Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 1
48 SIÐUR wgmdbiUftfo 92. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Að kosningum loknum: Reikna með að ríkisstjórnin biðjist lausnar á næstunni — segir Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra — Óformlegar þreifing- ar hafnar milli forystumanna stjórnmálaflokkanna um stjórnarmyndun „ÉG REIKNA með því aö ríkisstjórnin biðjist lausnar á næstunni og henni verði aö venju falið að gegna störfum áfram, þar til ný stjórn hefur verið mynduð," sagði Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra í .samtali við Morgun- blaðið í gær. Forsætisráðherra átti viðræður við forseta íslands í gærmorgun, en fresta varð rfkisstjórnarfundi síðdegis vegna veikinda ráðherra. Ríkis- stjórnin kemur saman árdegis, auk lausnarbeiðnar verða að sögn forsætis- ráðherra til umræðu hugsanlegar efnahagsaðgerðir, ákvörðun um samkomu- dag Alþingis í maímánuði, aðrar kosningar í sumar o.fl. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að ekki færi á milli mála, að starfhæf ríkis- stjórn yrði ekki mynduð án Sjálf- stæðisflokksins (sjá bls. 3). Stein- grímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að sér fyndist ákaflega eðlilegt, að „Geir Hallgrímsson fái boltann" og að hann fengi svigrúm til að reyna stjórnarmyndun en formaður Framsóknarflokksins bætti því við, að hann teldi stjórnarmyndun ekki mega dragast von úr viti og „þá er það mín persónulega skoðun, án þess að ég hafi rætt það í flokknum, að betra væri að utanþingsstjórn tæki við, sem gæti gert þá hluti, sem nauðsynlegir eru." Vilmundur Gylfason, formaður Bandalags jafnaðarmanna, sagði um væntanlega stjórnarmyndun í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann teldi það eðlilegt að stærsti þingflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur- inn, „bendi á þann, sem falin verður stjórnarmyndun, sem þá verður væntanlega Geir Hallgrímsson, formaður flokksins. Ég sé ekkert athugavert við það, að á hann verði bent, þó svo hann sé utan þings, mér finnst það raunar liggja í hlut- arins eðli." Þegar í gær voru byrjaðar óformlegar þreifingar milli forystu- manna stjórnmálaflokkanna og ein- stakra þingmanna um nýja stjórn- armyndun. Talið var, að viss áhugi hefði komið fram í röðum alþýðu- bandalagsmanna á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Rætt var um hugsanlegt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks. Þá voru uppi hugmyndir um stjórnarsam- starf Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- flokks og Bandalags jafnaðar- manna eða fyrstnefndu flokkanna tveggja og kvennalistans. Allar þessar athuganir voru á algjöru byrjunarstigi í gærkvöldi. Miðstjórn Bandalags jafnaðar- manna kom saman til fundar í gærkvöldi, þá funduðu og kvenna- listakonur. I dag kemur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins saman, þing- flokkur Framsóknar á morgun, fundahöld vegna stjórnmálastöð- unnar eru einnig á döfinni hjá hin- um flokkunum. Sjá kosningaúrslit í miðopnu og viðtöl og mvndir bls. 2, 3, 5, 14, 16, 17, 30, 31, 46 og 47. Forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, og Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, i skrifstofu forsetans í gærmorgun. Ljósni. Mbl. Kristján Einarsson Sænsku kafbátaskýrslunni lýst sem „sprengieftii" Slnkkhiilmi. 25. april. AP. SÆNSKA stjórnin vann í dag að undirbúningi þess að birta þing- skýrslu, þar sem Sovétríkin eru sögð ásökuð um að hafa sent kafbáta í Portúgal: Jafnaðarmönn- um spáð sigri l.isxatxin. 