Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1983 39 Kristín Stefánsdótt ir — Minningarorö Þegar dauðinn kallar vini okkar skyndilega á fund sinn og það á unga aldri, þá stöndum við hljóð og spyrjum hvers vegna og af hverju einmitt hún eða hann. Svarið fáum við ekki hérna megin, því vegir guðs eru órannsakanleg- ir. Við skólasysturnar sátum hljóð- ar, þegar við komum saman dag- inn eftir andlát Kristínar og ein úr hópnum segir: Hún Sissa er dá- in, hún dó í gær. Já, Sissa, eins og við kölluðum hana alltaf, hafði einmitt verið ein af okkur, og nú var hún horfin héðan úr þessu lífi, aðeins 46 ára gömul. Við minnumst Kristínar eins og hún var áður en stormar lífsins fóru að fara um hana hörðum höndum. Munum hana unga og glæsilega með ljósa hárið sitt, fal- lega brosið og ekki sízt hennar hljóðiátu, prúðu framkomu. Kristín var kona, sem ekki vildi láta bera mikið á sér og hafði ekki hátt um baráttu sína við iífið. Bezt kom það í ljós, þegar hún háði sitt síðasta stríð við ólæknandi sjúk- dóm. Ég vil fyrir hönd okkar skóla- systranna þakka henni samver- una, og nú veit ég að Kristín er aftur komin með blíða brosið sitt í öðrum og betri heimi. Bið ég góðan guð að vera með ástvinum hennar og lýsa þeim veginn áfram. Ólöf Ásgeirsdóttir Ólöf Bjarnadótt- ir Minningarorð Fædd 8. október 1907 Dáin 15. aprfl 1983 Fjarskalega er dauðinn afstætt hugtak, og þó er hann hið eina sem við vitum með vissu að bíður okkar allra. Seint eða snemma, alltaf óvænt, oft óvæginn, en stundum líknandi eins og nú. Ólöf háði langt og strangt stríð við einn skæðasta sjúkdóm okkar tíma og hafði fyrir löngu sætt sig við sinn skapadóm. Þó mátti hún þreyja þorrann og góuna með hjálp nútíma læknavísinda. Því miður hvarfla stundum að manni efasemdir í garð vísindanna þegar lífi, sem virðist lokið, er haldið gangandi til þess eins að hjartað megi halda áfram að slá. 35 ár er ekki langur tími í eilífð- inni, en þó nokkuð af mannsæv- inni. Á fimmta tug þessarar aldar lágu leiðir okkar Ollu fyrst saman. Ég lítil stelpa — hún fuiltíða kona. Um þessar mundir var gat- an, sem við áttum báðar eftir að búa við lengi — hún reyndar það sem eftir lifði ævinnar — óðum að byggjast og fólkið flutti inn í hús- in sín smátt og smátt. Þetta var vinaleg gata og allir þekktu alla, létu sig varða hver annan. Hlut- verkaskipan innan fjölskyldunnar var í föstum skorðum, heimilisfað- irinn aflaði tekna með vinnu utan heimilis en konan „eldaði og spann", gætti bús og barna. A þessum tíma datt okkur börnun- um víst tæplega í hug að hlutirnir gætu verið á annan veg! Olla var að sjálfsögðu barn síns tíma. Öllum tíma sínum og kröft- um varði hún í þágu eiginmanns og 5 barna. Heimilið var notalegt, hreint og fágað og þangað var gott að koma. Ég man að mér, örverp- inu á mínu eigin heimili, þótti gaman að koma til Ollu og leika við hennar börn, eða snúast í kringum yngsta barnið á heimil- inu. Þó vinnuálag væri mikið á full- orðna fólkinu minnist ég margra ánægjulegra sunnudagsbíltúra með Öllu og Guðjóni ásamt börn- unum. Stundum var farið upp að Rauðavatni eða eitthvert enn lengra og ævinlega var gómsætt nesti með í farangrinum. í minn- ingunni er alltaf sólskin og blíða. Sú kynslóð, sem fæddist um og eftir síðustu aldamót, er trúlega sú, sem mestrar þjóðfélagsbreyt- ingar hefur lifað. Mér er til efs að nokkur komandi kynslóð eigi eftir að upplifa annað eins. T.a.m. þótti það ekki í frásögur færandi þó að Olla þyrfti framan af að þvo allan sinn þvott í þvottalaugunum gömlu, nokkuð, sem nútímabörn eiga bágt með að skilja, sem von- legt er. Miklar breytingar hafa líka átt sér stað á flestum sviðum síðan um miðbik aldarinnar. Starfsvettvangur konunnar er ekki lengur einskorðaður við heimilið. „Gatan okkar“ hefur breyst — stór hópur þess fólks, sem flutti inn í húsin sín um líkt leyti og Olla, er nú komið til annarra heimkynna. Margt burtkallaðist því miður allt of snemma. En lífið gengur sinn gang, að vísu með sí- felldum breytingum, og öll deyjum við ofurlítið í hvert sinn og ein- hver okkur kær kveður. Að lokum förum við öll sömu leið. E.t.v. hitt- umst við þá aftur — tínumst inn í húsin okkar smátt og smátt og lát- um okkur aftur og áfram varða hvert annað. Ollu minni óska ég góðrar ferð- ar — þakka samfylgdina og bið hana að flytja kveðju mína. Guðjóni og börnum þeirra