Alþýðublaðið - 29.08.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.08.1931, Blaðsíða 2
I ÆfcÞSÐUB&AÐlÐ Hauknr Einarsson frá Miðdal s^ndir úr Vlðey til Reykjavikur og setur met. Spartverjar. Samherjar íhaldsins. í — Ef Jón Porláksson og aðrir for- kólfar íslenzka auðvaldsins væru að sama skapi lævísir og peir hafa löngun til þess að brjóta á bak alpýðusamtökin, pá mundu peir siegja við sjálfa sig: „Við komumst ekki nema stutt í bar- áttunni við alþýðusamtökin með pví að hamast móti peim'i í Mlorg- unblaðinu og öðrum leppum okk- ar, því alþýðan skilur að þeir eru að berjast fyrir okkur, hús- bændur sína, en ekki fyrir al- menningshag, þeir Valtýr, Sig- urður, Magnús, Títu-Tryggvi fyrir norðan og hvað þeir nú heita, þessir leppa-Iúðar okkar. Alþýð- an skilur, að þetta eru menn, sem fá lífsviðurværi sitt fyrir að brúka kjaft eins og okkur kemur bezt í blaðaleppum okkar, rétt eins og smalahundar í sveit fá roð, bein og graut (þegar vel jæturj fyrir að gelta og hlaupa eins og húsbóndinn vill. Og Jón Þoriáksson og aðrir forkólfar íslenzka auðvaldsins mundu segja hvor við annan, ef þeir væru lævísir: „Reynslan er búin að sýna að Alþýðuflokk- urinn heldur sína leið þrátt fyrir allar aðgerðir blaða-senditíka okkar, rétt eins og bifreið heldur áfram eftir vegi, þó hundarnir gelti. Ef við eigum að stöðva framgang Alþýðuflokksins verð- um við að reyna að sprengja hann að inrum. Við verðum að fá einhverja, sem þykjast vera betri jafmiðarmenn en Alþýðu- flokksforingjarnir, til að skamm- ast yfir því, að ekki sé farið nógu hratt. ” Við verðum að fá menn til þess að gefa út blað, sem heldur því frarn, að öll stefna Alþýðuflokksins sé vitlaus, af því hún sé ekki nógu róttæk og að ríkiseinkasölur séu gagns- lausar, af því það sé ekki reglu- leg þjóðnýting. Og svo þarf þetta blað að ala stanzlaust á tortrygg- ingum gagnvart öllum forgöngu- mönnum Alþýðuflokksins, þá skuluð þið sjá að kemur klofn- ingur i Alþýðuflokkinn, sein verður alþýðusamtökunum og verkalýðnum bagalegur, og þó við verðum að kosta stórfé til þess að koma þessu fram, þá mun það borga sig margfalt bet- ur en þó við bætum við eiin- hverjum blöðum af venjulegu tegundinni.“ En íhaldsforkólfarnir eru ekki slungnir, þeim hefir ekki dottið í hug að gera þetta. En þess hefir þá þegar til kom heldur ekki þurft með, að þeir keyptu imenn til þess að gera þetta. I- haldið hefir sér að kostnaðar- lausu fengið menn til þess, svo sem Brynjólf Bjarnason, Guðjón Benediktsron og Einar Olgeirs&on. Menn þessir, sem ýmist ganga undir nafninu „Spartverjar“ eða ,, Ko mmúnistaf 1 o kkur Íslands", hefðu að engu leyti getað hagað sér betur fyrir íhaldið þó þeir hefðu fengið borgun hjá því fyrir fógstarfsemi sína í garð verklýðs- samtakanna, og hefir níð það, er þeir, — þar á meðal Einar Olgeirsson — hafa skrifað í VeTklýðsblaðið um forgöngumenn alþýðusamtakanna, skarað að tuddaskap og rótarhætti langt fram úr því, sem blaðritarar í- haldsinis hafa komist lengst. Og svo segjast þessir Spart- verar vera að vinna fyrir verka- lýðinn! Rétt eftir hádegi í dag lagði Haukur Einarssion