25. aptil AP. PORTÚGALSKA sjónvarpið spáði í kvöld jafnaðarmönnum sigri í þing- kosningunum, sem fram fóru þar í landi í dag. Ekki var þó talið, að þeir fengju hreinan meirihluta á þingi. Var því spið, að þeir fengju 35—38% atkvæða og 94—102 þingsæti. Sósf- aldemókrataflokknum var spið 22—25% atkvæða og 65—72 þing- sætum. Þi var því spið, að Mið- flokkurinn fengi 12—14,5% atkvæða Og að kiiininiiiiisl.tr fengju 16,5—19% atkvæða. í þingkosningunum 1980 fengu sósíaldemókratar og Miðflokkur- inn, sem þá buðu fram sem Lýð- ræðisbandalagið, 47,2% atkvæða. Jafnaðarmenn fengu þá 28% og kommúnistar 16,9% atkvæða. Mario Soares, leiðtogi jafnaðar- manna, hefur gefið tii kynna, að hann vilji mynda ríkisstjórn með sósíaldemókrötum, ef flokkur hans fær flest atkvæði í þingkosn- ingunum nú. Er atkvæði frá 1.113 kjörstöðum af 4.050 höfðu verið talin í kvöld, voru jafnaðarmenn með 32,2% og sósíaldemókratar með 31,6% atkvæða. næsta nágrenni við mikilvægustu flotastöð Svfþjóðar sl. haust. Olof Palme, forsætisriðherra Svíþjoðar, ræddi í dag við leiðtoga fjögurra stjórnarandstöðuflokka og gerði þeim grein fyrir efni skýrslunnar, sem birt verður i morgun, þriðju- dag. Gert er rið fyrir því, að stjórnin tilkynni mjög fljótt eftir birtingu skýrslunnar, til hvaða aðgerða hún muni grípa í Ijósi þeirra upplýsinga, sem skýrslan geymir. Efni skýrsl- unnar er samkvæmt ireiðanlegum heimildum lýst sem algeru „spfesgi- efni". Talið er, að Palme hafi einkum unnið að því í dag að tryggja sér stuðning stjórnarandstöðuflokk- anna, þeirra á meðal kommúnista, við þær aðgerðir, sem sænska stjórnin hyggst grípa til í þessu viðkvæma máli. Átti Palme 45 mínútna fund með leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna í þessu skyni, en engin tilkynning var gefin út að honum loknum um efni skýrslunnar, sem er sögð áttatíu blaðsíðna löng. í skýrslunni er greint í einstök- um atriðum frá rannsóknum og niðurstöðum svonef ndrar kafbáta- nefndar, sem skipuð var til þess m.a. að finna leiðir til að auka á hæfni sænska flotans í því að snú- ast gegn framandi kafbátum, eftir að flotanum mistókst þrátt fyrir umfangsmikla leit í 2 vikur í október sl. að hafa upp á erlendum kafbátum, sem menn töldu sig hafa orðið vara við rétt við mikil- vægustu flotastöð Svía, sem er að- eins 30 km fyrir sunnan Stokk- hólm. Formaður kafbátanefndarinnar er Sven Andersson, fyrrverandi varnarmála- og utanríkisráðherra Svíþjóðar. Nefndin hefur verið sex mánuði að störfum og hefur mikil leynd hvilt yfir störfum hennar. Blaðið Dagens Nyheter hélt því fram í síðustu viku, að um sovézka smákafbáta hefði verið að ræða. Hefðu þeir sennilega verið sendir frá stærri kafbát, sem falizt hefði í hafinu fyrir utan. Ekki væri úti- lokað, að þessir kafbátar hefðu verið ómannaðir og fjarstýrðir. Schuitz bjarísýnn Kaim. 25. aprfl. AP. GEORGE P. Schultz, utanrfkisrið- herra Bandaríkjanna, kom til Kairó í gær og er það fyrsti viðkomustaður riðherrans í yfirreið hans um Mið- austurlönd. „Ég er með ýmsar hugmyndir um hvernig höggva má á hnúta þá sem fyrir hendi eru í viðræðunum um brottflutning herja frá Líban- on. Ég trúi því að þær hugmyndir geti leyst deiluna og ég er tilbúinn að dvelja hér meðan enn er von," sagði Schultz við komu sína. Hann sagði jafnframt, að þó samkomulagsdrög næðust nú, myndu dagsetningar og ýmis smá- atriði vera ákveðin síðar. „Fyrst þarf að koma ísraelska hernum burt, því næst Sýrlendingum og Palestínumönnum. Þá mun ég reifa með yfirmönnum hugmyndir um virkari hlut Bandaríkjanna, ef það kynni að geta greitt flækjuna fyrr," sagði ráðherrann enn frem- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.