Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 26. APRÍL 1983 31 ¦f*.......ITftdÉ Flugvél frá Flugfélagi Norðurlands á Raufarhafnarflugvelli að sækja kjör- kassa úr Raufarhafnarhreppi og Presthólahreppi. Á myndinni eru (f.v.) Jó- hann Þórarinsson lögregluþjónn á Raufarhöfn, Jónas Finnbogason flugmað- ur, Gísli Ólafsson fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Akureyri, og Þorgeir Ólafsson héraðslögreglumaður, Raufarhöfn. Morpinbwitö/Heigi óiafsson Frá talningu atkvæða í Austurbæjarskólanum í Reykjavik. festingu upp úr klukkan 23, en það má segja að það hafi verið allt um seinan að eiga við þá síðustu stað- festingu, því það var komið það mik- ið í gang í Reykjavík. Ef eitthvað hefði brugðíst hefði ekki verið aftur snúið í Reykjavík. Og það var ekki endanlega klárt fyrr en á elleftu stundu að þetta tækist," sagði Ólafur Walter. Að sðgn Ólafs Walters voru flug- vélar notaðar til að safna saman kjörkössum að kosningu lokinni. Ekki hefði þurft á aðstoð Landhelg- isgæzlunnar að halda við söfnunina eða flutning fólks á kjörstað, en Gæzlan hafði komið við sögu við flutning kjörgagna fyrir kjördag. Gerðar hefðu verið þær ráðstafanir að Vegagerð ríkisins annað hvort mokaði eða flytti fólk á kjörstað með snjóbílum. „Þetta var út af fyrir sig mjög spennandi. Veðurhorfurnar höfðu ekki verið góðar, og um það má auð- vitað deila hvort bráðabirgðalögin hafi verið nauðsynleg eða ekki. Menn verða nú samt að virða það þó að menn telji að fólkið eigi rétt á því að fá að kjósa, eða eiga mðguleikana. En þau höfðu vissulega truflandi áhrif. Þau gáfu fólki í skyn að dag- arnir yrðu tveir, og varð af því viss truflun. Ýmsir kjósendur töldu þess ekki þörf að kjosa fyrr en á sunnu- dag. Það er jú svo að fólk heyrir meginregluna, það heyrir um heim- ildina en hlustar ekki eins á það Morgunblaoio/KÖE hvernig henni verður breytt. Og fyrirfram taldi ég að dagarnir yrðu einhvers staðar tveir. En síðan breyttist þetta, veðrið reyndist betra en gert hafði verið ráð fyrir. Og Vegagerðinni tókst með glæsibrag að vinna sitt verk. Það kom alls stað- ar frá hvatning til að ljúka þessu á einum degi. Ég held að flokkarnir og áhugafólk hafi verið samtaka um að ljúka þessu, og fréttaflutningur út- varpsins hjálpaði einnig upp á það. Ég óttaðist það einmitt um morgun- inn að það mætti ekki mikið út af bregða í fréttaflutningi, og vonaði að skýrt yrði fyrir kjósendum að þetta væri fyrst og fremst heimild, sem þyrfti ekki endilega að verða notuð. Vegagerðin undirstrikaði þetta síðan með því að láta vita að hún væri ekki endilega í stakk búin til að halda áfram í marga daga," sagði Ólafur Walter. Mikill viðbúnaður var af hálfu Vegagerðarinnar og voru öll tæki hennar og talsvert af leigutækjum að auki notuð til snjómoksturs á kosningadaginn. Samkvæmt upplýs- ingum vegaeftirlitsins var um geysi- lega vinnu að ræða víða á Vestfjörð- um, Norðurlandi og Austurlandi, og Vesturlandi að hluta. Veðráttan hafði hins vegar átt sinn þátt í því að víðast hvar var búið að moka um klukkan 16. Mokstri út á Vatnsnes í Húnavatnssýslu iauk þó ekki fyrr en seint um kvöldið, einnig í Flókadal í