Morgunblaðið - 26.04.1983, Síða 16

Morgunblaðið - 26.04.1983, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1983 -------1 Kökur yðar og brauð verða bragðbetri og fallegri ef bezta tegund af lyftidufti er notuð. STJðRNHNARFRfEflSLA .... ■■■ ' \t*-I 'Íá-— —— !------í — BÓKFÆRSLA Markmid: Stefnt er að því aö þátttakendur geti fært al- mennt bókhald eftir námskeiöiö og hafi nokkra innsýn í gerö rekstraryfirlita og ársuppgjörs. Efni: Á námskeiöinu veröur fariö yfir meginreglur tvíhliða bókhalds meö færslum í sjóöbók, dagbók, viöskiptamanna- bækur og aöalbækur. Fariö veröur yfir gerö rekstraryfirlita og uppgjörs smárra fyrirtækja. Þátttakendur: Námskeiöiö er einkum ætlaö þeim sem hafa litla eöa enga bókhaldsmenntun. Námskeiöiö ætti aö geta komiö aö góöu gagni fyrir þá sem stunda og hafa í hyggju aö stunda einhvers konar rekstur og þá sem hug hafa á skrifstofustörfum í framtíöinni. Staöur: Síöumúli 23, 3. hæö. Tími: 5.-6. maí kl. 13.00—18.00. 7. maikl. 08.30—13.00. 9.—10. maí kl. 13.00—18.00. Þorvaldur Ingi Jónaaon, viöakipafræóingur. SÍMANÁMSKEIÐ Markmiö: Símsvarinn er andlit fyrir- tækisins. Þaö er því mjög mikilvægt fyrir starfsemi þess aö boöiö sé upp á góöa símaþjónustu. Tilgangur nám- skeiösins er aö þjálfa símsvara í aö tileinka sér hina ýmsu þætti sam- skipta og fræöa þá um þau símatæki sem almennt eru notuð, þannig aö þeir geti betur innt starf sitt af hendi. Efni: — Störf og skyldur símsvara — Símaháttvísi — Símsvörun og símatækni Þátttakendur: Námskeiöiö er einkum æltað þeim er vinna viö símsvörun. Einnig hafa fjölmargar konur sem eru aö halda öt á vinnumarkaöinn eftir aö hafa gegnt heimilisstörfum um lengri eöa skemmri tíma sótt þetta nám- skeiö. Staöur: Síöumúli 23, 3. hæö. Tími: 9 —11. maí kl. 09.00—12.00. Ath.: Starfsmenntunarsjódur Starfsmannafélags ríkisstofnana greióir þátttökugjald fyrir félags- menn sína á báöum þessum námskeiöum og skal sækja um þaö til skrifstofu SFR. Einnig greiöir Verslunarmannafélag Reykjavíkur þátttökugjald fyrir félagsmenn sína 6 báöum þessum námskeiöum og skal sækja um þaö til skrifstofu VR. Leiðbeinondur: Helgi Hallaaon, deildaratjóri. Þorsteinn Óskarsson, deildarstjóri. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. A STJQRNUNARFÉLAG m, ÍSLANOS SÍÐUMÚLA 23 SÍMI82930 Hvað segja forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna? MORGUNBLAÐIÐ talaði í gær viö formenn Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Bandalags jafnaðarmanna, Framsóknarflokks og efsta mann á kvennalistanum í Reykjavík og spurði um álit þeirra á stööunni að kosningum loknum. Svör þeirra fara hér á eftir: Steingrímur Hermannsson: Eðlilegt að Geir Hallgríms- son fái boltann „FYRST segir þessi ríkisstjórn af sér og síöan tekur forseti máliö í sínar hendur og mér finnst ekki rétt að vera að gefa yfirlýsingar. Mér finnst alveg út í hött að vera að mynda ríkisstjórn í fjölmið- lum,“ sagði Steingrímur Her- mannsson formaður Framsóknar- flokksins. Steingrímur var spurður vegna yfirlýsinga hans um að hann hryllti við að sitja í þessari ríkisstjórn eftir kosningar, hvort hann myndi samþykkja að sitja áfram í stjórninni, ef eftir því yrði leitað. Hann svaraði: „Við verðum náttúrlega að sitja eitthvað áfram, ef forseti biður okkur, en það er spurning hversu langan tíma. Ef það dregst von úr viti þá er það mín persónu- lega skoðun, án þess