Alþýðublaðið - 29.08.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.08.1931, Blaðsíða 3
AbÞXÐUBbAÐIÐ 3 50 aura. 50 aura. Elephant-ciqarettur Ljúffengar og kaldar. Fást alls staðar. í heildsolu hjá Tóbaksverzlnn Islands h. (. ----------------------------„jfl á Þingvellir Verðir allan 1 | daginn | H í berjaheiði að Geithálsi 1 króna H sætið frá Steindóri. I Oezfar verða bifreiðar Steindórs. fjötda þeirra, og jafnframt um þd skipun Alpingis, að girt sé fyrir að m.innihlutinn geti borið mieiri- hlutann ofurliði um úrslit mála eða á annan hátt óeðlilega hindr- að pingstarfsemi hans.“ Petta er pað, sem alt veltur á í kjör- dæmaskipunarmálinu, og þessi tillaga Jónis er áreiðanlega í sam- ræmi við vilja peirra, sem ann- ars óska nokkurra breytinga í því máli, og [)á hefði íhaldið þó haft einu fíkjuviðarlaufinu fleira til að hylja sig með, ef það hefði neytt Framsókn til Jress að samþykkja þessa tillögu. Pá er þriðja umbótin, sem í- haldsmenn þykjast hafa unnið að í þessu sambandi, sú, að verð- tollurimn var ekki framlengdur nema til eins árs. En til hvers ikomu íhaldsmenn því ákvæði inn í lögin? Ekki til þess að knýja fram nein réttlætismál heldur til þess að hafa verðtollinn til þess að verz'la með á næsta þingi, og kaupa ság þá aftur með samþykt hans undan því að nokkuð verði komið yið pyngju þeirra í ac- vinnubótasikyni. Því það sem var önnur ástæðan til þess, að íhalds- menn samþyktu verðtollinn, var sú, að „Framsókn“ hótaði þeim 25% tekjuskattshækkun eða jafn- vél mieáru. Enda töluðu íhalds- menn oft um það sín á milli, að þeir yrðu að hafa einhver ráð að losna við þennan skatt, sem „Framsókn" ætlaði að leggja á þá í „hegningarskyni". íhalds- menn halda því verðtollinum í gisling, ekki fyrir umbótum eins og þeir vilja vera láta, heldur til þess aö geta -'keypt á sig frið, þegar neyðin í vetur verður orðin svo knýjandi, að tæplega verður þá spymt á móti kröfun- um um atvinnubætur í stórum stíl. En höfuðástæðan fyrri samr þykt verðtollsins og fjárlaganna er samt siú, að íhldsmenn pora ekki ao gera neitt pad, sem getl orðid til pess að nýjar kosningar fari fram nú bráðlega. Þeir ótt- ast döm þjóðarinnar. Því þeir vita, að þeir eru alt af að tapa. Reykvíkingur. Meira. Englendingar fá lán. London, FB. Fjármálaráðuneyt- ið tilkynnir, að samið hafi verið til fullnustu um lántökur við Frakkland og Bandaríkin, 40 milljónir sterlingspunda frá hvoru landi, til þess að treysta gengi sterlingspunds. Lántökur þessar hafa gengið mjög greiðlega' og samningar fóru mjög vinsamilega fram. Sviðinn, Hafnarfjarðartogarinn, kom hingað í gær eitthvað lítils háttar bilaður. Gronau kominn til Ameriku. FB.-skeyti frá Montreal hermir að von Gronau, sem hér flaug yfir um daginn, en síðan flaug yfir Grænland, sé nú kominn til Ameriku (Hellulands). Berjaför Alpýðublaðsins. Að Selfjallsskála Á morgun verður farið að Sel- fjallsskála, ef veður leyfir. Farið verður frá vörubílastöðinni, fyrsta ferð kl. 10 f. h. Fjöldamargar bifreiðar verða í förum.Síða'st lið- inn sunnudag fóru 1300 manns í berjahieiði hjá Selfjallsskála, nóg er þar þó af berjum enn þá. Svar frð Iðsreglnnni. Herra ritstjóri! Ástvaldur Helgi Ásgeirsson, sem ég ásamt öðrum lögneglu- þjóni tók fastan vegna ölvunar á aimannafæri að kvöldi 9. þ. m., ritar langa árásargrein um mig í blað yðar í gærdag, og vildi ég því vegna greinar þessarar mega biðja yður að birta þessar athugasemdir. Ástvaldur Helgi segir að „þess- ir fantar og fúlmenni“ (þ. e. við lögregluþjónarnir) hafi tekið