Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1983 18 Ætlaði að myrða aðalritara SÞ? 6sló, 25. aprfl. Frá fréttaritara Mbl. NORSKA lögreglan handtók á mánudag í sídustu viku 25 ára gamla konu frá Chile, sem talið er að hafi komið til Oslóar í þeim tilgangi að ráða af dögum Perez de Cuellar, aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Konan kom til Óslóar með lest- Chileska konan hefur búið um inni frá Kaupmannahöfn þremur dögum áður en Cuellar var vænt- anlegur þangað. Norska lögreglan hafði fengið frettir af ferðum hennar frá dönsku lögreglunni og beið hennar á aðaljárnbrautar- stöðinni í Ósló. í fórum hennar fannst skammbyssa af gerðinni „Beretta". nokkurra ára skeið á Ítalíu og af þeim sökum er nú verið að kanna hvort hún kunni að vera á snærum hryðjuverkasamtakanna „Rauðu herdeildanna". Norska lögreglan vill lítið um þetta mál segja enn sem komið er, nema það að konan sjálf neiti því, að hún sé hryðju- verkamaður. Brazilía: Líbýsku vélarnar fara án vopnanna Manaus, Brazilíu, 25. aprfl. AP. BÚIST var við, að þrjár líbýskar flugvélar, sem kyrrsettar voru í Brazilíu á leið sinni til Nicaragua þegar í Ijós kom, að þær voru ekki með lyf heldur vopn, færu þaðan í dag en án farmsins. Talsmaður Brazilíuforseta sagði í dag, að flugvélarnar þrjár mættu fara hvenær sem væri en fjórða vélin er í viðgerð í brazilískri her- flugstöð. Brazilískir hermenn af- fermdu vélarnar með leynd um helgina og er talið að vopnin hafi verið flutt til herstöðvar skammt frá. Haft er eftir ýmsum heimild- um, að vopnin hafi verið bæði af bandarískri og sovéskri gerð. Dagblaðið 0 Globo í Rio de Jan- eiro hafði það í gær eftir Anthony Finnland: Sorsa falin stjórnarmyndun Helxinki, 25. aprfl. Frá Harry (iranlx'rg, fréttaritara Mbl. MAUNO Koiovisto, forseti Finn- lands, fól í gær Kalevi Sorsa að reyna stjórnarmyndun. Fimm vikur eru síðan að kosið var, en Sorsa var forsætisráðherra fráfarandi ríkis- stjórnar Finnlands. Almennt er búist við því að Sorsa myndi stjórn og verði hún samsteypa sömu flokka og voru saman í stjórn fyrir kosningarnar, Sósíaldemókrataflokknum, Mið- flokknum og sænska þjóðar- flokknum, auk Landsbyggðar- flokksins, sem vann mikinn sigur í síðustu kosningum með ger- breytta stefnu og aðgengilegri fyrir hina hefðbundnu stjórnar- flokka. Samsteypa þessi myndi ráða 123 af 200 þingsætum. Sorsa sagði við fréttamenn í gær, að hann byggist við því að stjórnarmyndunin gæti tekið allt að viku. „Ókkur greinir á um ýmis mál, en það er ekkert óyfirstígan- legt á ferðinni," sagði hann. Earl Hines látinn Oakland, Kaliforníu, 25. aprfl. AP. Djasshljómsveitarstjórinn frægi Karl Hines, lést á sjúkrahúsi í Kaii- forníu á laugardaginn og var bana- meinið hjartaslag. Hann var 77 ára. Hljómsveitir „Fatha" Hines voru mikils virtar á sínum tíma og í hljómsveitum hans hófu margir frægir snillingar þreifingar sínar. Má þar nefna Dizzy Gillespie, Charlie Parker, Billy Eckstein og Sara Vaughn. Motley, sendiherra Bandaríkjanna í Brazilíu, að bandarísku vopnin væru