frá Miðdal af stað syndamdi frá Viðey með þá ætlun að synda alla leið til Reykjavíkur. Sóttist honum sund- ið svo greiðlega, að eftir 1 klst. 53 mín. og 40 sek. var hann kominm að ísteinbryggjunni og settii þar með met í þessiu sundi. Svona langa vegalengd synda ekki nema beztu sundmenn, enda hafa að eims þrír karlmenn og ein kona synt þetta sund áður, sem eru: Ben G. Waage, 1914, Erlingur Pálsson, 1919, Ásta Jóhannesdóttir 1923, Magnús Magnússon frá Kinkju- bóli, 1930. Haukur, sem ekki er neina 21 árs, er ferþrautarmeistari íslainds og hefir skarað fram úr sem þol- hlaupari. Hann er sonur hinna góðkunnu hjóna, Einar.s og Val- gerðar í Miðdal. verðtollsfrumvarpsins sýnir það bezt. Ekki vantaði það, að íhaldið bæri sig borginmannlega við fyrri umræðiur um verðtollinn. 31. júlí spyr Morgunblaðið með stór- um stöfum: „Á eyðslustjórnin að fá ótakmarkað fé til umráða?“ og hefir eftir Jóni Þorlákssyni, að hann teldi ekki rétt að þessi tekjuaukalög næðu fram að ganga, nema jafnhliða yrði sett trygging fyrir því, að stjörnin notaði þiað ekki til þess að taka sér fjárveitingarvald á líkan hátt og næstliðin ár.“ En hver er þá tryggingin? ;Hve- nær fengu íhaldsmenn hanav Og því hafa þeir ekki skýrt ÍVá henni, ef hún er einhver? Þegar íhaldsmenn hafa fundið andúð og fyTÍrlitningu almenn- ings á frammistöðu sinni: í veró- tollsmálinu, hafia þeir reynt að draga fram ýmsar tylliástæður. Fyrsta ástæðan á að vera sú, að ef íhaldsmenn hefðu ekki sam- þykt verötollinn, hefði orðið að samþykkja ýmsa nýja tekjustofna, samkvæmt tillögum jafnaðar- manna. Ef til vill er það rétt, að ef íhaldið hefði felt verðtoll- inn, var ekki vonlaust um að fengist hefði ný og réttlátari skattalöggjöf. En halda íhalds- menn að það verði jafnaðarmönn- um álitshnekkir, að þieir vildu taka nokkurn skatt af stóreign- um og hátekjum burgeisanna í í- haldsfliokknum, til þess að forða alþýðumni frá eymd og neyð? Þá er önnur ástæðan eitthvað á þá leið, að íhaldsmenm hafi orðið að selja sig „Framsókn" vegna þess að þeir hafi getað selt sig svo dýrt, þ. e. að þeir hafi fengið svo dæmalaust mierkilega breytingu á tillögunni um skipun nefndar í kjördæmaskipunarmál- inu. En er ekki sú breyting harla lítils virði þegar Jón Þorlákssom eftir á brýzt um á hæl og hnakka til þess að varna því, að siam- þykt verði það eina, sem máli skiftir í þessu sambandi, þ. e. tillaga Jóns Baldvinssionar um að „það sé höfuðhlutverk nefndar- innar að gera rökstuddar tillög- ur um, hvernig bezt verði trygi að þingmannataLa hinna ýmsu flokka á Alþingi sé jafnan í sem fylstu samræmi við kjósenda- Atkvæðagrdðsla nm ^landsrelkningin 1929 og f járaukalSg sama árs. „Mgbl.