Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 26. APRÍL 1983 Hvað tekur við hjá þeim sem ekki náðu endurkjöri? MORGUNBLAÐIÐ leitaði fjögurra þingmanna sem ekki náðu endurkjöri í alþingiskosningunum og spurði þá hvað tæki við hjá þeim, að kosningaúrslitunum fengnum. í fimmta fyrrverandi þingmanninn, Ólaf Ragnar Grímsson, frambjóðanda Alþýðubandalagsins, reyndist ekki unnt að ná, þar sem hann var erlendis. Svör hinna fjögurra fara hér á eftir. Árni Gunnarsson: Hugsa minn gang „ÉG held að ég geti engu svarað um það á þessari stundu, maður verður að ná áttum eftir þetta og hugsa sig um," sagði Árni Gunn- arsson í samtali við Mbl. „Ætli það ráðist ekki á næstu dögum hvort farið verður út í sumarkosningar og maður verð- ur bara að bíða og sjá hvað set- ur. Ég er nú að hugsa minn gang og bíð og sé til hvað framtíðin ber í skauti sér," sagði Arni. Magnús H. Magnússon: Get gengið inn í starf „ÉG HEF ekki ákveðið það endan- lega, en ég get gengið inn í starf sem ég var í og er skipaður í, það er segja starf stöðvarstjóra Pósts og síma í Vestmannaeyjum," sagði Magnús H. Magnússon, fyrrum þingmaður Alþýðuflokksins, í sam- tali yið Mbl. „Ég hef gegnt því starfi á sumrin, með þeim hætti að ég hef leyst af þann sem er settur í starfið, þannig að ég hef unnið þau 30% sem lög gera ráð fyrir á sumrin og hefur það komið sér vel, bæði fyrir mig og stofnun- ina," sagði Magnús. „Aftur á móti eru mörg spurn- ingarmerki á lofti ennþá, varð- andi þessi mál," sagði Magnús H. Magnússon. Jóhann Einvarösson: Þessi leikur er búinn í bili „ÉG HLÝT að fara að leita mér að atvinnu, það eru alveg hreinar lín- ur með það," sagði Jóhann Ein- varðsson, fyrrum þingmaður Fram- sóknarflokksins í samtali við Mbl. „Þessi leikur er búinn í bili og hvað tekur við, varðandi aðrar kosningar, er alveg ókortlagt og ég get ekki verið að horfa í það í bili og það getur margt breyst bæði innan flokksins og í per- sónulífinu áður en að þeim hlut- um kemur. Ég hélt því fram fyrir kosningar, eins og við framsóknarmenn gerðum, að við teldum ekki eðlilegt að fara í aðrar kosningar í sumar, heldur reyna að takast á við þann vanda sem fyrir er og ég held því að sjálfsögðu fram ennþá. En hvað svo aftur skeður í þeim málum verður tíminn að leiða í ljós," sagði Jóhann. Jóhann hafði á fjórða þúsund atkvæða á bak við sig, en náði þrátt fyrir það ekki kjöri á með- an aðrir sem höfðu minna fylgi hlutu kosningu. Hann var spurð- ur um þetta atriði. „Þetta sýnir það, sem ég hef lengi haldið fram, að það kjördæmafyrir- komulag sem við búum við í dag, er algerlega óviðunandi. Það er ljóst sem við þingmenn suðvest- urhornsins höfum haldið fram að þetta fyrirkomulag sem er í dag, er ekki.til frambúðar. Þær breytingar sem gerðar voru fyrir þingslit eru viss áfangi, sátt á milli landshluta um hvernig beri að gera þetta á milli flokka," sagði Jóhann Einvarðsson. Sighvatur Björgvinsson: AIIí óráðið „ÞAÐ er hjá mér eins og öðrum sem verða að skipta um vinnu að maður verður að leita sér að ein- hverju að gera," sagði Sighvatur Björgvinsson. fyrrverandi þing- maður Alþýðuflokksins, í samtali við Mbl. „Ég hef verið fyrir vestan alla þessa kosningabaráttu og kom ekki í bæinn fyrr en á laugar- dagsnótt, þannig að ég hef ekk- ert kannað þessi mál og það er því allt óráðið," sagði Sighvatur Björgvinsson. ~t(r KHLLR HHNH,l5TJÓRNflRMUNSTRI{),, Barþjónaklúbburinn með keppni í kvöld Barþjónaklúbbur íslands er 20 ára um þessar mundir. Klúbburinn gengst fyrir íslandsmeistarakeppni í blöndun „long drinks" á Hótel Sögu kl. 19 í kvöld. Keppnin í kvöld er opin almenn- ingi. Hún hefst með vínkynningu, síðan er matur, að því búnu keppnin sjálf en síðan er dansað. Miðasala er við innganginn. 