Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 14
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 Seint koma sumir en koma þó Joe Cocker SHEFFIELD STEEL Island ILPS 9700 Sennilega veina einhverjir af fögnuði þegar þeir frétta af plötu frá Joe Cocker. Hún heitir „Sheffield Steel“ en er ekki ný, eins og ætla mætti. Nei, hún kom úr fyrir nokkrum mánuðum en barst ekki til landsins fyrr en nú (seint koma sumar en koma þó). Það er ákaflega óþægilegt hvað sumar plötur berast oft seint til landsins. En því verður þó senni- lega ekki breytt í bráð, en ekki efast ég um að plötur mundu seljast betur ef boðið bæri upp á þær glænýjar. Mikill munur væri það, en aftur að Joe Cocker. Við plötuna er eitt grundvall- aratriði, sem vert er að hugleiða áður en lengra er haldið. Hljóð- færaleikararnir á „Sheffield Steel“ eru nákvæmlega þeir sömu og voru með Grace Jones á síðustu plötu hennar. Því er all- ur hljóðfæraleikur mjög líkur og hjá Grace. Og ekki nóg með það, lögin og jafnvel útsetningarnar eru það líka. Eini munurinn er fólginn í röddum þeirra. Jœ Cocker hefur grófa og hrjúfa „whiskey-rödd“ sem fellur oft á tíðum mjög vel að undirleiknum. Ekki spilla raddbeitingar hans fyrir. Hann beitir sinni hrjúfu rödd oft á sérstakan hátt og er mesta furða hvað hann getur. Að platan skuli líkjast tónlist Grace Jones (og líka Marianne Faithful og Barry Reynolds) lækkar hana eflaust í áliti. Að minnsta kosti verður hún ekki eins sérstök, þrátt fyrir að hún hafi margt fram yfir Grace Jon- es. En þrátt fyrir allt er hér um plötu að ræða sem vert er að kynna sér, hvort heldur sem kemur til þekking á áðurnefnd- um listamönnum eða ekki. Svona skal það vera UB 40 Live Dep Intcrnational Eftir að hafa rennt þessari nýju UB-plötu í gegn, plötu sem sennilega fæstir áttu von á, er ljóst að hljómsveitin hefur skap- að sér nafn sem einhver allra besta hljómsveit seinni ára. Þetta kann að vera stór fullyrð- ing en sá sem efast ætti að at- huga málið. Fyrir það fyrsta mætti ætla að hjálpartæki við upptökur væru nýtt til hins ýtr- asta þar sem hér er um átta manna flokk að ræða og því ætti tónlistin ekki að vera jafn ris- mikil á tónleikum. En þannig er þessu ekki farið með UB 40, ef marka má upptökurnar á „UB 40 LIVE“. Það er hreint ótrúlegt hvað allt er pottþétt á þessari hljómleikaplötu. Heildarsándið er eins gott og á stúdíó-plötum þeirra. Hvert hljóðfæri fyrir sig er afbragð og hljóðblöndunin er 100%. öll hljóðfærin koma vel í gegn og jafnvægið á milli þeirra er óaðfinnanlegt. En á þessu er þó einn galli, sem hægt er að setja fyrir sig ef vilji er fyrir hendi. Þegar allt er svona svaka- lega pottþétt þá fer ákaflega lít- ið fyrir þeim sérstaka blæ sem velflestar hljómleikaupptökur hafa yfir sér. Fyrir bragðið leit- ar hún ekki á spilarann sem „live“-plata, heldur sem venjuleg afbragðsgóð stúdíóplata frá UB 40. Á plötunni eru tíu lög og hafa þau öll komið út áður. Er það í raun eini punkturinn sem ég get ekki sætt mig við á þessari plötu. Alveg er ég viss um að platan hefði verið enn meira heillandi hefðu verið tvö eða þrjú ný lög með. En þannig er það ekki og þegar lengra er hugsað þá er erf- itt að gera sér í hugarlund hvernig jafn stórkostleg plata og þessi yrði ef hún væri enn betri. Inn um annað og út um hitt CLUB DANCING ’83 Ýmsir flytjendur WEA/Steinar hf. Því verður ekki neitað að safnplötur f hinum ýmsu mynd- Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson um geta verið hinar ágætustu. Þessu til stuðnings má benda á hina ágætu bók „The Rolling Stone Record Guide“. í henni