Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 20
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 Hér sjást knaparnir Lis Hartl og Bent Jensen á fallegum hreinrækt- uðum, arabískum hestum. Lis Hartl er vel þekkt hestakona í Danmörku, vann m.a. silfurverðlaun á OL- leikunum fyrir mörgum árum. Sem barn fékk hún lömunarveiki og á erfitt með gang nema með hækjum. Hún fær hjálp við að komast á bak, en þegar hún situr í söðlinum eru ekki margir sem geta hrósað sér fyrir að vera betri knapar. Þegar hún var spurð hvort hún heföi nokk- um tíma setið íslcnskan hest, svar- aði hún. „Ó, já, þegar ég var barn. A aðeins einni klukkustund fleygði hann mér að minnsta kosti átta sinnum af baki! Síðan hef ég ekki reynt!“ komið til íslands og á þar marga góða vini með sama áhugamál. Svo er um marga aðra meðlimi sambands okkar. Ég hef mikinn áhuga á íslandi og íslendingum og svo er um marga hér. Þó langt sé um liðið, get ég nefnt, að þegar fslendingar áttu í þorskastríði við Englendinga, gengu meðlimir dansk-íslenska hestasambandsins með límmiða í barminum, þar sem lýst var yfir stuðningi við út- færslu landhelginnar!" segir John Hansen. Tölt Dansk Islandsheste Forening var stofnað 1968. Sambandið hef- ur eftirlit með allri ræktun og uppeldi á íslenskum hestum í Danmörku. Öll þau lönd í Vestur- Evrópu, þar sem eru starfandi hestafélög, eru meðlimir aðal- sambands evrópskra hestafélaga og sem eingöngu hafa með ís- lenska hesta að gera. Dansk- íslenska hestasambandið gefur út félagsblað og hvað á slíkt blað að heita annað en „Tölt“? Blaðið kemur út sex sinnum á ári og rit- stjóri þess er Gunnar Jónsson. Gunnar er fæddur á íslandi, en fluttist með foreldrum sínum til Danmörku aðeins fimm ára gam- all, svo hann telur sig meiri Dana en íslending. Hann heldur þó móð- urmálinu vel við. Sérstakur sölu- listi er i félagsblaðinu, svo og allar upplýsingar um íslensk nöfn og heiti, smásögur frá hestum og hestamannamótum og auglýs- ingar frá hinum mörgu hesta- klúbbum, sem auðvitað bera ís- lensk nöfn eins og Faxi, Toppur, Jökull, Jarpur og svo framvegis. Klúbbar þessir halda uppi fjörugri starfsemi og fyrir utan regluleg hestamót og keppnir, eru haldin fjölmörg samkvæmi, myndakvöld og margt annað. „Tölt“ er gefið út í Danmörku en er einnig félags- blað fyrir íslensk hestafélög bæði í Noregi og Svíþjóð. Á hestasýningunni í Kaup- mannahöfn nýlega vöktu hinir átta íslensku hestar verðskuldaða athygli áhorfenda. Þeir voru orðn- ir þreyttir að sjá stóra, hreinrækt- aða arabíska hesta leika listir sín- ar og klöppuðu af aðdáun við að sjá þessa lilu, sterku hesta hlaupa um í skipulögðum röðum og leika listir sínar. Einn af klárunum var mjög líflegur, prjónaði og hneggj- aði hátt, svo knapinn átti fullt í fangi með hann. Knapinn, ungur Dani, var spurður hvernig honum tækist að fá klárinn til að gera þetta á hverri sýningu, en þær voru margar daglega. Hann svar- aði að það væri svo sannarlega ekkert sem hann ákvæði. „Það er hesturinn sjálfur sem er svo glað- ur þegar hann má spretta úr spori að ég ræð varla við hann,“ sagði knapinn. Já, Danir eru mjög hrifnir af litla fallega hestinum okkar, enda segja þeir: „Við getum rólegir gef- ið börnum okkar íslenskan hest. Þau vaxa ekki frá honum, þau vaxa með honum!" Að síðustu má nefna, að búist er við að um fimmtíu þúsund hestar séu á íslandi í dag, en lauslega reiknað, er áætlað að um þrjátíu til fjörutíu þúsund íslenskir hest- ar séu í Vestur-Evrópu. Danir elska íslenska hesta — og eiga nú liðlega 5.000 Texti og myndir: Guðný Bergsdóttir Hinir mörgu hestaklúbbar inn- an dansk-íslensku samtakanna halda fjölmörg hestamót árlega og svo er keppt í mörgum greinum. „Þetta er sport fyrir alla fjöl- skylduna. Ég get líka nefnt, að margir meðlimir okkar fjölmenna á hestamannamót á íslandi, til dæmis fóru um tvö hundruð danskir hestaeigendur á lands- mótið á Vindheimamelum sl. sumar," segir John. „Danskir eigendur