Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1983 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1983 29 ftt0r8tmM*bifr Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 15 kr. eintakiö. Aðförin að Sjálf- stæðisflokknum og dómur kjósenda eir sem telja pólitískt jafn- vægisástand skipta meiru en skyndisigur smáflokka hljóta að fagna því hve Sjálfstæðisflokkur- inn kemur sterkur frá kosningun- um. Hvarvetna um land nema í Reykjavík bætir flokkurinn við sig fylgi og sums staðar eins og í Áusturlandskjördæmi fær hann rnesta stuðning nokkru sinni. Séu úrslitin borin saman í Reykjavík, þar sem fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkaði um 0,8% frá 1979 þegar fáir voru ánægðir, og hinu þétt- býliskjördæminu, Reykjanesi, þar sem atkvæðamagn flokksins jókst um 4,4%, hljóta menn að draga þá ályktun af samanburðinum að ekki hafi allt verið sem skyldi í Reykjavík. Verkaskipting var skýr milli forystumanna flokksins í kosningabaráttunni. Og það er til marks um hve atkvæðastraum- arnir geta verið undarlegir, að Geir Hallgrímsson, flokksformað- ur, sem leiddi baráttuna um land allt þar sem staða sjálfstæð- ismanna batnaði skuli ekki ná inn á þing í Reykjavík, þótt í tæpu sæti væri. Það er sama hvaða mælikvarða er beitt á stöðu Sjálfstæðisflokks- ins þegar metið er fylgi hans með- al kjósenda, hún hlýtur að teljast sterk. Flokkurinn sýndi nú, að það veikir hann jafnvel ekki þótt efnt sé til langvinns óvinafagnaðar innan dyra í honum. Fram hjá þessari staðreynd verður ekki gengið. Sá flokkur sem stillti sér upp í kosningabaráttunni sem helsta andstæðingi Sjálfstæðis- flokksins, Alþýðubandalagið, hlaut núna fylgi sem ekki hefur verið minna síðan 1971. í Reykja- vík kusu færri Alþýðubandalagið en gert hafa í 20 ár og í Reykja- neskjördæmi hrundi fylgið af flokknum og fór niður í hið lægsta síðan kjördæmið varð til, 1959. Er ekki að efa, að afstaðan í álmálinu veldur fylgishruninu í Reykja- neskjördæmi. Þéttbýlisfylgið hrynur og af Framsóknarflokknum. Hann er til dæmis minni en Bandalag jafnað- armanna í Reykjavík og tapaði þar manni og einnig í Reykja- neskjördæmi. Tvískinnungur Helga H. Jónssonar, 2. manns á lista framsóknar á Reykjanesi, í afstöðunni til öryggismálanna og ummæli sjöunda manns á listan- um um utanríkisstefnu ólafs Jó- hannessonar sviptu flokkinn trausti kjósenda. Þá átta menn sig einnig á því að digurbarkalegar yfirlýsingar framsóknarmanna gegn Hjörleifi Guttormssyni í ál- málinu segja ekki alla söguna um afstöðu flokksins í því. Aðeins í lélegu kosningunum 1978 hefur Framsóknarflokkurinn átt minna fylgi að fagna í Reykjavík síðustu tvo áratugi. Uppspretta lausafylg- isins í Reykjavík er ekki síður í Framsóknarflokknum en Alþýðu- flokknum. I kjördæmi Steingríms Hermannssonar, flokksformanns, á Vestfjörðum dregst fylgi fram- sóknar saman ár frá ári og þrátt fyrir sérframboð hafði listi sjálfstæðismanna betur þar, þótt mjótt sé á munum. Alþýðubandalag og Framsókn- arflokkur hafa farið