er að finna stjörnugjöf um einar 10 þúsund plötur og þegar skoðuð er skrá yfir fimm stjörnuplötur sést, að ótrúlegur fjöldi þeirra er safnplötur. Svo eru til safnplöt- ur sem innihalda vinsæl lög, jafnvel lög sem bara eru til á litlum plötum og marga sárlang- ar í á stórri. Venjulega seljast þessar plötur eins og heitar lummur og eru sumar vel að því komnar. Landinn slapp að mestu við þær, nema hvað ein og ein slóst með og með smá auglýs- ingu var henni borgið. En þessar „K-tel“ plötur hafa ekki sést síð- an 1981. Þeir sem hafa fylgst með vita ástæðuna. Haustið ’81 kom út fyrsta íslenska safnplat- an sem innihélt erlend lög. Hún fékk súper-viðtökur og þannig hefur það einnig verið með þær sem á eftir hafa komið. En nú bregður Bleik. Nýlega kom út enn ein safnplata og viti menn. Hún er ekki íslensk. Eða, ekki nema hálf íslensk. Platan er sett saman og gefin út af WEA en eintökin sem okkur er boðið uppá eru pressuð í Hafnarfirðin- um. Eins og á öllum safnplötum eru lögin fleiri en venja er til, eða þrettán. Oftast hafa safn- plötur yfir sér eitthvert sérstakt yfirbragð og á „Club Dancing" er það disco/dansað. Ellefu teljast til hreins disco/funks en til að hefja flatneskjuna örlítið upp eru tvö annars konar lög höfð með. Hvort tveggja lög sem not- ið hafa mikilla vinsælda á öld- urhúsum heimsins. Fyrsta lag plötunnar, og annað áðurnefnda lagið, er gamli slagarinn „You Can’t Hurry Love“ sem Phil Collins syngur. Mjög gott lag en heldur þigg ég útgáfu Stray Cats á þessu sama lagi. Hitt „öðruvísi lagið" er „Best Years of Our Lives“ með Modern Romance. Gott lag sem er fullt af lifsgleði og ánægju. Lögin milli áður- nefndra laga rísa ekki mjög hátt. Og til að segja eitthvað gott þá eru þau prýðisgóð í samkvæmið eða hvar annarstaðar þar sem tónlistin á að renna inn um ann- að eyrað og út um hitt. Þrátt fyrir að á fyrstu hlið séu ann- markar þá er hún hátíð miðað við fyrstu fjögur lögin á hlið tvö. Þvílíkt og annað eins rusl. Lögin bjóða upp á þokkalegan danstakt og er þá allt upptalið. Laglínan er lítil eða leiðinleg og erfitt er að ímynda sér hvernig þetta hef- ur orðið vinsælt sem skemmti- tónlist, ullabjak. Hinsvegar (og sem betur fer) er næstsíðasta lagið mjög skemmtilegt. „Attack of the Name Game“ heitir það og er skrifað á Stacy Lattisaw. Gott dæmi um velheppnað lag til að hrista sig við, syngja með og hlusta á. Síðasta lagið er gott og er ekki við öðru að búast, þar sem yfirstétt discosins á í hlut. Chic heitir flokkurinn og er lagið tekið af nýjustu plötu þeirra „Tongue in Chic“. Kannski er hér um fyrirtaks plötu að ræða þegar miða á við annað í svipuðum dúr. En eitt vil ég benda á og það er: Beinið aug- unum að þeim fjórum lögum sem minnst hefur verið á hér að framan eða sleppið því að eyða rúmum þrjú hundruð krónum í ekki neitt. Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Komnir á leiðarenda? Journey Frontiers CBS/ Steinar hf. Það fer alltaf illa í mann þeg- ar hljómsveitir taka upp á þeim óskunda að kúvenda í tónlist- arstefnu, bara til þess eins að breyta til. Þannig er því farið með Journey á nýjustu plötu þeirra, Frontiers. Mikil ósköp, ég er ekki að segja að ekki hafi ver- ið kominn tími til þess að breyta út af hefðinni, en þegar það er gert á þann máta, sem einkennir Frontiers, er eins gott að sleppa því. Þetta er um flest afskaplega misheppnuð plata. Ætli ég sé ekki búinn að spila hana endanna á milli 1 á annan tug tilvika. Ekki í eitt einasta skipti hefur mér fundist nokkuð athyglisvert við það sem á henni er að finna. Skýtur þar nokkuð skökku