Morgunblaðið - 26.04.1983, Síða 14

Morgunblaðið - 26.04.1983, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1983 BJÖRN BJARNASON AFINNLENDUM VETTVANGI Úrslit án niðurstöðu í KOSNINGUNUM á laugardag varð 12,8% sveifla frá hinum hefðbundnu vinstri flokkum til nýju framboðanna, Bandalags jafnaðarmanna og Kvennalistans. Sjálfstæðisflokkurinn hélt velli og bætti við sig fylgi í öllum kjördæm- um landsins fyrir utan Reykjavík — á Vestfjörðum hafði sérframboð sjálfstæðismanna fylgistap í för með sér fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Miðað við þær tilraunir sem voru gerðar til að splundra Sjálfstædisnokknum með myndun þeirrar ríkisstjórnar sem enn situr hlýtur það að teljast óhlutdrægt mat að í þessum kosningum hafi sjálfstæðismenn veitt viðnám og sótt fram með þeim hætti að til tíðinda teljist. Eftirvæntingin um fylgisaukn- ingu Sjálfstæðisflokksins var mikil meðal annars vegna ítrek- aðra yfirlýsinga Alberts Guð- mundssonar um að markmið kosn- ingabaráttunnar væri meirihluti sjálfstæðismanna á alþingi. Þær vonir rættust ekki og við mat á kosningaúrslitum sýnast margir frekar miða þau við loftkastala- smíð í kosningabaráttunni en þróun mála þegar til lengri tíma er litið, er þó líklegra að sú þróun hafi ráðið meiru um ákvarðanir kjósenda en gyllivonir frambjóð- enda. Áfall Sjálfstæðisflokksins í þessum kosningum var að formað- ur hans, Geir Hallgrímsson, náði ekki endurkjöri sem hefði verið tryggt ef flokkurinn hefði haldið sama hlutfalli og áður í höfuð- borginni. Hitt er svo auðvitað áfall fyrir alla þá sem telja, að þjóðinni væri betur borgið ef hún fylkti sér með ótvíræðum hætti um einn flokk með skynsamlega stefnu að sú framtíðarsýn skyldi ekki hafa ræst. Þess vegna er óhætt að segja að úrslit kosn- inganna séu án niðurstöðu. Mikil sveifla síöan 1978 Iþingkosningunum 1978 varð stórsveifla til vinstri, þegar A-flokkarnir svonefndu, Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokkur, stór- juku fylgi sitt og fengu saman 44,9% atkvæða í þingkosningun- um þá um sumarið og 28 þing- menn. Þá hlaut Sjálfstæðisflokk- urinn aðeins 32,7% atkvæða og 20 þingmenn. Strax og þessi úrslit lágu fyrir byrjuðu sigurvegararnir að ræða um stjórn og settust í hana undir forsæti ólafs Jóhann- essonar, formanns Framsóknar- flokksins, sem tapaði mest í kosn- ingunum 1978. Eftir þessa miklu vinstri sveiflu hafa kjósendur aft- ur tekið að hreyfast til hægri. Skrefið úr vinstri flokkunum yfir í Sjálfstæðisflokkinn er stórt og að- dráttarafl hans þarf að vera mjög mikið, eins og það var til dæmis í sveitarstjórnarkosningunum 1982. Eftir vinstri sveifluna í kosn- ingunum 1978 höfðu A-flokkarnir sem sé 12,2% meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og 8 fleiri þingmenn. Eftir kosningarnar nú er staðan sú, að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur 38,7% atkvæða og 23 þingmenn, en A-flokkarnir saman 28% og 16 þingmenn. Eðlilegt er að menn meti þessar staðreyndir, þegar þeir velta því fyrir sér hver sé sigurvegari kosninganna. Aó taka kúfínn yrir stjórnmálamenn sem kunna að haga seglum eftir vindi og hafa nef fyrir undir- straumum almenningsálitsins er það auðvitað mjög spennandi við- fangsefni að laga sig að þessum hræringum og nýta sér þær í eigin þágu. Hannibal Valdemarsson átt- aði sig á því árið 1971 þegar við- reisnarstjórnin hafði setið í 12 ár, að hreyfing yrði á kjósendum. Hann klauf sig út úr Alþýðu- bandalaginu og bauð fram undir heitinu Samtök