með stjórn mála á upplausnartímanum síðan 1978. I kosningunum 1979 hlutu flokkarnir samtals 44,6% atkvæða Sjálfstæðisflokkurinn 35,4%. Nú kusu 36,3% kjósenda Alþýðu- bandalagið og Framsóknarflokk- inn en 38,7% Sjálfstæðisflokkinn. Þessar tölur segja í rauninni allt um það hvernig fór um aðförina að Sjálfstæðisflokknum sem framsóknarmenn og kommúnistar efndu til með myndun ríkisstjórn- arinnar, sem nú á að segja tafar- laust af sér. Alþýðuflokkurinn gekk þver- klofinn til kosninganna og ekki er vafamál að margir kjósendur létu það ráða afstöðu sinni, að hann mætti ekki þurrkast út af þingi. Nýju framboðin, Bandalag jafnað- armanna og Kvennalistinn, fengu nægilegan byr til að eignast þing- menn. Þessir flokkar eru þó enn óþekktar stærðir. Ekki er að efa að framboð Kvennalistans verður til að auka hlut kvenna almennt í stjórnmálum, hvað svo sem líður framtíð listans sem skipulagðs afls í þessari mynd. Það er mikill áfangi hjá hinum nýju stjórn- málaöflum að fá menn kjörna á þing og sýnir kraft sem æskilegt er að virkjaður verði til góðra verka. Dómur kjósenda sem kveðinn var upp á laugardag er því miður ekki nógu afdráttarlaus vegna þess að á grundvelli hans verður erfitt að mynda góða ríkisstjórn sem hefur þrek og þor til að takast á við vandamálin. Mikil ábyrgð að verður ekki auðvelt verk að mynda starfhæfa ríkisstjórn við þær aðstæður sem nú hafa skapast á alþingi. Um leið og rík- isstjórnin hefur sagt af sér felur forseti íslands að sjálfsögðu for- manni stærsta stjórnmálaflokks- ins, Sjálfstæðisflokksins, umboð til stjórnarmyndunar. Á þessu stigi er ógjörningur að segja fyrir um það, hvernig til tekst. Hitt er víst að ástæðulaust er fyrir for- seta Islands að standa þannig að meðferð þessara mála, að flokkun- um sé skipað í röð og síðan gangi umboðið á milli þeirra eftir ákveð- in tímamörk. Slík aðferð á ekki við í þetta sinn. Allar upplýsingar um stöðu efnahagsmála sýna að þjóðin býr nú við hættuástand. Við stjórnar- myndun er nauðsynlegt að taka mið af því. Þingmennsku fylgir mikil ábyrgð sem vex í hlutfalli við erfiðleika þjóðarinnar. Ekki fer á milli mála að kvíða setur að mörgum þegar litið er yfir óljósa stöðu á alþingi. Þessi kvíði mun magnast ef ekki tekst vel til við myndun ríkisstjórnar. URSLIT ALÞINGISKOSNINGA 1983 Reykjavík Atkvæði Þing- % Breyt- Atkvæði Þing- % Breyt- Atkvæði Þing- % menn ing menn ing menn A 5.470 ( 8.691) 1 (2) 10,8 (17,8) + 7,0 A 1.059 ( 1,165) 0 (1) 13,5 (15,5) * 2,0 A 411 ( 611) 0 (0) 7,2 (10,7) B 4.781 ( 7.252) 1 (2) 9,4 (14,8) + 5,4 B 2.369 ( 2.812) 2 (2) 30,2 (37,5) * 7,3 B 1.641 ( 2.506) 2 (3) 28,8 (43,9) C 4.815 (00.000) 1 (0) 9,5 (00,0) + 9,5 C 497 (00.000) 0 (0) 6,3 (00,0) + 6,3 BB 659 (00.000) 0(0) 11,6 (00,0) D 21.807 (21.428) 6 (5) 43,0 (43,8) + 0,8 D 2.725 ( 2,320) 2 (1) 34,7 (30,9) + 3,8 C 177 (00.000) 0 (0) 3,1 (00,0) G 9.634 (10.888) 2 (3) 19,0 (22,3) + 3,3 G 1.193 ( 1.203) 1 (D 15,5 (16,0) + 0,5 D 1.786 ( 1.606) 2 (1) 31,3 (28,1) V 4.248 (00.000) 1 (0) 8,4 (00,0) + 