Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1983 15 sagt er. Á heildina litið eru 25 þingmenn úr Reykjavík og Reykjaneskjördæmi á nýkjörnu þingi en 35 úr dreifbýli og hefur þetta hlutfall raskast þéttbýlinu í óhag. Dreifbýlisöfl telja sig ekki eiga mikla samleið með Alþýðu- flokknum, af sex þingmönnum hans eru fjórir úr þéttbýli. 10 af 23 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins eru úr þéttbýli. Bandalag jafnað- armanna og Kvennalistinn eru dæmigerðir þéttbýlisflokkar. Full- trúar dreifbýlismeirihlutans í þingflokki Alþýðubandalagsins hafa ekkert látið til sín heyra að kosningum loknum. Steingrímur Hermannsson, formaður fram- sóknar, lítur bæði til hægri og vinstri. MorKunblaðift/ÚI.K.M. Vandasöm stjórnarmyndun Fyrir þá sem utan standa er lík- lega ógerlegt að setja sig í spor þeirra sem eru í forystu fyrir vinstri flokkunum þegar þeir ræða saman um stjórnmál. Þegar menn líta til þess að í öllum þessum flokkum eru menn í áhrifastöðum sem setið hafa í svipuðum stöðum í einhverjum hinna vinstri flokk- anna, er auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir hugsjónatalið þá sé það einkum valdaaðstaðan sem stjórni ákvörð- unum þessara manna. Ýmsum þykir því vafalaust eðlilegt að þessir flokkar taki höndum saman um stjórnarmyndun en til hennar hafa þeir meirihluta og geta þrí- flokkarnir valið á milli Bandalags jafnaðarmanna og Kvennalistans. Forseti íslands þarf ekki að fara eftir neinum skrifuðum reglum þegar hún ákveður hverjum hún felur umboð til stjórnarmyndun- ar. Áður en til ákvarðana um það efni kemur þarf sú stjórn sem nú situr að segja af sér. Forseti á auðvitað að beita áhrifum sínum til þess að flýta fyrir afsögn stjórnarinnar eins og málum er háttað. Verði stjórninni síðan fal- ið að sitja áfram hefur hún að sjálfsögðu ekki umboð til neinna pólitískra ákvarðana svo sem í efnahagsmálum. Það hlýtur auk þess að verða tekin ákvörðun um að kalla þing strax saman og þá tapar stjórnin möguleikum til út- gáfu bráðabirgðalaga. Miðað við úrslit kosninganna mælir allt með því að forseti feli Sjálfstæðis- flokknum fyrst umboð til stjórn- armyndunar. Óeðlilegt er að þann- ig verði staðið að málum að allir flokkarnir sex geti vænst þess að þeir fái stjórnarmyndunarumboð. Brenglaðar áherslur Sjónvarp og hljóðvarp höfðu mikinn viðbúnað vegna kosn- inganna. Að mínu mati stóð hljóð- varpið sig betur enda er það mun lipurri miðill en sjónvarpið í til- vikum sem þessum. Hins vegar get ég ekki orða bundist um þau atriði sem mest áhersla hvíldi á í frá- sögnum fréttamanna af kosninga- úrslitunum. í hvers umboði er það ákveðið að Bandalag jafnaðar- manna og Kvennalistinn séu sig- urvegarar kosninganna? Verður flokkur sigurvegari í kosningum við að ná nokkrum mönnum á þing án þess að hafa síðan umtalsverð áhrif á gang mála? Mörgum kappleikjum lýkur án þess að unnt sé að tala um nokkurn sigurveg- ara, þótt ýmsir nái góðum árangri. Kvennalistinn og Bandalag jafn- aðarmanna náðu vissulega góðum árangri en það gerði Sjálfstæðis- flokkurinn einnig á sögulega mælistiku og miðað við umrótið innan hans. Því fór þó víðs fjarri að ríkisfjölmiðlamenn teldu ástæðu til að halda þessu á loft. Engu er líkara en þeir hafi talið það sjálfsagt að Sjálfstæðisflokk- urinn bætti stöðu sína. Hitt var furðulegt að leggja mál þannig upp í sjónvarpsumræðum við efstu menn í Reykjavík, að spurningin væri um það fyrir flokkana hvort fylgi þeirra væri í samræmi við skoðanakannanir sem gerðar voru um það