Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 4
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 Jaftirétti milli landshluta eftir Pétur Valdi- marsson tœknifræöing Á undanförnum árum hefur verið haldið uppi miklum áróðri af hálfu stjórnmálamanna í Reykja- vík og nú síðar á Reykjanesi um „óréttlætið" sem viðgengst í landi okkar. „Óréttlætið" sem talað er um er mismunur í vægi atkvæða, en af hverju stafar sá mikli munur, hvernig er þessu varið annars staðar og er þetta misvægi hið eina sem þarf að leiðrétta? Mismunur í vægi atkvæða staf- ar fyrst og fremst af því hve íbúar landsbyggðarinnar flytjast óeðli- lega mikið á höfuðborgarsvæðið, í það „óréttlæti" sem sagt er að bíði þeirra þar. Það er rétt að vægi atkvæðis er minna á höfuðborgarsvæðinu þeg- ar kosnir eru fulltrúar til Alþing- is, en þrátt fyrir það vill fólk held- ur vera þar, vegna þess að önnur mannréttindi eru þar margfalt meiri en annars staðar á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu búa allir sérfræðingar og ráðunautar al- þingismanna og ríkisstjórna svo og ráðuneytisstjórar. Þessir sér- fræðingar ráða oft meiru um framvindu mála, ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur land- inu öllu, heldur en hinir löglega kjörnu fulltrúar Alþingis, enda fjöldi sérfræðinganna allt að 50faldur. Þá er ekki úr vegi að minna á að alþingismenn landsbyggðakjör- dæmanna eru að stórum hluta af höfuðborgarsvæðinu. Af framanrituðu má sjá að hinn raunverulegi atkvæðisréttur er margfalt meiri á höfuðborgar- svæðinu en annars staðar á land- inu, enda hefur hinn almenni kjós- andi ekki óskað eftir breytingum. í höfuðborginni er öll stjórn- sýsla landsins staðsett. Þar eru allar sérmenntastofnanir byggðar af landsmönnum öllum, en borg- arstjóri ætlast þó til að greitt sé fyrir sérstaklega ef einhver lands- byggðarnemi leyfir sér að nota þessar stofnanir. í Reykjavík er mestöll heil- brigðisþjónusta sérfræðinga á vegum ríkisins, þar er rafmagni og upphitun húsa haldið niðri, með óeðlilegum erlendum lántök- um, til þess að íbúar landsbyggð- arinnar fái ekki eðlilega launa- hækkun til þess að greiða olíu og rafmagnsorku, sem seld er á okur- verði. Það væri rétt fyrir stjórnmála- menn og öfgasinna til hægri og vinstri á höfuðborgarsvæðinu að athuga hver er vilji hins almenna kjósanda áður en lengra er haldið á þessari villigötu. Það er ekki ólíklegt að þeir aðil- ar sem leggja til milli 70 og 80% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar vilji hafa eitthvað til málanna að leggja. Hvernig er kosningarétti varið hjá næstu nágrönnum? Grænlendingar, sem við höfum alltaf heyrt að búi við hin verstu kjör og séu ásamt Færeyingum kúgaðir af Dönum, hafa meira vægi atkvæða til danska þingsins heldur en Danir, en þar fyrir utan hafa nú báðar þjóðirnar heima- stjórn. Á danska þinginu eru 179 þing- menn, 175 kosnir í Danmörku, 2 í Færeyjum og 2 á Grænlandi. At- kvæðamagn á bak við hvern þing- mann 1981 var: í Danmörku frá 16.837 upp í 24.876 eftir kjördæm- um, í Færeyjum 15.064, á Græn- landi 16.230. Hvernig stendur á misjöfnu vægi atkvæða í Danmörku, sem er lítið land, um það bil % af íslandi og þéttbýlt? Stjórnarskrá Danmerkur, sem nú er í gildi hvað varðar kosn- ingalög, var sett 1915 og endur- skoðuð 1948 og 1970. Þegar lögin voru sett 1915 var ákveðið að taka skyldi tillit til eft- irfarandi atriða: 1. íbúafjöldi kjördæmis, vegna Pétur Valdimarsson þess að foreldri fer með forræði barna sinna að kosningaaldri. 2. Fjölda kjósenda kjördæmis. 3. Stærðar kjördæmis í ferkíló- metrum. Tekið var tillit til fjar- lægðar ffa höfuðborginni og hve auðvelt væri að komast frá kjördæminu til hennar, það er að segja umferðarstuðull. Árið 1915 var hver ferkílómetri lát- inn jafngilda 10 einstaklingum, 1948 25 einstaklingum og átti Leiði hins fræga svissneska St. Bernaðshunds, sem bjargaði seztán mannsKfum. Af mörgum legsteinunum mi sjá að þar hefur ekki verið sparaður skild- ingurinn. (Ljómn. Mbl. A.N.). Dýrakirkjugarðurinn í París Á undanfornum árum hafa kom- ið upp vandamál í Paris vegna gæludýrahalds. Götur og stræti bera þessu dýrahaldi glöggt vitni og sérstaklega eru það hundar sem eru iðnir við að skilja eftir sig úr- ganginn hvar sem stigið er niður og sumir eru svo óheppnir aö renna í þessum ósóma og bein- brjóta sig. Það er alls konar fólk sem fær sér gæludýr til að stytta sér stundir, en