sig alsaklausan á almannafæri í við- urvist margra manna, varpað sér niður í götuna, sett sig í járn og kastað sér í gæzluvarðhald. — Þetta telur hann okkur hafa gert „af persónulegri óvild“ eða „fúlmensku", en daginn eftir kveðst hann svo hafa verið dæmdur í 50 króna sekt og fé- lagi sinn í 300 króna sekt fyrir að mótmæla þessu athæfi okkar lögregluþjónanna. — Það er rétt að maður þessi v$r tekinn fastur, en hvorki vegna persónulegrar óvildar eða fúl- mensiku. — Hvorugur okkar lög- regluþjónanna þektum miann þennan, við höfðum aldrei haft neitt saman við hann að sælda og ekki einu sinni svo við vit- um talað við hann. „Af persónu- legri óvild“ gat handtakan því ekki stafað. Að við höfum tekið manninn vegna fúlmensku í við- urvist fjölda manna er heldur ekki sennilegt, því slíkt myndi vitanlega enda á einn veg fyrir okkur. — Sannleikurinn er sá, að maður þessi var tekinn vegna ölvunar einis og gengur og gerist. Það var ikvartað undan framkomu hans á Hótel Island, og við mættum honum á götunni svo ölvuðum og æstum í skapi, að hann mátti ekki- vera á almanna- færi. Við fórum góðlátlega að honum óg vísuðum honum heim, en maðurinn reyndist einn þeirra, sem sýnir því roeiri mótþróa og ósvííni, sem betur var farið að bonum. Að síðustu sýndi hann okkur allan þann mótþróa, sem hann gat, og lögðum við hann því niður, settum í járn og flutt- tam í fangahúsáð. Daginn eftir var þessi m.aður ekki dæmdur í 50 króna sekt svo sem hann segir, heldur gekk hann sjálíur inn á þá sekt fyrir réttinum. Við lögTegluþjónarnir erum heldur ekki einir til frásagnar urn framferði Ástvaldar Helga Ásgeirssonar, því kunningi hans, sem varð það á að espa ókunn- uga og aðvífandi menn til mót- þróa við lögregluna við þetta tækifæri, hefir verið leiddur fyr- ir rétt. Framburður hanis ætti pkki að vera hlutdrægur Ástvaldi þessum í óhag. Réttarhaldið er þannig: „Ár 1931, mániudaginh 10. á- gúst var lögregluréttur Reykja- vikur settur á skrifstofu lög- reglustjóra og haldinn í forföll- um lögreglustjóra af fulltrúa hans, Jónatan Hallvarðssyni, með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið: að halda réttarrannsókn út af mótþróa við lögregluna. Dómarinn leggur fram kæru uni framangreint efni, þm. nr. 1 svohljóðandi: Nr. 1. Kær a á hendur: (Nafn hins kærða.) fyrir: að eggja aðra til mótþróa við lögregluna. Til 1 ögreglustjórans í Reykjavík. í gærkveldi kl. 11 var ég und- irritaður á verði í Austurstrætí ásarnt lögregluþjóni nr. 26. Hitt- um yið þar drukkinn mann, Helga Ásgeirsson að nafni, og í fylgd með honum var (N. N.) til heimilis á (götunafn) hér í bænum. Helgi var í mjög æstu skapi, svo við neyddumst til að taka hann með valdi, leggja hann nið- ur á götuna og s.etja á hann handjárn. Safnaðist þá í kringum okkur mikill mannfjöldi, og hróp- uðu nokkrir úr fólksþyrpingunni að þeir skyldu taka manninn af okkur, og var áðurnefndur (N. N.) þar fremstur í flokki og eggj- aði fast til framgöngu. Var einu sinni þrifið til mín á meðan við vorurn að setja handjárn á mann- inn, og númerið slitið úr treyju- kraga mínum. Síðan fórum við hindrunarlaust með manninn að bifreið, er stóð þar á götunni, og létum hann upp í hana og ætluðum að aka á brott, en þá var bifreiðinni lyft upp öðruifi megin svo að litlu munaði að hún færi á hliðina, og var (N. N.) einn af þeim, er lyfti bif- reiðinni. Eftir það var bifreið- inni haldið fastri um stund þar til bifreiðarstjóranum tókst lað losna út úr fólksþyrpingunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.