Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 71 Spjallað um útvarp og sjónvarp Á páskadag lét Lista- og skemmtideild sjónvarpsins loks verða af því að sýna Ofvita Þór- bergs Þórðarsonar. Það held ég að sé rétt munað að Ofvitinn sé eina íslenska leikritið sem sýnt hefur verið í sjónvarpinu það sem af er vetri og er það léleg frammistaða. Þau mættu gjarn- an vera fleiri. Sýning Ofvitans á páskadag var minnisstæður at- burður sem lengi verður vitnað til þegar ástæða þykir að hrósa sjónvarpinu fyrir það sem vel er gert. Kvikmyndatökumenn og tæknilið vann einstakt afrek við þröngar aðstæður í Iðnó og sýndi okkur inn í heim leikhússins, sem er þegar best lætur heill- andi heimur. Áður er búið að fjalla ítarlega um sýninguna á Ofvitanum hér í Morgunblaðinu af leiklistargagnrýnanda blaðs- ins þannig að ég sé ekki ástæðu til að bæta þar neinu við. Hvet ég sjónvarpið til að sýna fleiri íslensk leikrit strax og fjárhagur leyfir. Útvarpsráð mun vera búið að samþykkja fjárveitingu til vinnslu á nýjum sjónvarpsleik- ritum eftir Steinunni Sigurðar- dóttur og Sveinbjörn I. Baldvins- son og vonandi líður ekki alltof langur tími þar til þau verða sýnd í sjónvarpinu. Athyglisvert efni í sjónvarp- inu um eða eftir páskana var einnig fyrir utan Ofvitann, hinn nýi breski framhaldsmynda- flokkur „Ættaróðalið" eða Brideshead Revisited eins og hann heitir á frummálinu. Einn- ig finnst mér ástæða til að minn- ast á þáttinn sem tekinn var upp í Háskólabíói frá tónleikum Pólýfónkórsins undir stjórn Ing- ólfs Guðbrandssonar. Söngur kórsins var frábær og hlýtur að vera á heimsmælikvarða. Útvarpsdagskráin um hátíð- arnar hefur verið nokkuð fjöl- breytt þó mikið beri á föstum dagskrárliðum viku eftir viku og eru sumir orðnir allþreyttir, t.d. tónlistarþættir sem eru í gangi kvölds og morgna allt árið um kring og svæfa menn frekar en lífga. Tveir dagskrárliðir í út- varpinu frá um eða eftir páska vöktu athygli mína. Á skírdag var flutt frábært leikrit, Fjodors Dostoéfskís, „Glæpur og refs- ins“, í ágætri þýðingu og leik- gerð Árna Bergmann og nokkr- um dögum síðar dagskrárliður sem hét „Síðustu bréfin". Sam- felld dagskrá sem Viggó Clausen frá danska útvarpinu bjó til flutnings en Hjörtur Pálsson gerði íslenska þýðingu fyrir Ríkisútvarpið og byggir á bréf- um dauðadæmdra frelsishetja í Evrópu í síðari heimsstyrjöld. Þátturinn sem áður var á dagskrá árið 1977 fór þá framhjá mér, en ég hlustaði nú og fannst mikið til koma að heyra þennan átakanlega lestur þar sem nú, fjörutíu árum síðar, er verið að murka lífið úr frelsishetjum víða um heim í fangaklefum einræð- isstjórna. Fimmtudagur 7. aprfl Frá því snemma í marsmánuði hefur verið á dagskrá útvarpsins útvarpssaga barnanna „Hvítu skipin" eftir Johannes Heggland í þýðingu Ingólfs Jónssonar, rit- höfundar og kennara frá Prest- bakka. Anna Margrét Björns- dóttir les. Sagan er í þremur bindum. Fyrsta bókin er Hvítu skipin, síðan kemur Bronssverð- ið og þriðja bókin er Eyjan helga. Sögusviðið er Tynesej sem er all stór eyja á vesturströnd Nor- egs og er höfundurinn, Johannes Heggland, þar fæddur og uppal- inn. Johannes var bóndi og síðar bæjarstjóri á Tynesfoj. Hann er nú formaður Rithöfundasam- bands Noregs og hefur skrifað fjölda bóka fyrir börn og ungl- inga auk þess leikrit um Snorra Mezzoforte: nýlega orönir „heimsfrægir". Ljóðræn ástarjátning til háttvirtra kjósenda komu hjá sértrúarsöfnuði. Mikið á Alþýðubandalagið annars bágt nú í upphafi kosningabaráttunn- ar. Stjórnarstefnan hefur leitt af sér stjórnleysi, atvinnuvegir þjóðarinnar eru á heljarþröm og verðbólga