komin frá Víetnam og væri hluti þeirra vopnabirgða, sem bandaríski herinn hefði skilið eft- ir þar á sínum tíma. Brazilískir embættismenn sögðu í dag enga ástæðu til að óttast, að Líbýumenn hættu að kaupa vopn frá Brazilíu vegna þessa máls en Brazilíumenn eru þriðji stærsti vopnaútflytjandi í heimi. Veður víða um heim Akureyri +1 léttskýjaó Amslerdam 16 skýjaó Aþena 25 skýjaó Berlín 18 heióskfrt BrUssel 17 skýjaó Chicago 12 heióskírt Dublin 11 rigning Feneyjar 19 þokumóða Frankfurt 16 skýjaó Genf 17 heióskírt Helsinki 13 heióskirt Hong Kong 29 heióskirl Jóhannesarborg 19 heióskírt Kairó 28 skýjaó Kaupmannahófn 11 skýjaó Las Paimas 21 léttskýjað Lissabon 15 rigning London 14 sfcýjaó Los Angeles 21 heióskírt Madnd 13 heióskfrt Malaga 16 skúrir Mallorca 17 alskýjaó Mexíkóborg 30 heióskírt Miami 30 heióskírt Moskva 29 heióskirt Nýja Delhí 36 heióskirt Mew York 14 rigning Ósló 16 skýjaó Paris 18 skýjaó Perth 23 heióskírt Reykjavík 4 skýjað Rio de Janeiro 29 skýjaó Rómaborg 21 heióskirt San Francisco 15 skýjaó Stokkhóimur 11 skýjaó Sydney 22 skýjaó Tókýó 27 heióskirt Vancouver 14 skýjaó Vínarborg 23 heióskírt bórshöfn 6 rigning Aðalritstjóri Stern, Peter Koch (til hægri) á blaðamannafundi í Hamborg, þar sem dagbækur Hitlers voru sýndar. Til vinstri er brezki sagnfræðingurinn Dacre lávarður (Hugh Trevor Roper). Starfsmaður Stern, Giinther Schönfeld, heldur á tveimur dagbókanna. Dagbækur Hitlers ef til vill falsaðar Hamborg, 25. aprfl. BREZKI sagnfræðingurinn Dacre lávarður (Hugh Trevor Roper), sem taldi ófölsuð skjöl þau sem birtast í v-þýzka tímaritinu Stern og sögð eru dagbækur Hitlers, dró óvænt í land í dag. Hann kvaðst hafa misskilið hvernig dagbækurnar hefðu fundizt og taldi nauðsynlegt að rannsaka betur hvort þær væru ófalsaðar. í London sagði George Young, fyrrum yfirmaður MI6, að A-Þjóðverjar kynnu að hafa falsað dagbækurnar með sam- þykki Rússa til að vekja tor- tryggni í garð NATO. f a-þýzku leyniþjónustunni væri skjala- fölsunardeild sem gæti það. NATO ætti í erfiðleikum og „allt sem vekur efasemdir um fortíð- ina getur vakið vantraust á nú- tíðina". Það væri „tóm vitleysa" að Hitler hefði leyft brezka leið- angurshernum að sleppa frá Dunkerque í von um sérfrið. í Jerúsalem sagði brezki sagnfræðingurinn Martin Gil- bert að dagbækurnar styddu skoðanir Rússa á Hitlerstíman- um og hann efaðist um að þær væru ófalsaðar. Stuðningsmenn þess álits Rússa að Þjóðverjar hefðu verið í bandalagi með Bretum gegn Rússum kynnu að hafa falsað þær. Dagbækurnar styddu þá skoðun að enginn munur hefði verið á nazistum og vesturveldunum. Væg afstaða Hitlers til Gyðinga í dagbókun- um kæmi heim við nýja tilhneig- ingu í sovézkum áróðri til að benda á samhengi milli nazista og Gyðinga nú. Dacre lávarður kvaðst hafa talið að einn maður gæti sannað að dagbækurnar hefðu fundizt í flaki þýzkrar flugvélar, sem fór frá Berlín skömmu áður en Hitl- er fyrirfór sér. Nú væri ljóst að þetta væri rangt og sagnfræð- ingar yrðu að fá að rannsaka öll gögnin í