frjálslyndra og vinstri manna og tók kúfinn af sveiflunni frá Alþýðuflokknum. Þá eins og nú stóð Álþýðubanda- lagið storminn furðanlega vel af sér miðað við síðustu kosningar, hins vegar þola Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur slík milli- framboð verst. Bandalag jafnaðarmanna og Kvennalistinn tóku kúfinn af sveiflunni að þessu sinni. En greinilegt er á viðbrögðum Vil- mundar Gylfasonar að hann átti von á meira fylgi. Er ekki að efa að sjónvarpsþættirnir úr einstök- um kjördæmum hafa fælt fólk frá að kjósa Bandalag jafnaðar- manna. Konurnar unnu á við kynninguna. Um framtíð þessara flokka er ógerlegt að segja. Bandalag jafnaðarmanna nær stefnumálum sínum í stjórnar- skrármálinu ekki fram og slíkt mál dugar ekki nema í einum kosningum. Reynslan segir, að flokkar af þessu tagi renni með einum eða öðrum hætti inn í gamla móðurflokkinn eða forvígis- mennirnir dreifist á vinstri flokk- ana. Málflutningur Kvennalistans hefur þegar haft í för með sér að konum hefur fjölgað úr þremur í níu á alþingi. Áhrif hans til lengri tíma litið verða þau, að stjórn- málaflokkarnir verða tillitssamari við konur, ef svo má að orði kom- ast. Dreifbýli og þéttbýli osningaúrslitin sýna að Al- þýðubandalagið er best skipu- lagða einingin meðal vinstri flokk- anna. Tekst flokknum ótrúlega vel að hóa í stuðningsmenn sína á lokadögum baráttunnar. Frá því á velmektardögunum 1978 hefur Al- þýðubandalagið þó tapað 5,6% af fylgi sínu og verður ekki sagt að þeir ungu menn sem þá tóku við af Lúðvík Jósepssyni hafi farið vel með flokksbúið. Þá hefur sú at- hyglisverða breyting orðið á Al- þýðubandalaginu undanfarin ár, að það hefur verið styrkja stöðu sína sem landsbyggðarflokkur og eftir kosningarnar nú er svo kom- ið, að meirihluti þingflokks Al- þýðubandalagsins, sex þingmenn af tíu, er úr kjördæmum utan höf- uðborgarsvæðisins. Meirihluti þingflokks Alþýðubandalagsins sækir því á sömu atkvæðamið og Framsóknarflokkurinn og mótar sú staðreynd mjög afstöðu hans. Formaður flokksins, Svavar Gestsson, er ekki í þessum hópi og gerir það honum erfitt fyrir. Svav- ar og ólafur R. Grímsson stóðu saman gegn áhrifum dreifbýlisins í þingflokknum en nú er þing- flokksformaðurinn ekki lengur á alþingi. Framsóknarflokkurinn sveiflast með straumi kjósenda eins og miðflokka er háttur og fyrir kosn- ingar var hann á leið til hægri en náði ekki að hagnýta sér straum- inn, af því að vinstri fylkingin í flokknum er öflug, ekki síst úti á landi þar sem hún keppir við Al- þýðubandalagið. Þingflokkur framsóknarmanna er lengra til vinstri nú en hann hefur verið um langt árabil og aðeins einn fulltrúi höfuðborgarsvæðisins, Ólafur Jó- hannesson, á þar sæti í stað þriggja áður. Ohætt er að fullyrða að þeir sem gæta hagsmuna dreifbýliskjör- dæma í Framsóknarflokki og Al- þýðubandalagi eru tregari til sam- vinnu við Sjálfstæðisflokkinn en hinir sem koma af mölinni, eins og Nýir þing- menn í alþingiskosningunum á laugardag hlutu kosningu 13 menn, sem ekki sátu á þingi síðasta kjörtímabil. Af þeim hafa 11 aldrei setið á þingi áður. Morgunblaðið birtir hér myndir af nýju þingmönnunum 13, en að- eins Ellert B. Schram og Ragnhildur Helgadóttir hafa áður setið á þingi. Ragnhildur Helgadóttir Árni Johnsen Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Ellert B. Schram Steingrímur Sigfússon Guðrún Agnarsdóttir Kristín Halldórsdóttir Valdimar Indriðason Guðmundur Kinarsson Þorsteinn Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.