Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 51 Lokaprófs- tónleikar I DAG, laugardag 23. apríl, þreyt- ir Kristinn H. Árnason gitarleik- ari lokapróf sitt frá Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar. Krist- inn er Reykvikingur, fæddur árið 1963. 10 ára gamall hóf hann gít- arnám hjá Gunnari H. Jónssyni vio Tónskólann, en kennari hans síðar varð Joseph Ka Cheung Fung. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Mundarra, Bach, Sor og Martin. Tónleikarnir hefjast kl. 18. Höggmyndasýning í Listasafni íslands í LISTASAFM íslands stendur nú yfir höggmyndasýning á verkum eft- ir Ásmund Sveinsson, Einar Jónsson og Sigurjón Ólafsson. Auk þess eru i sýningunni Ijósmyndir eftir einn þekktasta Ijósmyndara Bandaríkj- anna, David Finn, af höggmyndum listamannanna. Sýningin stendur til 15. maf og er opin um helgar fri 13.30 til 22.00 og virka daga fri 13.30 til 18.00. Eftir 1. maí verður opið um helgar eins og iður, en síðan aðeins i þriðjudögum og fimmtudögum. MIR-salurinn: Sovésk-finnsk kvikmynd NK. SUNNUDAG, 24. apríl kl. 16, verður kvikmyndin „Trúnaður" fri irinu 1977 sýnd í MÍR-salnum, Lindargötu 48. Mynd þessi er gerð í samvinnu finnskra og sovéskra kvikmyndagerðarmanna. Leikstjóri er Viktor Tregúbovits, en með aðal- hlutverkin fara Kirill Lavrov sem leikur Lenin, Margarita Térekhova, Irina Miroshnitsenko og Viljo Sliv- ola. Myndin greinir frá atburðum. sem gerðust í lok ársins 1917. I kjölfar Októberbyltingarinnar og með valdatöku bolsévika í Rúss- landi, Lenins og samstarfsmanna hans, fengu Finnar fyrirheit um fullt sjálfstæði, en Finnland hafði verið undir rússnesku keisara- krúnunni frá árinu 1803. Áður en sýningin á kvikmynd- inni hefst flytur Mikhaíl Dedjúrín sendifulltrúi stutt ávarp á ensku í tilefni afmælisdags Lenins, 22. apríl. Aðgangur að MÍR-salnum er ókeypis og öllum heimill. Góðandaginn! í dag kjósum við ©^listann Á S-listanum eru allar geröir af SMOE>lí^ ásamt hinum glæsilega nýja SkodaíAPíD Verð aðeins frá kr. 111.600 Utankjörstaðapöntunum veitt móttaka í síma 42600 og að sjálfsögðu er kosningakaffi á könnunni. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.