Skagafirði, á norðanverðum Skaga, og á Austurlandi lauk mokstri f Njarðvíkurskriðum og Jökulsárhlíð ekki fyrr en um kvöldið. Að sögn starfsmanna vegaeftir- litsins er nú greiðfært á flestum veg- um landsins, þar sem veður var víð- ast hvar með betra móti í gær og fyrradag. Auk þessa var Vegagerðin með snjóbíla og báta til taks til að flytja fólk á kjörstað. Bátur var fenginn til flutninga í Arnarfirði og Reykjafirði á Ströndum. Snjóbílar önnuðust flutninga í Gufudalssveit, þar sem ófærð var mikil, í Skagafirði, Fljót- um, í Norður-Þingeyjarsýslu og einnig var fólk á tveimur bæjum á Mosfellsheiði flutt á kjörstað í snjóbíl, Fellsenda og Stífnisdal. Þá var fólk sótt á snjóbílum undir það síðasta í Jökulsárhlið, þar sem tekið var að skafa í traðirnar. Fermingar í Vest- mannaeyjum Á sunnudaginn var, 24. apríl fór fram ferming í Landakirkju í Vest- mannaeyjum árdegis og síðdegis. Við fermingu árdegis voru þessi börn fermd: Stúlkur: Aðalheiður Pétursdóttir, Illugagötu 56. Ágústa Friðfinnsdóttir, Bröttugötu 47. Elísabet Sigurðardóttir, Höfðavegi 65. Erna Guðlaugsdóttir, Brimhólabraut, 32. Guðrún Steingrímsdóttir, Faxastíg 39. Hafdís Kristjánsdóttir, Illugagötu 32. Inga Lára Ingadóttir, Sóleyjargötu 9. Lára Skæringsdóttir, Illugagötu 57. Sigríður Hjaltdal Pálsdóttir, Smáragötu 15. Þórey Guðrún Björgvinsdóttir, Búhamri 86. Drengir: Bergur Martin Ásmundsson. Strembugötu 27. Finnbogi Friðrik Jóhannsson, Brekastíg 6. Friðþjófur Már Sigurðsson, Ásvegi 29. Guðjón Egilsson, Faxastíg 1. Gunnar Ásgeirsson, Hrauntúni 39. Hannes Þorvaldsson, Hólagötu 43. Hilmir Arnarson, Strembugötu 18. Hjalti Pálmason, Hrauntúni 59. Jóhann Ingi Árnason, Höfðavegi 59. Leifur Geir Hafsteinsson, Foldahrauni 38C. Rúnar Ingi Guðjónsson, Búhamri 25. Tómas Ingi Tómasson, Foldahrauni 41C. Þórarinn Grétar Ómarsson, Hilmisgötu 1. Við fermingu síðdegis í Landa- kirkju voru þessi börn fermd: Stúlkur: Anna Katrín Einarsdóttir, Vík, Bárustíg. Ásta Kristjánsdóttir, Höfðavegi 33. Helga Georgsdóttir, Fjólugötu 23. Ingibjörg Jónsdóttir, Breiðabliksvegi 4. Jónína Helga Kristinsdóttir, Hásteinsvegi 10. Katrín Harðardóttir, Kirkjuvegi 80. Kolbrún Aðalbjörg Hjartardóttir, Dverghamri 33. Laufey Óskarsdóttir, Dverghamri 12. Sigurlaug Traustadóttir, Birkihlíð 8. Drengir: Elliði Vignisson, Illugagötu 59. Guðni Einarsson, Bröttugötu 1. Hlynur Sigmarsson, Illugagötu 27. Jón Kjartan Bragason, Vestmannabraut 60. Óðinn Vignir Jónasson, Foldahrauni 41F. Óskar Sveinn Friðriksson, Hátúni 16. Sebastian Popovic, Bessastíg 4. Stefán Orri Guðjónsson, Hólagötu 48. Stefán Sigurður Harðarson, Faxastíg 24. Valdimar Gunnar Kristjánsson, Kirkjubæjarbraut 16. Þorkell Á. Ottarsson, Miðstræti 21. Örn Guðmundsson, Búhamri 74. Vegna mistaka urðu þessir fermingarlistar eftir er birt voru nöfn fermingarbarna um siðustu helgi. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. MIÐIER MÖGULEIKl s t o. 3 9 > Þrjúhundruð ferðavinningar á 25.000 kr. hver, verða dregnir út á næsta happdrættisári. Sala á lausum miðum og endurnýjun ársmiða og flokksmiða stendur yfír. VINNINGAR HAPPDRÆTTI 83-84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.