Morgunblaðið - 26.04.1983, Side 28

Morgunblaðið - 26.04.1983, Side 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1983 Nfræður: Guðgeir Jónsson, fy. forseti Alþýðu- sambands íslands Ginn hinn mesti öðlingsmaður, sem ég hef kynnst á langri ævi, Guðgeir Jónsson, varð níræður í gær, þann 25. apríl. Öll mín kynni af honum eru slík, að ég finn mig knúinn til að minnast hans nokkr- um orðum og árna honum heilla á níræðisafmæli hans. Guðgeir er fæddur að Digranesi í þáverandi Seltjarnarneshreppi 25. apríl 1893. Foreldrar hans voru Jón bóndi að Digranesi og kona hans Ás- björg Þorláksdóttir bónda og al- þingismanns í Fífuhvammi Guð- mundssonar. Ólst Guðgeir að mestu upp hjá Þorláki afa sínum. Strax á barnsaldri gerðist Guð- geir fíkinn í bækur og las allt, sem til náðist. Mun þessi ákafa lestr- arfýsn m.a. hafa stutt að því, að hann, aðeins 16 ára gamall, hóf nám í bókbandsiðn í félagsbók- bandinu, og hafði hann lokið því, er hann stóð á tvítugu, árið 1913. Varð bókbandsiðnin hans ævistarf upp frá því. Guðgeir Jónsson er tvímæla- laust þeirrar manngerðar, sem við nefnum félagshyggjumenn. Enda hefur hann víða komið við sögu í félagsmálum og allstaðar aflað sér trausts og vináttu samstarfs- manna. Það er því engin tilviljun, að Guðgeir barst fram í fylkingar- brjósti tveggja þeirra félagshreyf- inga, sem áhrifaríkastar voru í samtíð hans, nefnilega Góðtempl- arareglunnar og verkalýðshreyf- ingarinnar, eins og að verður vikið hér á eftir. Ég ætla mér ekki þá dul, að ég kunni skil á öllum hinum marg- þættu félagsmálaafskiptum Guð- geirs Jónssonar, en á nokkur at- riði skal nú drepið, í stjórn Sjúkrasamlags Reykja- víkur var Guðgeir á árunum 1920-1937 og aftur 1938-1939, eða alls um 20 ára skeið. Formaður Umdæmastúkunnar Nr. 1 varð Guðgeir langa hríð og í framkvæmdanefnd Stórstúku Is- lands um skeið. Að sjálfsögðu naut Guðgeir mikils trúnaðar í stéttarfélagi sínu, Bókbindarafélaginu, enda var það svo, að í stjórn þess átti hann sæti um aldarfjórðungs- skeið, þar af var hann formaður þess í rösk 20 ár. Ungur hreifst Guðgeir af hug- sjónum jafnaðarstefnunnar og gekk í Alþýðuflokkinn. Var hann um skeið í miðstjórn hans. Seinna kom hann til liðs við Alþýðu- bandalagið og fór í framboð fyrir það í alþingiskosningunum 1956 á Isafirði. Þótti hann koma fram af mikilli prúðmennsku og dreng- skap, svo að athygli vakti, enda hefur Guðgeir aldrei verið að öðru þekktur. Svo gjörðist það 1942, að Guð- geir Jónsson er kjörinn forseti Al- þýðusambands íslands. Á þessum árum var kreppa í landi, atvinnu- leysi herjaði og mögnuð sundrung geysaði í röðum verkamanna. Þetta var tími harðra átaka. Árið 1930 var Kommúnista- flokkur Islands stofnaður og 1938 varð nýr klofningur í röðum verkamanna við stofnun Sósíal- istaflokksins. Harðnaði því enn hin flokkspólitíska barátta innan verkalýðsfélaganna, og leiddi hún meðal annars til þess, að 12 félög KRISTJÁfl SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870 Finnsk sýning 26.04—08.05 í verslun okkar Laugavegi 13 AALTO design Alvar Aalto Húsgögn — Gjafavara Glæsileg hönnun. Finnsk gæöi. 5% sýningarafsláttur af öllum finnskum vörum. FINNSKma FlflNSK VIKA W VÓRUKYNNINC sögðu sig úr Alþýðubandalaginu á árunum 1938—1940. Upp úr þessum átökum kom það, að gerð var gagnger breyting á Alþýðusambandinu, þ.e. að skilið var milli Alþýðuflokksins og Al- þýðusambandsins, sem frá upp- hafi og fram til þessa höfðu verið ein skipulagsleg heild. Árið 1940, þegar skipulags- breytingin var formlega gerð, var tala