að ég hafi rætt það í flokknum, að betra verði að utanþingsstjórn tæki við, sem gæti gert þá hluti sem nauðsynlegir eru. Það verður þingsflokksfundur hjá okkur í vikunni og við munum ræða málin þar. Þá var Steingrímur spurður hvort til þess gæti komið, að hann setti tímamörk fyrir setu í starfsstjórn. „Mér finnst ákaf- lega eðlilegt að Geir Hallgríms- son fái boltann, en það er auðvit- að lýðræðisleg skylda að sitja ef forsetinn fer fram á það. Þegar ég tala um utanþingsstjórn þá á ég við að slík stjórn taki við ef seta starfsstjórnar fer að drag- ast eitthvað og engar aðgerðir koma, en vitanlega hlýtur Geir að fá svigrúm til að reyna að mynda stjórn áður en til slíks kemur." Steingrímur hafði eftirfarandi að segja um kosningaúrslitin: „Vissulega urðum við fyrir vonbrigðum. Við sóttum á bratt- ann. Okkar menn vildu harðari aðgerðir í efnahagsmálum þann- ig að ég bjóst við að við myndum missa einn eða tvo menn. Hins vegar kom þetta víðar sæmilega út, þó mismunandi eftir lands- hlutum. Vilmundur Gylfason: í hlutarins eðli að Geir verði falin stjórnarmyndun „ÉG TEL ekkert óeðlilegt við það að stærsti þingflokkurinn, það er Sjálfstæðisflokkurinn, bendi á þann sem falin verður stjórnar- myndun, sem þá verður væntanl- ega Geir Hallgrímsson formaður flokksins. Ég sé ekkert athugavert við það að á hann verði bent, þó svo hann sé utan þings, mér finnst það raunar liggja í hlutarins eðli. Hvert framhaldið verður að öðru leyti vil ég engu spá“, sagði Vil- mundur Gylfason formaöur Bandalags jafnaðarmanna. Vilmundur sagði ennfremur: „Við þessar aðstæður þá held ég að menn skilji mjög vel hvað það er sem við höfum verið að leggja til í stjórnkerfismálinu. Stjórn- armyndunarvandinn í hefð- bundnum skilningi er augljós þar sem allir hafa unnið með öll- um með einum eða öðrum hætti verður innbyggt tregðulögmál við stjórnarmyndanir, þannig að ef við höfum tvo aðila þar sem annar vill breyta en hinn ekki, þá hefur sá alltaf betur sem ekki vill breytingar." Um niðurstöður kosningana sagði hann: „Að því er Bandalag jafnaðarmanna varðar þá eru þetta auðvitað góð úrslit. Þau hefðu orðið betri vikunni fyrr, en þetta eru góð úrslit. Kjartan Jóhannsson: Frumskylda flokkanna að sjá til þess að landið fái ríkisstjórn „ÉG LEGG áherslu á það, að allir stjórnmálaflokkar sameinist um að greiða fyrir því að ríkisstjórn verði mynduð fljótt, hvort heldur menn munu lenda í stjóm eða stjórnarandstööu. Verkefnin blasa við og hafa ekkert breyst, þó kosn- ingar hafi farið fram og þaö eru ærin verkefni að vinna í efna- hagsmálum, eins og fram hefur komið í kosningaumræðum. Það er hlutverk og frumskylda stjórn- málaflokkanna að sjá til þess að landið fái ríkisstjórn," sagði Kjart- an Jóhannsson formaður Alþýðu- flokksins. Kjartan sagði einnig: „Við munum greiða fyrir því eftir því sem við getum að umræður um stjórnarmyndun geti gengið greitt fyrir sig. Aðrir hafa þar náttúrlega stærra hlutverk, bæði vegna stærðar og sem sig- urvegarar kosninganna. Ríkis- stjórnin mun væntanlega segja af sér, það hefur hún boðað og það er í samræmi við þingræðis- legar venjur. Allt annað væri óeðlilegt. Vegna kosninganna sjálfra vil ég flytja öllum sem lögðu okkur lið einlægar þakkir. Við sóttum á í kosningabaráttunni og við fundum það eins og oft áður að veik fjölmiðlastaða hefur háð flokknum, en niðurstöðurnar eru þessar, hvort sem mönnum líkar betur eða verr og út frá því hljótum við að vinna. Við höld- um okkar striki og vinnum að framgangi jafnaðarstefnunnar," sagði Kjartan Jóhannsson að lokum. