Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 6
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 Miljovan Diljas lýsir skoðunum sínum „Það er ekkert heilbrigt við þetta kerfi. Ekkert er í lagi. Skólarnir eru ekki eins og þeir eiga að vera. Háskóiarnir duga ekki til neins. Stjórnsýslan er einskis megnug. Ég hef fylgzt með stjórnmálalífi þessa lands nógu lengi. Fyrir síðari heimsstyrjöldina var konungsríkið Júgóslavía slæmt ríki með veikri stjórn en jafn margt hæfileikalaust fólk og nú í opinberu lífi var ekki til staðar þá.“ Kerfi kommúnismans er óhæft og gialdþrota Það er Milovan Djilas, kunn- asti andófsmaður Júgóslavíu, sem dregur þessa dökku mynd upp af ástandinu í heimalandi sínu í viðtali við vestur-þýzka tímaritið Der Spiegel fyrir skömmu. Hann er vafalítið jafn- framt sá rithöfundur í Júgóslav- íu, sem mest er gefið út eftir, enda þótt verk hans séu aðeins birt á Vesturlöndum. Nú, þegar þrjú ár eru liðin frá dauða Titos, er Djilas eftir sem áður álitinn „þjóðfélags óvinur nr. eitt“. Leynilögreglumenn fylgjast stöðugt með íbúð hans í miðborg Belgrad og honum er neitað um vegabréf til Vesturlanda. Ferða- frelsi hans innanlands er þó mun meira nú en það var. Djilas er nú 71 árs. Hann var orðinn samstarfsmaður Titos þegar á fjórða áratug þessarar aldar. Að loknu sigursælu stríði skæruliða við nazista, varð Djil- as næst voldugasti maður Júgó- slavíu og helzti hugmyndafræð- ingur kommúnistaflokks lands- ins. En Djilas hafði sínar eigin hugmyndir um framkvæmd kommúnismans. Hann vildi koma á ritfrelsi, sjálfstjórn verkmanna og sósíalísku lýð- ræði. Allt voru þetta markmið, sem gengu allt of langt að mati Titos. Árið 1954 urðu vinslit með þessum tveimur þjóðhetjum. Djilas var sviptur öllum emb- ættum sínum hjá flokknum og í stað hetju var hann nú gerður að ómenni í vitund almennings. En andófsmaðurinn var ekki reiðubúinn til þess að þegja þunnu hljóði um stjórnmála- skoðanir sínar, eftir að hann var fallinn í ónáð. Hann hélt áfram að skrifa þrátt fyrir bann yfir- valda. Rit hans birtust eftirleiðis á Vesturlöndum og í þeim lýsti hann ástandinu heima fyrir og í öðrum kommúnistalöndum og var þá gjarnan ómyrkur í máli varðandi menn og máiefni. En fyrir þessi skrif sín varð Djilas að gjalda dýru verði. Hann var settur í fangelsi, þar sem honum var haldið í alls 11 ár. Nú vinnur Djilas að ritgerða- safni, sem á að heita: „Dýflissa og ljós“ og á að varpa ljósi á efasemdir hans á fangelsisárum hans. Niðurstaða þeirra er: Án hugsjónar og siðgæðis hlýtur Milovan Djilas (fyrir miðju). Mynd þessi var tekin í Belgrad fyrir skömmu. Djilas var um skeið hægri hönd Titos, en vegna skoðana sinna féll hann í ónáð. Hann varð heimsfrægur fyrir bók sína „Hin nýja stétt“, þar sem hann lýsti því, hvernig embættismannastétt kommúnistaflokksins verður að nýrri forréttindastétt í þjóðfélaginu. sérhvert stjórnmálakerfi að líða undir lok. í áðurgreindu viðtali við Der Spigel lætur Djilas gamminn geysa um stjórnmála- ástandið og framtíðarhorfur jafnt í heimalandi sínu, Júgó- slavíu, sem í öðrum kommúnistalöndum. „Eins og er, þá þjáist Júgó- slavía af tvfklofningi," segir Djilas. „Efnahagskerfi okkar innheldur ýmsa vestræna þætti. Það er fyrir hendi frjáls mark- aður, þótt það sé ekki nema að nokkru leyti. Samkeppni er til, enda þótt hún sé ekki á háu stigi. En valdakerfið hefur haldizt óbreytt á austrænan hátt og er varla í neinu frábrugðið valda- kerfinu í öðrum löndum, sem stjórnað er af kommúnistum." Nýr Tito ekki fyrir hendi Þegar Djilas er spurður að því, hvort ekki væri hugsanlegt við núverandi aðstæður, að nýr sterkur maður eins og Tito kæmi fram á sjónarsviðið, svarar hann því neitandi: „Það tekur því 'ekki að velta þeirri spurningu fyrir sér,“ segir hann. „Slíkur per- sónuleiki er ekki fyrir hendi og engar horfur á, að hann eigi eftir að koma fram á næstunni." Djilas er bent á efnahags- ástandið, sem væri ömurlegt, í ýmsum kommúnistalöndum. Pólland stæði frammi fyrir risa- vöxnum skuldum. Sama máli gegndi um Rúmeníu og í sjálfum Sovétríkjunum kæmu stöðugt fram stórir vankantar í áætlun- arbúskap og vörudreifingu. Þrjá- tíu og átta árum eftir stríðslok væri á ný byrjað að gefa út skömmtunarseðla í Júgóslavíu fyrir matvælum og fyrir utan búðirnar stæði fólk í biðröðum eftir kaffi og þvottaefni. Á Vest- urlöndum skuldar Júgóslavia gífurlegar fjárhæðir (um 500 milljarða ísl. kr.) og í landinu eru nú um ein millj. manna at- vinnulausir. Er þetta ekki gjald- þrotayfirlýsing fyrir eitt stjórn- málakerfi? Þessu svarar Djilas þannig: „Þetta er án efa rétt. Hið kommúníska kerfi er óhæft en þó með einni undantekningu, sem er byltingarskeiðið. Þar sem skilyrðin fyrir byltingu eru fyrir hendi, dugar þetta kerfi til nokk- urs, en síðan bregst það. Ég vil ekki deila um það, hvort kerfið, kommúnismi eða kapitalismi, sé framfarasinnaðra eða aftur- haldssinnaðra. Hið vestræna kerfi er augsýnilega betra. Vest- urlönd hafa allt, sem lönd Austur-Evrópu hafa. Félagslegt öryggi, sj úkratryggi ngar, allt það, sem kommúnistar grobba svo gjarnan af. En Vesturlönd hafa einnig annað, sem skiptir kannski mestu máli, það er stjórnmálafrelsi og efnahags- getu. Hér mun kreppan halda áfram, eftir að Vesturlönd hafa yfirunnið núverandi erfiðleika, því að hjá okkur stafa þessir erf- iðleikar af kerfinu. Þeir, sem stjórna hér, endur- taka það viðstöðulaust, að Júg- óslavía eigi óhikað að halda áfram á þeirri braut, sem Tito afmarkaði. Þetta er þó fráleitt. Það verður af þessari leið, eins fljótt og unnt er. Tito tilheyrir nú sögunni, en lífið heldur áfram. Auk þess er það augljóst, að Tito hlýtur að bera að miklu leyti ábyrgðina á því kerfi, sem hér ríkir og því líka á núverandi vandræðaástandi." Djilas kveðst álíta, að langur tími kunni að líða, unz umtals- verðar breytingar eigi sér stað í þjóðfélagsmálum í ríkjum Austur-Evrópu. Þrátt fyrir mikla óánægju almennings víða í þessu um löndum, gerir skrif- ræðið þar allt, sem það megnar til þess að kæfa nýjar hugmynd- ir jafn óðum og þær verða til. Að því muni þó koma, að nýjar hugmyndir ryðji sér til rúms og þær eigi eftir að koma frá menntamönnum og verkamönn- um, sem bindast muni samtök- um. í Póllandi geti þó soðið upp úr, hvenær sem er, sökum þess að þar hefur verið ýtt við fólki og það náð að hugsa sjálft á nýjan leik. Andropov enginn umbótamaður Djilas telur það vera mikil- vægasta verkefni Vesturlanda að koma í veg fyrir útþenslu Sovétríkjanna. Þar skipti það mestu máli að taka einarða hugmyndafræðilega afstöðu gegn kommúnismanum. Ekkert vinnist þó með þvi að grfpa á nýjan leik til aðferða kalda stríðsins. „Andropov getur alls ekki ver- ið neinn umbótamaður," segir Djilas. „Aðallega vegna þess að hann er í forystu fyrir lokuðu kerfi, sem er stirðnað af skrif- ræði en þröngsýnt með fyrir- framlausn á öllu án nýrra hug- mynda. Andropov hlýtur að koma upp eins manns einræði bráðlega. Eins og öllu er háttað nú, þá getur hann aðeins komið á skipulagsbreytingum og það hef- ur hann þegar gert. Hann hefur t.d. dreift valdi frá landbúnað- arráðherra til staðbundinna stofnanna. Hann ræðst gegn drykkjuskap og vinnusvikum og er skynsamari og sveigjanlegri í utanríkismálum en fyrirrennari hans. En það er ekki unnt að koma auga á neina stóra póli- tíska línu. Hann er gamall mað- ur og sennilega of gamall til þess að taka upp nýjar hugmyndir." Kjötverzlun með tómum hillum í Rúmeníu. Biðröð við matvöruverzlun f Póllandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.