bil hálf- um mánuði áður og ráðast síðan á þessar kannanir eins og kosn- ingarnar snerust um að vinna sig- ur á þeim. Allt þetta tal um skoð- anakannanir er dæmi um brengl- aðar áherslur. Telji stjórnmála- menn kannanirnar lýðræðinu hættulegar geta þeir með ákvörð- unum á alþingi bægt þeirri hættu frá en að meta úrslit og lýsa yfir „sigrum" í kosningum vegna þess að niðurstaðan er önnur en í skoð- anakönnunum er út í hött. Kosningaúrslitin eru án niður- stöðu. Á öðru var þörf á þeim al- vörutímum sem nú eru. Ástæðu- laust er að draga athyglina frá þessari staðreynd með umræðum um aukaatriði. í ríki sem skuldar sem svarar til helmings þjóðar- framleiðslu í útlöndum og þar sem verðmætin brenna upp á grimmi- legu verðbólgubáli skekkist allt verðmætamat. Guðrún Agnars- dóttir, þingmaður Kvennalistans í Reykjavík, á þakkir skildar fyrir að vekja máls á því í sjónvarpinu á sunnudagskvöldið að fjölmiðlar bera verulega ábyrgð á örlagarík- um tímum eins og nú eru að hefj- ast. Fjölmiðlaumræður um hin viðkvæmustu mál í landsstjórn- inni sem efnt er til á röngum for- sendum brengla eðlilegar viðmið- anir við mat á úrslitum kosninga og brýnustu viðfangsefni. Nú hefst fjölmiðlakapphlaupið um forsæt- isráðherrastólinn. LÚXUS Leigjendasamtökin: Húsaleiga hækki ekki örar en al- menn laun AD GEFNU tilefni'vill stjórn Leigjendasamtakanna ítreka, að hin mikla hækkun vísitölu hús- næðiskostnaðar 1. apríl sl. hefur enn aukið á það neyðarástand sem ríkt hefur hjá mörgum leigjend- Húsaleiga sem nemur meiru en 10 þúsund kr. á mánuði fyrir þriggja herbergja íbúð er augljós- lega fjarstæðukennd og algerlega óviðráðanleg leigjendum. Margir leigjendur hafa svipaða upphæð og þessu nemur í mánaðarlaun. Það er grundvallarsjónarmið Leigjendasamtakanna að húsa- leiga skuli ekki vera hærri en visst hlutfall launa og hækki ekki örar en almenn laun. Leigjendasamtökin hafa nýlega látið reikna út þá kostnaðarleigu sem setja þyrfti upp fyrir nýjar leiguíbúðir sem byggðar væru með sömu lánskjörum og verkamanna- bústaðir njóta nú. Niðurstöður þessara útreikninga eru þær að slíkar íbúðir væri hægt að leigja út gegn mjög sanngjarnri kostn- aðarleigu, sem er langt undir því sem nú er almennt tíðkað á mark- aðnum. Leiga fyrir rúmgóða þriggja herbergja íbúð í fjölbýl- ishúsi þyfti t.d. aðeins vera kr. 3.025,00 á mánuði samkvæmt þessu, segir meðal annars í frétt frá Leigjendasamtökunum. AMERICAN EAGLE 4X4 ÞÆGINDI American Eagle 4 x 4 er fyrsti ameríski fólksbíllinn með fjórhjóladrifi. Þú skiptir milli drifs á 2 eða 4 hjólum með einu handtaki, svokallað "select drive". Innréttingin er amerískur klassi, með öllum sínum íburði. innanba Ji§mj American Eagle sameinar kosti jeppa og fólks- bíls á mjög sannfærandi hátt. American Eagle er lipur í innanbæjar akstri og eyðslugrannur miðað við stærð. American Eagle er fjölhæfur fjölskyldubíll. Fjórhjóladrifið gerir fjallaferðina mögulega hvenær ársins sem er. American Eagle er kraftmikill og traustur þegar mest á reynir. Ameri- can Eagle 4 x 4 er valkostur þeirra sem vilja bíl fyrir íslenskar _., .. -, - aðstæður. Nu er orfaum Amencan Eagle árg. 1982 oraðstaf- að á aldeilis frábæru verði. Við hvetjum þig til að bera saman verð og gæði á öðrum Amerisk- um fólksbílum, — og þú munt sjá að jeppinn er í kaupbæti!!! Stórlækkad verd frá verksmiðjunum aðeins kr. 520.000- Ml&aft vií g«i«i 1 »pnl 1983. VILHJALMSSON HF Smiöjuvegi 4, Kópavogi, s. 77200 og 77202

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.