Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 26. APRÍL 1983 41 fclk í fréttum Frjalst framtak hf, óskar aö ráða í tímabundin verkefni 1 starfsmann. Skrifleg- ar umsóknir óskast sendar undirrituðum. Frjáls Framtak hf., Ármúla 18, sími 82300. George Best búinn að vera -t- George Best, knattspyrnu- stjarnan fræga, sem í eina tíð vissi varla aura sinna tal, var heldur niðurlútur þegar hann kom fyrir rétt í London nú fyrir nokkrum dögum. Þar játaði hann þaö tvennt, að hann vœri ólæknandi áfengissjúklingur og sokkinn á kaf í skuldir, sem hann gæti ekki greitt. Málið hefur verið í gangi í heilt ár og um tíma leit út fyrir að allt færi vel. Best fékk nefnilega vel greitt fyrir sjálfsævisögu sína og heföi getaö losaö sig við skuld- irnar ef hann hefði viljaö. En pen- ingarnir fóru í annaö. „Ég er áfengissjúklingur og fjárhættuspilari og hvort tveggja er jafn dýrt. Ég spila ekki þegar ég er fullur svo aö það er í raun ódýrara fyrir mig aö vera bara róni. Ég tapa nefnilega lang- mestu í spilunum," sagö Best við dómarann. Fyrir nokkrum árum var Best eftirsóttasti leikmaöurinn i fyrstu deildinni ensku en nú leikur hann með þriðju deildar liðinu Bourne- mouth. Um skeiö var hann hjá bandarísku félagi og fékk offjár fyrir, en peningarnir gufuöu upp. Nú skuldar hann nokkrar milljón- ir og á ekki eyri. Eiginkona Bests, Ijósmynda- fyrirsætan Angie, hefur nú krafist skilnaöar frá Best og umráða- réttar yfir tveggja ára gömlu barni þeirra. Auk þess krefst hún um 60—70 þúsund kr. ísl. ífram- færslueyri á mánuði. „í raun haföi ég aldrei efni á aö kvænast og hvaö þá aö skilja. Þaö var nú bara til aö kóróna þaö," segir George Best. + Enski leikarinn Ben Kingsley, sem vann Óskarsverölaunin fyrir frammistöðu sína í mynd- inni um Gandhi, er nú kominn aftur upp á svioio í London þar sem hann leikur Edmund Kean, en hann var frægur leikari á síöustu öld. + Eddie Constantine, sem yljaði mörgum íslenskum kvikmyndahúsgestinum um hjartarætur hér áður fyrr, er enn á fullri ferð og er um þessar mundir aö leika í mynd, sem tekin var í Vestur-Þýskalandi. Mynd- in er í ekta Eddie-stíl, has- armynd af gamla og góöa taginu. + Larry Hagman brá sér til Vestur-Þýskalands fyrir nokkrum dögum og tók þar á móti bronsstyttu af Bambi, sem sjónvarps- áhorfendur þar í landi skenktu honum. Hagman var nefnilega kjörinn vin- sælasti sjónvarpsleikarinn og þarf líklega ekki aö taka fram fyrir hvaða þátt þaö var. NÝTT wnumaöiakaupp. þessar qlœsilequ i^eqíjhilíusamstœöur aaöeinskr. 20900 qóóu qneiðaíuAfeiimóiari Smiðjuvegi 6 Sirni 44544 SPUNNIÐ UM STALÍN 32 efrir MATTHÍAS JOHANNESSEN En svo eru aðrir, sem sækja skýringar í einkalíf ein- valdans og voveiflegan dauða Nadezhada Allilíueva- Stalína, konu hans. Kannski hafði dauði hennar meiri áhrif á atburðarásina en flest annað, segja þeir, sem kunnastir eru heimilishögum bóndans í Kreml. En víst er, að sviplegur dauði hennar eykur á tortryggni harðstjórans og grimmd. Þegar líkaböng hljómar yfir jarðneskum leif- um félaga Nadya nær