Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 26. APRÍL 1983 Minning: Guðrún Ingibjörg Sigurjónsdóttir Kædd 26. júní 1889 Dáin 19. aprfl 1983 Amma á Sigló er dáin. Hún verður til moldar borin í dag, þriðjudag 26. apríl 1983. Hún fékk hvíld sína aðfaranótt þriðjudags- ins 19. apríl sl., 93 ára gömul. Amma mín, Guðrún Ingibjörg Sigurjónsdóttir, fæddist 26. júní 1889 að Laugalandi, Þelamörk í Hörgárdal. Foreldrar hennar voru Sigurjón Jónsson hreppstjórason- ur frá Laugalandi og Sigríður Jónsdóttir frá Hallfríðarstöðum í Hörgárdal. Amma ólst upp í foreldrahúsum ásamt systkinum sínum þar til hún fór að heiman til að vinna hin ýmsu störf. Hún vann meöal ann- ars í nokkur ár í Björnsbakaríi í Reykjavík. Árið 1919 lagði amma land undir fót og ferðaðist til Skotlands. Það hafði verið auglýst eftir tveim stúlkum til vistar í Skotlandi og amma og Guðbjörg, vinkona hennar, héldu til kaup- mannshjónanna Copland í Edin- borg, þar sem amma dvaldi í eitt ár. Þetta ferðalag ömmu hefur mér alltaf þótt merkilegt þegar tekið er tillit til þess að þarna var á ferð sveitastúlka árið 1919. Árið 1925 giftist amma afa mín- um, Jónasi Guðmundssyni tré- smíðameistara frá Marbæli í Óslandshlíð í Skagafirði. Hann lést 31. ágúst 1959. Allan sinn búskap bjuggu amma og afi á Eyr- argötu 24, Siglufirði, í húsinu sem afi reisti. Þau eignuðust þrjú börn, Asdísi, gifta Birgi J. Jóhannssyni tannlækni, búsett í Reykjavík; Hauk, kvæntan Rósu Magnúsdótt- ur, Haukur er húsgagnabólstrari búsettur á Siglufirði; og Sigurð, kvæntan Sveinbjörgu Helgadótt- ur. Sigurður var múrarameistari, hann lést árið 1977. Þá bjó einnig hjá afa og ömmu Helga Dag- bjartsdóttir, sem var nokkurs kon- ar fósturdóttir þeirra. Barnabörn- in urðu 11 og nú hefur bæst við dágóður hópur langömmu- og langafabarna. I þessum kveðjustúf ætla ég að þakka ömmu öll sumrin sem ég dvaldist hjá henni á Sigló. Hvað ég hlakkaði alltaf til að komast norður á vorin til að eyða þar sumrinu, fyrst með ömmu og afa og síðan, eftir að afi dó, með henni einni. Gönguferðirnar upp í fjall voru lærdómsríkar. Þar voru svo Rétt/erð á réttu veröi -***£¦ 2ja og 3/a vikna hópferðir til Þýskalands, sem hefjast um borð i lúxusferjunni M/S Eddu. Stutt sigling tilBremerhaven og síðan verður ekið á islenskum langferðabílum um fögur héruð og borgir Þýskalands. Fjölbreytt og áhyggjulaus skemmtiferð fyrir fólk á öllum aldri. islenskur bílstjóri og íslenskur fararstjóri eru með hópnum alla ferðina. Brottfarardagar. 1.. 8. og 15. júní. 13. júlí. 3., 24. og 31. ágúst. _______Bókanir eru rtafnar - Hafðu samband við okkur sem fyrst._______ í 5 nætur. Brottfor alla Helqarpakkarnir vinsælu á London: Vero frá kr 9 346 fimmtudaga Gildir til 1 5 maí n.k. Flug og bíll: I eina til fjórar vikur til Glasgow. London. Kaupmannahafnar. Ósló, Stokkhólms, Frankfurt, Parísar og Luxemborgar í sumar Öll almenn farseðlaþjónusta innanlands og utan. ^ikV FERDAIWIVAL margar sögur sagðar. Amma sagði til dæmis, að í stóra steininum i Hvannoyrarskálinni byggju álfar og að mennirnir ættu að vera góð- ir við álfana. Þess vegna settum við líka brauðmola af nestinu okkar í götin á stóra steininum til þess að álfarnir hefðu nóg að borða. Svo sagði amma mér frá fjallagrösunum og við fórum heim á Eyrargötuna með fjallagrös í poka. Berjaferðir voru einnig farnar með mig og ómar frænda á Sigló og sagðar sögur úr sveitalíf- inu. Já, sögurnar, sem amma sagði, voru sögur sem ömmur af þessari kynslóð sögðu og þá var alltaf nægur tími til þess að sitja og tala saman. Ekki man ég hversu oft á sumri hverju við fórum saman gegnum myndirnar frá Skotlands- dvöl ömmu, en það voru góðar stundir og ég man að mér þótti amma mjög merkileg persóna fyrir að hafa verið þarna í ókunnu landinu. Og mörg bréfin frá Skot- landi las amma fyrir mig, en hún hélt lengi vel sambandi við fólkið sem hún dvaldist hjá, og litlu börnin á heimilinu héldu áfram að skrifa ömmu eftir að þau urðu fullorðin. Amma var óþreytandi að segja frá og fyrir smástelpu í sumardvöl hjá ömmu á Sigló voru þetta stór augnablik og sögurnar voru sagðar aftur og aftur. Nú er bara að finna meiri tíma til þess að segja minum börnum sögurnar sem amma sagði, frá álfunum í stóra steininum, frá fjallagrösun- um og sveitalífinu. Amma var af aldamótakynslóð- inni og það er mikill fengur að hafa