“ hefir marg-endurtekið þau ósannindi, að Jón Baldvins- son hafi greitt atkv. á móti lands- reikningunum við 1. umr. í efri deild og verið margbúinn að lýsa því yfix, að hann myndi greiða atkv. gegn málinu. Þessu sama hélt Jak. Möller fram við aðra ium|r:. í efri dieild, ein varð að játa, að engin tilhæfa væri í þessu, enda sýnir gerðabók efri deildar, að málinu var vísað til 2. umr. með 9 samhlj. atkv. (Jón Þorláks- son og Halldór Steinsson og Framsóknarmennirnir sjö). Eng- inn greiddi atkv. á móti og eng- inn tók til máls. Það var fyrst við 2. umr., að Jón Baldv. lýsti því yfir, að hann vildi ekki í þriðja sinn gefa íhaldinu aðstöðu til að verzla við Framsókn á kostnað þeirra mála, er alþýðunni mega helzt að gagni koma, en ýms slík mál lágu þá að eins ó- afgreidd frá þinginu, svo sem frv. um verkamannabústaði, við- auki við slysatryggiingarlögin, tóbakseinkasialan o. fl. Því það var öllum þingmönnunum vitan- legt, að íhaldið hafði látið á sér skilja, að það vildi gjarnan fá samninga við Framsókn urn að láta ekki tóbak&einkasöluna ganga fram, og þeir voru fúsir til að samþykkja landsreikningania og fjáraukalög, enda höfðu flokks- bræður þeirra í heðri deild lagt það til. Uppreistin í Portúgal. Lisboa, 27. ágúst. UP.—FB. Tíu imenn hafa enn beðið bana í óeirðunum en 43 særst. Upp- reistarmenin eru borgarar, sem eru andstæðir einræðisstjórniinini. Voru uppneistarmenn vel vopnum .búnir. Réðusit þeir á tvær her- deildir og báru sigur úr býtum. Ríkisstjórpin fyrirskipaði að nota flugvélar til þess að bæla niður uppreistina. Fliugu þær þar yfir, sem uppreistarmenn voru, og vörpuðu niður sprengjum. All- mörgurn sprengjum var varpað á aðalgötunuin í Lisboa. — Banist er með fallbyssum og vélbyssium í Edwards VII. garði og San Jorge-víginu. — Verzlunarhúsum og bönkum er lokað. Lýðveldis- herinn heldur vörð á götum borg- arinnar. Stjórnarhollar vélbyssu- sveitir eru á verði við stjórnar- byggingarníar. — Talið er, að stjórnaTberinn muni innan skamms hafa bælt uppreistartil- raunina niður að fuliu. Margir uppreistarmenn hafa verið hand- teknir, m. a. einn herdeildiarfor- ingi. Frá alpiBgi. Yfirlit. En ástæðurnar til þess, að í- haldsmenn® vilja nú að minsta kosti á yfirborðinu fylgja þessimn málum eru ofurskiljanlegar: rang- læti núverandi kjördæmiaskipun- ar, sem nú kemur íhaldinu í kloll, og svo kjósendahræðslan. En hver. er þá frammistaða í- haldsflokksins í baráttunni fyrir þessum málum nú á þessu þingi. Og hvað hefir svo orðið úr öllum þeim stóru orðum, sem íhaldið hefir þakið með rnarga ferkíló- metra af pappír undanfarin ár, um sína heilögu reiði gagnvart Framsóknarflokknumi. Ef einhver snefill hefði verið af alvöru í þeim orðum,, hliutu ihaldsmenn að gera það, sem þeir gátu, til þess að setja „Framisókn“ svo stólinn fyrir dyrnar, að hún ætti um itvent að velja, að fylgja þessum málum (réttlátari kjör- dæmasikipun og rýmkun kosning- arréttar), eða rjúfa þing og láta fara fram nýjar kosningar. Og þetta var auðvelt fyrir íhaldið, edns og aðstaðan er í efri deild, ef viljinn hefði verið til. Tæki- færin hefir heldur ekki vantaö. Líf Framsóknarstjórnarinnar var komið undir samþykt fjárlaganna fyrst og fremst og svo verð- tollsins. En þó mikið séu notuð stóru orðdn og feitu fyrirsagn- irnar, tekst íhaldsmönnum ekki að breiða yfir þann sannleika, að lífi og velferð Fraimsóiknar- flokksins er, þegar á reynir, vel borgið í höndum Jóns Þorláks- sonar og Jakobs Möllers. Saga

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.