Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 53 Seðlabanki íslands: Lágmarkstfmi vísitölu- lána hefur verið stytt- ur úr níu mánuðum í sex — Vextir af pundreikningum hækka um 1%, en aðrir lækka um 1% — Vextir af bindiskyldu hækka úr 34% í 38% Hinn 15. aprfl nk. ganga í gildi nokkur nýmæli vardandi verðtryggingu innlána og útlána. Meginbreytingin er sú að leyft er að vísitölubinda lán, sem veitt eru til minnst 6 mánaða, en áður var lágmarkslánstími slíkra lána 9 mánuðir. Þá munu vextir innlendra gjaldeyrisreikninga breytast þannig, að vextir af innstæðum í sterlingspundum hækka um 1 prósentustig, en af öðrum gjaldeyri lækka vextirnir um 1 prósentustig. Vextir af óverðtryggðum innstæðum innlánsstofnana í Seðlabanka, sem bundnar eru skv. reglum um bindiskyldu, hækka úr 34% í 38% á ári. Aðrir vextir verða óbreyttir um sinn og bera framangreind lán t.d. 2% nafnvexti auk verðtryggingar. Hér á eftir er lýst þeim breytingum sem verða á reglum um útborgun verðtryggðra innlána og meðferð verðtryggðra lána. Þessar upplýsingar er að finna í frétt frá Seðlabanka íslands. Verðtryggðir innlánsreikningar Innlán á reikningum með fullri verðtryggingu skv. lánskjaravísi- tölu eru bundin í 3 eða 6 mánuði. Innstæðu þarf ekki að segja upp, heldur opnast reikningarnir með reglulegu millibili og er þá unnt að taka út það fé, sem verið hefur inni í tilskilinn tíma. Þetta þýðir t.d. að þegar reikningur opnast, er ekki unnt að taka út fé sem kann að hafa verið lagt inn skömmu fyrir opnun reikningsins. Með reglunum, sem taka gildi hinn 15. apríl nk., verður gerð sú breyting að innlánsstofnun getur vikið frá þessum bindireglum þegar um er að ræða samningsbundinn reglu- legan sparnað á sérstökum verð- tryggðum reikningum til 12 mán- aða eða lengri tíma. Höfuðstóll verðtryggðra lána í reglur um meðferð verð- tryggðra lána er nú sett ýtarlegri lýsing á því hvernig höfuðstóll skal breytast: „Höfuðstóll láns breytist í hlut- falli við breytingar lánskjaravísi- tölu frá grunnvísitölu til fyrsta gjalddaga, og síðan í hlutfalli við breytingar á vísitölunni milli gjalddaga. Skal höfuðstóll lánsins breytast á hverjum gjalddaga, áð- ur en vextir og afborgun eru reiknuð út. Grunnvísitala skal vera lánskjaravísitala sú, sem í gildi er þegar lán er veitt." Þetta felur ekki í sér breytingu frá gildandi reglum, enda er lýs- ingin samhljóða þeirri sem marg- ar lánastofnanir hafa í texta sinna verðbréfa. Gjalddagar verðtryggðra lána Lánskjaravísitala er aðeins reiknuð mánaðarlega og þarf því að gæta þess að gjalddagar séu allir á sama degi mánaðar. Einnig er æskilegt að tímabilið frá lán- veitingu til fyrsta gjalddaga telj- ist í heilum mánuðum. í reglur um verðtryggingu lána er nú sett ákvæði þess efnis að gera skuli leiðréttingu í þeim undantekn- ingartilfellum að gjalddagi er á öðrum degi mánaðar en lánveit- ing, þannig að tímabilið þar á milli telst ekki aðeins í heilum mánuðum heldur og í broti úr mánuði. Ber þá að leiðrétta fyrir þessu með dagvöxtum (í mest 29 daga) sem skulu vera hinir sömu og sérstakar verðbætur verð- tryggðra sparireikninga, nú 4,5% á mánuði. Við útborgun láns greiðir lánþegi dagvextina, ef gjalddagi er síðar í mánuði en lánveiting, en lánveitandi greiðir ef gjalddagi er fyrr. Iðnlánasjóður afgreiddi 345 lán á síðasta ári SAMTALS 345 lán að fjárhæð um 125.2 milljónir króna voru afgreidd úr Iðnlánasjóði á síðasta ári. Til samanburðar má geta þess, að árið 1981 voru afgreidd 343 lán, samtals að fjárhæð 93,7 milljónir króna. Þessar upplýsingar komu fram hjá Braga Hannessyni, bankastjóra Iðn- aðarbankans, í skýrslu hans um starfsemi Iðnlánasjóðs á aðalfundi Iðnaðarbankans sl. laugardag. Lánin í fyrra skiptust þannig, að afgreidd voru 193 vélalán, sam- tals að fjárhæð um 60,9 milljónir króna, 147 byggingalán, samtals að fjárhæð um 61,0 milljónir króna og 5 iðngarðalán, samtals