8,4 G 1.028 ( 984) 1 (D 18,0 (17,2) Atkvæöi greiddu 51.916 af 59.048 á kjörskrá eöa 87,9%. Auöir seölar og ógildir voru 1.161. Kosningu hlutu: Af A-lista: Jón Baldvin Hannibalsson. Af B-lista: Ólafur Jóhannesson. Af C-lista: Vilmundur Gylfason. Af D-lista: Albert Guðmundsson, Friörik Sophus- son, Birgir ísleifur Gunnarsson, Ellert B. Schram, Ragnhildur Helgadóttir og Pétur Sigurösson. Af G-lista: Svavar Gestsson og Guðmundur J. Guö- mundsson. Af V-lista: Sigríöur Dúna Kristmundsdóttir. Reykjanes- kjördæmi Atkvædi Þing- % Breyt- menn ing A 4.289 ( 6.187) 1 (1) 14,8 (24,2) - 9,4 B 3.444 ( 4.430) 0 (1) 11,9 (17,3) -r 5,4 C 2.345 (00.000) 0 (0) 8,1 (00,0) + 8,1 D 12.779 (10.194) 3 (2) 44,2 (39,8) + 4,4 G 3.984 ( 4.679) 1 (1) 13,8 (18,3) + 4,5 V 2.086 (00.000) 0 (0) 7,2 (00,0) + 7,2 Atkvæöi greiddu 29.549 af 33.126 á kjörskrá eða 89,2%. Auðir seðlar og ógildir voru 622. Kosningu hlutu: Af A-lista: Kjartan Jóhannsson. Af D-lista: Matthías Á. Mathiesen, Gunnar G. Schram og Salóme Þorkelsdóttir. Af G-lista: Geir Gunnarsson. Vesturlands- kjördæmi Atkvæöi greiddu 8.136 af 9.218 á kjörskrá eða 88,3%. Auðir seðlar og ógildir voru 293. Kosningu hlutu: Af B-lista: Alexander Stefánsson og Davíö Aöal- steinsson. Af D-lista: Friöjón Þórðarson og Valdimar Indriöaon. Af G-lista. Skúli Alexandersson. Norðurlands- kjördæmi vestra Breyt- ing Atkvæöi greiddu 5.890 af 6.889 á kjörskrá eöa 85,9%. Auðir seðlar og ógildir voru 622. Kosningu hlutu: Af B-lista: Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson. Af D-lista: Pálmi Jónsson og Eyjólfur Konráö Jónsson. Af G-lista: Ragnar Arnalds. Vestfjarða- kjördæmi Atkvæði Þing- % Breyt- menn ing A 924 ( 1.188) 1 (1) 16,8 (22,1) + 5,3 B 1.510 ( 1.645) 2 (2) 27,4 (30,6) + 3,2 C 197 (00.000) 0 (0) 3,6 (00,0) + 3,6 D 1.511 ( 1.735) 2 (2) 27,5 (32,3) + 4,8 G 723 ( 808) 0 (0) 13,1 (15,0) + 1,9 T 639 (00.000) 0 (0) 11,6 (00,0) +11,6 Atkvæöi greiddu 5.653 af 6.216 á kjörskrá eða 90,9%. Auðir seðlar og ógildir voru 149. Kosningu hluti: Af A-lista: Karvel Pálmason. Af B-lista: Steingrímur Hermannsson og Ólafur Þ. Þórðarson. Af D-lista: Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Norðurlands- kjördæmi eystra Atkvæði Þing- % Breyt- menn ing A 1.504 ( 1.788) 0 (1) 11,0 (13,3) + 2,3 B 4.750 ( 5.894) 3 (3) 34,7 (43,9) + 9,2 C 623 (00.000) 0 (0) 4,5 (00,0) + 4,5 D 3.729 ( 2.762) 2 (1) 27,2 (20,6) + 6,6 G 2.307 ( 2.131) 1 (1) 16,8 (15,9) + 0,9 V 791 (00.000) 0 (0) 5,8 (00,0) + 5,8 Atkvæöi greiddu 14.016 af 16.377 á kjörskrá eöa 85,6%. Auðir seðlar og ógildir voru 312. Kosningu hlutu: Af B-lista: Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Guðmundur Bjarnason. Af D-lista: Lárus Jónsson og Halldór Blöndal. Af G-lista: Steingrímur J. Sigfússon. í kosningunum 1979 hlaut S-listi, borinn fram af Jóni G. Sólnes og fleiri 857 atkvæöi, en engan mann kjörinn. W Austurlands- kjördæmi Atkvæði Þing- % Breyt- menn ing A 279 ( 413) 0 (0) 4,0 ( 6,0) + 2,0 B 2.655 ( 2.975) 2 (2) 37,9 (43,1) + 5,1 C 267 (00.000) 0 (0) 3,8 (00,0) + 3,8 D 1.714 ( 1.368) 1 (1) 24,5 (19,8) + 4,7 G 2.091 ( 2.153) 2 (2) 29,8 (31,2) + 1,4 Atkvæöi greiddu 7.222 af 8.103 á kjörskrá eöa 89,1%. Auðir seðlar og ógildir voru 216. Kosningu hlutu: Af B-lista: Halldór Ásgrímsson og Tómas Árnason. Af D-lista: Sverrir Hermannsson. Af G-lista: Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson. Suðurlands- kjördæmi Atkvæði Þing- % Breyt- menn ing A 1.278 ( 1.535) 0 (1) 12,1 (14,8) + 2,7 B 2.944 ( 3,357) 2 (2) 28,0 (32,4) + 4,4 C 568 (00.000) 0 (0) 5,4 (00,0) + 5,4 D 4.202 ( 2.428) 3 (1) 39,9 (23,5) +16,4 G 1.529 ( 1.544) 1 (1) 14,5 (14,9) + 0,4 Atkvæöi greiddu 10.925 af 12.230 á kjörskrá eöa 89,3%. Auðir seðlar og ógildir voru 404. Kosningu hlutu: Af B-lista: Þórarinn Sigurjónsson og Jón Helgason. Af D-lista: Þorsteinn Pálsson, Árni Johnsen og Eggert Haukdal. Af G-lista: Garöar Sigurösson. í kosningunum 1979 hlaut L-listi, borinn fram af Eggert Haukdal og fleiri 1.484 atkvæöi og einn mann kjörinn. Heildarúrslit Atkvæði Þing- % Breyt- A 15.214 (21.578) menn 6 (10) 11,7 (17,4) ing + 5,7 B 24.094 (30.871) 14 (17) 18,5 (24,9) + 6,4 BB 659 (00.000) 0 (00) 0,5 (00,0) + 0,5 C 9.489 (00.000) " 4 (00) 7,3 (00,0) + 7,3 D 50.253 (43.841) 23 (21) 38,7 (35,4) + 3,3 G 22.489 (24.390) 10 (11) 17,3 (19,7) + 2,4 T 639 (00.000) 0 (00) 0,5 (00,0) + 0,5 V 7.125 (00.000) 3 (00) 5,5 (00,0) + 5,5 Atkvæði greiddu 133.303 af 153.956 á kjörskrá eöa 86,6% (89,3%). Auöir seðlar og ógildir voru 3.341. Uppbótarþingmenn Alþýöuflokkurinn hlaut 3 kjördæmakjörna þing- menn og 3 uppbótarþingmenn — Framsóknar- flokkurinn hlaut 14 kjördæmakjörna þingmenn og engan uppbótarþingmann — Bandalag jafnaöar- manna hlaut einn kjördæmakjörinn þingmann og 3 uppbótarþingmenn — Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 21 kjördæmakjörinn þingmann og 2 uppbótarþing- menn — Alþýöubandalagiö hlaut 9 kjördæma- kjörna þingmenn og einn uppbótarþingmann — Kvennaframboðin hlutu einn kjördæmakjörinn þingmann og 2 uppbótarþingmenn. Uppbótarþingmennirnir 11 eru: 1. Kristín S. Kvaran (C), Reykjavík (2.407) 2. Jóhanna Sigurðardóttir (A), Reykjavík (2.735) 3. Guðrún Agnarsdóttir (V), Reykjavík (2.124) 4. Guðmundur Einarsson (C), Reykjanes (8,1%) 5. Eiður Guðnason (A), Vesturland (13,5%) 6. Karl Steinar Guðnason (A), Reykjanes (2.144) 7. Kristín Halldórsdóttir (V), Reykjanes (7,2%) 8. Kolbrún Jónsdóttir (C), Noröurl. eystra (623) 9. Ólafur G. Einarsson (D), Reykjanes (3.195) 10. Guðrún Helgadóttir (G), Reykjavík (3.211) 11. Egill Jónsson (D), Austurland (12,3%) Aftan viö nöfn uppbótarþingmanna er atkvæöa- magn þeirra, ýmist atkvæði á bak við þingmanninn eöa hlutfall eftir því sem viö á hverju sinni. Varamenn uppbótarþingmanna: A-listi: Magnús H. Magnússon, Suöurland. C-listi: Kristófer Már Kristinsson, Vesturland. D-listi: Geir Hallgrímsson, Reykjavik. G-listi: Kjartan Ólafsson, Vestfiröir. V-listi: Málmfríöur Siguröardóttir, Noröurland eystra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.