þó mun það vera mest gamalt fólk, sem er ein- angrað og einmana. Síðan, þegar þessi blessuð dýr deyja, þá lenda sum á öskuhaugunum, en önnur fá virðulega greftrun í dýra- kirkjugarðinum á Pont de Clichy, sem er á stóru landsvæði rétt við París. í þessum garði má finna frægar bréfdúfur, hænur (ætli þær hafi verpt gulleggj- um?), indversk svín, kanínur, apa, ketti og hunda. I þessum kirkjugarði liggja jarðneskar leifar dýra sem frægt fólk hefur átt eins og til dæmis hundar Farah Diba, konu fyrrv- erandi íranskeisara, en hún kom fljúgandi í einkaflugvél keisar- ans með uppáhaldshunda sína látna og lét grafa þá í kirkju- garðinum. Frægan svissneskan Sankti Bernarðs-hund, er bjarg- aði sextán mannslífum, er einnig að finna í garðinum og fékk hann mjög virðulegan grafreit, sem hefur kostað sitt. Á gröfinni er stytta af hundi með stúlku- barn á bakinu. Legsteinarnir þarna eru ekki af ódýrustu gerð- inni og grafskriftirnar margar nýstárlegar eins og til dæmis þessi: „Hér hvílir okkar ástækra Súsí, sem dó af slysförum ... “, eða: „Til okkar elsku Bellu, fædd ’72, dáin ’82 ... “ og þannig mætti lengi telja. í mörgum til- fellum er engin leið að vita af hvaða tegund viðkomandi dýr hefur verið og er þess sjaldan getið á legsteinunum. Mér fannst það undarleg til- finning að ganga um garðinn og sjá hin ýmsu leiði, en þar hafði ekki verið sparaður skildingur- inn. Sú spurning vaknaði í huga mér, hvort þetta væri of langt gengið og þótt ég sé mikill dýra- vinur verð ég að játa að mér fannst það. Engu að síður ráð- legg ég öllum, sem koma til Par- ísar, að skoða þennan garð, en hann er að finna á 4 Pont de Clichy og metróstöðin heitir „Annieres". — Góða skemmtun. (Anna Nissels/París) 1970 að vera 30. 1970 var þess- ari reglu hins vegar breytt vegna þess að umferðarstuðull- inn var ekki látinn vega eins þungt, og er nú hver ferkíló- metri látinn jafngilda 20 ein- staklingum. Þegar þingmönnum er skipt niður á kjördæmi, eru niðurstöður þessara 3ja liða lagðir saman fyrir hvert kjördæmi og landið í heild myndar deilistofn þingmanna á kjördæmi, fyrir utan Færeyjar og Grænland. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofunnar er fjöldi íbúa, kjósenda og flatarmál hvers kjördæmis sem hér segir: Flatarmál F. Sjá töflu 1 efst á næstu síðu í Noregi er fjöldi atkvæða á bak við hvern þingmann mjög mis- munandi milli kjördæma, frá 19.700 upp í 36.100. { Bandaríkjum Norður-Ameríku er því sem næst jafnt vægi at- kvæða þegar kosið er til fulltrúa- deildar, en þegar kosið er til öld- ungadeildar er misvægi 20 til 25 falt vegna þess að hvert fylki á 2 fulltrúa burtséð frá íbúafjölda fylkisins. Er vægi atkvæða eina misréttið? Stjórnmálamenn höfuðborg- arsvæðisins láta eins og vægi at- kvæða sé hið eina sem þarfnist leiðréttingar, en er það svo eða hver er ástæðan? Eitthvert mesta óréttlæti í þessu landi eru hin miklu sérrétt- indi sem Reykjavík eru áskilin í Stjórnarskrá og með almennum lögum. Samkvæmt stjórnarskrá skal Alþingi sitja í Reykjavík svo og ráðuneyti, forseti skal búa í Reykjavík eða nágrenni. Reykja- vík hefur ein sveitarfélaga ákvörð- unarrétt í flestum málum, öll önn- ur bæjar- og sveitarfélög verða að sækja til stjórnstöðva ríkisins því C.H. Brown Forseti FEACO á íslandi VINSTRI stjórnir í Bretlandi hafa yfir- leitt haft meiri tilhneigingu til þess að hagnýta sér þjónustu rekstrarráðgjafa en hsgri stjórnir. Á þessu hefur þó orðið breyting í stjórnartíð frú Margar- et Thatcher, forsstisráðherra, en stjórn hennar hefur hagnýtt sér rekstr- arráögjafa I miklum msli og þá fyrst og fremst til þess að tryggja það, að raunveruleg verðmsti fáist fyrir pen- ingana á vettvangi stjórnsýslu. Þetta kom m.a. fram í máli C.H. Brown, for- seta Kvrópusamtaka rekstrarráðgjafa (FEACO), á fundi með fréttamönnum á miðvikudag. C.H. Brown, sem er Breti, hefur dvalist hér á landi undanfarna daga í boði Félags íslenzkra rekstrar- ráðgjafa. Tilgangur ferðar hans hingað er aðallega tvíþættur, annars vegar þáttur í samskiptum íslenzkra rekstrarráðgjafa við FEACO og hins vegar liður í víðtækri kynningu rekstrarráðgjafar og nytsemi henn- ar hér á landi. Brown hélt m.a. fyrir- lestur fyrir ýmsa forystumenn í fs- lenzku atvinnulífi á Hótel Sögu sl. miðvikudag, þar sem hann fjallaði um nauðsynina á vandaðri rekstr- arráðgjöf í nútíma atvinnulífi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.