við því ég hef haft lúmskt gaman af Journey allt frá því sveitin var stofnuð. Ég las það einhvers staðar í viðtali við Steve Perry, söngvara hljómsveitarinnar, að nú ætluðu þeir sko að breyta til. Hætta með öll rólegu lögin og fara yfir í eitthvað „heavy stöff“, eins og Perry orðaði það sjálfur. Þessu lofaði hann formlega og nú geta menn séð hverjar efndirnar hafa orðið, líkt og þegar menn líta yf- ir afrekaskrár stjórnmálaflokk- anna síðasta kjörtímabil nú þeg- ar skammt er til kosninga. Journey á það sammerkt með stjórnmálamönnunum, að fyrir- heitin eru falleg, en efndirnar fara leynt. Það er skrýtið til þess að vita, að ekki eitt einasta lag á þessari plötu gripi menn föstum tökum. Skrýtið i ljósi þess, að í gegnum árin hefur Journey komið upp með hvert lagið öðru betra, þótt flest hafi reyndar verið í ball- öðukantinum. Á þessari plötu er nánast fátt um fína drætti. Bestu lögin eru líkast til öll á fyrri hliðinni. Sem fyrr eru ballöðurnar sterkastar hjá Journey og á þessari plötu eru þær tvær; After The Fall og Send Her My Love. Þá er lagið Chain Reaction ágætt. Síðari hliðin er óttalega litlaus, en Ru- bicon nær aðeins að lyfta henni upp í lokin. Skortir hann ást? Sammy Hagar Three Lock Box Geffen/ Steinar h.f. Það varð augljóst við síðustu plötu Sammy Hagar, Standing Hampton, sem út kom snemma árs í fyrra eða í lok 1981, að kappinn var farinn að slaka verulega á rokkklónni. Reyndar mátti heyra þess merki á tón- leikaplötu hans, sem út kom 1980. Því virðist ætla að fara fyrir honum rétt eins og fyrrum fé- laga hans úr einni af bestu rokksveitum Bandaríkjamanna hér á árum áður, Ronnie Mont- rose, en þeir léku saman í sam- nefndri sveit, að þungarokkið víkur smám saman til hliðar fyrir tónlist sem fellur betur að eyrum Bandaríkjamanna, og sú tónlist er í dag ekki alltaf upp á það besta. Því miður virðist plata Hagar, Three Lock Box, ætla að rykfalla snemma í safninu, sem ein af þessum plötum sem aldrei náðu markinu. Skiptir þá engu þótt bæði Mike Reno úr Loverboy og Jonathan Cain úr Journey leggi honum lið sitt, auk fastamanna hans. Reno syngur lagið Re- member The Heroes og Cain kemur hér og þar við sögu. Slíkt skiptir reyndar ekki miklu máli þegar upp er staðið. Yfir öllu verkinu hvílir óþarflega „soft“ vesturstrandarslikj a. Það er tæpast fyrir nokkurn að ætla sér að tina bestu lögin út úr þeim 10 sem á plötunni eru. Þau eru sannast sagna ákaflega keimlík. Einhvern veginn finnst manni, að þetta hafi allt saman verið gert milljón sinnum áður. Þegar svo er komið er voðalega erfitt að reyna að hrósa mönnum fyrir verk sitt. Ég skal fúslega viðurkenna, að ég hafði ekki þolinmæði til þess að spila þessa plötu verulega oft. Ekki bætti það heldur úr skák, að margar aðrar áhugaverðar plötur voru í seilingarfjarlægð. Nei, kannski er ég allt of dóm- harður. Mér finnst bara svo margar af þessum bandarfsku svokölluðu rokkplötum vera komnar í sama farveg. Sammy Hagar leggur fátt til málanna á þessari plötu sinni til þess að rífa sig út af sölubraut- inni. Kannski er ekki rétt að fara fram á það að menn fórni gróða- sjónarmiðinu fyrir hugsjónina, en listgildið hlýtur allténd að fara halloka í slíkum tilvikum. Hvað sem öllu líður er síðari hlið Three Lock Box mun áheyri- legri en sú fyrri. Rise Of The Animal sem er nokkuð í stfl við „hit“-lag hans af Standing Hampton, Heavy Metal og lagið Never Give Up, sem á köflum minnir heiftarlega á Bob Seger, standa sennilega uppúr, en 1 lokalaginu, I Don’t Need Love örlar aðeins á fyrri töktum. Ekki veit ég hvort það er skortur á