Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 22
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 raö^nu- ípá ORÚTURINN Hll 21. MARZ—19.APRÍL Ini mátt búast vid einhverjum leidindaatburðum í vinnunni í dag. Þú verdur líklega ad breyta áætlunum þínum vardandi helg- ina. Þad er von á betri tíd í fjár- málunum. NAUTIÐ WgtM 20. APRÍL—20. maí Ekki taka þátt í fjárhættuspil- um. Njóttu frítímans meó göml- um vinum og kunningjum. Þú hefur heppnina meö þér ef þú spilar í happdrætti. Astamálin ganga vel í kvöld. I 'ÆfeJ TVÍBURARNIR WÍnS 21. MAl-20. JÚNl l*ú mátt ekki láta vini þína taka of mikið af tíma þínum og orku. Hvíldu þig og slappaðu af heima fyrir. Ef þú þarft endilega að gera eitthvað skaltu gera eitt- hvað skapandi á heimilinu. KRABBINN I 21. JÚNl-22. JÚLl Þetta er tilvalinn dagur til þess að kaupa inn fyrir heimilið. í kvöld ættirðu að heimsækja gamla kunningja og gera eitt- hvað skapandi. Vertu á verði ef þú ert á ferðalagi. IILJÓNIÐ | ð»f^23. JÚLl-22. ÁGÚST Þetta er sérlega góður dagur fyrir þá sem eru að leita sér að betri vinnu eða ætla að biðja um kauphækkun. Farðu eitthvað út með fjölskyldunni. Ekki Uka þátt í fjárhættuspilum. MÆRIN 23. ÁGÚST-22. SEPT Þú verður fyrir einhverjum vonbrigðum í vinnunni. Þú hef- ur gaman af því að ferðast, læra og rökræða við aðra. Þú ættir að huga meira að trúraálum en þú hefur gert undanfariö. VOGIN | 23.SEPT.-22.OKT. Hugsaðu fyrst og fremst um heilsu þína. Þú getur gert góð kaup í dag ef þú hefur augun hjá þér. Þú færð fréttir í kvöld sem koma þér í uppnám. DREKINN 23. OKT.-21. NÓV. Iní ættir aó taka þátt í stjórn- málum staóarin.s. Þú mátt ekki liggja á liói þínu þegar vantar fólk. Vertu með þínum nánustu í kvðld. Þú getur fengið andlega upplyftingu ef á þarf aó halda. r|JW| BOGMAÐURINN LSMsXS 22. NÓV.-21. DES. Ileiisan er að lagast en þú verð- | ur samt að fara vel með þig | áfram. í kvöld er tilvalið að taka þátt í félagsmálum. Þú skalt | samt ekki byrja á nýjum verk- | efnum fyrr en þú hefur lokið við þau gömlu. m STEINGEITIN 22. DES.-19. JAN. Allt sem viðkemur vinnu þinni gengur vel í dag. Það væri mjög heppilegt fyrir þig að fara í ferðalag tengt vinnunni. Farðu samt varlega í umferðinni og ekki halda neinar dónalegar ræður. Farðu í heimsókn til vinar þíns snemma í dag. Seinni partinn líður þér best ef þú ert heima hjá fjölskyldu þinni. Skrifaðu bréf og gangtu frá ýmsum papp- írum sem lengi hafa beðið. B FISKARNIR 19. FEB.-20. MARZ J Nýtt tómstundagaman er það | sem þú átt að reyna að finna upp á. Hafðu það eitthvað sem maki þinn eða félagi getur tekið | þátt í með þér. Forðastu sam- keppni og deilur á vinnustað. CONAN VILLIMAÐUR ::::::::::::::::: DYRAGLcNS TOMMI OG JENNI LJOSKA FERDINAND Dessi snjókarl Iftur eitthvað skringilega út. Ekki svo mjög. Hann er bara Og hvað er hann með í hend- Kalt og gott glas af snjó! nýkominn frá vinnu sinn á inni? snjóökrunum. BRIDGE Umsjón: Guöm. Páll Arnarson Komu, sáu og sigruðu. Dönsku spilafíflunum fjórum gekk vonum framar í úrslita- leiknum við ítölsku meistar- ana, Bellaradia, Chiarelli, Avascalco og Forsini. Þegar einu spili var ólokið var leik- urinn í járnum, ítalirnir nokkrum punktum yfir. Síð- asta spilið leit þannig út: Norður ♦ ÁD9 V Á1082 ♦ G9 ♦ 7654 Vestur Austur ♦ G102 ♦ K87654 V KG9753 V 64 ♦ - ♦ 6432 ♦ DG108 ♦ 9 Suður ♦ 3 VD ♦ ÁKD10875 ♦ ÁK32 í opna salnum varð Forsini sagnhafi í 6 tíglum í suður eft- ir að Madsen í vestur hafði ströglað á hjarta. ítölsku áhorfendurnir sem fylgdust með á sýningartjaldi grétu af sorg. Það leit út fyrir að samn- ingurinn væri dauðadæmdur vegna lauflegunnar. En sorg þeirra breyttist fljótlega í taumlausan fögnuð, því Forsini fann snotra vinn- ingsleið. Hann drap á lauf- kónginn og tók síðan öll trompin: Norður ♦ ÁD VÁ10 ♦ - ♦ 7 Vestur Austur ♦ - ♦ K87 VKG9 ¥64 ♦ - ♦ - ♦ G10 ♦ - Suður ♦ 3 V D ♦ - ♦ Á32 í þessari stöðu spilaði For- sini spaðaþristinum og tók hina vonlausu svfningu þegar vestur kastaði hjarta. Austur fékk á spaðakónginn og spilaði hjarta um hæl, drottning, gosi og ás. Forsini leit móðgaður á Madsen. Nú, spaðaásinn gerði svo út um spilið, vestur var í óverjandi kastþröng og tólf slagir í húsi. Var sigur Ítalanna innsigl- aður? Eða á Knuhrr ofursti herbragð í pokahorninu sem dugar? Það skýrist á morgun. Umsjón: Margeir Pétursson Á Banco di Roma, skákmót- inu í Róm í febrúar, kom þessi staða upp í B flokki í viðureign þeirra Sibilio, Ítalíu, og Frakk- ans Roos. ítalinn hafði hvítt og átti leik. 32. Hxe7! — Kxe7, 33. Dg7+ — Kd8, 34. Rb7+ — Dxb7, 35. Dxb7 og svartur gafst upp. í A flokki sigraði ungverski stórmeistarinn Pinter með 6 v. af 9 mögulegum, en næstur varð ítalinn Toth með 6 v. í B flokki varð Svisslendingurinn Gobet hlutskarpastur með 6 v., en næstur kom Grikkinn Skembris með 5'Æ v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.