Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1983 3 Fulltrúar friðarhreyfinga á öllum Norðurlöndunum undirrituðu samkomulag um sameiginlega stefnu er varðar kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd á fundi í Norræna húsinu á sunnudag. Unnið hefur verið að þessu samkomulagi á annað ár. Myndin er frá fundinum. Morgunbi»*i«/KÖE Ávísanaviðskipti í janúar-febrúar: Jukust um 62% ÁVÍSANAVIÐSKIPTI, í krónum talið, jukustu um 62% fyrstu tvo mánuði árs- ins, þegar þau voru samtals að fjárhæð 12.346 milljónir króna, borið saman við 7.621 milljón króna á sama tíma í fyrra. Fjöldi tékka jókst um 8,28% milli ára. Fyrstu tvo mánuðina í ár var fjöldi tékka samtals 1.714 þúsund, borið saman við 1.583 þúsund á sama tíma í fyrra. Meðalupphæðir tékka var fyrstu tvo mánuðina í ár mun minni, en sem nemur hlutfallslegri aukningu við- skiptanna, eða um 49,63% hærri en á sama tíma í fyrra. Meðalupphæðin fyrstu tvo mánuðina í ár var 7.203 krónur, en var til samanburðar 4.814 krónur á sama tíma í fyrra. Ef tölurnar fyrir febrúarmánuð eru skoðaðar, kemur í ljós, að ávís- anaviðskipti jukust úm 62,75% milli ára, þegar þau voru samtals að fjár- hæð 6.409 milljónir króna, borið sam- an við 3.938 milljónir króna í fyrra. Meðalupphæð tékka hækkaði hins vegar nokkru minna, eða um 48,95% milli ára. Var 7.145 krónur í ár, borið saman við 4.797 krónur í febrúar í fyrra. Fjöldi tékka jókst um 9,26% milli ára. Var 897 þúsund í febrúar í ár, borið saman við 821 þúsund á sama tíma í fyrra. Egilsstaðaflugvöllur lokast vegna aurbleytu „ÞETTA var svona fyrir 30 árum og er það enn. Þetta eru maiarvellir og ef að frostið nær ekki að fara alveg úr þeim og það er sólbráð að deginum, þá fáum við leðjuyfirborð og verðum að loka völlunum. Egilsstaðaflugvöllur er verst- ur hvað þetta snertir," sagði Pétur Ein- arsson, flugmálastjóri f samtali við Morgunblaðið, en Egilsstaðaflugvöllur hefur verið lokaður seinni part dags undanfarna þrjá daga vegna leðju sem myndast á vellinum vegna sólbráðar. „Það er engin önnur útleið í þessu en að setja varanlegt slitlag á völl- inn, en það er óravegur frá því að það verði að veruleika, miðað við þær fjárveitingar sem við höfum til flugmála hér á þessu landi. Malar- vellir hafa í för með sér ýmis konar óöryggi gagnvart fluginu, sem við er- um marg búnir að hamra á og auk þess stóreykur þetta viðhaldið á flugvélaflota okkar," sagði Pétur Einarsson, flugmálastjóri að lokum. Það verður engin starf- hæf ríkisstjórn mynduð án Sjálfstæðisflokksins — segir Geir „Ég tel, að við sjálfstæð- ismenn getum vei við unað að hljóta um 39% af heild- arfjölda atkvæða,“ sagði Geir Hallgrímsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins í viðtali við Morgunblaðið í gær um úrslit þingkosn- inganna, sem fram fóru sl. laugardag. „í kosningunum 1979, 1978, 1971 og 1967 fengum við lægra hlutfall atkvæða en nú,“ sagði Geir Hallgrímsson ennfremur, „en hins vegar var útkoman auðvitað mun betri, þegar við unnum okkar glæsilega kosningasigur 1974 og feng- um 42,7% atkvæða.“ Ég vil sérstaklega þakka sjálfstæðismönnum öllum, sem unnu vel og dyggilega í þessari kosningabaráttu. Þar voru að verki þúsundir sjálf- boðaliða og ég sendi þeim sér- stakar kveðjur og þakkir." — Það hefur vakið einna mesta athygli, að þú náðir sjálfur ekki kjöri til Alþingis. „Ég gerði mér fyllilega grein fyrir því, þegar ég ákvað að taka sjöunda sæti framboðs- listans í Reykjavík, að það væri engan veginn öruggt að ég næði kjöri til Alþingis. Auð- vitað eru þetta vonbrigði, en í stjórnmálabaráttunni verða Hallgrímsson Geir Hallgrímsson menn að vera tilbúnir að taka ósigrum og þetta eru vissulega ekki þess konar vonbrigði að maður þoli þau ekki eða standi þau ekki af sér.“ — Hefur þetta áhrif á hlut- verk þitt sem flokksformanns við stjórnarmyndun? „Það er hlutverk flokks- formanns að leiða viðræður um stjórnarmyndun og ég geng út frá því, að ég muni rækja þær skyldur." — Telur þú, að skoðana- kannanir hafi haft áhrif á úr- slit þessara kosninga? „Ég hef aldrei haft mikla trú á skoðanakönnunum. Þær hafa yfirleitt spáð okkur sjálfstæð- ismönnum mun meira fylgi en við höfum fengið. En auk hugsanlegra áhrifa á úrslit kosninga, hafa þær áhrif á það, hvernig menn túlka kosn- ingaúrslitin. Þeir flokkar, sem fá t.d. góða útkomu í kosning- um en ekki jafn góða og í skoð- anakönnunum, komast í varn- arstöðu vegna þess að þeir fengu ekki þá niðurstöðu sem skoðanakannanir spáðu. Með sama hætti er það svo, að flokkar, sem tapa í kosningum en tapa ekki eins miklu og kannanir spáðu, eru af þeim sökum taldir hafa unnið jafn- vel sigur. Þetta er auðvitað fráleitt." — Hvað viltu segja um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar? „Það er íhugunarefni í sam- bandi við þessi úrslit, að kjós- endur hafa í raun og veru ekki gefið svo skýr fyrirmæli, að það liggi í augum uppi, hvernig að stjórnarmyndun skuli stað- ið. Hitt fer ekki á milli mála, að það verður engin starfhæf ríkisstjórn mynduð án Sjálf- stæðisflokksins." — Hvaða líkur eru á nýjum kosningum á þessu ári? „Það fer eftir því hvort unnt verður að mynda sterka starfhæfa ríkisstjórn eða ekki.“ VERÐLISTAVERÐ OKKAR VERÐ 20.212.-13.990.- SÆNSK-ÍSLENZK VERÐBYITING Á ELECTROLÚ)few2oo UPPÞVÖTTAVÉLUM Viö geröum góð kaup með því að kaupa 213 Electrolux BW 200 GOLD uppþvottavélar í einu lagi. Þannig fengum við verulegan afslátt sem kemur þér til góða. ^'illkomin uppþvottavél á afsláttarverði, ein hljóðlátasta vélin á markaðnum - .f.rábær Þv0«^rfi (með sparnadarrofa) - öfl- ugar vatnsdælur sem þvo ur ..«• a n1inotu þrefalt v ir.SuS- öryggi - Ryðfrítt 18/8 stál í þvottahólfi - bai7?Íæsin8 n uurð ~ Rúmar borðbúnað fyrir 12-14 manns. Fullkomin Electrolux BW 200 uppþvottavél á tilboðsverði sem þú trúir tæpast - og ekkert vit er í að hafna. Vörumarkaðurinn hl. ÁRMÚLA ÍAS 86117

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.