Alþýðublaðið - 31.08.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.08.1931, Blaðsíða 2
I ÆfcÞSÐUBUAlÐIB Eldgos anstnr í öræfnm. Á laugaxdagskvöldið stóð vind- ur að austan, sem ekki er í frá- sögur færandi. En þegar birti af degi á sunnudagsmorgun mátti sjá að vindurinn hafði fært með sér eldfjallamóðu, er lá yfir öllu landinu. Loft var skýjað, en ekki anjög pungt, en holt og hæðir voru i einkennilegri móðu, sem gerði að alfar fjarlægðir sýnd- ust helmingi meiri en þegar loft er eðlilegt. Eins og kunnugt er berst oft sandrok áf láglendinu fyrir aust- an fjall, hér út yfir Faxaflóa. En slíkt skeður ekki nema eftir lang- varandi þurka, enda sé bálhvast austanveður. En hér var hvor- ugu til að dreifa, því nokkurra daga rigning var búin að bléyta vel sandana eystra, og austan- vindurinn hafði ekki verið hvass. Mistrið, sem hvíldi yfir land- inu á sunnudaginn, var líka a'lt annars eðlis, miklu gagnsæara og fíngerðara en það, er stafar af sandroki. Á sunnudagskvöldið kom svo fregn um, að eldur hefði sézt á laugardagskvöldið í austurátt frá RangárvöHum, en fregnin er ógreinileg, og getur verið um að ræða marga staði, en sögumaður Alþýðublaðsins hélt gosið hafa verið norðan við eða norðantil í Mýrdalsjökli. Fáheyrt slys. Maðnr, sem kemnr við sögu íslenzka fánáns, verðnr fyrir bil. Pað fáheyrða slys varð á iaug< ardaginn fyrir þrem vikum norð- ur á Blönduósi, að fullhlaðin flutningabifreið, sem skilin hafði verið eftir í brekku, rann niður hana og lenti á manni, sem var að gera við hjól á bifreið. Kast- aðist maðurinn út af veginum iog meiddist mikið, imeðal annars brotnuðu rif í honum og stung- ■ust inn í lungun. Máðurinn, sem varð fyrir þessu hörmulega slysi, var Einar Pét- urssön (bróðir Sigurjóns). Var hann fluttur suður á „Ægi-“. og var nokkuð á batavegi, er hann um síðustu he'gi tók lungnabólgu. Var Einar afarhættulega veikur á laugardaginn, en í gær var hitinn nokkru minni. í dag hefir hitinn aukist aftur og er nær 40 stig, en Einar virðist samt hressari, og þar eð hann er hið imesta hraustmenni er vonast til að hann hafi það af úr þessu. Einar var á suðurleið og imeð tengdaforeldrum sínum, Pétri Ingimundarsyni slökkviiiðsstjóra og konu hans, er slysið vildi til Einar var nokkuð riðinn við síðustu herferð Dana hér á landi. Það var hann, sem réri með ís- lenzka fánann krinigum danskt herskip hér á höfninni, en Danir tóku fánann herfangi, því íslenzki fáninn var þá ekki viðurkendur af Dönum. Viarð þetta til þess, að allir danskir fánar í borginni voru ýmist dregnir eða skornir niður. Unglingspiltur (sem þá var) Sigurður (Skúliason) Thor- oddsen skar niður danska fán- ann við stjórnjarráðið, og varð alt þetta til þess að flýta mjög fyrir að við fengjum löggiltan fáaa. Heyöflun í Húnaþingi. 29. ágúst FB. Fyrri hluta júlí- mánaðar var norðlæg átt og oft kalt. Grasspretta ill, nema á flæðiengjum og heiðalöndum. Heysikapur byrjaði víðast um miðjan júlí. Töður nýttust vel, en urðu um einum fjórða minni en í fyrra, sunis staðar var mun- urinn enn meiri. — Seinni hluta júlí snérist áttin til suðurs. Hefir grassprettu síðan farið mikið fram. Fiskveíðar á Húnaflóa Fréttastofusikeyti hermir, að þar hafi verið allgóður afli í sumar, en oft hefir orðið að sækja fiskinn langt norður og vestur á flóann. Uppgripaafli Þórólfs í snmar. I gær lromu Kveldúlfstogararnr ir Skallagrímur og Þórólfur af síldveiðum. Hafði Skallagrímur fengið 19344 mál síldar, en Þór- ólfur fékk 20820 mál. Er það mesti afli, siem íslenzkur togari hefir nokkurn tíma fengið. Skip- stjóri á Þórólfi er Kolbeinn Sig- urðsson og fyrsti stýrimaður Sígurður Guðjónsson frá Litlu- Háeyri á Eyrarbakka. Skipshöfn- in er ölil skipuð afburða dugnað- armönnum. Fisktökuskip kom á laugar- dagskvöldið og tekur fisk hjá Guðmundi Albertssyni. Annað fisiktökuskip þýzkt kom hingað í gær og tekur fisk frá Kveldúlfi. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 annað kvöld kl. 8. Allir vel- komnir. Erling Krogh. Viðtal. Vér hittum að máli í Hotel Borg inorska tenorsöngvarann Erling Krogh. Nú ætlið þér að syngja fyrir okkur, frændur ykkar Norð- mannanna. Ég hefi lengi ætlað mér að kom til Islands og hlakka til aö, syngja hér. Ég kem frá Kaup- mannahöfn, og söng þar nýlega. Hugsið þér yður að ferðast um landið ? Já, ef ég get komið því við, langar mig til þess. Landið lokk- ar til nánari viðkynningar. Mest hlakka ég til að sjá Þingvelli. Annars er ég vanur ferðalögum. Fyrir um þremur árum ferðaðist ég um alla Ameríku frá hafi til hafs. Ég hefi sungið ‘í öl'lum löndum Evrópu, en oftast á Norðurlöndum. Hvert er ferðinni heitið héðan? Fyrst fer ég til Noregs og Sví- þjóðar, síðan til Afríku (Aigier og Marokko), þiar á ég að syngja nokkur hlutverk í óperum. Erling Krogh þekkja margir af grammófónplötum,. Nú er tæki- færi til að kynnast honum nán- ar. Ráðum vér fólki eindnegið til þess að niota tækifærið og hiusta á þenna vinsælasta söngviar.a Norðmanna. Sá hluti Grænlands, er Norð- memn hafa slegið eign sinni á, er svartur á uppdrætti þessum. Kvenfólk í karlmannsfötum. Svo lítur út sem a’lt af sé tölu- verður slæ'ðingur af kvenfóilki, sém gengur í karlmannsfötum. Nýlega komst upp, að maður /einn í Byoussa í Tyrklandi, Chev-. ket. Effendi, var kona en ekki karlmiaður. Sagði hún að faðir sinn hefði viljað eignast son, og þegar móðir sín hefði átt sig, iiefði hún sagt honum ;að honum væri fæddur sonur. Lét hún hana klæðast karlmannsbúningí, er hún stálpaðist, og ól hana upp sem dreng. Var hún orðin full- orðin, þegar faðir hennar dó, og vdssi hann þá ekki annað en að hún væri karlmaður. I Þýzkalandi komst nýlega upp um kvenmann, að hún var ekki karlmaður, en hún var þá í 12 ár búin að ganga í karlnnanns- búningi. EJm daglnn og vegimno Berjaferðir ^lþýðublaðsins. í gær fóru 200 manns í berja- ferðir Aiþýðublaðsinis. Er það miklu minni þátttaka en undan- farna isunnudaga. Veður var líka ekki sem ákjósanlegast, loft var þykt í allan gærdag og ieit út fyrir rigningu. F. U. J. heldur fund annað kvöld kL 8 í Góðtemplarahúsinu (uppi) við Templarasund. Ýms merk fé- iagsmál verða til umræðu, enn fremur þingmál, istarf Alþýðu- fiokksþingmannanna á síðasta þingi, og mæta þeir Jón Baid- vinsson og Héðinn Valdimarsson á fundinum. Félagar! Fjölmennið réttstundis. Bióauglýsingar eru á 4. síöu. Mentaskólinn. Á miorgun rennur út umsóknar-< frestur um upptöku í 1. og 4. bekk Mentaskóians. i?að er að Srétta? Nœturlœknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Aðalstræti 9, sími 272. Vedrid. Lægð er austur undir Noregi, en háþrýstisvæði frá Grænlandi breiðist austur yfir ls- iand, og er því von á góðvlðri. Búist er við að loft ver'ði létt- skýjað yfir öllu Suður- og Vest- urlandi, en hæg norðvestan átt og skýjað loft yfir Norðuriandi. Útvarpid, í diag: Kl. 19,30: Veð- urfregnir. Kl. 20,30: Söngvél: Gluntarnir. Kl. 20,45: Hljómleik- ar (Þ. G., K. M., Þ. Á. og E. Th.): Alþýðulög. Kl. 21: Veðurspá og fréttir. Kl. 21,25: Söngvél (pianó- sóló). Farsóttir og monndaudi í Reijkjavík. Vifcan 16.—22. ágúst. (I svigum tölur næstu viku á undan.) Hálsbóiga 51 (46). Kvef- sótt 44 (37). Kveflungnabólga 6 (4). Gigtsótt 0 (1). Iðrakvef 39 (52). Taksótt 3 (7). Hlaupabóla 1 (0). Mannslát: 8 (5). Landlæknis- skrifstofan. Frti lítlöndúrn komu í gær Botnía, Island og Selfoss. Nova kom hingað í gær að: norðan og frá Noregi. Hún fer í kvöld kl. 6 no-rður um land. Belgaum kom- í gær frá Eng- laiidi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.