20 keppendur verða með í kvöld. Sigurvegarinn öðlast rétt til að keppa á Heimsmeistaramótinu, sem haldið verður í Hamborg á næsta ári. Hundahald fellt í Bolungarvík Bolungarrfk, 25. apríl. Samhliða alþingiskosningunum sío- astliðinn laugardag fór fram skoðana- könnun meðal bæjarbúa um rýmkun reglna um hundahald í bænum. Ákvörðun um þessa skoðanakönnun var tekin á fundi bæjarstjórnar þann 24. mars síðastliðinn. Tilefnið var áskorun frá um 70 bæjarbúum þess efnis að reglur um hundahald verði rýmkaðar, en samkvæmt núgildandi lögreglusamþykkt er hundahald bannað í kaupstaðnum. Spurt var: Ertu hlvnnt(ur) takmörkuðu hunda- haldi í Bolungarvík. Niðurstöður úr þessari skoðana- könnun voru sem hér segir: Já sögðu 141 eða 26,4%. Nei sögðu 393 eða 69,68%. Auðir seðlar voru 26 og ógildir 4. Á kjörskrá voru 745. í tilefni af þessum niðurstoðum ræddi fréttaritari Mbl. við Benedikt Kristjánsson, fyrsta varaforseta bæjarstjórnar. Hann hafði þetta að segja: „Eins og fram kemur tóku Áfengisútsaia: Samþykkt á Selfossi — fellt á Húsavík Á HÚSAVÍK var fellt að opna áfeng- isútsölu í bænum, en það var hins vegar samþykkt á Selfossi. Á þess- um tveim stöðum var kosið samfara alþingiskosningunum um hvort hefja ætti sölu áfengis í kaupstöðun- um. Á Selfossi fóru leikar þannig að já sögðu 966 en nei 895. 38 seðlar voru auðir og ógildir 5. Á kjörskrá voru 2191. Atkvæði greiddu 1904. Á Húsavík sögðu 458 já við opnun áfengisútsölu en 721 voru andvfgir því. 39 seðlar voru auðir og 1 ógildur. 1525 voru á kjörskrá, en atkvæði greiddu 1219. um 75% atkvæðisbærra bæjarbúa þátt í þessari könnun. 26% voru fylgjandi því að reglur um hunda- hald verði rýmkaðar og hundahald þar af leiðandi leyft með takmörk- unurn, en tæplega 70% andvíg þvf og vilja að þær reglur sem um þetta gilda í dag gildi áfram. Þetta var óbindandi skoðanakönnun fyrir bæjarstjórn og ég álit að bæjar- stjórn hljóti að lfta á þessar niður- stöður, þegar málið verður endan- lega afgreitt. Ég tel að bæjarstjórn- in haf i þarna nokkuð ljósa vísbend- ingu um vilja bæjarbúa f þessu máli." Fréttaritari Morgunblaðsins ræddi einnig við Hlfðar Kjartans- son, sem er einn þeirra sem stoðu að áskoruninni á sínum tfma. Hann hafði þetta að segja: „Ég er að sjálfsögðu mjög óhress með þessar niðurstöður og bendi til dæmis á að sú lögreglusamþykkt sem f gildi er og er frá 1963, hefur að geyma ákvæði sem hreinlega ekki standast landslög í dag. Það liggur þvf fyrir að einhver breyting hlýtur að verða að koma til á þessari samþykkt, þannig að hún standist að minnsta kosti lög. Við efndum til fundar með formanni Dýraverndunarfé- lags íslands, Jórunni Sörensen, þann 17. aprfl. A þeim fundi kom ýmislegt fram sem ég held að þorri manna hafi ekki vitað um áður og studdi vel okkar sjónarmið. Ég vil líka láta það koma fram hér að lögreglusamþykkt þeirri, sem nú er í gildi, hefur ekki verið framfylgt hvað hundahald snertir og ég tel að sjálf bæjarstjórnin hafi ekki virt hana. Það sem við vorum að fara fram á með þessari áskorun okkar var að bæjarstjórnin setti einhverj- ar þær reglur um hundahald sem hægt væri að framfylgja, en við sjá- um hvað setur og bíðum að minnsta kosti eftir endanlegri afgreiðslu bæjarstjórnar í þessu máli." Gunnar * SF 750 * Sú smæsta á markaöinum Skilar út 10 stórkostlegum Ijósritum á mín- útu — á hvaöa pappír sem er — allt frá fínasta bréfsefni upp í karton. Gerð fyrir ca. 8000 eintaka notkun per. mán. Meö vélinni kaupir þu fría þjónustu fyrstu 8000 eintök- ~&sggsT; Auk hinna alkunnu góöu kjara, sem viö bjóoum á SHARP-ljósritunarvélunum bjóöum viö samning um viöhald vélanna. Þaö eina sem þú þarft aö gera er aö hringja og panta viögerö, og síoan greiöir þú eftir teljara sem er innbyggour í vélarnar. í þessu felst verulegur sparnaður, þar sem þú greiöir fast gjald á eintak, en ekki fullan reikning. LJÓSRITUNARVÉLAR fyrir stór eða lítil fyrirtæki HUOMBÆR HUOM.H6IMILIS-SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SlMI 17244 SÖLU- & ÞJONUSTUAOILAR: Póllinn. Isafirði — Skritstofuval. Akureyri Ennco. Neskaupstaö — Radiópjónustan. Hornatiroi — Eyjabaw Vestmannaeyium.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.