í landinu um eða yfir áttatíu prósent og sósíalisminn orðinn að martröð alls staðar þar sem hann hefur verið fram- kvæmdur. Ég bið samt að heilsa gömlu félögum og vona að þeir séu þrátt fyrir allt sæmilega bjartsýnir á lífið og tilveruna. Rétt um það leyti sem þáttur Al- þýðubandalagsins var að enda þá bilaði sjónvarpstækið og við- gerðarmaður sem kom á vett- vang, sagði það ekki hafa þolað álagið er áróður Alþýðubanda- lagsins um bjarta framtíð, verkafólki til handa, var sendur út. Ég missti af öðrum dagskrár- liðum þetta kvöld af fyrrnefnd- um ástæðum. Þriðjudagur 12. aprfl Framboðskynning flokka og samtaka hélt áfram i sjónvarpi þriðjudagskvöld og nú var komið að Kvennaframboði og Fram- Sýning Ofvitans var minnisstæöur atburöur. Sturluson sem sýnt var á leik- sviði í Noregi á síðasta ári. Hann hefur tvisvar komið til íslands, í fyrra skiptið árið 1959 og svo aftur 1982. Saga hans „Hvítu skipin" er skemmtileg og spenn- andi og þýðing Ingólfs frá Prestbakka er vönduð. Sigmar B. Hauksson spjallaði við Gest Þorgrímsson, þúsund- þjalasmið, í þætti sínum „Spilað og spjallað" eftir fyrri kvöld- fréttir í útvarpi. Gestur sagði frá starfi sínu sem útvarpsmaður á gelgjuskeiði útvarpsins eftir að hann kom heim frá myndhöggv- aranámi í Danmörku. Síðan spjölluðu þeir félagar um Ind- land, land sem Gestur hefur mikið dálæti á, og eiginkona Gests, Sigrún Guðjónsdóttir, myndlistarkona las úr indversk- um ævintýrum. Mér leiddist þessi þáttur og var hvað eftir annað að hugsa um að slökkva fyrir útsendinguna. í stað þess að segja frá Indlandi hefði ég viljað fá að heyra meira frá Gesti Þorgrímssyni, áhugamál- um hans, lífsviðhorfi og lífs- göngu sem er örugglega forvitni- leg. Eitt sinn var Gestur t.d. eft- irherma og ég man að mín kyn- slóð veltist um af hlátri. Föstudagur 8. aprfl „Mér eru fornu minnin kær“ heitir þáttur Einars Kristjáns- sonar frá Hermundarfelli og er vikulega sendur út frá útvarpinu á Akureyri, klukkan hálf ellefu árdegis þegar eldhúsverkin eru efst á baugi og húsmæður syngja sitt fegursta lag. Einar spjallaði um bók Guðmundu Elíasdóttur söngkonu, „Lífsjátningu" og Steinunn Sigurðardóttir las kafla úr bókinni þar sem sagði frá fyrstu kynnum Guðmundu °g Sverris Kristjánssonar, sagnfræðings. Ég man það ást- arævintýri þeirra kærustupars- ins eins og það hefði gerst í gær. Tvisvar eða þrisvar naut ég gestrisni þeirra hjóna er þau áttu heima í Grjótaþorpinu í Reykjavík og mér er það mjög minnisstætt að þau voru sem tvítugir unglingar, bæði komin á efri ár, Sverrir um sjötugt en Guðmunda líklega einum tíu ár- um yngri. Guðmunda og Sverrir settu svip á bæinn þegar ævin- týrið stóð sem hæst og á meðan á lestri stóð minnist ég ýmissa atvika úr öldurhúsum borgar- innar. „Lífsjátning" er einstök bók. Bókin heillaði mig er ég las hana fyrir rúmu ári, skömmu eftir útkomu hennar. Þættir Einars frá Hermundarfelli eru yfirleitt fróðlegir og skemmti- legir og ekki er ólíklegt að á þáttinn hlusti fólk á öllum aldri. Laugardagur 9. aprfl Samtök áhugamanna um áfengismálið, SÁÁ, voru með skemmtiþátt í sjónvarpinu klukkan níu um kvöldið, í tilefni af fjársöfnun til byggingar sjúkrastöðvar fyrir alkóhólista i Grafarvogi fyrir ofan Reykjavík. Þátturinn var fullkomið „Show“, eins og Ameríkaninn myndi orða það enda lögðu þeir til skemmti- krafta. Ken Kercheval (Cliff Barnes í Dallas-þáttunum) var sérstakur gestur þáttarins, kom- inn frá Hollywood og sýnd voru af filmu viðtöl við Rod Steiger og Allison Arngrím, persónu úr hinum vinsæla þætti „Húsið á sléttunni" sem SÁÁ-menn tóku upp í Hollywood á ferð sinni