Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 63 fclk í fréttum k. Bo finnst of mikið talað um kynlífið + Bo Derek, stúlkan, sem fær hjörtu mannanna til aö slá hraö- ar, er nú í Englandi þar sem hún er aö leika í kvikmynd. Aö sjálf- sögöu er maðurinn hennar meö henni, John Derek, en hann „uppgötvaöi" Bo þegar hann sá hana 17 ára gamla spranga um á ströndinni í bikinibúningi eins og hann gerist smæstur. Þaö er mikill aldursmunur meö þeim hjónum því aö John er 56 ára gamall en Bo aöeins 26. Bo segist enda vera oröin dauö- leiö á því aö fólk sé alltaf aö spyrja hana hvort þaö sé ekkl „agalegt aö vera gift svona göml- um manni". „Fólk viröist alls ekki skilja, aö ég elska John, aö hann er maö- urinn minn og aö ég vil vera meö honum allar stundir. Honum ein- um. Ég hef ekki áhuga á öörum karlmönnum," segir Bo. „Fólk er alltof upptekiö viö aö tala um kynferöislífiö nú á dög- um. Ég lít á þaö sem einkamál og mér finnst ekkert ömurlegra en þegar fólk fer aö tala um reynslu sína í þeim efnum," segir Bo og bætir því viö, aö hún muni aldrei láta sér til hugar koma aö vera John ótrú. John er þó ekki alveg jafn viss um þaö. „Þaö eru 30 ár á milli okkar og þótt ég vildi, aö viö yrðum saman þar til yfir lyki, þá er ég nú ekki alveg viss um aö svo veröi," sagöi John. COSPER Eru þessi meðmælí frá frænku þinni þau einu sem þú hefur? Takið þátt í landssöfnun Sjálfstæðisflokksins Muniö gíróseöilinn. Stjórn Landssöfnunar Sjálfstæðisflokksins 1983. K ^ BAGGATÍNAN Kemur nú á markaöinn enn þá fullkomnari og afkasta- meiri en nokkru sinni fyrr. Hún hleður á vagn eða bíl allt aö 1000 böggum á klukku- stund. KR BAGGATÍNAN tekur jafnt upp stutta bagga sem langa, þunga sem létta og vinnur sitt verk af öryggi hvernig sem baggarnir liggja á vellinum. KR BAGGATÍNAN er hönnuð fyrir íslenskar aöstæöur — það gerir gæfumuninn. Leitið nánari upplýsinga KAUPFÉLAG RANGÆINGA Hvolsvelli. Símar 99—8121 og 99—8225. SPUNNIÐ UM STAIÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN 18 Ihliðargötu í Arbatskí-hverfinu í Moskvu býr kona af þýzkum ættum, sem hafði haft kunningsskap við íslenzkan menntamann, en er nú ein ásamt barni þeirra. í einu herbergi og eldunarplássi bak við forhengi. Fátæk. Samt heldur konan fast við þá trú sína, að Stalín sé sól vizkunnar og fyrir Flokkinn sé vert að deyja. Einvaldurinn hefur að sjálfsögðu aldrei heyrt þessarar konu getið, en kannski Yezhov. íslenzka skáldið, Halldór Kiljan, er í Moskvu á heimleið. Slydduél kvöldið, sem hann fer í kaffi til konunnar. Hún er greind og skemmti- leg, þegar hún talar ekki upp úr kommúnistisku postill- unni. Drepið á dyr um miðnætti: ókunnur maður í svört- um frakka kemur inn. Þau fara saman. Hún inn í helli Gúlagsins, þar sem allt breytist í flöktandi skugga, en barnið á munaðarleysingjahæli. Skáldið til fslands um Svíþjóð og skrifar aldarfjórðungi síðar mikla bók og merkilega, Skáldatíma; m.a. um örlög Veru Hertsch. Skilar þar kveðju til föður litlu telpunnar, „sem nú hlýtur að vera orðin mikil og glæsileg sovétkona sem horfir móti nýjum degi“. En þetta kvöld eins og svo mörg önnur situr Stalín að sumbli með vinum sínum. Þeir tala um hundóða manninn í Þýzkalandi, Adolf Hitler. Og hvernig eigi að verjast honum og hundum hans. En það veit ísienzka skáldið ekki. (Halldór Kiljan segir löngu síðar, að einum manni hafi Stalín treyst, aðeins einum: en þeim manni trúði hann líka í blindni. Sá maður var Adolf Hitler. Honum tekst jafnvel að veikja Rauða herinn innan frá með því að koma falsboðum um Túkhachevsky og aðra foringja hers- ins í hendurnar á rússnesku öryggislögreglunni. Stalín fyllist ótta og tortryggni. Það magnast í hatur. Hershöfð- inginn, móðir hans og tveir bræður eru öll hraðskotin eftir pukurréttarhöld, svo að vitnað sé í Halldór Kiljan. Og Stalín trúir Hitler, þar til nazistar vaða inn í Sovétríkin. Engum nema honum. Gagnkvæm virðing milli þeirra eins og sú virðing er, sem byggist á ótta og hatri. Og full- komnu siðleysi þeirra, sem drottna í skjóli alræðisvalds.) 19 Október andar köldu, brautin er frosin — / (Púsjkin, þýft. H.H.) Lífið gengur sinn vanagang á yfirborðinu, þó að undir niðri ríki sóttkennt óráð. fslenzka skáldið er ánægt með ferð sína um Sovétríkin. óteljandi minnismiðar eru hráefni í nýja bók, Gerska ævintýrið. En skáldið er í önnum. Halldór Kiljan er að skrifa aðra bók, mikilvægari. Heimsljós. En það er ónæðisamt á Hótel Nasjonal þennan viðburðaríka vetur, 1937—1938. I Moskvu ríkir veizluglaumur og hátíðahöld. Margir hafa það á tilfinningunni, að Neró sé við völd. Það er spilað og sungið. Og kristnir menn eiga ekki sjö dagana sæla. Brauð og leikir. En skáldið á brýnt erindi við heiminn. Lætur engan tefja sig. Stenzt þó ekki freistinguna að fara á kosningafund Stalíns. Hann talar af miklum hugsjóna- hita eins og persóna út úr Glæpi og refsingu. En öðrum þræði eins og kærleiksríkur og yfirvegaður bóndi, sem hefur rétt fyrir sér í einu og öllu og þarf ekki að brýna raustina. Veit allt um mæðiveikina og hvernig á að lækna sauðina, basta! Andleg hressing að hlusta á þessa látlausu sannfæringu. Höll sumarlandsins er að mestu skrifuð í „rólegu þorpi“ í Ráðstjórnarríkjunum þennan vetur. En það er síður en svo rólegt í réttarsalnum, þar sem Búkharin berst fyrir lífi sínu eins og lax á ryðguðum króki. Skáldinu finnst leiftra af honum mælskan og rökvísin en það finnst Stalín aftur á móti ekki, eða áhugalausum túlki skáldsins, ungri munaðarlausri stúlku úr útungunarvél ríkisins. Henni finnast þessi réttarhöld eins og hver annar tittl- ingaskítur. Lýsing skáldsins á þessari stúlku verður FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.