sambandsmeðlima 15509, en á næstu árum óx hún hraðar og var 1944 komin upp í 200 þúsund. Byggðist þessi mikla félagaaukn- ing einnig á því, að félög þau, sem sagt höfðu sig úr sambandinu, komu nú í það á ný. Verður því ekki annað sagt, en að Alþýðusambandið hafi vel dafnað þau árin, sem Guðgeir Jónsson var forseti þess. — Menn með ólíkar skoðanir höfðu getað sameinast um Guðgeir Jónsson, og hann reyndist líka farsæll manna- sættir í starfi sínu. Eftir að Guðgeir hætti sem for- seti sambandsins hafa honum að sjálfsögðu verið falin ýmis trúnað- arstörf í verkalýðshreyfingunni. Ég nefni aðeins, að hann var kos- inn í fyrstu stjórn Atvinnuleysis- tryggingasjóðs, og þegar Alþýðu- samband Svíþjóðar fagnaði 60 ára afmæli sínu, var Guðgeir Jónsson kjörinn fulltrúi ASÍ við það tæki- færi, sem hann leysti af hendi með miklum sóma. Mér finnst það lýsa manninum Guðgeiri Jónssyni vel, þegar hann, eins og margir forustumenn Al- þýðusambandsins minntust 50 ára afmælis þess með grein í Vinn- unni, þá gaf Guðgeir ritgerð sinni heitið „Fremjið eigi rangindi — þol- ið eigi rangindi". Hann er vissulega maður hófs- emdar og jafnframt sanngirni og réttlætis. Eins og Guðgeir Jónsson hefur verið farsæll í öllu félagsmála- starfi sínu, hefur hann einnig ver- ið gæfumaður í fjölskyldu og einkalífi. Kona hans, Guðrún Sig- urðardóttir, fædd 25. september 1893 og þannig jafnaldra hans, er hin mesta ágætiskona í hvívetna. Hefur þeim hjónum orðið 7 barna auðið. Þau eru þessi í réttri ald- ursröð: Guðrún, Einar, Þorlákur, Sigrún, Ásbjörg, Sigurður og Jón. Þá er þeirra ættbogi nú þegar orð- inn bæði fríður og mannvænlegur. Þó að þetta greinarkorn sé lítið annað en upptalning staðreynda í lífi merks samferðarmanns — enda mér nú, eins og skáldið frá Bólu sagði, „orðið stirt um stef og stílvopn laust í höndum" — þá átti það þó einnig að vera þakkarvott- ur fyrir ágæt kynni og eftirminni- legt samstarf á því sviði, sem okkar leiðir mættust. Guðgeir! Hafðu heila þökk fyrir vináttu og tryggð. Við þig á svo sannarlega það, sem skáldið sagði: Klli, þu ert ekki þung anda gudi kærum. (iöfug sál er ávallt ung undir silfurhærum.“ Gæfa og guðsblessun fylgi þér og þínu húsi öllu. Beztu afmæliskveðjur! Hannibal Valdimarsson Noregur: Gull- og silfur- sjóður til sýnis Osió, 20. apríl. Frá fréttaritara Mbl., Laure. GULL- og silfursjóðurinn frá vík- ingaöld, sem fannst í bænum Gríms- stað í Noregi árið 1981 og vakið hef- ur heimsathygli, hefur nú verið sett- ur upp til sýningar á safni í Osló. Sjóðurinn fannst þegar maður nokkur var að taka grunn fyrir nýju húsi og vógu silfurmunirnir 2,2 kíló og gullmunirnir 300 grömm. Til samans eru þeir metn- ir á um sex milljónir ísl. kr. Skartgripirnir verða til sýnis á fornleifasafninu í Ósló, í gullher- berginu svokallaða, sem er búið mjög fullkomnum öryggisbúnaði. Munirnir eru frá því um 925 og þykja afar vel gerðir. Á þeim er rúnaletur, nöfn konu og manns, sem áttu gripina á sinni tíð. Sjóð- urinn er einhver sá merkilegasti, sem fundist hefur í Noregi frá vík- ingaöld, en í honum voru einnig arabískir peningar. Dimmission í Fjölbraut í Breiðholti STUDENTSEFNI í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti dimmitteruðu þriðjudaginn 19. apríl og geystust þá um bæinn með söng og spili. Þessa mynd tók Ijósmynd- ari Morgunblaðsins, Kristján Örn Elíasson í Austurstræti, er krakkar glöddust yfir að próflestur væri að hefjast. Framundan eru svo prófin, sem þau vonandi standa sig vel í.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.