þar nú nýlega. íslenskir skemmtikraftar stóðu sig tvímælalaust best. Mezzoforte byrjuðu þáttinn, ný- lega „heimsfrægir" og fluttu lag- ið „Tilhugalíf í gamla bænum" og ljóst er að frægð þeirra er engin tilviljun. Hljómsveitina skipa miklir hæfileikamenn sem eiga eftir að sigra heiminn í það minnsta hálfan. Flosi ólafsson í hlutverki Halls Sveinssonar var aðalnúmer kvöldsins og á mínu heimili kosinn skemmtikraftur þáttarins eftir harða baráttu við Eddu Björgvinsdóttur, kynni, og Þórhall Sigurðsson (Ladda) úr Rakarastofukvartettinum sem bæði voru afar fyndin. Atriðin með Rakarastofukvartettinum eru úr nýrri revíu sem sett verð- ur upp næstu daga og reviuunn- endur hljóta að bíða spenntir. Hér er eitthvað alveg sérstakt á ferðinni sem minnir á þá gömlu góðu daga þegar Alfreð, Brynj- ólfur og Haraldur Á. Sigurðsson gerðu allt vitlaust af hlátri. Fjöl- margir ágætir listamenn komu fram í þætti SÁÁ-manna og of langt mál að geta frammistöðu þeirra allra. Þátturinn var í heild vel heppnaður og einn besti íslenski skemmtiþátturinn sem ég hef séð í sjónvarpinu í mörg ár. Sunnudagur10. aprfl Þriðji þáttur breska fram- haldsmyndaflokksins „Ættaróð- alsins" var á dagskrá um klukk- an níu um kvöldið. Vinirnir Charles Ryder og Sebastian Flyte, yngri sonur Marchmains lávarðar á Brideshead hverfa aftur til Oxford eftir sumarleyf- ið. Þeir fara í næturklúbb í London með Júlíu, systur Seb- astian og vini hennar. Ferðinni lýkur með því að Sebastian er handtekinn fyrir ölvun við akst- ur. Pilturinn þjáist stöðugt af einmanaleika, öryggisleysi og drykkjan vex. Drykkjuskapur Sebastians er mikið vandamál og þegar þessum þætti lauk þá var hann sestur að drykkju, hafði lokað sig af frá umheimin- um og vildi ekki einu sinni tala við vin sinn, Charles Ryder, sem reynist honum vel. Það sem af er þá eru þessir þættir áhugaverð- ir. Enn á eftir að sýna átta þætti af ellefu þannig að fullsnemmt er að kveða upp nokkurn dóm, leikur er þó frábær og tæknilega eru þessir þættir mjög vel gerð- ir. Mánudagur 11. aprfl Kosningabaráttan fyrir al- þingiskosningarnar hófst í sjón- varpinu eftir fréttir og auglýs- ingar. Skemmtikraftar og fram- bjóðendur á vegum Alþýðu- bandalagsins settu á svið gam- an- og sorgarleik í þremur þátt- um, hannaðan á auglýsingastofu af kunnáttufólki. Hin nýja for- réttindastétt flokksins vitnaði í „guðspjöll sósíalismans", rit Marx og Leníns og mér fannst ég vera staddur á vakningarsam- sóknarflokki. í daufri skímu frá borðlömpum inn í teppalögðum húsakynnum glitti í andlit fram- bjóðenda Framsóknarflokksins sem sýndust meira en lítið leiðir á hlutverki sínu og áhugalausir. Baráttan gegn verðbólgunni er enn efst á baugi, númer eitt, tvö og þrjú hjá Framsókn og þegar einn af yngri þingmönnum flokksins lýsti því yfir, að bar- áttan gegn verðbólgunni hefði algjöran forgang þá notaði ég tækifærið og fór fram í eldhús og hitaði kaffi. Þegar ég kom aftur að sjónvarpstækinu þá var formaður Framsóknarflokksins að flytja lokaorð sem voru ljóð- ræn ástarjátning til háttvirta kjósenda. Stúlkurnar sem standa að Kvennaframboðinu eiga allt gott skilið. Inn á alþingi hafa þær aftur lítið að gera undir merkj- um Kvennaframboðsins, enda myndi fyrst ríkja fullkominn glundroði á allþingi ef þær fengju nokkur þingsæti. Það er óskandi að sá tími komi, að kon- ur taki virkan þátt í starfi stjórnmálaflokkanna og fái auk- in áhrif á skipun framboðslista til alþingis. Konur eiga að vera fleiri á alþingi en nú er, en sér- framboð kvenna er ekki leiðin að því marki. Ólafur Ormsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.