að fjárhæð um 3,3 milljónir króna. „Fjöldi afgreiddra lána milli ára er nánast óbreyttur, en heildarút- lán ársins hafa hækkað um 33,5% frá árinu áður. Meðalfjárhæð lána hefur hækkað um 32,7%, úr 273 þúsundum króna í 363 þúsund krónur. Þá hefur eftirspurn eftir lánum úr sjóðnum vaxið um 67%, eða nokkuð umfram verðlags- breytingar," sagði Bragi Hannes- son ennfremur. í ræðu Braga kom fram, að árið 1982 var ráðstöfunarfé sjóðsins 128.2 milljónir króna, þar af eigið ráðstöfunarfé 43,2 milljónir króna. Ráðstöfunarfé sjóðsins óx um 33% milli ára, en eftirspurnin um 67%, þar af leiðandi lækkaði hlutfall ráðstöfunarfjár af eftir- spurn niður í 50,2%, en var árið áður 61,4%. í lok ársins 1982 var staða heild- arútlána með verðbótum þannig, að vélalán voru samtals að fjár- hæð um 253,8 milljónir króna, byggingalán, samtals að fjárhæð 343,4 milljónir króna, veiðafæra- lán samtals að fjárhæð um 1,9 milljónir króna og iðngarðalán, samtals að fjárhæð um 5,7 millj- ónir króna. Heildarútlán sjóðsins hafa vaxið um 83,8% frá fyrra ári. Tekjur sjóðsins námu 270,9 millj- ónum króna á síðasta ári, þar af var iðnlánasjóðsgjald 21,4 milljón- ir króna. „Athygli vekur, að nú er Iðn- lánasjóður gerður upp með rekstrartapi í fyrsta sinn og nem- ur það 4,5 milljónum króna. Skýr- inga á þessu tapi er að leita í kjör- um þess fjár, sem Iðnlánasjóður fær til endurlána frá Fram- kvæmdasjóði," sagði Bragi Hann- esson. Upplýsingaöflun hefur oft á tíðum verið tímafrekt starf, sem ekki hefur alltaf skilað árangri. Mikið magn upplýsinga um allt milli himins og jarðar liggur frammi fólki til afnota, en aögangurinn að upplýsingum og þekking á því hvernig og hvar eigi að nálgast þær hefur verið af skornum skammti. Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Stjórnunarfélags fslands, sagði í samtali við Mbl., að erlendis færi fram skipuleg söfnun upplýsinga í sérstökum gagnabönkum, sem staðsettir eru víða í Vestur-Evrópu og í Banda- ríkjunum. f þessum bönkum er að finna mjög fjölbreyttar upplýs- ingar sem eftirfarandi dæmi sýna: 1) „Standard & Póor’s News“. 2) „Science Citation Index, SCISEARCH", sem inniheld- ur um 90% allra vísindarita í heiminum. 3) „Marquis Who is Who“. 4) International Software Database". 5) „Journal of Economic Litera- Þá kom það fram hjá Braga að lán hjá Framkvæmdasjóði í árslok hafi verið að upphæð 407,4 millj- ónir króna. Þar af er rúmur þriðj- ungur bundinn gengi erlendra gjaldmiðla, aðallega Bandaríkja- dala. Útlán sjóðsins hafa einvörð- ungu verið í íslenzkum krónum, en bundin lánskjaravísitölu. f því sambandi benti Bragi á, að láns- kjaravísitala hefði hækkað um 61,3% á síðasta ári, en Banda- ríkjadollar hins vegar um 103,4%. ture“. 6) „Magazin Index", sem inni- heldur upplýsingar um 370 ólík tímarit. Stjórnunarfélag íslands hefur gert samning við stærsta gagna- banka í heimi, Dialog, en hann veitir aðgang að 170 sérhæfðum gagnabönkum með um 75.000.000 ólíkar upplýsingar. í framhaldi af þessu hefur nú verið ákveðið að hefja námskeið, þar sem kennt verður að leita upp- íýsinga í þessum bönkum. Á nám- skeiðinu verður notast við skjái og modem sem SFÍ hefur yfir að ráða og þátttakendur komast þannig í beint samband við viðkomandi banka. Með þessari þekkingu geta fyrirtæki, á tiltölulega einfaldan hátt, með eigin tölvubúnaði, leitað að þeim upplýsingum sem þau vantar, en upplýsingaforðinn er næstum ótakmarkaður. Fyrsta námskeiðið fer fram að Síðumúla 23 dagana 25. og 26. apríl nk. Stjórnunarfélag Islands gerir samning við stærsta upplýsingabanka í heimi Dagatal fylgíblaðanna ALLTAF Á ÞRIÐJUDÖGUM IÞR(m 60* ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM Alltaf á fóstud.ögum ALLTAF A LAUGARDÖGUM ALLTAF Á SUNNUDÖGUM OG EFNISMEIRA BLAÐ! Fimm sinnum í viku fylgir auka fróóleikur og skemmtun Mogganum þínum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.