráði. Þá var hann lengi í stjórn Sjúkrasamlags Akraness og í ýmsum nefndum á vegum bæjarins. Gjaldkeri Fram- sóknarfélags Akraness var hann um langt skeið. Það var almanna- rómur að hverju því máli væri vel borgið, sem Bjarni Th. tók að sér og var það sannmæli. I bæjarmálum lagði hann mikla áherslu á reglusemi í stjórn bæj- arins, góða fjármálastjórn og að allir gjaldendur hefðu hinar sömu skyldur gagnvart bæjarfélaginu. Hann var mjög virkur í starfi sínu, fylgdist vel með málefnum bæjarins og hafði náin samskipti við kjósendur í bænum. í öllu sam- starfi var hann drengilegur og undirhyggjulaus og gerði kröfu til þess að aðrir beittu svipuðum leikreglum. Var hann þungur í skapi, ef út af þessu var brugðið. Refskák var honum andstæð og ógeðfelld, en drengilegt tafl var honum að skapi, enda lengi mjög virkur skákmaður. Ævi Bjarna Th. er ljóst dæmi um þá menn, sem vaxa með hverju verkefni. Læra af bók lífsins, það sem nauðsynlegt er hverju sinni og skila síðan hverju starfi með ágætum. Þannig tekst til, þegar saman fara mannkostir, góð greind, einbeittur vilji og sá ásetn- ingur að láta jafnan gott af sér leiða í hverju máli. Því er Bjarni Th. áttræður velmetinn hamingju- maður með langt og farsælt ævi- starf að baki. Ég vil nota tæki- færið á þessum tímamótum og þakka samstarfið og langa vináttu við hann og fjölskyldu hans. Þakka fjölþætt störf hans á Akra- nesi í nær 30 ár og flytja honum áttræðum innilegar árnaðaróskir. Veit ég að undir þetta taka allir hér á Ákranesi, sem áttu með hon- um samstarf eöa höfðu af honum einhver kynni. Megi hann eiga eft- ir mörg og björt æviár. Dan. ÁgústínuNson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.