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: Ekkert svigrúm fengist til að kanna málin „ÉG TEL ábyrgðarleysi af fjölmið- lum að hafa lagt þessa spurningu fyrir þá sem hlut eiga að máli, án þess að viðkomandi aðilar hafi fengið svigrúm til að kanna málin eða athuga þau. Það er auðvitað ekki á nokkurs færi að segja neitt til um það. Úrslit kosninganna voru kunn fyrir einum sólarhring, mcnn þurfa aö hugsa, sofa og nær- ast, þannig að það er ekkert hægt að segja um þetta á svo skömmum tíma,“ sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir efsti maður á kvennalistanum í Reykjavík að- spurð um hverja hún teldi þróun mála á stjórnmálasviðinu verða á næstu dögum og hvert hún teldi hugsanlegt ríkisstjórnarmunstur. Um úrslit kosninganna sagði hún: „Ég er afskaplega ánægð með þau. Þetta er auðvitað mik- ill sigur fyrir íslenskar konur og kvennabaráttu á íslandi. Þetta er stór stund í sögu íslenzkra kvenna. Það sýnir okkur að það er grundvöllur í okkar samfélagi fyrir nýjar hugmyndir og önnur gildi heldur en hafa verið viðtek- in. Menn eru að vakna til vitund- ar um önnur viðhorf og það sýnir okkur einnig, að þegar hjartans sannfæring fylgir málstað þá á hann rétt á sér. Sigríður sagði aðspurð það sína persónulegu skoðun að ekki ætti að eyða tíma og orku í aðra kosningabaráttu og aðrar kosn- ingar á árinu, og skynsamlegra væri að nota tímann og kraftana að vinna þau brýnu verkefni sem bíða kjörinna þingmanna. Svavar Gestsson: Forystumenn flokkanna hljóta að hefja sam- töl nú þegar „VIÐ leggjum megináherslu á að rösklega verði gengið til verka til þess að kanna hvaöa grundvöllur er til stjórnarmyndunar. Þessar stjórnarmyndunarviðræður verða ekki auðveldar, þar sem þingflokk- arnir eru nú orðnir sex talsins, en það verður engu að síður að reyna að greiða úr flækjum hiö fyrsta. Auðvitað hljóta forystumenn flokkanna að hefja samtöl nú þeg- ar sín á milli til þess að nýta tím- ann sem best,“ sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins. Hann sagði ennfremur: „Úrslit kosninganna eru athyglisverð. Tap Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er dómur yfir borgar- stjórnarmeirihluta Davíðs Oddssonar. Framsóknarflokkur- inn tapar í öllum kjördæmum landsins og ástæðurnar eru margar — vafalaust á afstaða Framsóknarforystunnar í álmál- inu nokkurn þátt í fylgistapi Framsóknar. Alþýðuflokkurinn hefur tapað öðru hverju atkvæði frá 1978. Nýju framboðin koma vel út og þeirra jarðvegur er þreyta almennings á stjórnkerfi og stjórnmálamönnum. Vonandi verða nýju þingmennirnir til- búnir til þess að taka til hend- inni með Alþýðubandalaginu við að lagfæra stjórnkerfið á öllum sviðum. Útkoma Alþýðubandalagsins er allgóð. Það vantaði aðeins herslumuninn til að við fengjum þrjá þingmenn í Reykjavík og ynnum þingmann á Vestfjörð- um. í kosningabaráttunni var sótt að okkur úr öllum áttum, meðal annars með langhundum í Morgunblaðinu, en Alþýðu- bandalagið stóð af sér storminn og er albúið til nýrrar sóknar. Kjósendur höfnuðu framsókn hægri aflanna. Kjósendur hafa séð hættuna til hægri og tekið undir aðvörunarorð Alþýðu- bandalagsins."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.