ást, sem hrjáir Sammy Hagar þessa dagana, en hitt er víst að eitthvað er í hönk hjá Eiríki vini mínum. Nei takk, ómögulega O.M.D. Dazzle Ships Virgin/Steinar hf. Eg skal fúslega viðurkenna, að ekki vissi ég mikið um fjórmenn- ingana í Orchestral Manoeuvres in the Dark áður en mér barst Dazzle Ships í hendur. Eftir kynnin af þessari plötu get ég með sanni sagt, að mig langar ekkert sérstaklega til að vita neitt meira um þessa drengi. Áhrifin, sem platan skilur eftir sig, eru ekki þess eðlis, að maður taki kollhnís af gleði einni sam- an yfir útgáfu hennar. Hér er að finna eins vélvætt popp og það gerist á þessum síð- ustu og verstu tímum. Innan á plötuumslaginu er að finna lista yfir öll þau hjálpartæki, sem sveitin notaði til þess að koma lögum sínum heim og saman og á að líta er það ægileg upptaln- ing. Já, ægileg segi ég. Til hvers i fjandanum eru menn að titla sig tónlistarmenn ef þeir geta ekki án allra þessara hjálpartóla verið. Það má öllum ljóst vera, að mér er ekki sérlega hlýtt til O.M.D. þessa dagana. Síðari hlið plötunnar er t.d. eitt allsherjar tæknisamansull að laginu Radio Waves undanskildu og kannski lokalagi plötunnar Of All The Things We’ve Made. Fyrri hliðin er þá alltaf miklu skárri með lögin Genetic Engineering og Telegraph innanborðs. Nei, í alvöru talað. Ég sé ekki hvað er 'unnið við plötur á borð við þessa. Til þessa hef ég ekki talið mig andsnúinn þróuninni i poppi nútímans, en með öllu því drasli, sem á þessari plötu er að finna inn á milli fáu góðu punkt- anna, er manni beinlínis gert að snúast gegn henni. Ég er á því að þetta hefði verið afbragðs fjögurra laga plata. En að beita þeim brögðum, sem hér eru notuð, til þess að fylla upp í það sem á breiðskífu vantar er forkastanlegt. Hver skyldi hafa gaman af því að hlusta á klukk- una (þið vitið „fimmtán ... fjörtíuogfimm ... t u 11 u t u , ding fimmtán ... “ ) frá hinum og þessum löndum, öllu hnoðað í einn graut. Ekki ég, svo mikið er víst. Letter to a Child Never Born eftir Oriönu Fallaci Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Oriana Fallaci er fræg fyrir við- töl sín við ýmsa mektarmenn vítt um veröld, nægir að nefna Gadd- afi, Khomeini, Indiru Gandhi o.fl. o.fl. Hún hefur þótt ágeng í spurn- ingum sínum, skapmikil og ekki laust við að ýmsum hafi þótt hún harðsoðin nokkuð og ófyrirleitin. Hún hefur gefið viðtöl sin út í nokkrum bókum og er fengur fyrir blaðamenn ekki sízt að kynna sér þau. Fyrir nokkrum árum skrifaði hún bókina A MAN um ástar- ævintýri sitt og Alexander Pana- goulis, Grikkja þess sem reyndi að ráða Papadopoulos forsætisráð- herra í herforingjastjórn Grikk- lands á sínum tíma af dögum. Þar kom fram alveg ný Oriana, mild og bljúg kvenvera sem allt vildi leggja í sölurnar fyrir sinn mann. Bókin A Letter to a Child Never Born var komin út áður, en hafði ekki rekið á fjörur minar fyrr en nú. Eins og bókartitill gefur til kynna er þar á ferðinni viðræða Oriönu við ófætt barn sitt, sem hún missti síðan eftir þriggja mánaða meðgöngu eða svo. Það væri anzi stór búnki bóka til, ef margar konur fyndu hjá sér hvöt til að skrifa bók til fóstra sinna, ég veit ekki hversu há prósentutala er meðal kvenna sem orðið hefur fyrir því einu sinni eða oftar að missa fóstur. En hvað sem þessu smánöldri líður er skemmst frá því að segja að bókin er vel gerð, í henni er fallegur tónn sem virðist ekta og konur geta án efa kinkað kolli yfir mörgu sem Oriana er að íhuga með sjálfri sér og gerir barn sitt á þennan hátt hluttakanda 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.