illskan yfirhöndinni í skapgerð Stalíns og hann þyrmir engu, hvorki sínum eigin né öðrum. Hún bræddi hjarta hans eins og fyrri konan hafði gert í Grúsíu. Með henni dó bróðurparturinn af því góða í hjarta hans, það hafði hann sagt sjálfur við útför hennar í Tiflis. Það, sem eftir var af góðleika hans og mannúð, fór í gröfina með Nadya. Eftir dauða hennar var eins og ekkert gerðist í kringum hann. Allt væri í þúsund kíló- metra fjarlægð. Sama tilfinning og með Raskolnikoff, morðingjanum. Stalín og Nadya eiga margt sameiginlegt, en ekki allt. Hún hafði starfað á skrifstofu Lenins. Og hún var góður kommúnisti. Hún er nánast sú eina, sem þorir að tala við hann eins og manneskju. Og andmæla honum, ef hún er til neydd. Honum líkar það misjafnlega, enda er hann orðinn því afvanur, að menn umgangist hann öðruvísi en goð á stalli. Hún hafði eitt sinn sagt við hann: Hvers vegna lætur þú þá dýrka þig svona, þetta er viðbjóðslegt! En hann svaraði: Hvað get ég gert að því? Ég hef það ekki í hendi mér, hvað þeir segja eða hugsa. Þótt ég ráði miklu, þá ræð ég ekki öllu. En hún svaraði: Þú ræður því sem þú vilt. Þú eflir ekki með þeim manndóm, þú gælir við hundsleg fleðulæti þeirra. Þú þolir engum að mót- mæla þér. Þá varð hann reiður og rauk út. 21 Minning, 1950 Nú situr Stalín gamall maður og yfirgefinn og hugsar um konu sína og börn. Hann hefur oft farið að leiði Nadya, jafnvel að næturlagi. Alltaf með vörðum. Hann reynir að hrinda þessum hugsunum frá sér, en getur það ekki. Þær trufla hann. Hann á ekki að hugsa um annað en hagsmuni ríkisins, það veit hann. En hann veit vel, hvar hann er fæddur, hvar hann ólst upp og hvar forfeður hans eru grafnir, eins og skáldið sagði. En hann fær engan frið fyrir þessum minningum. Þær koma inn í hugsanir hans eins og gömul tundurdufl úr löngu gleymdu stríði. Og það verða sprengingar í huga þessa gamla marskálks og leiftrin lýsa upp veröld sem eitt sinn var. Blóðuga veröld fyrir heimsstyrjöld. Og blóðugri varð hún. Nú horfin í svarta móðu gleymsku og þagnar. f hennar stað eilífir fundir með Bería, Malenkov, Krúsjeff og Lazar Kaganovich, sem hefur verið vopnabróðir hans og félagi um áratuga skeið. Stalín brosir með sjálfum sér. Rosa, systir félaga Lazars, vakti afbrýðisemi með Nadya. Ekki að ástæðulausu, tuldrar hann fyrir munni sér. Og hann hefur gaman af því að enginn veit, hvort hann kvæntist henni síðar eða ekki. Hann á sín leyndarmál á því sviði eins og öðrum. Hvað var athugavert við það? Jafnvel Molotov hafði fallið fyrir Rosu! Hún var fegurðin persónugerð. Og Nadya þoldi hana ekki. Hann yljar sér jafnvel við það. En hvort sem Jósef Stalín líkar betur eða verr, koma þessar óþægilegu og eggsáru minningar í heimsókn, eins og nú skal greina. Þær rifja upp fyrir honum það sem sagt var um þau Nadya, þegar hann elti hana á röndum: Hvirfilvindurinn varð ástfanginn af eplatrénu. Það stóð í blóma. Og hann kramdi það í ástríðufullum faðmlögum. Það var satt. FRAMMAl.D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.