kynnst persónu úr þeim hópi. Síðustu ár ævi sinnar dvaldist amma í Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Það var hápunktur ferðalaganna norður að heimsækja gömlu kon- una. Mér er sérstaklega eftir- minnilegt síðastliðið sumar er ég og Inga systir ásamt fjölskyldum okkar heimsóttum ömmu og lang- ömmu. Við sátum í setustofunni og drukkum kaffi og fengum síðan . að aka með hana í hjólastólnum á spítalalóðinni. Hún var fallegt gamalmenni, alltaf jafn snyrtileg með fléttuna sína aftur á bakið og hún brosti þegar ég benti henni upp í fjallið og sagði: „Manstu þegar við vorum að príla þarna upp?" Amma var trúuð kona og nú er hún farin til afa Jónasar og Sig- urðar, sonar síns. Elskuleg amma mín hafi þökk fyrir allar stundirnar sem við átt- um saman. Amma var eins og ömmurnar voru þá. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Birgisdóttir Ingólfur Magnús- son — Minning Ferðaskrifstofa - Kirkiustræti 8 - Símar: 19296 og 26660 "^J ff Fæddur 11. aprfl 1933 Dáinn 16. aprfl 1983 Margs er að minnast, margs er að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatarin stríð. (V. Hri.m) Það er margs að minnast og margs að þakka þegar góður drengur og vinur fellur frá, langt um aldur fram. Ingólfur, eða Ingó, eins og hann var kallaður af vinum og kunn- ingjum, hafði þá dýrmætu eigin- leika til brunns að bera að geta fengið menn til að sjá bjartari hliðar á flestum málum þótt dimmt væri yfir í bráð. Ósjaldan í góðum félagsskap kom hann mönnum til að veltast um af hlátri með sinni skemmti- legu frásagnargleði og hnyttnum tilsvörum. Ingólfur var snyrtimenni mikið og virtist óþreytandi við að lag- færa og breyta því sem betur mætti fara. Enda ber hið fallega heimili Ingólfs og Kolbrúnar ekki síst vott um hve samtaka þau voru í þeim efnum og hve vænt þeim þótti hvoru um annað. Vinátta okkar Ingólfs spannar ekki yfir ýkjamörg ár, en þau eru mér dýrmæt minning um góðan dreng sem af vinum er saknað. Við hjónin vottum þér, Kolbrún mín, og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Halldór Hjaltested Kveðja frá starfsfólki Landsvirkjunar f dag verður gerð frá Fossvogs- kapellu útför Ingólfs Magnússon- ar, en hann andaðist á heimili sínu aðfaranótt 16. apríl sl. Það var vorið 1977 að Ingólfur réðst til starfa hjá Landsvirkjun. Áður hafði hann gegnt ýmsum störfum, stundaði sjómennsku um skeið og starfaði sem kranastjóri hjá verktökum, m.a. við byggingu Sigölduvirkjunar. Lengst af vann Ingólfur þó hjá Togaraafgreiðsl- unni eða í áratug, bæði á verk- stæði og sem kranastjóri. Ingólfur Magnússon verður þeim ávallt minnisstæður sem kynntust honum og ber þar margt til. Hann hafði einkar létta lund, kunni vel að koma fyrir sig orði og tilsvör hans voru hnyttin. Þessa gætti ekki hvað síst í starfi þar sem hann gekk jafnan glaður og ákveðinn að verki. Störf hans á lager línudeildar Landsvirkjunar voru þess eðlis að til hans þurftu margir að sækja bæði innan fyrirtækis sem utan. Hann tók hverjum þeim sem til hans leitaði af sérstakri velvild og gerði sér far um að leysa hvers manns vanda. Um það geta margir vitnað. Hjálpsemi hans og greiða- semi ollu og þvi að störf hans urðu æ umsvifameiri og náðu langt út fyrir það sem eðlilegt var að ætl- ast til. Hann var ávallt boðinn og búinn að leggja lið og lagði ætíð gott til mála. Hann var mjög áhugasamur um allt það sem gerðist í stóru og ört vaxandi fyrirtæki og hann hafði til að bera heilbrigðan metnað um að vel mætti til takast við úrlausn verkefna og var fús að leggja sitt af mörkum til að svo mætti verða. Síðustu misseri kenndi Ingólfur þess sjúkdóms sem loks leiddi hann til dauða. Hann var ósáttur sjúkdómsins vegna að fara sér hægt enda slíkt honum víðs fjarri. Það eru aðeins örfáir dagar síð- an Ingólfur stóð á fimmtugu. Hann hélt af því tilefni veglegt boð fyrir vinnufélaga sína á einkar hlýlegu heimili þeirra hjóna í Kópavogi. Þar urðu margir til að sækja heim góðan félaga. Það hvarflaði ekki að neinum sem þar var að dauðinn myndi svo skyndilega og svo óvægilega reiða til höggs. Það eru margir sem í dag kveðja góðan dreng og kæran vin. Hans verður lengi minnst því honum auðnaðist á alltof skammri ævi að skilja eftir sig góðar minningar. Við vottum eiginkonu hans og óðrum ástvinum innilega samúð okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.