íslenskra hesta verða fljótt alteknir áhuga á öllu sem að heimkynnum þessa fallega hests lýtur. Þau menning- arlegu áhrif, sem þessi litli hestur hefur komið á á milli íslendinga og Dana, eru ótrúlega mikil. Eg hef til dæmis mörgum sinnum Þessi fallegi hestur heitir Nighttimes Playboy og knapinn er N.K. Hansen. Velskir fjallasmáhestar drógu kerru með tveim fjörugum náungum. íslenski hesturinn á sér bæði stóran og tryggan aðdáendaskara, ekki aðeins hér á landi, heldur og einnig í mörgum löndum Evrópu og þótt lengra væri leitað. Þúsundir hesta hafa verið seldar úr landi og víða erlendis fer fram ræktun og uppeldi á alíslenskum hestum. í dag er það ekki á allra færi að kaupa og flytja hesta frá ísiandi. Bæði er að góðir hestar eru dýrir og svo er flutningskostnaðurinn geysihár. Það er því ekki óalgengt víða erlendis, að áhugamenn um íslenska hesta verði sér úti um góðar hryssur og hross, og ala síð- an upp hesta og selja. Þar með tekst þeim að halda verðinu við- ráðanlegu og því er það á margra færi í dag að kaupa sér íslenska hesta, sem fæddir eru á erlendri grund. í flestum löndum Evrópu eru starfrækt hestafélög, sem aðeins hafa með íslenska hesta að gera. I nágrannalöndum okkar, Noregi, Svíþjóð og Danmörku, eru þessi hestafélög ótrúlega mörg. í Dan- mörku einni munu t.d. vera um fimm þúsund íslenskir hestar, en sennilegast eru þeir enn fleiri. Nýlega var haldin stór hesta- sýning í Kaupmannahöfn á öllum tegundum hesta og þar vakti ís- lenski hesturinn verðskuldaða at- hygli. Formaður dansk-íslenska hestamannasambandsins er John Hansen og við ræddum lítillega við hann. Mikill áhugi „Það er erfitt að segja til um hve margir félagar eru í dansk- íslenska hestamannasambandinu. Við höfum rétt rúmlega eitt þús- und skrásetta meðlimi, en hins vegar tekur einn skrásettur með- limur alla fjölskylduna með, svo í raun erum við miklu fleiri eða kannski rúmlega þrjú þúsund ef við tökum alla klúbba með,“ segir John Hansen. Og hann bætir við, að hér sé nær eingöngu um Dani að ræða, aðeins um fimmtíu ís- lendingar munu vera í samband- inu. „Það er mjög algengt að menn eigi fleiri en einn hest, fimm eða sex hestar er til dæmis algengt að menn eigi. Ég á sjálfur aðeins fjórtán hesta núna, mest hef ég átt tuttugu í einu. Meðlimir sam- bandsins eiga eitthvað um fimm þúsund alíslenska hesta," segir hann. íslensk nöfn Langflestir hestanna eru fæddir á danskri grund, en þó munu nokkrir fæddir á gamla Fróni. Danska hestamannasambandið hefur mjög ákveðnar reglur í sam- bandi við nöfn á þessum íslensku hestum sínum, svo og öll heiti og litalýsingar. Allir eiga hestarnir að heita íslenskum nöfnum. Sam- bandið hefur t.d. gefið út lítinn bækling með íslenskum hesta- nöfnum, þó eru þau þýdd á dönsku, svo eigandinn viti hvað nafnið þýðir, en íslenska nafnið er þó notað í daglegu máli. Dönum er bæði kennt að stafa nöfnin og bera þau rétt fram. Þá vita allir danskir eigendur íslenska hesta í Danmörku, hvað talað er um þegar sagt er leirljós, mósóttur, vindóttur, leirvindóttur, jarpur, bleikmóálóttur, skjóttur og svo framvegis. Að vísu myndi okkur íslendingum stundum finn- ast framburðurinn skrítinn, en það gerir ekkert til. John Hansen kvað það leitt hve íslenskir hestar væru orðnir dýrir og þá sérstaklega þegar flytja á þá frá íslandi. „Það kostar um tuti- ugu þúsund danskar krónur að kaupa hest á íslandi og flytja hann hingað. Hér í Danmörku get- um við hins vegar keypt tiltölu- lega góðan reiðhest fyrir tíu til fimmtán þúsund danskar krónur," segir hann. Sterk tengsl Jóhn Hansen segir að áhugi fyrir íslenska hestinum fari stöð- ugt vaxandi í Danmörku, og að það bætist stöðugt nýir meðlimir við í dansk-íslenska hestamanna- sambandið. „Þegar menn hafa einu sinni setið þennan fallega hest, vilja þeir helst eignast einn eða fleiri sem allra fyrst." Þetta kallast „trjka-akstur", fimm hestar og einn knapi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.