smáatriðum. Próf. Gerhard L. Weinberg frá Norður-Karólínu-háskóla tók í sama streng og kvað nauðsyn- legt að sagnfræðingar fengju að rannsaka allar dagbækurnar. Hann sagði þetta á blaðamanna- fundi með ritstjóra Stern, Peter Koch, sem segir að dagbækurnar verði afhentar þýzka þjóðskjala- safninu eftir birtingu þeirra. Koch sýndi kvikmynd sem skýrir hvernig blaðamaður Stern, Gerd Heidemann, hafði upp á dagbókunum í bæ skammt frá Dresden, A-Þýzkalandi. Dacre sagði að þar sem Stern vildi ekki gefa upp heimilda- menn gæti Heidemann einn sannað að skjölin hefðu fundizt í flugvélarflakinu 1945. Stern segir að þrír rithandar- sérfræðingar teldu dagbækurnar ófalsaðar, en að sögn Weinbergs fengu þeir aðeins að sjá nokkur sýnishorn af skjölum, sem fylgdu þeim. Um 400 myndir og teikningar eftir Hitler fylgdu dagbókunum, m.a. nokkrar af ástkonu hans, Evu Braun, nak- inni. Enski sagnfræðingurinn Dav- id Irving sagði á blaðamanna- fundinum að dagbækurnar, sem ná yfir árin 1932—45, væru fals- aðar. Þar lýsir Hitler ugg um að ofsóknirnar gegn Gyðingum „Kristalnóttina" svokölluðu 1938 fari út í öfgar, fordæmir Göbbels fyrir „ástarævintýri", gerir lítið úr Himmler og fyrirskipar að ekki verði gripið til hefndarað- gerða gegn borgurum í Póllandi. Hitler á einnig að hafa lagt blessun sína yfir „friðarferð" Rudolfs Hess til Englands. The Sunday Times birti í gær útdrátt Stern, en fleira verður ekki birt nema dagbækurnar reynist ófalsaðar. Austurrfki: Kreisky segir af sér sem kanslari Vín, 25. apríl. AP. BRUNO Kreisky hefur sagt af sér sem kanslari í Austurríki í kjölfar þing- kosninganna, sem fram fóru á sunnudag, en þar tapaði flokkur hans, jafnacV armannaflokkurinn, fimm þingsætum og hefur því ekki lengur meirihluta á þjóðþinginu. Kreisky, sem verið hefur kanslari í 13 ár, er nú 72 ára að aldri. Hann hefur einnig sagt af sér sem leiðtogi flokks síns og tilnefnt Fred Sinowat varakanslara sem eftirmann sinn. Sigurvegari í kosningunum nú eftir samfellda meirihluta stjórn var Þjóðarflokkurinn, sem er hægri flokkur. Hann vann fjögur ný þingsæti og hlaut 81 alls. Þessi flokkur lagði megin áherzlu á að- hald í fjármálum hins opinbera og náði að hagnýta sér í kosningabar- áttunni þá óánægju, sem tekin var að búa um sig á meðal kjósenda jafnaðarmanna í meira en 10 ár. Frelsisflokkurinn svonefndi, sem er smáflokkur, vann eitt þing- sæti og fékk 12 í stað 11 áður. Sá flokkur er nú kominn í oddastöðu, þar sem hvorugur stóru flokkanna getur nú myndað nýja stjórn upp á eigin spýtur. Enda þótt Kreisky hafi áður neitað því hvað eftir annað, að samvinna jafnaðar- manna og Frelsisflokksins um myndun nýrrar stjórnar kæmi til greina, þá þykir slík stjórn nú miklu líklegri en áður vegna kosn- ingaúrslitanna. Samanlagt hafa þessir flokkar 102 þingsæti af 183 á hinu nýja þingi og gætu því myndað meirihluta stjórn. Hvorki græningjar né kommún- istar náðu að fá mann kjörinn á þing. Þeir síðarnefndu fengu að- eins rúm 30.000 atkvæði eða um 0,7%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.