bið ég blessunar. Áslaug Benediktsdóttir Eins og nótt fylgir degi, þá er það víst að öll munum við deyja. Ólöf Bjarnadóttir lést að morgni hins 15. apríl sl. Það var fagurt og heiðskírt veður þann dag, líkt og lífshlaup þessarar góðu konu var. Kannski var það ekki tilviljun, að þennan dag áttu þau hjónin gulibrúðkaup. Fimm- tíu ára samveru lokið, samveru sem ég hygg að ekki hafi borið skugga á. Það er eitthvað fagurt við þessa tilhögun forsjónarinnar. Ungur kom ég á heimili þeirra hjóna Ólafar og Guðjóns Guð- mundssonar. Þar var mér strax tekið hið besta, og um 20 ára skeið hefi ég notið hlýju og velvilja á heimili þeirra. Þar var gott að koma og jafnan tekið á móti gest- um, sem þeir væru komnir langan veg og þeim veittur hinn besti beini. Gott var ungviðinu að koma á Laugateiginn og fundu börnin sannarlega hvað að þeim sneri. Lítill lófi var lagður í hönd ömmu og kannski lumaði hún á einhverju góðgæti. Ólöf var Snæfellingur. Ung missti hún föður sinn og varð móðir hennar, Þorbjörg, að leysa upp systkinahópinn og vinna fvrir sér við hin ýmsu störf. Ólöf ólst því upp við fremur kröpp kjör og ef til vill var það þess vegna sem hún hafði svo ríka samúð með lítilmagnanum, hún mátti ekkert aumt sjá, hvort sem það voru menn eða málleysingjar. Löngu sjúkdómsstríði er lokið. Fyrir tveimur og hálfu ári kenndi Ólöf þess sjúkdóms er nú hefur lagt hana að velli. Hún æðraðist ekki, lagði líf sitt í hendur Guði. Að leiðarlokum er margt að þakka. I hjarta mínu varðveiti ég margar góðar minningar, sem ekki verða hér tíundaðar. Af kynnum mínum við Ólöfu hefi ég auðgast. Hún er ein sú besta manneskja sem ég hefi kynnst. Blessuð sé minning hennar. S.G. + Útför eiginmanns míns, föður okkar og afa, BALDURS GUÐMUNDSSONAR, fyrrverandi framkvæmdastjóra, Hóteigsvegi 23, fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 27. apríl kl. 3. Blóm vinsamlega afbeðin, en þeir, sem vildu minnast hans, láti Hjartavernd njóta þess. Sigurjóna Jóhannesdóttir, Gunnlaugur Stefón Baidursson, Guóbjörg Þórdis Baldursdóttir, Jóna Margrót Baldursdóttir og barnabörn. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. + Útför móöur minnar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR fró Kirkjubæ, fer fram frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 27. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að láta Hrafnistu njóta þess. Höröur Daníelsson, Kristín Þorkelsdóttir, Heiöar Rafn Haróarsson, Daöi Haröarson, Þorkell Sigurður Harðarson. + Faöir okkar, KRISTJÁN EGGERTSSON, Þverholti 18B, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 28. apríl kl. 10.30. Fyrir hönd ættingja, Rósa Kriatjónsdóttir, Katrfn Kristjónsdóttir, Þorvaldur Kristjónsson, Kristjón Kristjónsson. + Móðir okkar og tengdamóðir, . MARÍA SÍMONARDÓTTIR, Sólvallagötu 7A, verður jarösungin frá Fossvogskapellu, þriöjudaginn 26. apríl kl. 13.30. Blóm afþökkuö. Lovísa Júlíusdóttir, Þórarinn Sigurgeirsson, Óskar K. Júlíusson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Alfreð Júlíusson, Erna Marelsdóttir. + Eiginmaður minn, sonur, faðir og afi, INGÓLFUR ARNÓR MAGNÚSSON, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu þriöjudaginn 26. april kl. 10.30 f.h. Kolbrún Óskarsdóttir, Magnús Grímsson, Ásdís Magnea Ingólfsdóttir, Bjarni Þórarinsson, María Ingólfsdóttir, Hreiðar Elmers og barnabörn. + Móöir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR BACHMANN, Tómasarhaga 37, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni í dag kl 3 e.h. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á kristniboð KFUM. Jón G. Hallgrímsson, Þórdís Þorvaldsóttir, Halla Bachmann, Helgi Bachmann, Helga Bachmann, Helgi Skúlason, Hanna Bachmann, Jón K. Ólafsson. + Þökkum sýnda samúð við andlát frænku okkar, EUFEMIU ÓLAFSSON Lilla Juhler, Georg Ólafsson, Dagný Georgsdóttir, Effa Georgsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir samúö og hlýhug viö andlát og útför föður okkar, tengdafööur og afa, BALDVINS ÓLAFS BALDVINSSONAR fró Árgerði, Ólafsfirði. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks sjúkradeildar Krist- ness, fyrir góöa hjúkrun. Guö blessi ykkur öll. Sigurfinnur Ólafsson, Svana Jónsdóttir, Rósa Ólafsdóttir, Síguröur Ingimundarson, Regína Ólafsdóttir, Eggert Gíslason og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.